Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. Afmæli Áslaug Brynjólfsdóttir Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, Kvistalandi 16, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Áslaug fæddist á Akureyri og ólst upp í Krossanesi. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA1952, cand. phil. frá HÍ1953 og var síðan við nám og húsmóðurstörf í Þýskalandi til 1959 og í Washington D.C. og í Kalifomíu tilársinsl961. Þegar heim var komið starfaði Áslaug sem stundakennari við Vogaskóla og var framkvæmda- stjóri Bóksölu stúdenta í HÍ til árs- ins 1968. Þá dvaldi hún um eins árs skeið í E1 Salvador á vegum Sameinuðu þjóðanna en lauk síðan kennara- prófi frá KÍ1971 og sérkennsluprófi 1986. Áslaug starfaði sem kennari við Fossvogsskóla 1972 og sem yfir- kennari frá 1973-82, þar af settur skólastjóri um skeið. Frá árinu 1982 hefur hún svo gegnt embætti fræðslustjóra í Reykjavík. Áslaug var í stjórn Fræðslu- myndasafns ríkisins og Ríkisútgáfu námsbóka 1976-82, í stjóm Stéttarfé- lags grunnskólakennara 1976-78 og í stjórn Félags skólastjóra og yfir- kennara 1979-82. Hún hefur verið í Menntamálaráði frá 1978, í fræðsluráði Reykjavíkur 1982 og í stjórn Kvennréttindafélags íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ennfremur er Áslaug félagi í Alfa-deild Alþjóðasamtak- anna Delta Kappa Gama. Birst hafa greinar eftir Áslaugu í blöðum og tímaritum, einkum um skólamál. Fjölskylda Áslaug giftist 6.6.1986 Jóhanni Gíslasyni, f. 15.3.1928, lögfræðingi í Reykjavík. Hann er sonur Gísla Guðmundssonar, skipstjóra í Reykjavík, og Sigríðar Jóhannsdótt- urhúsmóður. Áslaug á fjögur böm með fyrri eiginmanni sínum, dr. Guðmundi Sigvaldasyni jarðfræðingi. Þau eru: Ragnheiður, f. 9.5.1954, dr. í eðlis- fræði, nú lektor við KHÍ, gift Daníel Friedan, dr. í eðhsfræði og prófessor í New Jersey í Bandaríkjunum, og eiga þau einn son. Áður átti Ragn- heiður tvær dætur með dr. Jóni Karlssyni, lækni í Svíþjóð; Birgir, f. 30.6.1956, MA í stjórnmála- og sagnfræði, fréttastjóri Tímans, kvæntur Rut Petersen hjúkrunar- fræðingi og eiga þau tvö börn; Gunnar Bragi, f. 27.10.1960, tækni- fræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, kvæntur Hahdóm Grétarsdóttur hjúkranarfræðingi og eiga þau tvær dætur; Guðrún Bryndís, f. 20.7.1963, læknir á Akur- eyri, gift Jóni Gauta Guðlaugssyni kennara og eiga þau tvö börn. Jóhann, seinni eiginmaður Ás- laugar, á íjögur böm frá fyrra hjónabandi. Þau eru: Kristján end- urskoðandi; Jóhann verkstjóri; Sig- ríður, fulltrúi á endurskoðenda- skrifstofu; Þuríður, húsmóðir og nemi. Áslaug á sex systkini. Þau eru: Ragnheiður, f. 29.11.1923, d. 13.11. 1947, við nám í hússtjfr. í Noregi; Þorgerður, f. 6.11.1925, kaupmaður í Álasundi í Noregi, gift Knut 0. Garnes skrifstofustjóra og eiga þau tvö börn; Ari, L7.12.1926, dr. í eðlis- fræði hjá Sameinuðu þjóðunum, kvæntur Marguerite Reman, dóm- túlki og kennara, og eiga þau fimm börn; Sigrún, f. 2.6.1928, húsmóðir í Kópavogi, fulltrúi hjá HÍ, gift Jóni Erlingi Þorlákssyni tryggingafræð- ingi og eiga þau sex böm; Sigurður Óh, f. 8.9.1929, d. 31.1.1984, BA í eðlis- og stærðfræði, kennari og bæjarfuhtrúi á Akureyri, var kvæntur Hólmfríði Kristjánsdóttur sjúkrahða og eignuðust þau fimm böm; Helga, f. 24.12.1935, læknarit- ari í Reykjavík, gift Eyþóri Ómari Þórhallssyni tannlækni, d. 23.11. 1988, og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Áslaugar vom Brynjólf- ur Sigtryggsson, f. 7.10.1895, kenn- ari og b., lengst af í Krossanesi, og Guðrún Rosinkarsdóttir, f. 3.8.1905, húsmóðir þar. Þau em bæði látin. Foreldrar Brynjólfs voru Sig- tryggur Sigurösson, b. í Hörgárdal, og Guðrún Jónsdóttir, ljósmóðir og Áslaug Brynjólfsdóttir. húsfreyja. Foreldrar Guðrúnar voru Rosinkar Guðmundsson frá Æðey í ísafjarðardjúpi, síðar b. í Kjarna í Amarneshreppií Eyjafirði, og Þorgerður S. Sigurðardóttir, kennari og húsmóðir. Áslaug og Jóhann taka á móti gest- um í sal Kvennasamtakanna að Hahveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, á milh kl. 17 og 19 á af- mælisdaginn. Stefán Jónsson Stefán Jónsson, dægurlagasöngv- ari og sölustjóri hjá Ræsi, Logafold 66, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf að syngja dægur- lög opinberlega árið 1958 með hljóm- sveitinni Plútó (síðar Lúdó-sextett og Stefán) sem var ein vinsælasta danshljómsveit hér á landi efdr að KK-sextettin hætti störfum og fram til 1963 er bítlaæðið kom th skjal- anna. Stefán hefur svo sungið með Lúdó-sextetti og Stefáni lengst af síðan, auk þéss sem hann söng um tíma með sextett Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Lúdó-sextett og Stefán hafa gefið útfjórar hljómplötur en sú fyrsta kom út 1963. Stefán hóf störf hjá Ræsi árið 1967 og hefur starfað þar síðan, fyrst sem afgreiðslumaður og síðan sölumað- urog sölustjóri. Fjölskylda Stefán kvæntist 16.3.1963 Odd- rúnu Gunnarsdóttur, f. 16.3.1944, verslunarstjóra. Hún er dóttir Gunnars Jónssonar, mjólkurfræð- ings á Selfossi, og Helgu Þórðardótt- urhúsmóður. Böm Stefáns og Oddrúnar em Svandís Ósk Stefánsdóttir, f. 28.10. 1962, bankastarfsmaður í Reykja- vík, og Gunnar Bergmann Stefáns- son, f. 25.8.1964, nemi í arkitektúr íBandaríkjunum. Stefán á þrjár hálfsystur, sam- mæðra, Bjamdísi, Aðalheiði og Jónu, sem ahar era húsmæður í Reykjavík. Foreldrar Stefáns eru Jón Stefáns- son, f. 1909, bifvélavirki í Reykjavík, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1906, hús- móðiríReykjavík. Ætt Jón er sonur Stefáns, b. á Smyrla- bergi, bróður Páls í Sauðanesi, fóður dr. Hermanns, prófessors í Edin- borg, og Gísla á Hofi, fóður Páls framkvæmdastjóra og Jóns, b. á Hofi. Páh var einnig faðir Páls hrl., fóður Páls Amórs hrl., Stefáns hrl., Signýjar, leikhússtjóra á Akureyri, og ívars forstjóra. Stefán á Smyrla- bergi er sonur Jóns, b. í Sauðanesi, Jónssonar, b. á Syðsta-Vatni, Ólafs- sonar. Móðir Jóns í Sauöanesi var Helga Stefánsdóttir. Móðir Stefáns á Smyrlabergi var Helga Gísladóttir, b. í Flatatungu í Skagafirði, Stefáns- sonar. Móðir Jóns bifvélavirkja var Guð- rún Kristmundsdóttir, b. í Ásbjarn- Stefán Jónsson. arnesi, Guðmundssonar. Guðrún Aðalheiður er dóttir Jóns, b. í Laxárnesi í Kjós, Jóhannesson- ar, b. á Suður-Reykjum, Bjarnason- ar, vinnumanns í Engey, Ingjalds- sonar, b. í Hrólfsskála á Seltjarnar- nesi, Ottasonar. Móðir Jóns í Laxár- nesi var Guðlaug Narfadóttir, b. á Suður-Reykjum, Guðmundssonar, b. í Eyvindartungu, Narfasonar. Móðir Guðrúnar Aðalheiðar var Guðrún Eggertsdóttir, b. í Amster- dam, Eggertssonar, hreppstjóra á Litla-Fljóti, Einarssonar, smiðs í Miklaholti í Biskupstungum, Jóns- sonar, b. á Gýgjarhóh, Gissurarson- ar. Móðir Guðrúnar Eggertsdóttur var Sigríður Jónsdóttir, sjómanns í Akraholti á Álftanesi, Jónssonar. Stefán verður að heiman á afmæl- isdaginn. Friðbert Pétursson og Kristjana Guðrún Jónsdóttir. Kristjana Guðrún Jónsdóttir og Friðbert Pétursson Hjónin Kristjana Guðrún Jóns- dóttir húsfreyja og Friðbert Péturs- son, fyrrv. bóndi í Botni í Súganda- firði, nú th heimihs að Hjallavegi 16, Suðureyri, eiga demantsbrúð- kaup í dag (sextíu ára hjúskaparaf- mæli). Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 14.11. Til hamingju með afmæliö 13. nóvember Petrína Narfadóttir, fyxrumhús- móðiráKára- stig 14íReykja- vik. Petrína dvelurnúá Sjúkrahúsi Akraness. Þorbjörg Ákadóttir, Steinura 2, Ðjúpavogi. Ástráður Þórðarson, Laugateigi 32, Reykjavik. 60 ára Magðalena Kristjánsdóttir, 'i'úngötu 16, Patreksfirði. Kristín Stemundsdóttir, Mið-Mörk, V-Eyjafjallahreppi. Helga Eyjólfsdóttir, Viðhundi 24, Akureyri. GunnarÞjóðólfsson, Hæðargarði 48, Reykjavík. Viðar Benediktsson, Sæviðarsundi 33, Reykjavik. Jóhannes Bjömsson, Norðurbyggö 21, Akureyri. Magnús S. Jósefsson, Borgarbraut 15, Borgarnesi. Hjálmar Guðbjörnsson, Kleppsvegi 16, Reykjavík. Dýrólína Eiríksdóttir, Melgerði 36, Kópavogi. Steinn Guðmundsson, Háaleitisbraut 31, Reykjavik. Vatnsstig 11, Reykjavík. Ásgerður Jónasdóttir, Seljahlíö 3i, Akureyri. Eiginmaður Ásgerðar erSveinn Ingi Hahdórsson múrarameistari. Þauemerlendis áafmælisdaginn. Monika Sveinsdóttir, Ljósaiandi, Lýtingsstaðahreppi. Sigurlína Davíðsdóttir, Fannafold 103, Reykjavík. Óttar Sveinbjörnsson, Munaöarhóh 23, Hellissandi. Óttarverður fimmtugurá morgun, laug- ardag, ogtekur ámótigestumá heimihsínueft- irkl.20áaf- mælisdaginn. 50ára Eyrarbraut?, Stokkseyri. HelgiMagnússon, Æsufelh 2, Reykjavík. Bergþóra Ólafsdóttir, Krossholti 11, Keflavík. : Guðlaug J. Persechino, Hjörtur Þór Ágústsson, Selnesi 36, Breiödalsvík. Þómnn Siemsen, Nökkvavogi 38, Reykjavík. Pétur Ágúst Pétursson, Byggðavegj 136, Akureyri. Gíslunn Loftsdóttir, Bakkahlíð 11, Akureyri. Kristrún Jónsdóttir og Valdimar Lárusson Kristrún Jónsdóttir og Valdimar Lárusson Hjónin Kristrún Jónsdóttir hús- móðir og Valdimar Lárasson leik- ari, Hamraborg 26, Kópavogi, eiga guhbrúðkaup á morgun, laugardag- inn 14.11. Þau ætla að taka á móti gestum í samkomusal Allsheijar - Samfrí- múrarareglunnar að Skerjabraut 1, Seltjarnamesi, á morgun mhli kl 15.00 og 18.00. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujjro,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.