Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Śtvarp Sjónvarp 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						19
Tæplega þúsund fermetra sýningartjaldi er komið fyrir við sviðið á tónleik-
um U2.
Stöð 2 á laugardag:
U2 í beinni
útsendingu
rfljómsveitin U2 ferðast nú um ger-
völl Bandaríkin og spilar á stærstu
leikvöngunum sem finnast. Það hef-
ur verið uppselt á hverja einustu
hljómleika sveitarinnar. Á tæpum
fjórum tímum seldust um 110 þúsund
miðar á tónleika U2 í Los Angeles en
í fiestum öðrum borgum seldust mið-
arnir upp á innan við klukkutíma.
Það er hins vegar ekki uppselt fyr-
ir áhorfendur Stöðvar 2 því að á laug-
ardagskvöld verður bein útsending
frá tónleikum sveitarinnar. HJjóm-
sveitin er að kynna nýjustu breið-
skífu sína, Achtung Baby, og er um-
fang hverrar uppákomu geysilega
mikið. Fyrir. hverja tónleika er sett
upp sjónvarpsstöð til að stýra át-
burðarásinni á tugum sjónvarps-
skjáa sem eru á sviðinu.
Aðalstöðin á sunnudögum:
Úr bóka-
hillunni
Sunnudaginn 29. nóvember hefst
þátturinn Ur bókahillunni á Aðal-
stöðinni. Þátturinn verður með
svipuðu sniði og undanfarin ár,
viðtöl við höfunda, þýðendur og
útgefendur, gagnrýnendur á öllum
aldri segja áht sitt á jólabókunum
m.a. eru það krakkar úr Granda-
skóla sem fjalla um barnabækur.
Guðrún Eva Pálsdóttir og Ölvir
Gíslason 16 ára sjá um ungl-
ingabækur.
Þeir sem verða í fyrsta þættinum
eru Jóhann Páll frá Forlaginu, Þór-
arinn Eldjárn, Ingólfur Margeirs-
son, Ólöf Halla Guðrúnardóttir og
Kolbrún Bergþórsdóttir og Nanna
Rögnvaldar.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Guðriður Haraldsdóttir kynnir
bækur á Aðalstööinni.
Rás 1 á þridjudag:
Fullveldisdagur
íslendinga
Nemar við Háskóla íslands hafa
löngum mjnnst fullveldisdags ís-
lendinga 1. desember. Rás 1 hefur
jafnan útvarpað tveimur Hðum í
hátíðardagskrá þeirra, stúdenta-
messu í kapellu Háskólans og há-
tíðarsamkomu stúdenta. Stúdenta-
mes8unni verður útvarpað klukk-
an 11.03, sr. Kristján Valur Ingólfs-
son þjónar fyrir altari og Hildur
Sigurðardóttir predikar.
Útvarp frá hátíðarsamkomu
stúdenta hefst síðan að loknum
fréttum, klukkan 15.03. Pétur Þór
Óskarsson, formaður Stúdenta-
ráös, setur hátíðina, Sveinbjörn
Björnsson rektor ávarpar gesti og
Háskólakórinn syngur. Hátíðar-
ræðu heldur Pétur Gunnarsson rit-
höfundur og að lokura sýna Arnar
Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir
stutt atriði úr leikritinu Ríta geng-
ur menntaveginn.
Klukkan 17.03 hefst bein útsend-
ing frá Þjóðminjasafninu þar sem
félagar úr íslensku hh'ómsveitinni
minnast Inga T. Lárussonar með
söng og hhóðfæraslætti i tilefni 100
ára afmælis hans i ár. Jón Þórar-
insson tónskáld er kynnir á tón-
leikunum og rekur jafnvel æviferil
Inga.
Séra Jón er trillusjómaður og rær út á hverjum morgni á trillunni sinni, henni Hallgerði.
Sjónvarpið í næstu viku:
Jóladagatalið
Jóladagatal Sjónvarpsins verður á
dagskrá 1- 24. desember klukkan
17.45 og verða þættirnir endursýndir
rétt fyrir fréttir, eins og verið hefur
undanfarin ár. Krakkarnir, sem
eignast jóladagatahð, geta fylgst með
atburðarás þáttanna þar sem í glugg-
unum á jóladagatalinu eru vísbend-
ingar um það sem geristí þáttunum
dag hvern.
í ár ber jóladagatalið yfirskriftina
Tveir á báti. Þetta eru spennandi
þættir sem fjalla um séra Jón og
ævintýrin sem hann lendir í. í Stóru-
Litlu-Bugðuvík býr ekki margt fólk
en í fámenninu er að finna tónskáld-
ið og hringjarann séra Jón. Á hverj-
um sunnudegi og á stórhátíðum
stendur séra Jón uppi í klukkuturni
og hringir klukkunum þannig að
þorpsbúar heyri og komi til kirkju.
Stöð 2 á laugardag:
Falin
myndavél
Gamanleikarinn Dom DeLuise er kynnir þáttarins Fabn
myndavél sem hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöld
klukkan átta. Þættirnir ganga út á það sama og kvikmynd-
irnar með sama nafni sem voru sýndar við mikla aðsókn
hér á landi. Dom kemur fólki í óþægilega aðstöðu og kvik-
myndar viðbrögð þeirra. Hann fær ta.m. leikara til að gefa
prufur af nýjum varaht sem límir varirnar saman. í öðru
lætur hann hungraðan vörubílstjóra á veitingahúsi við veg-
inn fá franska steik á stærð við fimmkall og athugar síðan
hvað honum nnnst.
Framlelðandi þáttanna um föidu myndavélina er sá
sami og gerði Fyndnar fjölskyldumyndir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38