Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 1
Gautaborg í ferðagetraun DV og Flugleiða: Skemmtilegasta stórborg Svíþjóðar - samkvæmt mati Svía sjálfra Heppinn áskrifandi DV fær í vinn- ing helgarferð fyrir tvo til Gauta- borgar í lok þessa mánaðar. Boðið er upp á þriggja nátta gistingu á Scandic Crown Hotel í hjarta borgar- innar sem Svíamir sjálfir segja að sé skemmtilegasta stórborg landsins. Hótelið er við Polhemsplatsen 3 í miðbæ Gautaborgar. Um er að ræða fyrsta flokks hótel með sundlaug, gufuböðum, líkamsræktarherbergi, sólbaðsstofu, tveimur veitingastöð- um og börum. í miðbæ Gautaborgar er allt sem stórborgir bjóða upp á, fjöldi glæsi- legra verslana, safna og fjörugt skemmtanalíf. Það er gott að gera innkaup í Gautaborg sem alltaf hefur verið borg kaupmannanna. Sam- keppnin milli verslananna er mikil. Verslunarstöðin Nordstan er heim- sóknar virði. í henni eru 130 verslan- ir, tvö af stærstu vöruhúsum Svi- þjóðar, fjórar göngugötur og torg. Fomverslanir og skemmtigarður í Haga, elsta hverfi Gautaborgar, er fjöldi fomverslana, gallería, verk- stæða listamanna, veitingastaða og kaffihúsa. Byrjað var að reisa hverf- ið á 17. öld og þess hefur verið gætt aö breyta sem minnstu þegar ný hús hafa verið byggð. í skemmtigarðinum Láseberg finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Þar em þrettán veitingastaðir og á nokkmm þeirra er máltíðin á hálfvirði fyrir böm undir tólf ára séu þau í fylgd með fullorðmun. Auk allra tækja er daglega boðið upp á tónleika og skemmtisýningar. Vegna fjölda garða er Gautaborg græn borg. Umhverfi hennar er hæð- ótt og ákaflega fallegt. Margar góðar baðstrendur em við borgina. Frá breiðgötunni Avenyn í Gautaborg. Þar eru útiveitingastaðirnir opnir hálft árið. Afsláttarkort Svokallað Gautaborgarkort, sem kostar 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir böm fyrir sólar- hringinn, veitir ókeypis aðgang að flölda atriða: skemmtigarðinum Liseberg, söfnum, skoðunarferð í langferðabifreið í borginni og á bát, ferðum með sporvögnum og strætis- vögnum og afsláttur fæst í fjölda verslana og á mörgum veitingastöð- um. Leigubílar veita afslátt gegn framvísun kortsins. Það er hægt að kaupa í hótelum, í sjoppum, Liseberg, upplýsingamið- stöðvum fyrir ferðamenn og fleiri stöðum. Sé keypt kort fyrir nokkra daga er veittur afsláttur af verðinu. Gautaborgarkortið veitir ókeypis ferðir út í skerjagarðinn. Eyjamar þar em ákaflega vinsælar meðal ferðamanna. Á einni þeirra, Nya Elfsborgsön, er kastali sem gegndi lykilhlutverki í stríðinu milh Dana og Svia í upphafi átjándu aldar. Þá réðist dansk-norski flotinn gegn Gautaborg sem var varin frá kastal- anum. Eftir fjögurra daga orrustu urðu árásarmennimir að hörfa. í einum veggja kastalans er enn fall- byssukúla frá árásarmönnum. Á öðmm eyjum em húsin minni og bera þau þess augljóslega merki að hafa verið heimili lítið herskárra manna. Á eyjunum em klappir, ákjósanlégar til sólbaða, og mögu- leikar gefast á veiði. -IBS Árshátíðarferðir i Þórsmörk er nýjung sem bryddað verður upp á í vetur. Áramóta- og árshátíðarferöir Þriggja daga áramótaferð í Land- mannalaugar verður á vegum Haf- þórs Ferdinandssonar og Úrvals- Útsýnar. Haldið verður frá Reykja- vík 30. desember að morgni. Á gamlársdag verður ferðast um svæðið, hvort sem menn vilja gera það gangandi, á skíðum eða á bíl. Lagt verður af stað heim um klukk- an 13 á nýársdag. Ferðast verður á Ford Econoliner. Ferð og gisting kostar 14.900 krónur. Ferðafélag íslands og Útivist skipuleggja ferðir í Þórsmörk um áramótin. Lagt verður af stað frá Reykjavík að morgni 30. desember og komiö í bæinn 2. janúar. Með Ferðafélaginu kostar ferð, gisting og fararstjóm 8.900 fyrir utanfé- lagsmenn en 7.950 fyrir félags- menn. HQá Útivist er verðið 9 þús- und fyrir utanfélagsmenn en 8.100 fyrir félagsmenn. Árshátíðarferðir í vetur ætla Haíþór Ferdinands- son og ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn að bjóða fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og vinahópum upp á nýstárlega helgarferð í Þórs- mörk. Aðrir staðir koma einnig til greina. Hugmyndin er að ferðin geti nýst sem árshátíð, þorrablót eða skemmtiferð fyrir fyrirtæki. Verð fyrir ferð og gistingu er frá 5.875 upp í 9.117 á mann en verðið fer eftir hópastærð. Boðið er upp á fullt fæði í ferðinni og kostar það 4.550 krónur. Hægt verður að velja á milli lif- andi tónlistar, gítar- eða harmón- íkuleikara, fyrir 26 þúsund krónur og tónlistar af bandi sem myndi kosta 5 þúsund krónur. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.