Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Menning Af höfðingjum á Skaganum Enn ein byggðasagan hefur séð dagsins ljós. Fyrsta bindi af sögu Akraness kemur í kjölfar fjöl- margra hliðstæðra verka. Nægir þar að nefna sögu Reykjavíkur, Akureyrar, Seltjarnarness, Selfoss og Keflavíkur. Höfundur leggur áherslu á hve samofin saga Akurnesinga er stjómmála- og menningarsögu þjóðarinnar - einkum á Sturlunga- öld og endurreisnarskeiðunum um og eftir 1800. Hann vekur sérstak- lega á því athygli hve stór hlutur Akurnesinga er í þjóðarsögu okk- ar, ekki síst ef haft er í huga þeir hafa líklega aldrei verið íleiri en nemur tveimur hundraðshlutum þjóðarinnar. Þessi áhersla höfund- ar gerir það að verkum að bókin höfðar í mun ríkari mæli til lands- manna í heild en ella hefði verið. Bókin hefst á ítarlegum kafla um landlýsingu (s. 14-88) þar sem fjall- að er um jarðfræði, landkosti og jarðnytjar, fjörunytjar, samgöngr, örnefni, fomleifar, þjóðtrú og sögur. Einhverjum kann að finnast þetta > BÆKUR ¥ í JÓLAGJÖF? Þá skaltu kynna þér ódýru Úrvalsbækurnar á næsta sölustað eða hringdu og fáðu bæklinginn okkar í pósti BÆ Sími 63 27 00 hægfara byrjun og e.t.v. langdregin (en það ræðst væntanlega fyrst og Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson fremst af áhugasviði lesandans). En í þessum inngangskafla sýnir sig að höfundur vill leitast við að skrifa sögu einstaklinganna sem byggðu Akranes í sem mestum tengslum við umhverfl sitt í víðri merkingu þess orðs. Er það mjög lofsvert og reynist hér mikili fróðleikur dreg- inn saman og augljóst að mjög víða hefur verið leitað fanga. Meðal forvitnilegs efnis í bókinni má nefna frásagnir af umsvifum Brynjólfs biskups Sveinssonar (1639-1679) á Skipaskaga en hann virðist markvisst hafa stefnt að því að gerast útgerðarhöfðingi þar og því hefur verið haldið fram að hann hafi lagt gnrnn að þéttbýlismyndun á Akranesi. Höfundur þessarar bókar telur þó eins líklegt að um- fangsmikil útgerð hafi verið þar fyrir siðaskipti. Akranes. Mikill fróðleikur um sögu bæjarins dreginn saman i bókinni. Við hefðbundná söguritun beinist athygh öðru fremur að eftirminni- legum atburðum, svipmiklum ein- staklingum, náttúruhamförum, slysum og öðru sem raskar hvers- dagsframvindu í samfélagi - en lífi og viðhorfum almennings og menningaeinkennum hefur oft ekki verið nægilegur gaumur gef- inn, eins og Jón Böðvarsson bendir á. Og kannski mætti aö vissu leyti gagnrýna þetta verk fyrir ónóga áherslu á þessa þætti. Það er um of saga höfðingja (sbr. kaflana „Garðahöfðingjar" og „Lögmanna- ætt á Hólmum tveim“), og sagan ekki sögð af sjónarhóli almennings í sama mæli og t.d. í nýútkominni sögu Keflavíkur eða hinu marglof- aða verki Guðjóns Friðrikssonar um sögu Reykjavíkur. Höfundur virðist gera sér grein fyrir þessari vöntun og segir í inngangsorðum sínum að margt í sögu hreppsins þurfi að kanna miklu betur - eink- um menningarsöguna. Kaflinn „Almennir hagir“ sýnir þó að höf- undur leitast viö að glíma við þess- ar spumingar. Bendir hann þar meðal annars á vissa sérstöðu Akraness sem felst í því að náttúru- hamfara gætti þar minna en al- mennt var hér á landi. Bókin er prýdd fjölda mynda og hefur vandaða nafna- og heimilda- skrá. Hins vegar er umbrot bókar- innar gallað. Óþarflega stórar spássíur em öðrum megin á síðum bókarinnar, eins og mjög er í tísku um þessar mundir en nánast engar hinum megin. Jón Böðvarsson. Akranes. Frá landnami til 1885. Prentverk Akraness hf. 1992 (335 bls.) Siglingar og skipskaðar í síðari heimsstyrjöld Bókin í skotlínu er að stofni til meistaraprófsritgerð höfundar í sagnfræði við Háskóla íslands og naut hann fjárhagsstuðnings frá Eimskipafélagi íslands við samningu ritgerðarinnar og vinnslu bókarinnar. Bókin er saga farsiglinga Islendinga stríðsárin 1939- 1945 og að hluta saga Eimskipafélagsins þessi ár. Heimilda hefur höfundur leitað víða. ítarleg heim- ildaskrá fylgir bókinni en í formála segir höfundur að aðallega hafi verið stuðst við heimildir í skjalasafni Eimskipafélagsins auk skjala frá sendiráðum í New York, Washington og London og utanríkisráðuneyt- inu. Leiðabækur skipa era og heimildir. í formála seg- ir: „Við öflun ljósmynda leitaði ég í myndasafn Eim- skipafélagsins...“ Auk mynda em kort sem sýna siglingaleiðir skipa, þar á meðal litprentað kort er sýnir siglingaleið ís- lenskra kaupskipa til og frá Bandaríkjunum. Þar er sýnd staðsetning skiptapanna er Hekla, Goðafoss og Dettifoss voru skotin niður. Formála bókarinnar ritar Þór Whitehead prófessor sem var umsjónarkennari höfundar við samningu meistarprófsritgerðarinnar. Höfundur hefur lagt á sig mikla vinnu við að gera efninu sem best skil. Árangur er sá að bókin er fróð- leg, segir ákveðinn þátt íslandssögunnar og auk þess vel skrifuö og læsileg. Þór segir í formála að þó íslendingar hafi engan her haft hafi mannfall þeirra veriö hlutfallslega jafnmikið og sumra stríðsþjóðanna: „Þorri þeirra sem létu lífið voru sjómenn". Auk þess aö segja sögu sighnga og skiptapa freistar höfundur þess að „draga upp mynd af lífi þeirra sem sigldu á kaupskipunum, vinnu þeirra, baráttu fyrir bættum kjöram, siglingum í skipalestum, lífinu um borð við slíkar aðstæður, hafnarvinnu erlendis og í Reykjavík, slysfórum og ekki síst þeim björgunarstörf- um sem sjómenn unnu“. En höfundur gerir einnig grein fyrir ýmsum ákvörð- unum stríðsaðila sem höföu áhrif á siglingar Eim- skipafélagsins og fléttast því gangur stríðsins inn í bókina. Reyndar rekur höfundur dálítið stööu mála áratug- inn fyrir stríðið, kreppuna miklu og afleiðingar henn- ar m.a. á viðskipti milli þjóða. Nokkuð segir það um þessa tíma að forsætisráð- Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson herra, Hermann Jónasson, beindi því til Eimskipafé- lagsins að það keypti einungis íslenskar kartöflur til skipa sinna, en birgðir voru miklar og hætta á að þær ónýttust. Strax við heraárn Breta á íslandi 10. maí 1940 minnk- aði skipastóll íslendinga um 2165 tonn er Þjóðverjar kyrrsettu Gullfoss og Snæfell. Árið 1941 tóku Bretar siglingarnar milli íslands og Bretlands í sínar hendur. Tengshn við Ameríku jukust. Sjómenn fengu áhættuþóknun eftir þjark og verkföll hindruðu siglingar. Árásin á Heklu 1941 olli því að íslensk skip sigldu í skipalestum eftir það. Kaldhæðni örlaganna var það að síöasta vetur stríðs- ins skutu Þjóðverjar niður bæði Goðafoss og Dettifoss, skipin sem Eimskipafélagið haföi notað til Þýskalands- siglinga. Þann kafla þjóðarsögunnar sem rakinn er í þessari bók þurfti að skrifa. Verður að telja að allvel hafi til tekist. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir. í skotlinu Almenna bókafélagið. 280 blaðsíður. Heill heimur í áskrifl Subaru Legacy dreginn ut 22. des. nk. 52 ferðavinningar til áskrifenda frá okt. 92-sept. 93 Sími 632700 Grænt númer 99-6270 Sími 632700 Grænt númer 99-6270 Sóni 632700 Grænt númer 99-6270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.