Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1993, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 27. MARS 1993 Afmæli Sæunn Jónasdóttir Sæunn Jónasdóttir, fyrrum hús- freyja á Hegrabjargi í Skagafirði, vistmaður á sjúkrahúsi Sauðár- króks, er níræð í dag. Starfsferill Sæunn fæddist í Hróarsdal í Hegranesi í Rípurhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hún naut fræðslu í farskóla í Eyhildarholti og starfaði við bú foreldra sinna uns hún gift- ist. Árið 1935 keyptu þau hjónin ásamt Leó bróður hennar jörðina Vatnskot í Rípurhreppi í Hegranesi og skiptu henni í jarðirnar Hegra- bjarg og Svanavatn. Sæunn hefur frá sumrinu 1991 dvalist á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Fjölskylda Sæunn giftist 1.1.1934 Ólafi Eiríks- syni, f. 20.6.1888, d. 16.11.1982, tré- smíðameistara og bónda frá Hvals- nesi í Lóni, A-Skaft. Foreldrar hans voru Eiríkur Halldórsson frá Volas- eli í sömu sveit, bóndi að Hvalsnesi, og síðari kona hans, Guðrún Björg Einarsdóttir. Börn Sæunnar og Ólafs eru: Lilja Guðrún, f. 24.12.1934, vistmaður á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, og á hún Sæunni Jóns- dóttur, bónda að Svanavatni, sem ólst upp hjá Sæunni og Ólafi; Þórdís Sigríður, f. 22.8.1936, starfsmaður á Landspítalanum, gift Hjalta Jó- hannssyni, myndhstarmanni og rit- höfundi, og eiga þau Jóhann Hjalta- son sem lýkur námi í vor í raf- magnsverkfræði frá HÍ; Margrét, f. 3.6.1941, bóndi á Hegrabjargi; Sig- rún., f. 3.6.1941, bóndi sama stað; Sigurlaug, f. 3.6.1941, húsfreyja á Kleif í Skefilsstaðahreppi í Skaga- firði, gift Jóni Benediktssyni, bónda frá Steinadal í Strandasýslu. Böm þeirra em: Guðbjörg sem er gift Reyni Axelssyni og búsett á Hellissandi og eiga þau tvö börn; Sævar Eiríkur, kvæntur Sigrúnu Guðjónsdóttur, búsett á Fáskrúðs- firði og eiga þau eitt barn; Aðalheið- ur Valgeröur, gift Eiði Jónssyni, búsett á Reyðarfirði, og eiga þau eitt bam; Jónas Líndal, í sambúð með Guðrúnu Sælínu Siguijóns- dóttur, búsett á Fáskrúðsfirði, og eiga þau eitt bam; Rúnar Már og Nanna Andrea, nemar í Fjölbrauta- skóla Sauðárkróks. Alsystkini Sæunnar vom 12 og 16 hálfsystkini sem komust til aldurs. Af alsystkinum hennar em á lífi: Leó, f. 28.3.1904, bóndi á Svana- vatni, kvæntur Sigríði Sigurlínu Árnadóttur frá Víkum á Skaga, nú látin; Páll Hróar, f. 17.5.1908, bóndi og smiður að Utanverðunesi í Hegranesi, kvæntur Þóm Jóhönnu Jónsdóttur frá Mýrarlóni í Eyjafirði og eiga þau sjö böm; Sigurlaug Jak- obína, f. 31.12.1914, bóndi að Kára- stöðum í Hegranesi, var bústýra með Ólafi bónda þar, sem er látinn. Meðal látinna alsystkina Sæunnar var Jón Norðmann, f. 7.8.1898, d. 24.9.1976, kennari í Reykjavík, síðar bóndi, kennari og fræðimaður á Sel- nesi á Skaga frá 1957. Raektaði fyrst- ur manna sykurrófur á íslandi. Aflátnum hálfsystkinum sam- feðra voru m.a. Jósteinn Jónasson, f.4.9.1866, d. 8.9.1944,bóndií Naustavík í Hegranesi, kvæntur Ingibjörgu Sigurgeirsdóttm', bónda á Grænhóli á Barðaströnd, látin. Jósteinn var afi Kára Jónassonar, fréttastjóra RÚV, og langafi Krist- jáns Jóhannssonar óperasöngvara og Jóhanns Más, bónda og söngvara í Keflavík, Hegranesi. Gísli Jónas- son, 22.12.1891, d. 11.10.1967, skóla- stjóri Langholtsskóla í Reykjavík, kvæntur Margréti Jónu Jónsdóttur, trésmiðs í Reykjavík, Jónatansson- ar, látin. Sonur þeirra er Jónas Sturla vígslubiskup, kvæntur Arn- fríði Ingu Arnmundsdóttur, foreldr- ar séra Gísla Jónassonar, sóknar- prests við Breiðholtskirkju í Reykjavík. Foreldrar Sæunnar vom Jónas Jónsson, skáldbóndi og smá- skammtalæknir í Hróarsdal, f. 26.9. Sæunn Jónasdóttir. 1840, d. 26.1.1927, ogþriðjakona hans, Lilja Jónsdóttir frá Syðstu- Grund í Blönduhbð í Skagafirði, f. 6.8.1872, d. 22.11.1935. Jónas var m.a. yfirsetumaður kvenna og tók á móti um fimm hundmð bömum. Sigríður Kristjánsdóttir, Baughóli 29, Húsavík. Kjartan Haraldsson, Borgarhramú 14, Hveragerði. Hreiðar Jósteinsson, Ketilsbrautl3, Húsavík. Jóna Höskuldsdóttir, Smóraflöt 18, Garðabæ, 75 ára ÞormóðurJónsson, Skálabrekku 19, Húsavík. 50 ára 70 ára IngvarG.Odds- son, Kirkjuvegi 1, Kefiavík. Jónas H. Guðjónsson, Hálsaseb 44, Reykjavík. Ágústa Baldvinsdóttir, Meistaravöllum 27, Reykjavík. Sigurður Ari Eliasson, 60 ára Lsbjörg Jónsdótti r, Faxastfg 15, Vestmannaeyjum. Valgerður H. Valgeirsdóttir, Stigahlxð 18, Reykjavik. Sigríður Þórhalisdóttir, Urðarstekk 7, Reykjavik. Friðjóna Hilmarsdóttir, Hraunbæ 8, Reykjavík. María M. Ásmundsdóttir María M. Ásmundsdóttir myndlist- arkona, Víðimel 19, Reykjavík, er 95áraídag. Starfsferill María er fædd og uppalin á Kross- um í Staðarsveit. Eftir að móðir hennar féll frá stóð hún fyrir búi á Krossum ásamt föður sínum og systur eða þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1944. María fékk snemma áhuga á út- saumi og listmálun og stundaði það meðbústörfum. María var í hannyrðanámi, m.a. baldýringu og kúnstbróderingu, hjá Elísabetu Valdimarsdóttur og Unni Ólafsdóttur og stundaði síðar org- elnám hjá Sigríði Helgadóttur og matreiðslunám hjá Hólmfríði Rós- inkranz. María starfaði lengst af að saumi fyrir klæðskera en starfrækti fram á síðustu ár sína eigin fataviðgerð. Hún hélt sýningu á olíumálverkum sínum árið 1990 og er enn að mála áglerogdúka. Snemma á öldinni varð hún einnig áhugasamur ljósmyndari og hefur tekið á annað þúsund litskyggnur hæði heima og erlendis. Fjölskylda Dóttir Maríu og séra Sigurðar Ein- arssonar í Holti er Áslaug Kristín Sigurðardóttir, f. 21.9.1924, fulltrúi í Reykjavík. Böm hennar og Bald- urs Gíslasonar skrifstofumanns, sonar Gísla Bjamasonar, lögfræð- ings frá Steinnesi, föðurbróður Ól- afs Ólafssonar landlæknis, em: Bjöm lögfræðingur, faðir Heiðrún- ar Önnu fegurðardrottningar; Hrafnhildur hjúkmnarfræðingur; Bergljót málfræðingur; Kolbrún, sálfræðingur. Dóttir Maríu og Karls Guðmunds- sonar Bjömssonar, sýsluskrifara í Borgamesi og iðnrekanda í Reykja- vík, sem lést fyrir aldur fram, sonar Guðmundar Björnssonar, sýslu- manns í Borgamesi, er: Stefana Gunnlaug Karlsdóttir, f. 19.8.1931, forstjóri í Reykjavík, gift Ólafi J. fulltrúa Ólafssyni Helgasonar lækn- is og eiga þau Ásmund Karl, rekstr- arfræðing, Ólaf Kristin fulltrúa og Margréti rekstrarfræðing. Systkini Maríu vom: Stefanía, f. 4.9.1896, nú látin, húsmóðir á Kross- um, gift Páh Jónssyni, hehd- og umboðssala í Reykjavík, bróður Amfinns Jónssonar, skólastjóra í Austurbæjarskólanum, og eignuð- ust þau fimm böm; og Guðjón, f. 6.4.1901, lést ungur. Stefanía er amma Heiðars Jónssonar snyrtis. Foreldrar Maríu vom Ásmundur Jón Jónsson, f. 18.11.1867, d. 25.8. 1949, sjálfseignarbóndi á Krossum, og Kristín Stefánsdóttir, f. 24.11. 1857, d. 24.10.1929, húsmóðir. María M. Asmundsdóttir. Ætt Ásmundur Jón var sonur Jóns, b. í Lísudal í Staðarsveit, Magnússon- ar, b. þar, Magnússonar, b. þar, Magnússonar, b. þar, Jónssonar. Kristín var dóttir Stefáns, sonar Jóns eldra í Borgarholti í Mikla- holtshreppi og k.h. Helgu Jónsdótt- urhúsmóður. Systir Jóns eldra var Kristín á Ehiða Jónsdóttir frá Svarfhóh. Mað- ur hennar var Sigurður. Sonur þeirra var Kristján í Hraunhöfn. Kona hans var Steinunn Jónsdóttir en þau vom foreldrar Margrétar Þorbjargar, konu Thors Jensen. mmsi LAn Verðdæmi úr auglýsingu okkar á blaðsíðu 3 í dag 14" litsjónvarpstæki VERÐDÆMI: ÞRJU Verð kr. 33.222 Útborgun kr. 8.306 Eftirstöðvar kr. 24.916 Vátrygging kr. 138 Lántökugjald kr. 501 Alls 25.555 Greiðsla kr. 2556 á mán. í 10 mánuði VERSLUNIN . •HVERFISGÖTU 103 - SÍMI: 625999 ■i i ii iini ii iii ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.