Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Söfhun fyrir barnastarfsemi Stígamóta: Markaösdagur á Lækjartorgi Það var hægt að gera reyfara- kaup á öllu milli himins og jarðar á markaðsdegi Lionsklúbbsins Víð- arr sunnudagirm 13. júnl Allt fiá því í febrúar hafa meðlim- ir Lionsklúbbsins Víðarr verið að safna ýmsum munum, stórum og smáum, fyrir þennan markaðsdag. Ástæðan íyrir honum er söfiiun fyrir bamastarf Stígamóta en þau eru mörg bömin sem eiga um að binda vegna kynferðislegs of- beldis. Það vom basði einstaklingar og fyrirtæki sem lögðu til munina sem dl sölu vom. Einnig vom það mörg íyrirtæki sem studdu söfiiunina með peningaffamlagl Reykjavík- urborg lagði sitt af mörkum með því að lána allan þann búnað og mannafla sem þurftL Einnig vora það fjölmargir skemmtikraftar sem lögðu fram vinnu sína, t.d. Dbdeland-band Lúðrasveitar Kópavogs, Reynir Jónasson harmóníkuleikari, söng- sveitin Svartír strumpar, Snigla- bandið, Lipstick Lovers og Ríó tríó. Söfnunin gekk ffam úr vonum og næstum allt seldisL Áætlað var Það voru þelr Asgeir Höskuidsson og Kjartan Mogensen sem báru hitann og þungann af þessum markaðsdegi. að u.þ.b. 750 þúsund krónur hefðu safhast á þessum degL En þeir sem komust ekki niður á Lækjartorg þennan dag tíl að leggja sitt af mörkum geta nálgast gíróseðil í næsta íslandsbanka og komið þannig sinu framlagi til Stígamóta. Það er rétt að benda á að opið hús er hjá Stigamótmn á hveijum degi frá kl. 9-19 á Vesturgötu 3 og sím- inner 626868. HMR Það var hægt að gera kjarakaup á Lækjartorgi. Sem dæmi um vöruúr- valið má nefna kertastjaka, sófa, jakka, töskur, myndir, hljóðfæri o.m.fl. DV-myndir HMR Smáauglýsingar Odýrí tjaldvagninn. Frumsýnum ódýran og vandaðan, 4ra manna fiölskylduvagn, með fortjaldi, sem kemur mjög á óvart, verð aðeins kr. 269.800 stgr., takmarkað magn. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 684911. Volvo FL 614 ’90 til sölu, ekinn 71.000 km, burður 7 t, góð dekk, kassi árg. ’91, lengd 7,10, breidd 2,55, 3 hurðir hægra megin, ein vinstra megin, plast í gólfi, 2 t lyfta með álpalli, skipti möguleg. S. 91-38944 og 985-22058. ■ Bílar til sölu Glæsilegur Ford Econoline 250, árg. '78, til sölu, 4x4, glæsileg, ný ferðainnrétt- ing, vaskur, eldavél, allur bíllinn ný- upptekinn, 33" dekk á álfelgum, allur bíllinn sem nýr, skipti á ódýrari, eða gott staðgreiðsluverð. Uppl. í síma 91-682248 og vs. 91-670630. Til sölu Citroén húsbíll, árg. '84. Bíllinn er allur innréttaður, með svefnplássi fyrir 3. Fæst á góðu verði ef samið er strax. Uppl. í síma 91-20935. Subaru Legacy Arctic, árg. '92, til sölu, ekinn 6.000 km. Upplýsingar í síma 91-617195, 91-681965 og 985-31195. VW Golf GL, árgerð ’86, 1500, til sölu, 4ra dyra, ekinn 128 þúsund km. Staðgreiðsluverð kr. 350.000. Uppl. í síma 985-41467. 23 Sviðsljós Þafi voru þeir Guðgeir frá Kjötbank- anum og Valdimar frá nautgripa- bændum sem sáu um að grilla ofan i mannskapinn. Starfsfólk Örva í- Kópavogi og nautgripabændur geröu sér glaðan dag í Viðey nýlega í glampandi sól og sumarveðrL Órvi er vemdaöur vinnustaður og starfsfólk hans fer árlega í stutt ferðalag. í ár var farið út í Viðey í boði nautgripabænda og Kjötbankans en Örvi framleiðir aö hluta umbúðir utan um Kjötveislu sem er framleiösla þessara tveggja aðila. Á boöstólum vom grillaðir ham- borgarar og nautasteikur eins og hver gat í sig látíð. Eftir matinn var dansað og sungiö við harmóníkuleik Karls Jónatanssonar. HMR Menning Ein Ijósmynda Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum. lif skúmaskot- anna leitt í ljós - Mary Ellen Mark á Kj arvalsstöðum Listin að fanga galdur augnabliksins er ekki á allra færL Keppikefli ljósmyndara hefúr löngum verið að höndla þann galdur með því að vera á réttum stað á réttum tíma. Fréttaljósmyndin nær þessu markmiði þegar best lætur en í meirihluta tilvika er þar um samspil tílviljunar og innsæis ljósmyndarans að ræða. Uppstillingar listrænnar ljósmyndunar em annars eðlis. Þar er myndbygging og blær myndarinnar í fyr- irrúmi líkt og í málverki jafiiframt því sem inntakið öðlast - þegar vel tekst til - nýja og áður ókunna dýpt. Hinn kunni bandaríski ljósmyndari, Mary Ellen Mark, sem sýnir nú myndir sínar á Kjarvalsstöðum, samein- ar á einstakan hátt þessa tvo grannþætti úrvalsljós- myndunar. Bak við tjöldin Sýning þessi er farandsýning og var opnuð í Banda- ríkjunum fyrir tveimur árum í tilefhi af tuttugu og fimm ára starfsafinæli listakonunnar. Þennan tíma hefur sýningin ferðast vítt og breitt um heiminn og hvarvetna hlotið mikla athygh. Það er líka óhætt að segja að myndraðir Mary Ellen Mark séu alþjóðlegar. í þessi tuttugu og fimm ár hefur hún ferðast m.a. um Tyrkland og fleiri Evrópulönd, Suður-Ameríku og Ind- land auk Bandaríkjanna. Nýjasta myndröðin á sýning- unni er frá Indlandi; myndir af sérstæðu fólki á bak við tjöldin í ferðasirkusum. Þessar myndir em í senn átakanlegar og fullar af mannlegri hluttekningu; það er fegurðm utan hinna viðteknu norma sem listakonan sækist eftír að ná fram og tekst í flestum tilvikum af- burðavel og án þess að gert sé lítið úr viðfangsefhinu. Hér má Ld. nefha til mynd af trúðum að hvíla sig og aðra mynd af liðugri stúlku með hvolpinn sinn. Á jaöri samfélagsins Myndröðin frá Tyrklandi er sú elsta á sýningunni. Af þeirri röð að dæma hefur listakonan alla tíð verið staðföst í listrænni nálgun sinnL Hún leitar þar, líkt og í seinni myndröðunum, að ímynd hins sérstæða sem** lifir á jaöri samfélagsins, útskúfað en stolL Myndir frá Bandaríkjunum em ekki síður athyglisverðar. Þar ber að mínu viti hæst myndröð af fíkniefnaneytendum og ennfremur röð mynda af geðsjúklingum og holdsveik- Myndlist Ólafur Engilbertsson um á sjúkrastofnunum. Myndir af heimilislausum í Bandaríkjunum em einnig eftirminnilegar og ná e.Lv. hvað best að ná utan um það frásagnarform sem lista- konunni virðist vera ofarlega í huga. Myndimar segjá^ flestar hverjar langa og örlagaríka sögu; í ásjónunum sem þær birta býr ólga sem hefur kraft til að geta af sér nýja sköpun í huga áhorfandans. Þegar svo er komið hlýtur list ljósmyndarans að kveikja líf með því að leiða í ljós. Háleitara getur markmiðið varla verið. Sýningunni á ljósmyndum Mary Ellen Mark lýkur þann 11. júll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.