Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 11. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						32
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
Smáauglýsingar - Sírtú 632700

Stærð 44-58. Allt á útsölu.
Stóri listinn, Baldursgötu 32, s. 622335.
Einnig póstverslun.
Vagnar - kemu
ISLENSK
DRATTARBEISLI
Dráttarbeisli.  Geriö  verösamanburð.
Framleiðum allar gerðir af kerrum og
vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla.
Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur
og vagna. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt.
Verið velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
BUar til sölu
Ford Econoline 4x4 150, árg. '89, til
sölu. 44" Dick Cepec dekk, loftdæla,
16" álfelgur, læsingar að framan og
aftan, 4 tonna spil, low gear, gasmið-
stöð, svefnaðstaða fyrir 4, fullbúinn
ferðabíll. Skipti möguleg. Upplýsingar
á Bílasölu Keflávíkur, sími 92-14444.
Toyota 4Runner EFI, árg. '85, til sölu.
38" dekk, 12" krómfelgur, loftlæsingar
að framan og aftan, loftdæla. Skipti
möguleg. Upplýsingar á Bílasölu
Keflavíkur, sími 92-14444.
m*z
Dodge Power Ram 4x4, árg. '89, 6 cyl.,
Cummings-turbo, dísil, sjálfskiptur,
ný 33" dekk, nýskoðaður. Athuga
skipti. Uppl. í síma 91-814024 og eftir
kl. 19 í síma 91-73913.
Nissan Laurel dísil, árg. '85, til sölu,
sjálfskiptur, ekinn 211 þús., ný vetrar-
dekk, tvílitur vínrauður og silfurl.
Upplýsingar á Bílasölu Keflavíkur,
sími 92-14444.
Toyota Corolla station XLI, árg. '93, til
sölu, ekinn 20 þús. Skipti möguleg.
Upplýsingar á Bílasölu Keflavíkur,
sími 92-14444.
Jeppar
—«*í4mr
Nissan Patrol extra cab '86 til sölu, upp-
hækkaður, 33" dekk, 6 cyl., dísil. Mjög
góður bíll. Uppl. í síma 91-668181 e.kl.
20.
Terrano '92, hækkaður um 3", 33"
dekk, samlitir brettakantar o.fl. Skipti
á breyttum Patrol eöa sambærilegum
jeppa möguleg. Uppl. í síma 92-15539.
Þjónusta

Stigar og handrið, úti sem inni.
Stigamaðurinn, Sandgerði,
símar 92-37631 og 92-37779.
¦ Líkamsrækt
Þær tala sínu máli! Ótrúlegt en satt.
Heilsustúdíó Maríu býður upp á cellu-
lite meðferð, 10 t., kr. 18.500,
Trim-Form,  10  t,  kr.  5.900,  nýjar
áherslur í megrun, gervineglur o.fl.
Tímapant. í s. 91-36677 og 91-667501.
i  >r  Ökumenn í ^\ I
l/^ íbúðarhverfum!  >J
Gerum ávallt ráó fyrir .
y^    börnunum      jí
Firma- og hópakeppni
Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Þrótt-
ar verður haldin helgina 28.-30. janúar. Spilað
verður eftir gömlu reglunum (4 í liði, enginn
markmaður). Stórglæsileg verðlaun (m.a. utan-
landsferðir). Nánari upplýsingar í síma 812817.
Afmæli
Sigurður Kristjánsson
Sigurður Kristjánsson afgreiðslu-
maður, TrönuhjaUa 19, Kópavogi,
erfertugurídag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur í Bolungarvík
og ólst þar upp. Hann er með skip-
stjórnarréttindi, 1. og2. stig, frá
Stýrimannaskólanum í Vestmanna-
eyjum.
Sigurður hefur lengst af verið við
sjómennsku sem háseti og stýri-
maður á bátum og togurum frá Bol-
ungarvík, Siglufirði og Höfn í
Hornafirði. Síðustu fjögur árin hef-
ur hann starfað sem afgreiðslumað-
ur hjá Gámaþjónustunni hf. í
Reykjavík.
Fjölskylda
Sambýliskona Sigurðar er Anna
Kristinsdóttir, f. 19.10.1964, hús-
móðir. Þau hófu sambúð 1983. For-
eldrar hennar: Kristinn Óskarsson
verkamaöur og Fanney Pálsdóttir
húsmóðir. Þau eru búsett í Kópa-
vogi.
Synir Sigurðar og Önnu: Sigurður
Kristinn, f. 1.8.1985; Björn Steinar,
f. 1.5.1990; Óskar Páll, f. 9.9.1993.
Systkini Sigurðar: Steinunn
Kristjánsdóttir, f. 14.1.1947, hún á
þriú börn; Salmann Kristjánsson, f.
12.3.1948, maki Marselía Jónsdóttir,
þau eiga sex börn; Elísabet Krist-
jánsdóttir, f. 14.8.1949, maki Krist-
inn Guðmundsson, þau eiga fjögur
börn; Óskírður drengur, f. 3.6.1952,
d. 20.8.1952; Guðbjörn Kristjánsson,
f. 25.8.1955, maki Selma Friðriks-
dóttir, þau eiga tvö börn; Pálína
Kristjánsdóttir, f. 20.6.1957, hún á
tvö börn. Hálfbróðir Sigurðar, sam-
mæðra: Valdimar Guðmundsson, f.
Sigurður Kristjánsson
30.8.1944, maki Jóhanndína Sverris-
dóttir, þau eiga fjögur börn.
Foreldrar Sigurðar: Kristján Sig-
urðsson, f. 25.10.1919, og Lóa Fann-
ey Valdimarsdóttir, £5.11.1919. Þau
hafa búið í Bolungarvík lengst af.
Rósa Haraldsdóttir
Guðný Sigurrós Haraldsdóttir.
Guðný Sigurrós Haraldsdóttir
húsmóðir, Klukkarima 61, Reykja-
vík,erfertugídag.
Fjölskylda
Rósa er fædd í Reykjavík en ólst
upp á Skólabraut 9 í Kópavogi. Hún
gekk í skóla í Kópavogi. Rósa flutti
til Akraness 1973 og vann aðallega
við fiskverkun, hjúkrun og verslun-
arstörf. Hún flutti aftur til Reykja-
víkur 1989.
Rósa giftist 30.3.1974 Guðmundi
Sigurði Sveinssyni, f. 31.5.1955,
netagerðarmeistara. Þau skildu
1989.
Börn Rósu og Guðmundar: Krist-
ján Pálmar, f. 21.1.1974, sambýlis-
kona hans er Guðbjörg Ósk Hjartar-
dóttir; Guðný Helena, f. 4.5.1977;
Sigurður Kristinn, f. 26.10.1984.
Sysfkini Rósu: Sigurður Kr. Har-
aldsson, f. 10.8.1940, forstjóri; Helga
Haraldsdóttir, f. 30.10.1942, stöðvar-
stjóri; GuðjónHaraldsson, f. 19.1.
1947, blikksmiður.
Foreldrar Rósu: Haraldur Kr.
Guðjónsson, f. 9.4.1914, d. 7.10.1988,
leigubílstjóri, og Guðný Friðriks-
dóttir, f. 18.9.1911, húsmóðir.
Menriirig
Álífsgaldur Geoffrey
Hendricks á Kjarvalsstöðum
Fluxus-hreyfingin var-áhrifamikil í þróun hug-
myndalistar á fimmta og sjötta áratugnum. Fagur-
fræði abstraktexpressjónista og strangflatamálara var
gefið langt nef með því að leyfa lífsgaldrinum að njóta
sín í samspili allra listgreina. Táknmál nútímamanns-
ins átti að kljúfa til mergjar og tjá firringu hans. Á
Kjarvalsstöðum var sl. laugardag opnuð yfirlitssýning
á verkum bandarísks fluxushstamanns af norskum
ættum, Geoffrey Hendricks. Sýningin er samstarfs-
verkefhi listasafna í fimm Evrópulöndum. Hendricks
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
er vel að merkja ekki einn af frumkvöðlum fluxus en
kom þar fljótlega til sögu og hefur tvímælalaust tengt
hvað best þessara listamanna saman líf sitt og hst.
Hann hefur að því leyti sérstöðu meðal þeirra sem
teljast til hreyfingarinnar að hann hefur byggt gern-
inga sína á því að taka eigin líkama tí.1 meðferðar.
Þannig hefur Hendricks m.a. fastað nakinn við opnun
eigin sýningar og látið sig dreyma og skrifað niður
draumana. Sömuleiðis hefur hann hleypt nýju lífi í
tengsl listar og trúarbragða með því að skipuleggja
giftingarathafnir, skUnaðarathafnir og jarðarfarir út
frá eigin hugmyndum um það hvernig helgisiðir eigi
að vera, þó hann vilji að vísu ekki bendla hst sína viö
trú.
Himnar og stigar
Á sýningunni eru áberandi málverk af skýjum á
himni sem Hendricks málar á nánast hvað sem fyrir
verður; skó, stóla, föt, skóflu o.fl. Elstu verkin eru frá
sjötta áratugnum en það var um miðjan sjöunda ára-
tuginn sem Hendricks tók til við að mála himna. Út-
gangspunktur virðist vera sá hjá hstamanninum að
tefla fram sjónhverfingu hins loftkennda og huglæga
gegn hinu efniskennda og gengur sú fyrirætlun hvað
best upp í uppstillingu blámálaðra hermannaskóa.
Eitt fyrsta verkið þessarar tegundar hjá listamannin-
um er einnig sláandi; stórt auglýsingaskilti í New
York sem hann málaði á himin í samkeppni við skýja-
kljúfana. Hendricks stiUir einnig upp myndum af
himni sem sýnishornum af birtuskilyrðum og skýjaf-
ari á ýmsum stöðum og tímum og rammar t.a.m. inn
í stiga. Stiginn er einmitt annað áberandi tákn í mynd-
Geoffrey Hendricks á sýningu sinni á Kjarvalsstöðum.
heimi Hendricks. Hann sagar t.d. stiga í sundur eftir
endilöngu og bindur saman aftur með sárabindum.
Hið sama gerir hann við stóla og bindur saman hrífu-
haus og reyrvönd, svo að eitfhvað sé nefnt. Hugmynd-
in tengist skilnaðar- og giftingarathöfnum Hendricks
þar sem hann á táknrænan hátt sagar í sundur hlut
og bindur saman, ef svo ber undir.
Frumskógur og forngripasafn
Stigarnir falla vel inn i þann grunn sem himnamynd-
irnar búa sýningunni, þó ætlun Ustamannsins sé vafa-
laust sú að umbreyta bakgrunni í forgrunn, hrókera
himni og skó. Það er einmitt slík umbreyting, umpólun
hins loffkennda og hins efnisk'ennda, hins huglæga og
hins hlutlæga, dags og nætur, sem stendur eftir þegar
gengið er út af sýningunni. Við fyrstu sýn er sýning
Geoffrey Hendricks líkust samblandi af frumskógi og
forngripasafni. Uppsetningin er kapítuli út af fyrir sig
og verður að teljast afrek að nýta rýmið á Kjarvalsstöð-
um út í ystu æsar, eins og hér er gert, án þess að óþarf-
ar endurtekningar eða ofhlæði spilU sjónarspiUnu. Hér
er vel að verki staðið við kynningu á Ustamanni sem
hefur margt að segja þeim sem vUja Ufa í samhljómi
við sjálfan sig og náttúruna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40