Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 I t^nlist Galíleó er komin á kreik eftirfrí s -fréttir af endalokum hljómsveitarinnar stórlega ýktar Hljómsveitin Galíleó er tekin til starfa að nýju eftir að hafa tekið sér frí í nóvember, desember og janúar. Hún spilaði á Akureyri um síðustu helgi og er núna í Danmörku að skemmta íslendingum búsettum þar í landi. Að sögn Sævars Sverrissonar söngvara er stefnan síðan sett á öflugt dansleikjahald í vetur, vor, sumar og haust. „Við höfum alla tíð einbeitt okkur að dansleikjunum en verið heldur latir við að koma frá okkur efni á plötum,“ segir Sævar. „Við höfum verið að bræða það með okkur að fara senn að huga að plötu með frum- sömdu efni sem við eigum dálítið af. Það hefur haldið aftur af okkur að við höfum átt í stappi við útgefendur en eftir að Japis kom til sögunnar hefur opnast leið fyrir okkur að gefa út sjálfir eins og svo margir aðrir. Það er því engin spuming að það kemur frá okkur plata fyrr eða síðar.“ Liðsmenn Galíleó tóku sér fr í þegar Rafh Jónsson, trommuleikari hljóm- sveitarinnar, sendi frá sér plötuna Ef ég hefði vængi. Rafn stofnaði hljóm- sveitina Rabbi og Co. til að fylgja henni eftir. Hann hefur nú lagt kjuðana á hilluna eins og sagt er og er Birgir Jónsson kominn í hans stað. Hann lék síðast með hljómsveitunum Af lífi og sál og Undir tunglinu. Þá hefur Baldvin Sigurðarson tekið viö bassaleiknum í Galileó að nýju eftir að Birgir Bragason sinnti honum um skeið. Jósef Sigurðsson er hljóm- borðsleikari Galíeó sem fyrr og Öm Hjálmarsson sér um gítarleikinn. Meðan á fríi hljómsveitarinnar stóð leysti Öm af í hljómsveitinni Súellen. Fimm ára starf Hljómsveitin Galíleó á fimm ára Jimi Hendrix- Stone Free: ★ ★ ★ Verulega eiguleg plata fyrir alla Hendrix-aðdáendur og reyndar miklu fleiri. -SÞS Elton John - Duets: ★ ★ ★ í heild er Duets vel heppnuð plata sem vinnur á við hvetja hlustun. Lög Eltons eru bæði ný og gömul og sameinast í vel heppnuöum flutningi. -HK Sigtryggur dyravörður - Mr. Empty: ★ ★ ★ Frumraun hljómsveitarinnar lofar góðu og það eina sem skortir á plötunni eru sterkari laglinur. -ÁT Jackson Browne - l'm Alive: ★ ★ ★ Það er mikið gleðiefni fyrir gamla Jackson Browne-aðdáendur að heyra að hann virðist vera að ná sér á strik á ný. -SÞS Borgardætur- Svo sannarlega: ★ ★ ★ Söngurinn er aðalsmerki plötunnar og raddimar eru frábærlega slípaðar sam- an. Rúsínan í pylsuendanum eru textar plötunnar sem eru til mikillar fyrir- myndar. -SÞS Atomic Swing- A Car Crash Into The Blue: ★ ★ ★ Plata Atomic Swing er eitt besta byfiendaverk ársins 1993, einkennandi við plötuna ent óhefðbundnar hljóma- samsetningar og áheyrilegar laglínur. -GBG Galíleó með nýrri liðsskipan. Á fimm ára afmælinu er stefnan að koma með plötu fyir eða síðar og fara víðar en hingað til. DV-mynd GVA afmæli um þessar mundir. „Ég man ekki hvort það var um síðustu helgi eða hvort það verður um þá næstu sem eru liðin fimm ár síðan við spiluðum fyrst á balli á Akranesi," segir Sævar og hlær. „Við erum í það minnsta fimm ára um þessar mundir. Við Öm erum þeir einu sem höfum verið í hljómsveitinni frá upphafi. Af öðrum sem hafa spilað með Galíleó má nefna Harald Þorsteinsson, Einar Braga og Jens Hansson sem var hjá okkur eitt sinn meðan -Sálin hans Jóns míns tók sér frí. IpKDtugagnrýni gegnum prógrammið af miklu afLi og töluverðri fagmennsku. Gítarar Schenkers og Jabs eru þandir til hins ýtrasta, áheyrilega en ekki sérlega frumlega, og Rarebell og Rickermann sjá um botninn. Nefmæltur engla- tenór, Klaus Meine, er hvorki betri né verri en á fyrri plötum. Og það má raunar segja um Face The Heat að hún er nákvæmlega eins og maður bjóst við að hún yrði. Scorpions er komin til ára sinna og tekur enga sénsa héðan af. Hún safnar því tæpast að sér nýjum áheyrendum. Ásgeir Tómasson Við erum búnir að fara um nánast allt landið á þessum tíma,“ heldur Sævar áfram. „Föstu póstamir hjá okkur eru Sjallinn á Akureyri og Sjallinn á ísafirði. Við spilum í þeim húsum á sex til sjö vikna fresti. Þá förum við til Vestmannaeyja og Facethe Heat-Scorpions: Staðnaðir Margir urðu til þess að veita þýsku rokkhljómsveitinni Scorpions athygli þegar hún sendi frá sér lagið Wind of Change fyrir nokkrum árum. Vinsældir lagsins urðu vitaskuld til þess að nú þarf hljómsveitin að senda frá sér ígildi þess á næstu plötum. ígildið á Face the Heat heitir Lonely Nights og er svo sem ágætisrokkballaða. Verst að það skuli hafa verið búið að semja annað næstrnn því eins lag áður. Tvö önnur róleg lög eru á plötunni; Destin og Daddy’s Girl. Þau eru eins konar bónus og í allt öðrum stíl en annað efni plötunnar. Þau gefa henni raunar meiri breidd en ella og gera hana áheyrilegri. Þegar þessi þijú lög eru frátalin keyra fimmmenningamir í Scorpions Onyx- Bacdafucup: .. ** Oskureiðir einstaklingar Rappsveitin Onyx hefúr aft vax- andi vinsældum að fagna i Banda- ríkjunum upp á síðkastið. Platan Bacdafucup er kraftmikil og uppfuil af miður skemmtilegum orðatU- tækjum. Onyx virðist þó ná að end- urspegla stórborgarlíf hins venjulega Bandaríkjamanns, sérstaklega ef hann er svartur. Rappsveitina skipa Big Ds, Suavé, Fredro og Sticky Fingaz. Ekki þarf meira til en að líta á plötuumslagið til að sjá að þama fara reiðir einstaklingar, hreint út sagt gífurlega reiðir, öskureiðir einstaklingar. Lagasmíðar á plötunni em, þrátt fyrir það að vera kraftmiklar, ekki til fýrirmyndar. Þó má rappsveitin telja lagið „Slam“ sér til eignar en þar er á ferðinni rétt samið, rétt rappað lag. Sem sagt, reið og kraftmikil plata fyrir reitt og kraftmikið fólk. Guðjón Bergman Find Your Way- Gabrielle: ★ ★ ★ Sálarlaust soul Nafn söngkonunnar Gabrielle heyrðist nokkuð á síðari hluta síð- asta árs eftir að lag hennar, Dreams gerði það gott á vinsældalistum víða í Evrópu. Ekki hefur henni tekist að fylgja þessu ágæta lagi eftir að ráði þó svo að hún eigi fleiri vinsældavæn lög í pokahominu. Þar kemur kannski til sögunnar sú staðréynd að Gabrielle er allt of austur á land og svo spilum við náttúrlega í Reykjavík og nágrenni. Við höfum í raun og veru verið í hörkuvinnu í öll þessi ár þótt það hafi kannski ekki borið eins mikið á okkur og mörgum öðrum. Við höfum verið hógværir í að auglýsa okkur, höfum enn ekki komið með stóra plötu og svo höfum við náttúrlega allir tónlistina sem aukavinnu. En við höfum það á stefnuskránni að bæta úr þessu með plötuna og svo höfum við hug á að stækka hringinn enn frekar sem við spilum á.“ Einn fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar Galíleó er ótalinn. Sextánda júní ár hvert má ganga að henni vísri á ákveðnum stað á landinu. „Já, ekki má gleyma Suðureyri," segir Sævar og brosir breitt. „Þar erum við alltaf sextánda júní, sama hver vikudagurinn er. Þar er alltaf dúndurball og við ætlum að spila þar sextánda júni i ár í fjórða eða fimmta skiptið. Rafn Jónsson verður að sjáifsögðu heiðursgestiu- okkar á því balli. Það sem fyrst og fremst hefur annars haldið okkur gangandi í þessi fimm ár er að við skemmtum okkur sjálfir um leið og við skemmtum öðrum," segir Sævar Sverrisson að endingu. „Við setjum okkur ekki á háan hest þegar við veljum lög á prógrammið heldur reynum að eiga eitthvað í handraðanum fyrir alla aldurshópa. Við blöndum saman gamalli tónlist og nýrri, erum með U2, Procol Harum, Supertramp og fleira og fleira. Bitlalögin tökum við ekki endilega í sínum upprunalegu útsetningum. When I’m 64 er til dæmis í sömbutakti og svínvirkar þannig. Stefnan hjá okkur er í stuttu máli að skemmta sem flestum og okkur sjálfum í leiðinni.” venjuleg soulsöngkona til að skera sig úr. Við bætist að þó að hún semji vissulega öll lögin á þessari plötu sjálf eru þetta mestanpart gamlar Úisjur sem búið er að útjaska í gegnum árin. Sum af lögunum eru þó þess eðlis að þau gætu slysast inn á vinsældalista en það virðist ekki hafa orðið raunin nema með Dreams. Það lag ber af á þessari plötu þó ekki sé þar frumleikanum fyrir að fara. í þvi lagi og fleiri á plötunni er söngkonan augljóslega að hamast við að stæla Tracy Chapman og slíkar eftirherm- ur kunna ekki góðri lukku að stýra fyrir tónlistarmann sem vill koma nafni sínu á framfæri. Ef söngkonan vildi rífa þetta efhi upp úr meðalmennskunni, hefði í það minnsta þurft að leggja einhverja sál í verkið en því miður örlar vart á nokkrum sjálfstæðum persónuleika í þessum lögum Gabrielle. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.