Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Vísnaþáttur Eitt er staðreynd, alveg skýr „Einn kostur þess aö verða gam- all felst í því, að þá er ekki þörf á aö hrópa, það nægir að tala. Ekki er þörf á að hlaupa, það nægir að ganga. Tími gefst til að íhuga hvers virði lífið sé og hvaö hægt sé að gera til að bæta það. Maður er laus undan ofríki átrúnaðargoðanna á hinu margslungna markaðstorgi heimsins - og getur í ríkara mæh gert það sem manni sjálfum þókn- ast, í stað þess að gera það sem aðrir telja að manni henti bezt.“ íhugunarverð orð ókunns höfund- ar. í gamla daga, það er meðan „sveitarlimum" var holað niður þar sem sveitarfélagið bar minnst- an kostnað af þeim, en engu skeytt um líðan þeirra, orkti ein gömul, sorgmædd kona þessa stöku: Þó ævin mín sé ekki löng er því svona varið, að gatan var mér gerð svo þröng ég gat hana varla farið. Ekki hefur lífsleið annarrar konu, Sigurrósar Sigurðardóttur húsfreyju í Litladal í Blönduhlið, Skagafirði, veriö auðfarnari. Hún var fædd árið 1835 í Hvassafelli í Eyjafirði og lézt áriö 1904 á Tyrf- ingsstöðum í Akrahreppi, Skaga- firði. Hún hafði séð á eftír tveimur eiginmönnum og 9 bömum í gröf- ina, lenti síðast á sveitinni. Kjörum sínum lýsir hún þannig: Að mér þrengja margfóld mein meður þrautapressu, því að ég er oftast ein inni í koti þessu. Bjami Jónsson frá Gröf gerði upp við sjálfan sig á svofelldan hátt: Æsku minnar fymist fjör, finn ég stóm töpin, þegar á mig fingrafór festa elliglöpin. Æsku sinni eldri menn ekki vilja gleyma. Litlu sporin eru enn endurtekin heima. Lít ég stór í lífið skörð, lengist milli vina. Græningjamir grafa í jörö gömlu kynslóðina. Og á jólum 1977 orktí hann: Ég er orðinn ónýtt sport, ellin þessu veldur. Ég get svo sem ekkert ort eða dmkkið heldur. Það var fyrir fáum mánuðum að Guðrún Möller kunningjakona mín hringdi til mín og kvaðst vera flutt í Seljahlíð, heimili aldraðra, bað mig að heimsækja sig, því hún þyrfti að sýna mér nokkrar stökur. Ég fór fljótlega á fund hennar og fékk þá að skrifa niður nokkrar stökur, sem hún gaf mér leyfi til að birta, ef mér sýndist svo. Ekki var langt um liðiö frá fundi okkar er minningargrein um hana blasti við mér, þegar ég fletti Morgun- blaðinu. Vel má vera að hún hafi vitað að hverju fór, en hún nefndi það ekki einu orði og tók undir þegar ég hafði á orði að líta til hennar síðar. Þar er góð kona geng- in. Þegar hún átti 65 ára afmæli, þann 3. júlí 1979, fékk hún svohljóð- andi kveðju frá Ólöfu Sigvaldadótt- ur (sem mér láðist að spyrja hver væri) en höfundur var Jón Sigurðs- son frá Skíösholtum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, bókhaldari í Borgar- nesi: Eitt er staðreynd, alveg skýr og í fullu gildi: Enginn tímans framrás flýr hve feginn sem hann vildi. Hversu hátt sem hefst á flug hugsjón visindanna, fær hún aldrei unnið bug á aldurdómi manna. Gott er að eiga góðan vin, gefst ei auðna meiri. - - Vertu ætíð velkomin þó verði árin fleiri. Jón Þorvaldsson bóndi á Geira- stöðum í Sveinsstaðahreppi A.- Hún. (d. 1914) orkti á gamalsaldri: Ellin skorðar líf og hð, leggst að borði röstin. Ég er orðinn aftan við ungra sporðaköstin. Þó mér ellin þessa lífs þyngi sérhvert sporið, eftir vetur kaldan kífs kemur hlýja vorið. Endurborið eflist þá andi, þor og kraftur, lífs á vori leika má léttur í spori aftur. Ein helzta ánægja ellinnar bygg- Vísnaþáttur Torfi Jónsson ist á því að rifja upp minningar lið- innar ævi. Theódóra Thoroddsen: Fer að okkur ellin þung, ýmsu er lífið fleygað. En við höfum líka verið ung vor og ástir teygað. Guðmundur Gunnarsson bóndi á Tindum á Skarðsströnd orkti svo um áramót: Stundatöflu tímans greitt töldu árin skrifa. Fær tíl baka enginn eitt . augnablik að lifa. Þórarinn Bjarnason jámsmiður í Rvík sendi vini sínum S.F. svo- hljóðandi kveðju: Aldrei svelli andans hyl, engin hrelli pína. Geislum helÚ, gleði og yl guð á elli þína. Eitt þó rækja ætíð vil ævi flækist snæri, til þín sækja sól og yl sjáist tækifæri. Kristján Ólason skrifstofumaður á Húsavík: Elli Einskisverðri undir byrði, einn á ferð í veðraskaki, allt sem gerði einhvers virði ævina - sérðu langt að baki. Síðasta vísan að þessu sinni er eftir Sigurð Einarsson prest í Holti undir Eyjafjöllum: Það er bezt að harma ei hátt, halli vestur degi prúðum, jarðar gestur get ég hrátt glaður sezt að hinztu búðum. Víst mun óhætt aö taka undir með sænska máltækinu: „Kvöldið veit margt sem morguninn óraði ekki fyrir“. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Ljúffengur lambapottur - og „fullorðinsdesert" á eftir „Þessi lambapottur er mjög bragðgóður. Hann er upphaflega kominn úr eldhúsinu hjá Sigga Súm sem var kokkur hjá Flugleiðum einu sinni,“ sagði Guðrún Geirsdóttir, fondurkennari og matgæðingur helgar- blaðs DV að þessu sinni. Guðrún sagðist hafa notaö þessa uppskrift í 20 ár og hún væri alltaf jafn vinsæl. „Ég hef mjög gaman af allri eldamennsku," sagði hún, „og er alls óhrædd við að gera tilraunir. Skemmti- legast finnst mér þó að elda fisk enda þótt ég búi með kjötfólki. Ég prófa mig gjaman áfram og fólkið mitt tekur því mjög vel, þótt það sé kannski svolítið efins í byrjun. En það lagast allt þegar það fer að smakka." Hér kemur svo uppskrift að lambapottinum vinsæla. Lambapottur Þetta er stór uppskrift en rétturinn er ekki síðri upphitaður. Því er gott að eiga hann til þegar komiö er til dæmis af skíöum. í réttinn fer: 125 g smjörlíki 250 g sveppir 2 saxaðir laukar 1 msk. pipar, svartur 'A msk. karrí 'A msk. timian Þetta er látíð krauma saman smástund. Kjöt af einu góðu lambalæri bætt út í eftir að það hefur verið fitu- hreinsað og skorið í smá bita. Þegar kjötíð hefur brún- ast er sett vatn í pottinn, þannig að fljóti yfir og einni dós af tómatpuré bætt í. Soðið við vægan hita í 45 mínútur. Smjörbolla er bökuð upp ög soðið notað í sósuna, auk eins pela af rjóma. 1 dós snittubaunir og 5 stykki smátt saxaðar hvítar asíur settar í sósuna síðast, auk sósulitar og krydds eftir smekk. Borið fram með salati og hrísgijónum. Fullorðinsdesert Guðrún býður einnig upp á „fullorðinsdesert.“ Gott er að gera þennan rétt deginum áður en hann er bor- irm fram. I hann fer: Guðrún Geirsdóttir matgæðingur. DV-mynd ÞÖK 250 g makrónukökur 4 dl Tia Maria líkjör 1 dós perur 'A 1 rjómi Kökumar eru muldar í botn á disk með góðum brún- um eða grunnu móti, 3 'A dl Tia Maria hellt yfir þær og perunum raðaö yfir þær á hvolfi. Því næst er ijóm- inn þeyttur og 'A dl Tia Maria blandað saman við. Perurnar eru þaktar með ijómanum og súkkulaði- spónum stráð yfir áður en borið er fram. Guðrún skorar á Halldóru Hreggviðsdóttur verk- fræðing. „Hún er til í að prófa alls konar framandi rétti og það má vænta þess að hún gefi nýstárlegar uppskriftir. Hinhliðin________________________________________________________________________ Ætla að láta drauminn rætast - segir Jón Gústafsson SPK-stjómandi O’Flannigan. Uppáhaldssöngvari: Pálmi Gunn- arsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Geri ekki upp á milli þeirra. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Indveijinn í Simpsons. Uppáhaldssjónvarpsefni: Radius flugur. Uppáhaldsmatsölustaður: Banthai, Efez og Maharaba. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Þyrlu- sveitin má vera. Hver útvarpsrósanna finnst þér best? Rás tvö. -- Uppáhaldsútvarpsmaður: Þor- steinn J. og Howard Stem. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi mest á Sky News. Uppáhaldssjónvarpsmaður: David Letterman. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi- hús borgarinnar. Uppáhaldsfélagí íþróttum? íþrótta- bandalag Akraness. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Klára Jónsmessunótt, koma Hórunni á svið, finna góðan handritshöfund, veðsetja íhúðina og tapa aleigunni í bijálæðislegu kvikmyndaævintýri. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Láta drauminn rætast. Jón Gústafsson hefur veriö með vinsæla spumingaþætti fyrir börn í Sjónvarpinu þar sem krakkar fá yfir sig grænt slím ef þeir geta ekki svarað rétt. Sennilega dreymir flest böm um að fá að taka þátt í þessum spennandi leik. Þar sem draumur aðeins sumra þeirra rætíst verður Jón Gústafsson sjálfur að svara nokkrum spurningum því það er hann sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jón Einarsson Gústafs- son. Fæðingardagur og ár: 29. júlí 1963. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Dodge Aries, árgerð 1982. Starf: Kvikmyndagerð, leikstjóm og dagskrárgerð. Laun: Hæfileg. Áhugamál: Leiklist, handritaskrif og bíó. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég gleymi alltaf að gá. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eitthvað nýtt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sömu hlutína aftur og aftur. Uppáhaldsmatur: indverskur, taí- lenskur, kínverskur, líbanskur og tyrkneskur. Uppáhaldsdrykkur: J & B Select. Hvaða iþróttamaður finnst þér Jón Gústafsson stjómar SPK- spurningaleiknum. DV-mynd ÞÖK standa fremstur í dag? Sá sem sigr- ar hveiju sinni. Uppáhaldstímarit: Independent FUm. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Þessi dökkhærða sem fór út úr lestinni við Hammer- smith. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Lyndu Tekovski. Uppáhaldsleikari: Eric Douglas. Uppáhaldsleikkona: Maureen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.