Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1994 - Njarðvík íslandsmeistari í körfuknattleik eftir sigur gegn Grindvikingum, 67-68 „Þetta var meiriháttar leikur. Þeir náðu átta stiga forystu en við spiluð- um skynsamlega. Sigurinn hafnaði hjá okkur að þessu sinni en hann hefði getað hafnað þeirra megin. Ég held að við séum sterkastir í dag. Viö fórum hins vegar erfiðustu leiðina, lentum á útivelli fyrst gegn Keflavík og síðan aftur gegn Grindavík. Grindvíkingar hafa hafa góðu liði á að skipa og þeir eru búnir að standa sig frábærlega í vetur,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaö- ur Njarðvíkinga, eftir að Njarðvík- ingar höfðu tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik 1994 með eins stigs sigri gegn Grindvíkingum í Grindavík, 67-68. Þetta var áttundi íslandsmeistaratitill Njarðvíkinga og liðið er vel að sigrinum komið. Gríðarleg spenna einkenndi leik- inn og ljóst í upphafi að taugar leik- manna yrðu þandar til hins ýtrasta. í blálokin var staðan jöfn en heima- menn brutu þá á Rondey Robinson og var um ásetningsbrot að ræða. Robinson hitti úr vítaskotinu og kom Njarðvík yfir, 67-68. Að auki fengu Njarðvíkingar boltann og héldu hon- um auðveldlega til leiksloka. Staðan í leikhléi var 28-27 fyrir Grindavík og komust heimamenn yfir með ævintýralegri körfu frá Wayne Casey yfir endilangan völlinn á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var mun betur leikinn. Grindvíkingar náðu góðu forskoti en góður leikkafli Njarðvík- inga, 14-3, um miðjan síðari hálfleik- inn vó þungt í lokin. Teitur Örlygsson komst mjög vel frá leiknum, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Rondey Robinson lék mjög vél og hirti gríðarlega mikilvæg fráköst. Rúnar Árnason var sívinnandi allan leikinn og Jóhannes Kristbjömsson skoraði mjög mikilvæg stig undir lokin úr vítaskotum. Reyndar gerðu Njarðvíkingar mun betri hluti á vít- alínunni en heimamenn og hafði það mikið að segja. „Það var alveg hræðilegt að vera yfir og missa þetta síðan niður. Þetta var alveg grátlegt. Viö fengum mörg tækifæri 1 þessum leik en klúðruðum þeim. Það var mikill taugatitringur í þessum leik. Okkur vantaði greini- lega það sem til þurfti til að sigra í þessum leik, nefnilega heppnina," sagði Nökkvi Már Jónsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir leikinn. -SK/-ÆMK NJARÐVÍK Nafn Stig Fráköst Stoðs. Rondey Robinson 20 16 1 Ásþór Ingason 0 1 0 TeiturÖrlygsson 15 4 2 Valur Ingimundarson 8 1 0 Jóhannes Kristbjörnsson 6 1 3 Friðrik Ragnarsson 4 1 5 RúnarÁrnason 13 7 0 IsakTómasson 2 2 0 Samtals 68 33 11 Jóhannes Kristbjörnsson fagnar titlinum en hann skoraði mikilvæg stig undir lokin. DV-mynd GS GRINDAVÍK Nafn Stig Fráköst Stoðs. Wayne Casey 17 5 8 Guömundur Bragason 4 4 0 Marel Guðlaugsson 16 4 0 PéturGuðmundsson 3 1 0 Nökkvi Már Jónsson 17 9 0 Hjörtur Harðarson 8 7 4 UnndórSigurðsson 2 2 0 Samtals 67 32 4 Mikill fögnuður braust út á meðal Njarðvíkinga eftir að áttundi íslandsmeist- aratitillinn var í höfn. DV-mynd GS „Gríðarleg vonbrigði" - sagði Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvíkinga Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: „Þetta var hrikalega erfitt og gríðarleg vonbrigði að missa af tltl- inum. Við gáfum allt í þennan leik og það var gífuriega góð stemning í hópnum," sagði Guðmundur Bragason, þjálfari og leikmaður Grindvíkinga, eftir ósigurinn gegn Njarðvíkingum í fimmta leik liö- höföu heppnina með sér og þeir Njarðvíkingum til aö mynda. Það anna í Grindavik á laugardag. settu vitaskotin i körfuna í lokin. býr mikið í strákunum og við ætl- „Við áttum góðan Ieik 135 mínút- Árangurinn er kannski viðunandi um okkur að koma sterkari til leiks uren viðvorummjögóheppnirsíð- hjá okkur f vetur en viö ætluðum á næsta keppnistfmabili,“ sagöi ustu mínúturnar. Við misstum að vinna þennan leik. Þetta var gíf- Guðmundursemnáðhefurfrábær- boltannnokkrumsinnumendavar urlega svekkjandi og strákamir um árangri með lið Grindvíkinga í hamt orðinn blautur og mikill hiti eru hálfgrátandi núna. Við erum vetur. í húsinu. Sigurinn gat lent hvorum með mjög ungt lið, meðalaldurinn -SK megin sem var en Njarðvíkingar hjá okkur er sex árum lægrí en hjá Sagteftirleikinn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta var æðislega gaman og þá sérstaklega vegna þess að við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og rosalega erfitt aö taka þátt í þessu. Leikreynslan skipti mjög miklu máli í lokin. Við hittum þá mjög vel úr vítaskotunum og héldum alltaf áfram að spila góða vörn. Heppnin var þó með okkur í rest- ina.“ Wayne Casey „Njarðvikingar spiluðu góðan varnarleik í lokin en annars var þetta jafn leikur. Við náðum ekki að brjótast inn að körfunni og það var mjög slæmt fyrir okkur. Það var hrika- lega erfitt að sjá á eftir tithnum til Njarðvíkinga. Við spiluðum mjög vel og áttum skilið að vinna hann. Við höfum sýnt að við er- um með betra hð en þeir.“ Rondey Robinson „Þetta var rosalegur leikur og hnifjafn. Þegar þeir komust í 13-3 fór maður að velta því fyrir sér hvort þeir ætluðu enn einu sinni að stinga okkur af. Þeir voru rosalegir allan leikinn en við höfðum heppnina með okkur í lokin." Hjörtur Harðarson Það var mjög sárt að tapa þessum leik. Við náðum ekki að halda forskotinu sem við náðum og vor- um hálfhræddir í sókninni. Þeir spila fast eru grófari en við og það er það sem gildir í íslensk- um körfubolta. Það lið sem leikur fast og er grófast vinnur ávaht leikina og það er það sem gildir.“ Ástþór Ingason „Ég vil óska Grindvíkingum til hamingju með glæsilegan árang- ur í vetur. Þeir eiga í raun jafn mikinn heiður skilinn og við. Enn eitt stórveldið hefur fest sig í sessi á Suðurnesjum. Grænu búningarnir höfðu þetta af í dag enda vorum við sterkari á vítalín- unni. Jóhannes Kristbjörnsson „Fyrir tímabihð htum við á okkur sem hðið sem ætti að vinna titihnn. Leikreynslan var mildlvæg undir lokin. Það var óneitanlega broslegt að sjá slökustu vítaskyttuna tryggja sigurinn í lokin.“ Grindavlk (28) 67 Njarðvík (27) 68 2-3, 13-3, 19-19, 22-27, (28-27), 38-38, 48-42, 59-51, 62-57, 62-65, 64-67, 67-67, 67-68. Víti: UMFG 15/11, UMFN 29/22. 3ja stiga körfur: UMFG 5, UMFN 4. Áhorfendur: Um 1500, troðfullt. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur S. Garðarsson. Frábærir. Maður leiksins: Rondéy Robin- son, UMFN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.