Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Afrnæli Kristján Hafliðason Kristján Hafliðason, fyrrv. póst- rekstrarstjóri, Æsufelli 2, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Hergilsey á Breiðafirði en flutti fimm ára með foreldrum sínum að Skálmarnes- múla. Þremur árum síðar lést faðir hans af voðaskoti og flutti Kristján þá meö móður sinni aftur í Hergils- ey til Snæbjarnar, afa síns. Hann fór síðan méð móður sinni að Brjáns- lækþarsemhannvaríþrjúáren þá sundraðist fjöldskyldan og Kristján fór til fóðursystur sinnar að Stað í Reykhólahreppi. Kristján tók inntökupróf í MA er hann var sextán ára og lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann stundaði svo nám við Námsflokka Reykjavíkur og Málaskólann Mími. A námsárunum starfaði hann m.a. við vitabyggingar, var kaupamaður á Reykhólum eitt sumar, vann í vegavinnu, við mæðuveikisgirðing- ar í tvö sumur og starfaði eitt sumar í Þjórsárdalnum við fornleifagröft með Kristjáni Eldjárn og fjórum prófessorum annars staðar frá Norðurlöndunum. Kristján var lögregluþjónn í Reykjavík 1939-45 og vann hjá Pósti og síma 1945-88. Hann var yfirdeild- arstjóri Bréfadeildar í nær tuttugu ár og rekstrarstjóri hjá Póststofunni í Reykjavík 1987—88. Fjölskylda Kristján kvæntist Gyðu Gunnars- dóttur, f. 20.2.1923, kaupmanni. Þau skildu. Foreldrar Gyðu: Gunnar Sigurðsson, kaupmaður og b. á Gunnarshólma, og kona hcms, Margrét Gunnarsdóttir. Börn Kristjáns og Gyðu eru Snæ- bjöm (kjörsonur), f. 14.1.1949, verk- fræðingur í Ósló; Matthildur, f. 23.9. 1949, hjúkrunarfræðingur og meinatæknir við Landspítalann í Reykjavík; Gunnar, f. 21.8.1951, slökkviliðsmaður í Mosfellsbæ. Systkini Kristjáns: Kristján Pétur, f. 8.10.1911, d. 1.9.1918; Snæbjöm Gunnar, f. 7.7.1916, d. 10.1.1949; Guðrún Sigríður, f. 30.4.1921, hús- móðiríReykjavík. Foreldrar Kristjáns vom Hafliði Þórður Snæbjörnsson, f. 2.5.1886, d. 19.10.1926, b. í Hergilsey, og kona hans, Matthildur Jónsdóttir, f. 16.3. 1887, d. 26.4.1966, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Kristjáns er Jónas, faðir Snæbjarnar, fyrrv. vegamála- stjóra. Hafliði var sonur Snæbjarn- ar, hreppstjóra í Hergilsey, Krist- jánssonar, b. í Hergilsey, Jónssonar, hreppstjóra á Kleifum, Ormssonar, ættfoður Ormsættarinnar, Sigurðs- sonar. Móðir Hafliða var Guðrún Hafliðadóttir, dbrm. í Svefneyjum, Eyjólfssonar, „eyjajarls", alþingis- manns í Svefneyjum, Einarssonar. Móðir Guðrúnar var Ólína Friðriks- dóttir, b. í Amardal, bróður Jó- hönnu, ömmu Muggs og Theódóru Thoroddsen skálds. Friðrik var son- ur Eyjólfs, prests á Eyri, Kolbeins- sonar, prests og skálds í Miödal, Þorsteinssonar. Matthildur er dóttir Jóns í Skelja- vík í Steingrímsfirði Einarssonar, b. í Hlíð í Kollafirði, Magnússonar. Móðir Matthildar var Sigríður Benediktsdóttir, b. í Gestsstaðaseli, Kristján Hafliðason. Magnússonar. Móðir Benedikts var Sigríður Björnsdóttir, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ætt- föður Tröllatunguættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Sigríðar var Val- gerður Bjömsdóttir, systir Finn- boga, langafa Finnboga, fóður Vig- dísarforseta. Kristján verður að heiman á af- mælisdaginn. Kristján Stefánsson Kristján Hreinn Stefánsson, um- sjónarmaður Náttúrugripasafns Skagafjarðar, Laugavegi 13, Varma- hlíð í Skagafirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján er fæddur í Gilhaga á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi og ólst þar upp. Hann er búfræðing- ur frá Hvanneyri 1967 og nam síðar rafsuðu. Kristján, sem var með lögheimili í Gilhaga til 1989, starfaði við eigin búrekstur ásamt ýmsu öðru og var í mörg sumur vélamaður hjá Rækt- unarsambandi Skagafjarðar og vann ennfremur hjá SUppstöðinni á Akureyri um árabil. Hann stundaði refaveiðar og grenjavinnslu í Lýt- ingsstaðahreppi til fjölda ára og með búskapnum vann Kristján alltaf við járnsmíði og vélaviðgerðir ásamt því að byggja íbúöarhús í Gilhaga 1976-80. Hann flutti í Varmahlíð 1989 og starfaði sem viðgerðarmaður á verkstæði Hagvirkis á meðan bygg- ing Blönduvirkjunar stóð yfir og síðan við margs konar handverk. Kristján hefur fengist við að stoppa upp dýr og fugla og er nú umsjónar- maður Náttúrugripasafns Skaga- fjarðar eins og fyrr er getið. Kristján, sem hefur sungið með Karlakórnum Heimi í yfir þijátíu ár, hefur í vetur skrifað þætti fyrir Skagfirskar æviskrár en ýmsar greinar og frásagnir hans hafa birst í blöðum og tímaritum. Hann hefur samið vísur og ljóð og leikið á harm- óníku frá bamæsku. Fjölskylda Kristján kvæntist 24.4.1986 Rósu Helgadóttur, f. 30.8.1934, húsmóöur og starfsmanni við Gróðrarstöð Maríu Reykdal á Starrastöðum. Foreldrar hennar: Helgi Aðalsteins- son, d. 1955, bóndi á Másstöðum í Skíðadal, og kona hans, Ester Jósa- vinsdóttir. Ester er búsett á Akur- eyri en sambýlismaður hennar er Sófónías Jósefsson, fyrrv. bóndi á Bergsstöðum í Víðidal. Kristján var í sambúð með Matthildi Egilsdóttur en þau slitu samvistir. Sonur Kristjáns og Matthildar: Kristján Vilmundur, f. 26.4.1975, nemi í VMA. Börn Rósu af fyrra hjónabandi með Snorra Ámasyni frá Dalvík: Helga Ester, L 19.2.1961, sjúkraliði og húsmóðir í Ólafsfirði; Ami Þór, f. 27.9.1962, sjómaður á Dalvík; Arnar Már, f. 6.6.1966, bygg- ingatæknifræðingur á Dalvík; Atli Kristján Hreinn Stefánsson. Öm, f. 24.5.1968, sjómaður á Akur- eyri. Systkini Kristjáns: Guðmundur, látinn; Rósa, látin; Sigurlaug, f. 22.8. 1934, búsett á Akranesi; Indriði, f. 11.1.1948, bóndi á Álfgeirsvöllum; Hörður, f. 5.5.1952, vélvirki á Akur- eyri; Stefanía Margrét, f. 12.4.1955, húsmóöir á Akureyri. Foreldrar Kristjáns: Stefán Rósantsson, bóndi í Gilhaga, og kona hans, Helga Guðmundsdóttir. Kristján er að heiman. Til hamingju með afmælið 29. apríl 80 ára Kristín Einarsdóttir, Hraunbæ 128, Reykjavík. 75 ára Kathinka Kiausen, Jörfabakka 4, Reykjavík. Margrét Pálsdóttir, Akurbakka, Grenivík. Baldur Sveinsson, Granaskjóli34, Reykjavík. 60 ára Kolbrún G. Sigurlaugsdóttir, Vesturbergi54, Reykjavík. Eiginmaður hennarer Jón Helgi Jónsson. Þau verða meö heittákönn- unni á heimili sínu á afmælis- daginnkl. 15.00-1-- Sigurveig Hauksdóttir Álfsvöllum 6, Keflavík. Guðni Arnberg Þorsteinsson, Kambaseli 6, Reykjavík. Þórarinn J. Einarsson, Hátúni 10 A, Reykjavík. Lúðvík Sigurður Nordgulen, Kleppsvegi 4, Reykjavik. 50ára Garðar Jóhann Guðmundarson, Stelkshólum 12, Reykjavík. Sigurður G. Blöndal, Víðilundi 9, Garðabæ. Guðni Þór Ágústsson, Klébergi 16, Þorlákshöfn. 40ára__________________ Júlíana Bjarndis Ólafsdóttir, Hjallalandi 5, Reykjavik. BjörgMalmquist, Grundargerði 1E, Akureyri. Sigrún ólöf Jónatansdóttir, Kambaseli26, Reykjavík. Ólafur Helgi Jónsson, Goðatúni 28, Garðabæ. Ásgeir Ásgeirsson, Hllðarvegi66, Njarðvík. TeresaTurek, Gerðavegi32,Garði. Eðvarð Jónsson Guðný Sigríður Kristjánsdóttir Guðný Sigríður Kristjánsdóttir, starfsmaður við Borgarspítalann, Fellsmúla 5, Reykjavík, er fimmtug ídag. Starfsferill Guðný fæddist á Læk í Viövíkur- hreppi en ólst upp á Enni í sömu sveit. Hún gekk í farskóla í Viðvík- ursveit og stundaði síðan nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1962-63. Guðný flutti til Reykjavíkur 1964. Hún starfaði við Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1970-78 en hefur síðan m.a. starfað við dagvistar- heimili og hjá Byggöaverki hf. Guðný hóf störf viö Borgarspítalann sumarið 1992 og starfar þar enn. Fjölskylda Guðný giftist 16.7.1966 Óskari Pálssyni múrara en þau skildu 1986. Böm Guðnýjar eru Stefán Ingi Óskarsson.f. 19.11.1964, sölumaður hjá Rekstrarvörum, en sambýhs- kona hans Helga Oddsdóttir hár- snyrtir og eiga þau einn son, Arnar, f. 14.12.1991, auk þess sem Stefán á son frá því áður, Róbert Má, f. 12.10. 1983 sem búsettur er í Bandaríkjun- um; Laufhildur Harpa Óskarsdóttir, f. 16.12.1966, hársnyrtir hjá Effect, en sambýlismaður hennar er Stefán Garðarsson, sölustjóri hjá Sól hf., og eiga þau eina dóttur, Söndru, f. 7.5.1989; Ingunn Margrét Óskars- dóttir, f. 5.8.1978, nemi. Hálfbróðir Guðnýjar er Sigurberg HrannarDaníelsson, f. 15.10.1942, sölumaður hjá SS, kvæntur Odd- rúnu Guðmundsdóttur íþróttakenn- ara og eiga þau fjögur börn. Alsystkini Guðnýjar era Eindís Guðrún Kristjánsdóttir, f. 15.1.1953, búsett að Enni, en sambýlismaður hennar er Haraldur Þór Jóhanns- son og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á fyrir einn son; Ragnhild- ur Kristjánsdóttir, f. 16.7.1962, bú- Guðný Sigriður Kristjánsdóttir. stýra, en hún áþrjú börn frá fyrrv. hjónabandi; Ingunn Kristjánsdóttir, f.13.4.1967, d. 15.6.1977. Foreldrar Guðnýjar vora Kristján Einarsson, f. 10.10.1924, bóndi að Enni, og kona hans, Laufey Magn- úsdóttir, f. 17.3.1923, húsfreyja. Sex matarftöpfup á máiHiði að verðmæti 30 tuisund hvGi*. 63 27 00 Eðvarð Jónsson, framkvæmdastjóri Prjónastofunnar Glófa hf. á Akur- eyri, Byggðavegi 148, Akureyri, er sextugurídag. Starfsferill Eðvarð er fæddur á Akureyri og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann og Iðnskól- ann á Akureyri. Eövarð hefur sótt fjölmörg námskeið og tæknisýning- aríÞýskalandi. Eðvarð starfaöi hjá Fataverk- smiðjunni Heklu á Akureyri frá 1953. Hann hóf rekstur Prjónastof- unnar Glófa hf. 1983 ásamt Margréti systur sinni. Prjónastofan fram- leiddi fyrst fingravettlinga en fram- leiðir nú einnig sokka, trefla og prjónavörar. Fjölskylda Eðvarð kvæntist 23.7.1960 Gunn- þóranni Rútsdóttur, f. 11.8.1940, d. 1989, húsmóður. Foreldrar hennar: Rútur Þorsteinsson, látinn, og Margrét H. Lúthersdóttir. Þau bj uggu í Bakkaseh og síðar í Engi- mýriíöxnadal. Börn Eövarðs og Gunnþórannar: Viðar Öm, f. 1961, læknir við fram- haldsnám í Bandaríkjunum; Mar- grétDóra, f. 1963, starfsmaður hjá Glófa hf., maki Amar Guðmunds- son blómaskreytingamaður; Edda Rut, f. 1977. Hálfsystkini Eðvarðs, samfeðra: Reynir, hárskeri, maki Rósa And- ersen sjúkraliði; Sigurður Heiðar skrifstofumaður; Aöalbjörg, maki Tryggvi Pálsson fasteignasali. Hálf- Eðvarð Jónsson. systkini Eðvarðs, sammæðra: Gunnlaugur Matthías Jónsson plötusmiður, maki Ingunn Baldurs- dóttir sjúkraliði; Margrét Jónsdótt- .. ir, maki Magnús Ottósson járniðn- aðarmaður. Foreldrar Eðvarðs: Jón Eðvarð Jónsson, f. 1908, d. 1993, hárskeri, ogHalldóraKristjánsdóttir, f. 1905, d. 1988, húsmóðir. Þau bjuggu á Akureyri. Ætt Jón Eðvarð var sonur Jóns Bald- vinssonar frá Garði í Aðaldal og konu hans, Aðalbjargar Benedikts- dóttur. Halldóra var dóttir Kristjáns Þor- steinssonar, síðast bónda í Bláteigi í Hörgárdal, og seinni konu hans, Bergrósar Erlendsdóttur. Eðvarð tekur á móti gestum að Lóni, Hrísalundi, frá kl. 20.30 á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.