TÝmarit.is   | TÝmarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagbla­i­ VÝsir - DV

and  
M T W T F S S
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Click here for more information on 115. t÷lubla­ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Dagbla­i­ VÝsir - DV

						Fréttir

ÞRIDJUDAGUR 24. MAÍ 1994

Sandkorn

Jörmundur Ingi nýr allsherjargoði ásatrúarmanna:

Hyggst gera ásatrúna

sýnilegri almenningi

„Sveinbjarnar-Edda" verður gefin út í haust

Jörmundur Ingi var kjörinn alls-

herjargoði Ásatrúarfélagsins í leyni-

legri atkvæðagreiðslu en talningu

lauk nýlega hjá sýslumannsembætt-

inu í Reykjavík. A kjörskrá voru 158

félagar og alls greiddu 94 atkvæði.

Jörmundur hlaut 59 atkvæði, eða

63% greiddra atkvæða, og Haukur

Halldórsson myndhstarmaður hlaut

34 atkvæði, eða 36% greiddra at-

kvæða. Einn seðill var auður.

í samtali við DV sagðist Jörmund-

ur vera feginn því að niðurstaðan

skyldi hafa verið afgerandi, slæmt

hefði verið ef meira en þriðjungur

félagsmanna hefði verið á móti hon-

um. „Miðað við fyrri yfirlýsingar get

ég vel við unað," sagði Jörmundur

en eins og fram hefur komið í DV

voru nokkuð hvassar skeytasending-

ar í gangi milli stuðningsmanna Jör-

mundar og Hauks Halldórssonar fyr-

ir kjörið. Jörmundur segir engan

ágreining vera á milli þeirra Hauks,

hann hafi drukkið með honum kaffi

í gærmorgun og allt í góðu þeirra í

millum.

Jörmundur hefur ýmis áform uppi

um starfsemi Ásatrúarfélagsins á

næstunni þó hann segir þau ekki fela

í sér stórbreytingar. Hann ætlar að

gera starf Ásatrúarfélagsins sýni-

legra almenningi og erlendum ferða-

mönnum án þess aö vera með nokk-

urt trúboð, eins og hann orðaði það.

Finna á félaginu fastan samastað,

gefa út bækhnga fyrir erlenda ferða-

menn og halda vikulega fræðslur

fundi um félagið fyrir áhugasama

svo eitthvað sé nefht.

„Eitt er það sem ég hef áhuga á að

gera. Það er að gefa út veglega bók

í haust eftir handriti sem Sveinbjörn

Beinteinsson var nýbúinn að klára

þegar hann lést. Þetta er einhvers

konar Sveinbjarnar-Edda," sagði

Jörmundur.

Jörmundur  Ingi  er  fæddur  í

Reykjavík árið 1940. Hann lærði

tæknifræði og arkitektúr og síðar

höggmyndalist, málaralist og mál-

fræði. í dag veitir hann forstöðu

hestabúgarði í Litháen sem er með

100 íslenska hesta. Hann var einn af

stofnendum Ásatrúarfélagsins árið

1973 ásamt Sveinbirni Beinteinssyni

og Degi Þorleifssyni og hefur verið

Reykjavíkurgoði félagsins undanfar-

in ár.

Jörmundur verður formlega settur

inn í embætti allsherjargoða á Þing-

völlum 23. júní í sumar.

Ungfrú alheimur:

SvalaBjörk

ekkiíefstu

sætum

Svala Björk Arnardóttir, feg-

urðardrottning íslands 1993, varð

ekki á meðal þeírra efstu í keppn-

inni ungfrú alheimur sem fram

for í Manila á Filippseyjum sl.

laugardag. Ihdversk stúlka að

; riafni Sushmita Sen bar sigur úr

býtum og næstar komu fegurðar-

drottningar frá Kómmbíu og Ve-

nesúela.

Fljótiega eftir keppnina fór

Svala í ferðalag ásamt unnusta

sínum, Fjölni Þorgeirssyni, og

tókst DV éKki'að hafa uppi á

þeim. Móðir Svölu, Bjarnfríður

Jóhannsdóttir, heyrði aðeins í

henni eftír keppnina.

„Svála var mjög ánægðenjafn-

frarat mjög þreytt og hlakk.aði til

að fára í frí. Þetta var rajög erfið

keppni, sérstaklega vegna veik-

indanna sem komu upp, ránstil-

rauna og sprengjuhótana," sagði

Bjarnfríður við DV.

Svala og Fjölnir koma til lánds-

ins eftir sumarfríið í byrjun júní.

Hvítasunnan:

Allirvildu

hafaopið

Lögreglan í Reykjavík þurfti að

hafa afskipti af allmörgum

sjoppu- og kráareigeridum um

helgina sem vildu hafa opið þrátt

fyrír að slíkt væri stranglega

bannað þessa hátíðisdaga. Sumir

sjoppueigendur töldu sig mega

opna á miðnætti aðfaranótt

mánudagsins en slíkt, er ekki

leyfilegt

Árni Sigfússon borgarstjóri og Bryndfs Guðmundsdóttir kona hans voru viðstödd opnun sýningar á istenskri sam-

tímalist á Kjarvalsstöðum um helgina. Alls eru það 30 listamenn sem taka þátt í sýningunni sem er liður á listahá-

tið 1994. Hér er Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, á tali við þau hjónin við opnunina.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, hafði i nógu að snúast um helgina enda aðeins nokkrir

dagar til kosninga. í gærdag heilsaði hún upp á og rabbaöi við viðskiptavini Kolaportsins. Sonur hennar, Svein-

björn Hjörleifsson, tekur virkan þátt í kosningabaráttunni með móöur sinni og á myndinni má sjá hann útdeila

kosningamerki R-listans.                                                                DV-mynd ÞÖK

Hans Ragnar Þór, einn eigenda báts sem varð bensínlaus úti fyrir Snæfellsnesi:

Vissum ekki að hann eyddi svona miklu

„Við sigldum að Búðum þar sem

við vorum að skemmta okkur á laug-

ardagskvöldið. Síðan var stefnan sett

á Ólafsvík til að taka bensín áður en

við héldum til Reykjavíkur. Hins

vegar dugði ekki bensínið sem við

höföum þangað," sagði Hans Ragnar

Þór, einn fjórmenninganna sem voru

á bensínlausum hraöbát úti fyrir

Snæfellsnesi á sunnudag, við DV.

Þeir félagarnir höfðu keypt bátinn,

sem er nítján fet, fyrir helgi og hugð-

ust prófa hann í þessari fyrstu ferð.

Þeir áttuðu sig ekki á hversu miklu

báturinn eyddi af bensíni. „Við vor-

um með um 130 lítra með okkur en

það dugði ekki," sagði Hans.

Aðeins liðu um fimmtán mínútur

frá því að báturinn varð bensínlaus

og þar til hann var tekinn í tog af

næriiggjandi báti, Niröi frá Keflavík.

„Vissulega brá okkur. Við létum

bátinn fyrst reka en settum síðan út

akkeri og vonuðumst eftir hjálp enda

höfðum við séð báta þarna í kring.

Veðrið var gott þannig að við vorum

ekki í mikiUi hætru," sagði Hans.

Fjómemúngarnir hafa ekki áður

siglt og voru því algjörlega óvanir.

Aö sögn Hans voru þeir allir í björg-

unarvestnm. „Við erum mjög

skömmustulegir yfir þessu og höfum

lært af reynslunni."

Talstöð var um borð en ekki nógu

sterk og sagöi Hans að þeir myndu

bæta úr því áöur en haldið yrði í

næstu ferð. „Við héldum að þessi

talstöð myndi duga í ferðina."

Lögreglan í Ólafsvík lét Tilkynn-

ingaskylduna vita af ferðum ungu

mannanna er þeir fóru þaðan og var

búist við að ferð þeirra til Reykjavík-

ur tæki sex tíma. Þegar þeir skiluðu

sér ekki á réttum tíma var farið að

svipast um eftir þeim. Báturinn varð

hins vegar aftur bensínlaus í höfn-

inni á Akranesi snemma í gærmorg-

un. Þeir útveguðu sér bensín og kom-

ust loks heilu og höldnu til Reykja-

víkur. Fjómenningarnir vissu ekki

að þeir ættu að láta vita af sér á

Akranesi. „Við tilkynntum okkur

strax og við komum til Reykjavíkur.

Við erum reynslunni ríkari og teljum

að fall sé fararheill. Þetta gengur

bara betur næst," sagði Hans.

Áhuginn

Þaðerekki

hægtaðsegja

aðAkureyring-

arsýnikosn-

ingunumsemí

höndfaramik-

innáhugaef

markamátd.

fundarsókn

þegarRfldsút-

varpiöáAkur-

eyriefhdita

opins fundar tnéð frambjóðendum i

SjaUanum á dögunuHi. Þar mætti

nokkur hópurmanna, eða réttara

sagt ,4iokkrir hópar manná". Málið

vár neíhilegaþað að flokkamír voru

með sina menn í hopum í salnum,

þeir sátu saman og studdu sitt fólít

: Einn frambjððenaanna hafði hins

yegar á orði eftir fundinn að það hefði

verið hálfþiniegt að sitja þarha uppi

a sviðinu því í salnum hafi ekkí verið

einn einastikjósandi sem ekki var

hægt að éyrnamerkja einhverjum

flokkannafjögurra.

Fáiraðkósa?

Akureyringar

vorumeörétt

um70%þátt- :

tökuísiöustu

kosningumog

þaðhlýturað

véraathyglis-

verðspurning

hvaðvaldi

bessumikla

áhugaleysi Ak-

ureyringaá

bæjarmálunum og kosningunum yf-

irleitt. Á ýmislegt má benda og ýmis-

legt skýrist þegar þessimál eru rædd

við þá sem tíi þekkja, nefnilega fólk

sem er sjálft á framboðslistunum.

Það er auð vitað með óKkindum að

fólk sem er í framboði bölvi og ragni

rððunframbjóðendaáeiginlista,

ftoniþeimflest til foráttu, en þannig

erbaðnúsamt Ekkertmatskalá

það lagt hér hvort framboðsUstarnir

erusvbilla skipaðiráðbæjarbúar

vilja ekki kjósa þá sem þar eru en

eins og skýrt kom fram í könnun DV

fyrir helgina hefur tæplega helming-

ur kjósenda á Akureyri annaðh vort

ekMákveðiðhvaðhannætlaráð

kjósa, ætlar ekkiaðkjósa, eðaneitar

að gefa upp afetððu sína hl þeirra

lista sem í boðieru. Ætli niðurstaðan

verði súað númæti aðeins um 60%

Akureyringa á kjörstað?

Engirhálfvitar

ÞaðermiMðí

tískumeðai

franíbjóðenda

að„höfoatil

ungukjósend-

anna'Vþeirra

semeruað

kjósaífyrsta

skiptt.Ekkieru

bóallirungir

kjósendur

ánægðirmeð

það að til þeirra skuli frekar höfðað

sérstaklega en t.d. til ellilífeyrisþega,

öryrkja eða miðaldra kjósenda. Ung-

ur kjósahdi á Akureyri, sem skrifaði

um þetta í síðustu.viku, lét eínn

flokkinn þar td. hafa það óþvegtð

sem svar viðeinhverju dreifiritinu

og kórónaði alltmeö að segja að

sennÚega segði áhugaleysi ungra

kjosenda meira um frambjóðendurna

enþásjálfa.

Titill í

Júragarðinn?

Ldeildar

keppnini

knattspyrnu

hófstigærog

semfyrrer

pressanmestá

þeimrondóttu

úrvesturbæn-

um,KR-ingum.

Þeirhafaekki

unniðislands-

meistaratitil-

inn í 25 ár og margir hafe gengið

bognir frá þ ví verki að fsera „maf-

íunni'' títiilnn eftirsótta. Þetta gamla

stórveldimásvosannarlegamuna

sínnfifll fegri þegaríslandsmeistara-

titlar torla eru ahnars vegar. Er svo

langt um liðið siðan að KS-ingar sigr-

uðúsíoastaðÍfyrravarsvæðÍKR

við Kaplaskjólsveg skírt upp. Þangað

tilKR vinnur íslano^eist^titilinn

verður svæðið kalkð „Júragarður-

inn"mannaámilli.

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48