Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 T FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 27 Iþróttir Einn leikmanna Sádi-Arabíu fagnar sigri liðsins gegn Belgíu í gærkvöldi. Símamynd Reuter Dansað fram á morgun Sádi-Arabar brutu blaö í knattspyrnusögunni í gærkvöldi er þeir sigr- uðu Belga og komust í 16 liða úrslit á HM í fyrsta skipti. Gífurleg fagnað- arlæti brutust út í landinu eftir sigurinn og fólk dansaði á götum úti fram undir morgun. Sádi-Arabar höfnuðu í öðru sæti í sínum riðli. Vopnin lögð til hliðar í Rúanda Áhuginn á HM í knattspymu leynist víða og á meðal þeirra staða þar sem allt dettur í dúnalogn á meðan sýnt er frá keppninni í sjónvarpi er Rúanda þar sem hatrammar deilur ættbálka hafa staðið yfir frá 6. apríl sl. og kostað um 200 þúsund mannslíf. Þar heyrist hvorki skot né stuna þegar leikir eru í gangi. Spuming hvort ekki ætti að sýna knattspymu í sjónvarpi þar allan sólarhringinn? Claudia Caniggia hefur fengið uppreisn æru á HM. Fetar Ganiggia í fótspor Rossi? Argentínumenn vonast eftir því að Claudio Caniggia takist að feta í fótspor ítalans Paolo Rossi á HM 1982. Þá kom Rossi úr löngu banni og skoraði 6 mörk í keppninni og ítalir urðu heimsmeistarar. Caniggia var laus úr 13 mánaöa banni vegna neyslu kókaíns þann 8. maí sl. og hefur leikið mjög vel með liði Argentínu það sem af er HM. Dimitri Radchenko fagnar sjötta marki Rússa gegn Kamerún. Fagnaðarlæti af ýmsu tagi Menn hafa fagnað mörkum méð ýmsu móti eins og knattspyrnuunnend- ur hafa séð. Margir þeirra hafa dansað sambadansinn við homfánann og sumir beita öðrum aðferðum eins og myndin sýnir. F-RIÐILL Marokkó o-l Hassan Nader. 1- 1 Dennis Bergkamp. 2- 1 Bryan Roy. Saudi-Arabía (0) 1 o-l Saeed Owairan (5.) Lokastaðan: Holland.....3 2 0 1 4-36 Saudi-Arabía... 3 2 0 1 4-3 6 Belgía......3 2 0 1 2-1 6 Marokkó.....3 0 0 3 2-5 0 16-liða úrslif Fjórtán lið eru nú komin í 16- liða úrsht, Rúmenía, Sviss, Bandaríkin, Brasilía, Svíþjóð, Þýskaland, Spánn, Argentína, Mexíkó, írland, Ítalía, Holland, Saudi-Arabía og Belgia. Leikirídag D-riðill: Grikkland - Nígería...23.30 Argentína - Búlgaria...23.30 Markahæstir Oleg Salenko, Rússlandi.6 Jurgen Klinsmann, Þýskalandi.. ..4 Gabriel Batistuta, Argentínu.3 Martin DahUn, Svíþjóö.....3 Romario, Brasilíu.........3 Golfklúbbur Akureyrar: Opna Mitsubishi- mótiðum helgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Opna Mitsubishi-golfmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar fer fram um næstu helgi og er það jafn- framt stigamót til landsliða. Glæsileg verðlaun eru í boði og aukaverðlaun á öllum par-3 hol- unum. í mótinu, sem margir munu líta á sem góða æfmgu fyrir lands- mót, verður keppt í 7 flokkum. Sem fyrr er mótið stigamót til landsliös karla, keppt er í opnum flokkum karla, kvenna og ungl- inga, með og án forgjafar, í opn- um flokki karla, 55 ára og eldri með forgjöf, og í opnum flokki kvenna, 50 ára og eldri. Landsmótið í golfi hefst á Jað- arsvelh á Akureyri 24. júlí. Vitað er um marga sem ætla að taka þátt í Mitsubishi-mótinu sem æf- ingu fyrir þau átök. Það munu þeir þó ekki gera meistaraflokks- menn sem keppa um landsliðs- stigin á Akureyri um næstu helgi en von er á flestum bestu kylfing- um landsins til Akureyrar. Mjólkurbikaiinn: Fimmmörk Blika Sveinn Helgasan, DV, SeJfofri: Breiðablik vann öruggan sigur á Hamri i Hveragerði í 32 liöa úrslitum Mjólkurbikarkeppninn- ar í knattspymu eystra í gær- kvöldi, 0-5. Staðan í ieikhléi var 0-3. Mörk Blíkanna geröu Rat- islav Lazorik, Amar Grétarsson, Grétar Steindórsson, Sigurjón Kristjánsson og Kristófer Sigur- geirsson. ÖruggthjáKA Heimann Kadsson, DV, Noröuxlandi' KA vann öruggan sigur á Hvöt á Blönduósi, 0-3 (0-2). Ivar Bjark- lind geröi tvö mörk, hvort í sínum hálfleiknum, og Þorvaldur M. Sigbjömsson skoraöi annað markiö í lok fyrri hálfleiks. „Hlustið ekki á FIFA“ - segir fyrrverandi knattspymudómari á HM Jose Roberto Wright, knattspymu- dómari frá Brasilíu, hefur hvatt alla dómara sem dæma á HM í Bandaríkj- unum til að virða að vettugi allar skipanir frá yfirstjórn FIFA varðandi dómgæslu á HM. „Mesta álagið á dómara í keppninni er vegna ákvarðana sem teknar em skömmu fyrir keppnina af FIFA. Þar á bæ em menn alltaf að breyta regl- unum og dómarar hafa engan tíma til að aðlaga sig þessum nýju reglum. Besta ráðið sem ég get gefiö dómur- um í Bandaríkjunum er að gleyma því jafnóðum sem FIFA segir varð- andi reglurnar," segir Wright. Jóhannes áfram Jóhannes Ragnar Jóhannesson tryggði sér í gær rétt til þess að leika í 8- manna úrshtum á Evrópumeistaramótinu í snóker sem nú stendur yfir í Ungveijalandi. Jóhannes sigraði í gær Norður-írann Jonaathan Nelson, 4-3, í hreinum úrshtum um það hvor kæmist í 8-manna úrshtin. Þá náði hann hæsta stuði mótsins til þessa er hann gerði 119. í 8-manna úrslitunum mætir Jóhannes íranum John Fare sem unnið hefur alla leiki sína á mótinu. Ásgeir Ásgeirs- son tapaði í gær fyrir Finna, 1^4, og sigraði Ungveija. Hafnaði Ásgeir í 13.-16. sæti. Hroðalegt áfall fyrir knattspymuna og HM í Bandaríkjunum: Maradona féllíBoston - á lyijaprófi. Hvað verður um lið Argentínu? FIFA í miklum vanda Diego Maradona leikur ekki meira með liði Argentínumanna á HM í Bandaríkjunum og án efa er ferli hans lokiö. Á þriðja tímanum í nótt viður- kenndi formaöur argentínska knatt- spyrnusambandsins, Julio Grondona, að það væri Diego Maradona, fyrirliði Argentínu, sem hefði failið á lyfja- prófi sem tekið var eftir leik Argent- ínu og Nígeríu í Boston á dögunum. Áður hafði fulltrúi FIFA greint frá því að leikmaður á HM hefði falhð á lyfja- prófi. Guido Tognoni, fulltrúi FIFA, sagöi í nótt: „Maradona hefur viðurkennt að hafa tekið asmalyfið ehedrine og Julio Grondona hefur sagt okkur hjá FIFA að þaö sé rétt.“ Fréttin í nótt kom eins og blaut tuska framan í forráðamenn knatt- spyrnunnar í Bandaríkjunum og ekki síst framan í knattspyrnuunnendur. Forráðamenn argentínska liðsins voru flemtri slegnir og argentínskur sjónvarpsmaður, sem sendi fréttina til Argentínu í beinni útsendingu, sagði þetta verstu frétt sem hann hefði nokkum tíma þurft að senda frá sér. Leikmenn og félagar Maradona í hði Argentínu voru niðurbrotnir og fram- tíð liðsins í keppninni er óráöin. Arg- entínumenn eiga að leika í kvöld gegn Búigaríu og era komnir í 16-liða úr- slitin. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er í erfiðri stööu vegna máls- ins. Lyfjamál hafa ekki verið tekin fóstum tökum hjá sambandinu og engar reglur eru til í lagasafni sam- bandsins varðandi lyfjamál og það ef leikmaður fellur á lyfjaprófi í heims- meistarakeppni. Það veit því enginn hvað tekur við hjá Maradona, sem nýkominn er úr leikbanni vegna neyslu kókaíns, og liöi Argentínu. Maradona mun þó örugglega ekki leika meira í Bandaríkjunum og vera kann að Argentínumenn missi öll þau stig sem þeir hafa hlotið í keppninni til þessa. Fall Maradona á lyíjaprófmu er enn meira áfall þegar það er haft í huga, að hann hefur leikið snilldar- lega í Bandaríkjunum og mjög margir knattspymusérfræðingar hafa spáð Argentínumönnum heimsmeistarat- itlinum. Nú kann að verða breyting þar á. Tveir leikmenn úr hvoru liði hafa verið teknir í lyfiapróf eftir hvem leik á HM. Sé útkoman jákvæð úr fyrsta sýni er annaö sýni tekið og ef útkoma þar er einnig jákvæð er niðurstaðan fall á lyfjaprófi. í dag veröur síðara sýnið rannsakað en öruggt er að það verður einnig jákvætt þar sem Mara- dona viðurkenndi í nótt að hafa tekið ólöglegt lyf sem áður er nefnt. Maradona átti að leika í kvöld gegn Búigaríu og hefði þá sett nýtt met í sögu HM og leikið 22. leik sinn í úrsli- takeppni HM. „Við stóðum við loforðið" - Holland, Sádi-Arabía og Belgía í 16-liða úrslitin á HM úr F-riðlinum Sádi-Arabía tryggði sér í gær í fyrsta skipti rétt til þess að leika í 16-liða úr- slitum á HM í knattspymu með því að sigra Belgíu, 1-0. Sigurmarkið var sér- lega glæsilegt, skorað á 5. minútu leiks- ins. Saeed Owarian einlék með knöttinn frá miðju vallarins og skoraði af öryggi. Þetta er besti árangur Sádi-Araba í knattspymu frá upphafi og án efa standa hátíðahöld enn yfir. „A fyrsta blaöamannafundinum hér í Bandaríkjunum lofuðum við því að við myndum hafna í öðru sæti í riðlinum. Það gerðum við og stóðum því við okk- ar loforö. Mínir menn léku stórkostlega vel í þessum leik og nú mætum viö Svíum í næsta leik og eram tilbúnir í þá viðureign," sagði Solari, þjálfari Sádi-Arabíu. „Lið Sádi-Arabíu er mjög gott, sér- staklega í vörn. Mínir leikmenn voru orönir mjög þreyttir í lokin og við eigum erfiðan leik fyrir höndum gegn Þýska- landi eða Argentíonu," sagði Paul van Himst, þjálfari Belga. Holland sigraði í F-riðlinum og hlaut 6 stig eins og lið Sádi-Arabíu. Holland sigr- aði Marokkó, 2-1, og þjálfari liðsins, Dick Advocaat, var ánægður í leikslok: „Við höfum verið gagnrýndir en náðum samt efsta sætinu í riðlinum," sagði Advocaat og bætti við: „Við unnum tvo leiki í riðla- keppninni og það voru ekki mörg liö sem léku það eftir.“ „Við áttum ekki að tapa þessum leik enda lékum við vel. Þrátt fyrir tap í öllum leikjum okkar er ég ánægður með þetta mót hjá okkur," sagði þjálfari Marokkó eftir leikinn. Mjólkurbikarinn: Fylkir lagði Þrótt Hávar Sigmjónsson, DV, Neskaupstað: Það var mikið fjör á Neskaup- staö í gærkvöld þegar Fylkis- menn sóttu Þrótt heima á Nes- kaupstað og leikur liðanna var opinn og skemmtilegur. Fylkis- menn höfðu sigur, 2-5, eftir að staðan í leikhléi var 1-3. Ingvar Ólason kom Fylki yfir á 6. min. en Lúðvík Ámason jafnaði metin á 14. min. Kristinn Tómasson kom Fylki aftur yfir á 22. mín. og Þórhallur Dan Jóhannsson gerði þriðja markið rétt fyrir hlé. I siðari hálfleik bætti Ingvar fjórða markinu við áður en Lúð- vík tókst að laga stöðuna fyrir Þrótt en það gerði hann á 66. mín. Síðasta orðið átti síðan Þórhaliur Dan á tveimur mín. fyrir leikslok, 2-5. Þróttarar fengu fleiri færi til að skora mörk, þar á meðal stang- arskot en Fylkir nýtti sín færi betur. MjóJJkurbikarinn: Stórieikur Leiknis Leiknismenn, sem leíka í 4. deild, velgdu íslands- og bikar- meistumm Skagamanna heldur betur undir uggum á gervigras- inu í Efra-Breiöholti í gærkvöld. Lengi yel leit út fyrir að fram- lengja þyrfti leikinn en á síðustu 7 raín. leiksins tókst ÍA að tryggja sér sigur með tveimur mörkum. Skagamann náðu forystu um miðjan fyrri háffleik með marki Pálma Haraldssonar. Aðeins tveimur mínútum síðar jafhaðí Heiöar Ómarsson metin fyrir Leikni. Leiknismenn voru betri aöiliim í fyrri hálfleik en í þeim síðari jókst sóknarþungi Skaga- manna smám saman. Sjö mín. fyrir leikslok skoraði Haraldur Ingólfsson beint úr aukaspymu og Mihjalo Biberdc bætti öðra marki við skömmu síðar og meistararnir sluppu með skrekk- inn. Mjólkurbikarinn: ÍBVívanda Hermann Karlsson, DV, Norðurlandi: ÍBV lenti heldur betur í vandræðum á Siglufirði í gærkvöld er liðið mætti KS úr 3. deild í Mjólkurbikarnum. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. í fram- lengingunni höfðu Eyjamenn betur. ÍBV gerði fyrsta markið í leiknum og var þar að verki Hermann Hreiðarsson. Ragn- ar Hauksson jafnaði metin og þar við sat í fyrri hálfleik. KS náði síðan forystu með marki frá Agnari Þ. Sveinssyni, en 8. mín. fyrir leikslok jafnaði Þórir Ólafsson fyrir ÍBV. í fyrri hálfleik framlengingar áttu KS-menn skalla í stöng, en ÍBV slapp meö skrekkinn. Eftir þetta atvik var allur vindur úr Sigl- firðingum. Það vom þeir Sumarliði Áma- son og Steingrímur Jóhannesson sem tryggðu liðinu áframhaldandi þátttöku í keppninni með mörkum í síðari háffleik framlengingarinnar. Mjólkurbikarmn: Þrjú mörk Þróttar Þróttur úr Reykjavík, sem leik- ur í 2. deild, vann öruggan sigur á Tindastölsmönnum úr 3. deild í Mjólkurbikamum á Sauðár- króki í gærkvöld, 0-3. Reykjavík- ur-Þróttarar eru þar með komnir í 16-liða úrslit keppninnar. Gunnar Gunnarsson skoraöi fyrsta mark Þróttara en hin mörkin skoruðu þeir Hreiðar Bjarnason og Páll Einarsson. Eins og lokatölur bera meö sér voru Þróttarar mun betri aðilinn í leiknum. Sex leikir í kvöld Sex leikir fara fram í 32-liða úr- siitunum í bikamum í kvöld: Ein- herji mætir KR á Vopnafiröi, BÍ og Stjarnan leika á ísafirði, Aftur- elding og FH í Mosfellsbæ, Reynir og Þór á Akureyri í Sandgerði, Höttur og ÍBK á Egilsstöðum og Neisti og Valur í Reykjavík á Djúpavogi, Iþróttir Ferillinn á enda Berti Vogts, þjáifari Þjóðverja, hefur lýst því yfir að feriil Stefan Effenbergs í landsliðinu sé á enda. Vogts hefur áhyggjur af leik sinna manna og hefur á fundum með liðinu hellt sér yfir leikmenn sína. Þeir verði að leika betur ætli þeir að verja titilinn. Þriggja leikja bann Rúmeninn Ion Vladoiu hefur verið dæmdur í þriggja leikja keppnisbann. Þetta er þyngsta refsingin í úrslitum HM í Banda- ríkjunum til þessa. Sendur heim í kjölfarið hefur fararstjóm og þjálfarar nímenska liðsins rekið Vladoiu heim til Búkarest fyrir slæma framkomu og liið Ijóta brot sem kostaöi hann rauða spjaldið. Kanamir eftirsóttír Framganga Bandaríkjamanna á HM hefur vakið mikla athygli og félög i Evrópu renna nú hýru auga í vesturátt. Þeir leikmenn liðsins sem ekki hafa samning í dag eiga von á freistandi tilboðum á næstu dögum. Dahlin ekki blankur Sænski framheijinn Martin Dahlin, sem framlengt hefur samning sinn viö Bomssia Mönchengladbach, mun fá um 30 milljónir króna í laun. Tilboðið frá Everton, sem hann hafnaöi, hljóöaði upp á 50 millj. króna. Fluttur upp á þak Hann Paul Harris, sem býr á Manhattan Beach í Kalifomiu, er tvímælalaust stuðningsmaður bandariska liðsins númer 1. Hann hefur búið um sig á bfl- skúrsþakinu heima hjá sér og ætlar að dvelja þar uns liðið hans fellur úr keppni. Michel í pottinn Mikil sorg ríkir nú í Kámerún eftir slælega frammistöðu þeirra manna á HM. í höfuðborginni, Yaounde, hefur því verið fleygt að suðupotturinn sé klár fyrir Henri Michel þjálfara, þori hann að snua aftur. írarfábónus Leikmenn írska landsliðsins munu skipta á milli sín 140 millj- ónum ísl. króna sem þeir fá fyrir að komast í 2. umferð. Mjólkurbikarinn: Fram lagðiVíði n------------------------- Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Fram vann öruggan sigur á 3. deildar liði Víðis í Garði í gær- kvöld, 1-3. Hólmsteinn Jónasson kom Fram yfir á 10. mín. er vind- urinn feykti fyrirgjöf hans í mark Víðis. Hólmsteinn átti síðan góða sendingu á Ríkharð Daðason um miðjan hálfleikinn og hann skall- aöi í mark, 0-2. Sigurður Valur Ámason minnkaði muninn fyrir Víði á 60. mín. en fimm mín. síðar bætti Helgi Sigurðsson við þriðja marki Fram, eftir sendingu frá Ríkharði. Framarar fengu mörg önnur færi í leiknum, þar á með- al tvö stangarskot. „Ég ákvaö því byija af krafti og láta þá ekki komast inn í leik- inn. Ég er ánægður með mína menn og það er gaman að vera áfram í bikarslagnum," sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. Bónorð til markvarðarins Margir knattspyrnusnillingarnir á HM eiga dygga stuðningsmenn. Einn þeirra er Tony Meola, markvörður bandaríska liðsins, sem fékk þetta óvænta bónorð frá valkyrju á áhorfendapöllunum. Á skiltinu stendur: „Gifstu mér, Tony Meola“. Þjálfarinn reykti og braut lög í Dallas Dimitar Panev, þjálfari landsliös Búlgaríu, braut lögin í Dallas er hann reykti á varamannabekknum þegar Búlgaría tapaði fyrir Nígeríu í fyrsta leiknum á HM. „Ég veit að reykingar eru ekki vinsælar í Bandaríkjunum •en getur þú hugsað þér þjálfara sitjandi á bekknum og ekki reykjandi?" sagði Panev daginn eftir þegar honum var gerð grein fyrir broti sínu. Stephen Tataw Eta, fyrirliði Kamerún, útskýrir vandamálin. Hótuðu verkfalli vegna aukagreiðslna Leikmenn Kamerún hafa ekki átt sjö dagana sæla á HM. Þeir áttu að fá aukagreiðslu frá knattspyrnusambandinu þar í landi fyrir að komast í lokakeppnina í Bandaríkjunum en þær greiðslur hafa ekki enn borist til leikmanna. Þeir hótuðu verkfalli en því var afstýrt á síðustu stundu. Alexi Lalas, reiður mjög, lætur gamminn geisa á blaðamannafundi. Heimamenn þekktu ekki reglurnar Leikmenn Bandaríkjanna á HM eru æfir vegna þess að þeim var ekki greint frá því fyrir keppnina að stæði leikmaður ekki í nægllegri fjarlægð frá tekinni aukaspyrnu fengi hann gult spjald. John Harkes fékk gult spjald fyrir slíkt og er kominn í leikbann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.