Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 11
Jðfntefli Breiððbliks og Akurnesinga 2:2 KNATTSPYRNUMÓT sumarsins hófust í gær, með leik Breiða- ibliks og Akurnesinga í Litlu bik- arkeppninni, er fram fór í Kópa- vogi. Leika átti einnig I Keflavík, en þeim leik var frestað þar til í gærkvöldi. Heldur leiðinlegt veður og slæmur völlur settu svip sinn á Hrafnhildur Guðmundsdóttir, IR leikinn í Kópavogi, svo lítt er hægt að geta sér til um getu lið- anna eða einstakra leikmanna. Þó er ljóst, að Skagamenn verða að taka á sínum stóra, þegar að á- tökunum í I. deild kemur. Breiðablik tók forystuna fljót- lega í leiknum, enda léku þeir undan vindinum, með góðu marki neðst í markhornið. Þannig var staðan í hálfleik. Matthías jafnar fyrir Akranes um miðjan síðari bálfleik og skömmu síðar nær Breiðablik forystunni, eftir mis- tök hjá vöm Akurnesinga. Þegar mínúta er til leiksloka dæmir Einar Hjartarson víta- spyrnu á Kópavog og Guðjón skor ar úr henni. Leiknum lauk þannig með jafn- tefli og má segja, að eftir atvik- um hafi það verið sanngjörn úr- slit, þó Skagamenu liafi verið betri aðilinn. Næstu leikir í Litlu bikarkeppn inni fara fram á sumardaginn fyrsta og leika Hafnfirðingar og Akurnesingar í Hafnarfirði og Kefivíkingar og Breiðablik í Kefla vík. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. LOKASTAÐAN: Haukar—Ármann 34:17 ^ Fram—FH 15:15. Fram 10 7 1 2 223:152 15 FH 10 7 1 2 223:163 15 Ilaukar 10 6 0 4 217:201 12 Valur 10 5 0 5 199:189 10 Víkingur 10 4 0 6 174:195 8 Ármann 10 0 0 10 152:288 0 Skotar sigruðu Englendinga í knattspyrnu á Wembley með 3:2. Engiendingar höfðu sigrað Skoía í 20. skipti í röð fyrir þennan ieik og úrslitin komu svo sannar Iega á óvart. Sigur Skoptlands var samt í alla staði verðskuld* aður. Frá leik Breiðabliks og IA á sunnudag. SUNDMÖT KR FER FRAM í SUNDHÖLLINNIIKVÖLD HIÐ ÁRLEGA sundmót KR verð- ur haldið í Sundhöll Reykjavík- ur í kvöld kl. 20.30. Keppendur verða frá 8 félögum og íþrótta- samböndum, fjórum Reykjavíkur og fjórum utan af landi. Fjöldi keppenda er um 120 og eru þá meðtaldir þátttakendur í undan- rlásum, sem fram fóru í gær- kvöldi. Keppt vérður í 10 sund- greinum og má búast. við mjög spennandi keppni í mörgum þeirra. í 100 m bringusundi karla verð- ur eflaust um æsispennandi keppni að ræða, en í því sundi keppa rneðal annars þeir Guð- mundur Gíslason, Leikir Jóns- son og Fylkir Ágústsson um Sindra bikarinn , núverandi handhafi hans er Gestur Jónsson SH. í 100 m skriðsundi er keppt um Flugfreyjubikarinn og mun Hrafn hildur Kristjánsdóttir, Á, að öll- um líkindum veita nöfnu sinni Guðmundsdóttur ÍR, afar hressi- lega keppni. Handhafi Flugfreyju bikarsins er nú Hrafnhildur Guð- mundslóttir. Afreksbikar SSÍ verður vejttur að venju, þeim keppanda, sem bezta afrekið vinnur á mótinu, samkvæmt núgildandi stigatöflu. Til gamans verður efnt til tveggja boðsunda og munu áhorf- endur eflaust hafa gaman af. Mótið hefst eins og áður er sagt í kvöld kl. 20.30 og væntir Sund- deild KR þess að unnendur sund- íþróttarinnar fjölmenni í höllina í kvöld. VALUR ÍSLANDSMEISTARI IHANDBOLTA KVENNA VALUR og FH léku til úrslita í I. deild kvenna á sunnudag. Leikn- um lauk með yfirburðasigri Vals, sem skoraði 12 mörk gegn 4. Eins og mörkin gefa til kynna voru yf- irburðir Vals ótvíræðir og stúlk- ur Vals eru í algerum sérflokki. KR féll niður í II. deild að þessu sinni, en Breiðablik flyzt upp í I. deild. Þá léku Valur og Fram til úr- slita í 2. flokki karla og leiknum lauk með sigri Vals 8:7 eftir fram- lengdan leik. í öðrum flokki urðu úrslit þau, að Fram sigraði í I. og 3. flokki karla og KR í 2. flokki kvenna. Áður hefur verið skýrt frá sigri KR í 2. deild karla. HAUKARSIGRUÐU ÁRMANN 34:17 Haukar sigruðu Ármann í I. deild karla á sunnudag með 34 mörkum gegn 17, en í hléi var staðan 13:6. Haukar höfðu mikla yfirburði. Drengjahlaup Armanns Drengjahlaup Ármanns mun að venju fara fram fyrsta sunnudag í sumri og mun hlaupið fara frani sunnudaginn 23. apríl. Keppt mun í þriggja og fimm manna sveit- um. Síðast er hlaupið var háð,~ unnu KR-drengirnir báða bikar- ana til eignar. Að þessu sinni mua keppt um nýja bikara sem þeir hafa gefið Gunnar Eggertsson for- maður Ármanns og Jens Guð- björnsson fyrrverandi formaður félagsins. Einnig munu þrír fyrstu menn hljóta verðlaun svo sem venja er. Þátttökutilkynningar skulu berast til formanns frjáls- I íþróttadeildar Ármanns, Jóhanr.9 Jóhannessonar, Blönduhlíð 12, S. 19171 fyrir föstudagskvöld 21. apr- íl 1967. Öllum félögum innan ÍSÍ er heimil þátttaka í hlaupinu. Hlaupið hefst kl. 2 e.h. og rmm hefjast og ljúka í Hljómskálagarð- inum. Keppendur og starfsmenn mæti kl. 1.15 á Melavellinum. íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna 1967. IsKÚLI JÓ SON, Í.R. r (>SKULI er 18 ára *' nemi, 186 cm á haeð. Hann 'lbyrjaði að æfa hjá ÍR 1958 og varð brátt mjög (' efnilegur Ieikmaður. Árið 1964 'jlék hann fyrst með .tflokki ÍR sem miðherji og ('ur síðan tryggt sér þá stöðu fí liðinu með ágætri frammi- Jistöðu. Hann lék sinn (ilandsleik gegn Dönum < ] stuttu. 18. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.