Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						V/o Stankoimport  '
Moskva . S S S R
býður yður fjölbreytt úrval af málmsmíða
vélum, til dæmis:
Vélknunar pressur
Einvirk opin pressa
allt að 250 tonn.
Einvirk lokuð pressa
allt að 1600 tonn.
Tvívirk lokuð pressa
allt að 3150 tonn.
Fjórvirk lokuð pressa
allt að 2000 tonn.-
Einvirk lokuð pressa
allt að 800 tonn.
Tvívirk Iokuð pressa
allt að  1000 tonn.
Pressa
til mótunar heitra málma
með þrýstingi allt að
8000 tonn.
V/@  STi
Upplýsingar veita einkaumboðsmenn:
BJORN & HALLDOR
Síðumúla 9 . Reykjavík  . Símar 36030 & 36930.
.F.
KARL VON LINNÉ
ÞEGAR     frímerkjasafnarar
f letta blöðum í albúmum sín-
ura; þá er það gjarnan sVo, að
augu þeirra staðnæmast við
eitthvert. sérstakt frímerki og
þeir taka að spyrja sjálfa sig:
,.Hver er þessi maður, sem
myndin' þarna er af?" „Hvers
vegna er hann ' á frímerkjum
þessa lands?" — Ef við t. d.
flettum blöðunum í albúmi með
sænskum merkjum og stönzum
við árið 1939, sjáum við frí-
merki, tvö í seríu, og standa
efst á þeim nöfnin Berzelíus á
öðru, en Linné á hinu. Hvaða
menn eru þetta? — Við sjáum
í verðlistanum, að frímerki
þessi eru gefin út til að minn-
ast þess, að 2. júní þa'ð ár voru
liðin 200 ár fr-á stofnun Vís-
indaakademíunnar sænsku. *-
Karl von Linné er einn fræg-
asti grasafræðingur, sem Svíar
hafa átt. Hann er fæddur árið
1707 í Suður-Svíþjóð, og var
faðir hans prestur. Foreldrar
hans bæði voru mjög elsk að
blómum og höfðu þau hjón kom-
ið sér upp blómagarði við hús
sitt, sem talinn var fallegasti
blómagarðurinn í Smálöndum.
í þessum garði lék Linné litli
sér öllum stundum og fékk
hann snemma sitt eigið beð til
að sjá' um og svo margs þurfti
hann að spyrja föður sinn um
blómin, að hann gat ekki svarað.
Þessi litli, fallegi blómagarð-
ur slóð Linné jafnan í barns-
minni, og þótti honum sem þar
Ihefði verið Paradís á jörðu.
En menn eru sjaldan lengi í
Paradís. Sjö ára gamall verður
Linné litli að skilja við vini
sína, blómin. Þá kallar alvara
lífsins á hann, hann verður að
fara í skóla. Skólalífið felldi
hann sig aldrei við. Þar var lít-
ið annað en latína, kver — og
barsmíðar ! í vikulokin var jafn-
an haldinn skólafundur. Þar var
hegningum úthlutað meðal
þeirra, sem verðugir voru, og
þeir voru hafðir heldur fleiri en
færri, því að skólastjóri sagði,
að vegna erfðasyndarinnar ættu
skólasveinarnir allir flengingu
skilið, hvað sem öðru liði. Flest-
ir, sem gengu í skóla í þá daga,
urðu prestar. En til þessa stóð
ekki hugur Linnés. í frístundum
sínum gekk hann út um tún"og
engi og tíndi grös og blóm. Þar
fylgdi hugur hans máli.
Þegar Linné laúk stúdenls-
prófi, fór faðir hans til kenn-
arans til þess að spyrjast fyrir
um piltinn. Það urðu honum
mikil vonbrigði, er svarið var
það, að prestur gæti Linné aldr-
ei orðið. Nokkrir kennaranna
bættu því við, að honum væri
hentast að leggja fyrir sig skó-
smíði eða fatasaum. Meðal
kennaranna var þó einn, sem gaf
góðar vonir. Prestur gæti pilt-
urinn að vísu aldrei orðið, en
hann væri vel fallinn til þess
að stunda náttúruvísindi, og
raunar betur en nokkur annar
nemandi skólans. Sjálfum pilt-
inum bar einkennilega vel sam-
an við kennarann. Síðan er Lin-
né sendur til háskólans í Lundi.
Þar var búizt við, að hann gæti
fengið hjálp hjá efnuðum
frænda sínum, dómprófastinum.
Þegar Linné kemur til Lunds,
mætir hann líkfylgd á götunni.
Hann spyr hvern sé verið að
jarða með slíkri viðhöfn, og fær
það svar, að það sé verið að
jarða dómprófastinn sáluga.
Þótti Linné þetta heldur köld
aðkoma. —  (Frh.).
BÍLAR TIL SÖLU.
Buick árgerð 1951, Chevrolet
station árgerð 1954, 2 Chevrolet
fólksbifreiðir árgerð 1953,
Lincoln árgerð 1954. Seljast
ótlýrt. Sími 36051.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMGC S2-101.
HERJOLFU
ÞRÍR Alþýðubandalagsmenn,
Árni, Bjarni og Jón, sátu á
dögunum yjir kaffi-bollum á
veitingastað í höfuðborginni og
ræddu kosningahorfurnar. Árni
og Bjarni fóru brátt í hár sam-
an um fjölskyldumúlin í flokkn-
um og gerðust orðmargir og
þungorðir um Tónábíósfundinn
og framboðin, þar eð sitt sýnd-
ist hvorum. Jón lagði hins veg-
ar ekkert til þeirra mála, en
SPJALL í KAFFITÍMA
hZ«stað*i ó.
.1
Árni  bar  Hannibal  Valdi-
marsson þeim sökum, að hann
berðist fyrir metorðum og veg-
tyllum Arnardalsættarinnar og
þá einkum sona sinna, en frem-
ur af kappi en forsjá. Bjarni
svaraði með lýsingunni á „Ijótu
klíkunni" og athæfi hennar.
Jón gaf ekkert út á þetta, en
horfði gneypur í gaupnir sér.
Og- þá kvað liami . . .
Kaffitíminn var senn á enda:
Þá loksins spurði Jón félaga
sina: „Jæja, drengir, og hvern-
ig ætlið þið svo að kjósa 11.
júní?" ' '.
Árni svaraði: „Ég kýs G-
listann, en mér fyndist mátu-
legt, að Hannibal yrði uppbót-
arþingmaður Magnúsar Kjart-
anssonar."
Bjarni svaraði: „Ég kýs I-
listann, en reikna með því, eins
og þú, Árni, að Hannibal verði
uppbótarmaður Magnúsar."
Þá gat Jón ekki orða buwU
izt, en sagði: „Ykkur ber ekki
svo mikið á milli, félagar, þeg-
ar allt kemur til alls. Ég býsi
við að samkomulag Hannibals
og Magnúsar eftir kosning-
arnar verði öllu lakara."
3.  júní  1967  -  ALÞÝÐUBLAÐIÐ   5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16