Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						éf
ara hveitikorn"
Lítið er um Framsóknar-
flokkinn rætt manna á meðal
þessa dagana. Það er helzt
að honum sé gefið hornauga,
ef hann verður sér eitthvað
venju fremur til skammar í
málflutningi sínum og aðgerð-
um, en að öðru leyti sýnist
svo sem hann fái að verða
sjálfum sér til skammar í friði,
hæði fyrir andstöðuflokkunum
og kjósendum almennt. Segja
má, að þau orð, sem einn af
forkólfum þeirra Framsóknar-
manna lét falla fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar, hafi
orðið að áhrínsorðum, þó á
nokkuð annan veg en hann
hugði.
Orð þessi voru eitthvað á þá
leið, að þeir kjósendur, sem
ekki fleygðu atkvæðum sínum
í Framsóknarkistuna hefðu
,,fallið á prófinu". Virðist vera,
að kjósendur hafi almennt ekki
í hyggju að ganga til þessa
Framsóknarprófs við kosning-
unum nú, enda prófdómarinn,
sá hæglætismaður, sennilega
eitthvað reikull í ráðinu varð-
andi ailar þær leiðir, sem
flokknum hafa bætzt á síðasta
ári og próftókum er ætlað að
kunna skil á. Á hinn bóginn
er það nokkurt uridrunarefni
þeim, sem á annað borð hafa
skap í sér til þess að fylgjast
lítillega með því sérstæða fyr-
irbæri sem Framsóknarflokk-
urinn er orðinn, hversu mjög
forustumönnum þess flokks er
hulin sú eina leið, sem þeir
og flokkur þeirra sigla hrað-
byri, enda þótt leiðin sú sé á
vitorði alls almennings. Þegar
augu Framsóknarforkólfanna
loks ljúkast upp fyrir þeirri
niðurleið, sem stefna flokksins
fer og stefnu flokksins ber,
ættu' þeir að halda sem fastast
í iþá „jákvæðu Framsókn-
arleið" og hætta sér ekki út
á krákustíga, sem eru einföld-
um sálum villugjarnir.
Ef svo færi, væri þó von
til þess að eitt þjóðfélagsvanda
málið leystist af sjálfu sér inn
an skamms. — Væri það sá
stærsti greiði, sem þeir Fram-
sóknarmenn gætu gert hinni
islenzku þjóð.
Þegar betur er að gáð, má
það þó raunar teljast til krafta
verka, að Framsóknarmenn
skyldu á annað borð hitta á
einhvern vegarspotta, þótt nið-
ur vísi, í þvi svartnætti móðu-
harðinda og hvers kyns hörm
unga, sem byrgt hefur iþeim
sýn, að eigin sögn, allt frá
því að iþeir duttu út úr ríkis-
stjórn. Hér sem annars staðar
á það því við um þann flokk,
að eðlisávísunin tekur við leið
sögninni þar sem höfuðin
bregðast.
Brot úr himninum.
Það eru annars mörg móðu-
harðindin, sem hrjáð hafa Ey-
stein og augasteina hans þenn-
an síðasta áratug. Kveinstafir
þeirra Framsóknarm. minna
einna helzt á svipuð viðbrögð
„Unga litla" í samnefndri
kennslubók yngri barna, en
hann hélt að brot úr himninum
væru sífellt að detta ofan á
stélið á sér.
Himinn þeirra Framsóknar-
manna er sífeHt að rofna og
alþjóð þekkir kjarnyrtar lýsing
ar þeirra á því, þegar brotin
detta á Framsóknarstélin. Síð-
ar meir uppgötva þeir svo, á
sama hátt og hin einfalda og
barnslega bróðursál þeirra,
Ungi litli, að himinninn er enn
í heilu lagi og fargið á Fram-
sóknarstélunum lítið hveiti-
korn.
Nærtækast er að minnast
iþess, þegar Hermann Jónas-
son, þáverandi forsætisráðh.,
lýsti yfir gjaldþroti vinstri
stjórnarinnar sálugu og fór
mörgum myrkum orðum um
það hyldýpi verðbólgu og vand
ræða, sem gein við íslenzkri
þjóð. Þá hrundi himinninn í
heilu lagi á Framsóknarstélin.
Mætti ætla, að Hermann og
(hans menn væru því traustir
aðdáendur þeirrar ríkisstjórn-
ar, sem vísaði veginn yfir þetta
Framsóknarfen og komst klakk
laust yfir. En því er aldeilis
ekki að heilsa.
Vandinn hafði enginn verið,
segja Framsóknarmenn nú, —
botnlaust hyldýpið iðjagrænt
sléttlendi og himinþunginn á
Framsóknarstélunum — bara
korn, bara hveitikorn.
Fundur ungs íólks á Isafirbi
Ungir Sjálfstæðismenn og
ungir Framsóknarmenn á'
Vestfjörðum boðuðu til al-
menns stjórnmálafundar í Al-
þýðuhúsinu á ísafirði sl.
m/ánudagskvöld.     Fundarboð-
endur, sem skoða flokka sína
í spéspegli sjálfsblekkingar-
innar, létu ekki svo lítið að
bjóða „litíu" flokkunum; Al-
þýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu, þátttöku í fund-
inum og ætluðu sjálfum sér
því alla dýrðina. Meira að
segja mun áformið hafa ver-
ið að leyfa þeim einum að
taka til máls, sem framvísað
gætu flokksskírteinum „stóru"
fiokkanna, þó frá því áformi
hafi verið fallið á síðustu
stundu.
Fundurinn var mjög fjöl-
mennur. Fundarstjórar voru:
Guðni   Ásmundsson og   Jens
Kristmannsson. Frummælend-
ur voru: Frá Sjálfstæðisflokkn-
um þeir Guðmundur Agnars-
son, Bolungarvík og Þór Haga-
lín,   Núpi.   Frá   Framsóknar-
Pétur  Sigurðsson.
flokknum þeir: Guðmundur
Hagalínsson Ingjaldssandi og
Ólafur Þórðarson, Súganda-
firði.
Framsöguræður ungu mann-
anna voru um margt góðar
og málefnalegar, einkum
Sjálfstæðismannanna. Ræðúr
Framsóknarmannanna      voru
um of markaðar af óútþynnt-
um Tímarangfærslum, og bar
einkum málflutningur Ólafs
Þórðarsonar flest einkenni
skefjalítils ofstækis, sem virð-
ist fylgja sumum Framsóknar-
mönnum eins og ættardraug-
ur.
í frjálsum umræðum, sern
fram fóru á fundinum, tóku
þessir til máls: Fyrir Al-
þýðuflokkinn: Pétur Sigui-ðs-
son, Magnús Reynir Guð-
mundsson, Sigurður Jóhanns-
son.   Fyrir   Sjálfstæðisflokk-
Þá féll himinninn á framsóknarstílinn.
inn: Jökull Guðmundsson,
Úlfar Ágústsson, Leifur Páls-
son. Fyrir Alþýðubandalagið.
Jón A. Bjarnason. Fyrir Fram-
sóknarflokkinn: Enginn vildi
ótilneyddur   tala  má'li  hans,
anna gaf fundinum aukið
gildi, og sýndi jafnframt ótvi-
rætt fram á', að „stóru" flokk-
arnir eru oft svo ösköp litlir
þegar á hólminn er komið og
málefnin rædd í heyraiida
hljóði.
Framsóknarmenn munu hafa
gengizt fyrir fundi ^ þessum og
bundu miklar vonir við áróð-
ursgildi hans sér í hag. En sú
von þeirra brást illilega, því
málefnalega séð lágu talsmenn
þeirra óvígir í valnum í fund-
arlok, og höfðu auk þess sýnt
heldur rislítinn vopnaburð. En
þetta eru nú bara fyrstu von-
brigði vestfirzkra Framsóknar-
manna í þessum kosningum. —
Fleiri munu á' eftir fara.
Sigurður Jóhannsson.
og vakti það verðskuldaða at-
hygli, einkum meðal þeirra
mörgu aðkomumanna, sem
fundinn sátu, er undruðust
mjög áhrifaleysi Framsóknar í
höfuðstað Vestfjarða.
Það var samdóma álit
fundarmanna, að mál)flutning-
ur ungu mannanna, er tóluðu
fyrir Alþýðuflokkinn og Al-
þýðubandalagið, hafi borið af
og mest verið að skapi unga
fólksins. Þessi skelegga þátt-
taka  málsvara  verkalýðteflokk-
Rafvirkjar
Fotosellurofar,
Rakvélatenglar,
Mótorrofar,
Höfuðrofar,  Rofar,  tenglar,
Varhús,  Vartappar.
Sjálfvirk  vör,  Vír,  Kapall
og Lampasnúra í metratali,
margar gerðir.
Lampar í baðherbergi,
ganga, geymslur.
Handlampar.
Vegg-,loft-   og   lampafalir
inntaksrör, járnrör
.1" 1Í4" IW og 2",
í metratali.
Einangrunarband,    margir
litir og önnur smávara.
— Allt á einum stað.
Rafmagnsvörv.búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12.
•  .Sími 81670.
— Næg bílastæði. —   )
AUGLÝSID  ;
í MþýðublaSinu
Magnús R.  Guðmundsson.
3.  júní  1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ' T
m j
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16