Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						KASTLJÓS
DEIR
Á MEÐAN leiðtogar þjóðanna
sitja á rökstóium og Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hugsar sitt
ráð, eykst sífellt spennan í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs,
J>ar sem Nasser hvetur þjóð sína
til að búa sig undir hina heilögu
baráttu, þegar Arabar frelsá ísra-
el úr höndum Gyðinga. Hvað lengi
getur Nasser brýnt þjóð sína og
faótað heiminum, áður en hann
sjálfur verður fangi sinna eigin
orða og þjóð hans fangi þeirrar
spennu, sem ríkir? Hvað lengi get
ur israelsþjóð staðið með hlaðna
byssu og búizt við einhverju af
hikandi samherjum í vestri, þeg-
þjóðin veit, að möguleikarnir á
að berjast til sigurs fyrir tilver-
unni eru meiri því fyrr, sem bar-
áttan hefst?
í egypzkum blöðum eru nú
hernaðarfrásagnir. Um daginn
var þessi fyrirsögn í stórblaðinu
Al Ahram í Kairó: ,,Bardagi til
sjós og lands".
" *¦¦&•:. j
Rabin hershöfðingi.
Það verða tveir menn, sem
mest mæðir á, ef herjunum lend-
ir saman. Þessir sömu menn hafa
nú með höndum það erfiða hlut-
verk — (og sem getur orðið þeim
ennþá erfiðara) — að halda 'herj-
unum í skef jum. Þessir menn eru
yfirhershófðingi ísrael, Itzhak
Rabin og yfirmaður alls herafla
Egypta, Abdul Hakim Amer.
Rabin hershöfðingi er 45 ára,
en sýnist vera 20 árum yngri.
Hann. hefur tekið þátt í allri
frelsis- og sjálfstæðisbar'áttu ísra
elsmanna og ef' nú tilbúinn að
fórna öllu í bardaga fyrir tilveru-
rétti þjóðarinnar.
EF STRÍÐ KEMUR


Abdul Hakim Amer, yfirhershöfð-
ingi  Egyptalands,  verður  líklcsa
eftirmaður Nassers,  ef . . ,
Móðir hans var Rosa Cohen —
kunn sem verkalýðsleiðtogi í Tel
Aviv, — en faðirinn, sem bjó 15
ár í Bandaríkjunum, gerðist sjálf-
boðaliði í Gyðingahersveitinni í
fyrri heimsstyrjöldinni. Rabin
hershöfðingi fæddist í Jerúsalern
og ólst þar upp. með það í huga
að veröa bóndi. En snemma varð
Rabin, yfirhershöfðingi ísrael, lítur út eins og strákui*, þótt
hann sé 45 ára.
hann meðlimur hinnar gyðinga-
legu frelsishreyfingar Hagabah og
barðist síðan fyrst með Bretum
gegn Þjóðverjum í Austurlöndum
nær og síðan gegn Bretum, þegar
þeir reyndu að stöðva hina ólög-
legu flutninga Gyðinga til Pale-
stínu.
Skáldsöguhetjan
Þegar Rabin var 19 ára leiddi
hann njósnaherdeild langt inn á
landssvæði Frakka í Líbanon og
stíaði sundur hersveitum Þjóð-
verja, sem síðan urðu fyrir árás-
um ástralskra 'he'rja. Seinna stjórn
aði hann djarfri árás á brezkar
fangabúðir og leysti úr haldi yfir
200 Gyðinga. Rabin er fyrirmynd
in að Ari Ben Canaan í hinni
þekktu metsölubók Leons Uris, —
Exodus, en líf hans er iangtum æv
intýralegra en líf skáldsagnaper-
sónunnar eins og oft vill verða, að
raunveruleikinn fer fram úr hug-
myndaflugi rithöfunda. .
Ef skerst í odda milli ísraels-
manna og Egypta, verður það
ekki í fyrsta sinni, sem Rabin hitt
ir Nasser 'á vígvellinum. í stríð-
inu 1948, þegar barizt var á
Negew-eyðimörkinni var mann-
margt egypzkt herfylki innikróað
við Faluja, og þegar Egyptar
ákváðu að gefast upp og fela sig
á vald ísraelska herforingjanum
Allon, var þar fyrir hínn ungi,
freknótti Rabin ofursti, sem var
starfandi í herforingjaráði All-
ons, og sem stjórnaði samninga-
viðræðunum við annan ungan
mann, sem var egypzkur herf or-
ingi og hét Nasser.
Ef stríðið kemur.
Rabin er maður hins óvænta, og
ef stríð skellur á í' Austurlönd-
um nær, — má búast við hinu
ólíklegasta af honum," —  alveg
eins og árið 1936, þegar þrjár
ísaelskar herdeildir brutust á fá-
um dögum gegnum Sínaíeyðimörk
ina og komust næstum alla leið
til Suez, áður en utanaðkomandi
öfl stilltu til friðar. Þá var, það
Moshe Dayan, sem leiddi þessar
herdeildir og tryggði sér fljót-
tekna sigra meðal annars með því
að láta eina herdeildina fara eft-
ir gömlum herstígum í eyðimörk-
inni, sem hann þekkti eftir ná-
kvæman lestur biblíunnar.
Aðal bardaginn yrði að öllum
likindum háður á Síaníeyðimörk-
inni, þar sem báðar þjóðirnar nafa
látið heri sína taka sér stöðu, en
það  er  ekki  ólíklegt,  að  ísrael
muni einnig gera stórárás á Sýr-
land, sem trúlega getur goldið
mikið afhroð og það er einnig lík-
legt, að þeir muni gera miklar
loftárásir á Assuanstífluna í
Egyptalandi, sem gætu leitt af sér
gífurleg flóð sem gætu valdið ó-
hemju skaða. En á hinn bóginn
mundu Egyptar að öllum líkindum
ráðast úr lofti á Tel Aviv og aðrar
þéttbýlar borgir ísraels.
Amer marskálkur.
Yfirroaður herja Egyptalands er
Abdul Hakim Amer. Hann er á
mjög svipuðum aldri og Rabin,
aðeins 2Yz ári eldri. Hann tók
virkan þátt í júlí-byltingunni
1952, sem 'batt endi á konungs-
veldið í Egyptalandi. Hann var
einnig háttsettur í byltingaráðinu,
og var strax árið 1952 útnefndur
yfirmaður herafla Egyptalands. í
febrúar árið 1958 var hann skip-
aður yfirhershöfðingi.
Á úndanförnum árum hefur
starfsemi harís ekki hvað sízt ver-
ið diplómatískrar tegundar. Hann
hefur fylgt Nasser á flestum ferð
um hans, og ef hann hefur ekki
farið, — hefur hann gengt em-
bætti forseta í fjarveru Nassers.
í dag (þó fer það eftir gangi hugs-
anlegrar styrjaldar) má telja
hann líklegastan eftirmann Nass-
Reykja báðir eins og strompar
Það var Amer, sem fór til Alsír
árið 1965 og fékk því til leiðar
komið við hinn nýja valdamann
þar, Boumedienne offursta,- að
öryggi vinar Nassers, Ben Bella,
skyldi tryggt. Það var faann, sem
fór til írak á síðasta ári og tengdi
hina ýmsu þjóðernishópa þár í
landi vináttuböndum.  Og  hann
toefur einnig haft á hendi mikil-
vægar stjórnmálalegar viðræður
við Sovét -og Frakkland.
Hann er mjög fljótráður en
einnig ákaflega atorkusamur mað
ur.
Hann hefur mjög látið til sín
taka í innanríkismálum Egypta-
lands, og hann er meðal annars
formaður ,,ríkiseftirlitsnefndar-
innar", sem hefur eftirlit með
öllu atvinnulífi í Egyptalandi.
Ein dætra hans er gift yngri bróð
ur Nassers, Husain, sem er flug-
maður í egypzka hernum. Það eru
þessir tveir menn Rabin og Am-
er, sem mest mæðir á, ef spenn-
an, sem ríkir í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, leiðir til
styrjaldar. Þeir hafa að minnsta
kosti eitt sameiginlegt, — þeir
reykja báðir eins og strompar.
Útvarpsaðvaranir
um farsóttir
FJÓRTÁN útvarpsstöSvar senda
út hinar daglegu aðvaránir AI-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) um farsóttir. Þær
eru sendar kl. 8 GMT frá Genf
á hverjum morgni, en síðan er
þeim endurvarpað af útvarps-
stöðvum í Singapore, Hongkong,
Karachi, Keelung, Madras, Man-
ila, Mauritius, Saigon, Sarída-
kan og Tókíó. Aðvaranirnar taka
til drepsótta, kóleru, kúabólu,
taugaveiki og febris recurrens,
þegar þessir sjúkdómar koma
upp í nánd við hafnir og flug-
velli eða á svæðum sem áður
hafa verið laus við þá'.
SIÐUSTU fjórir netabátarnir tóku
upp net sín núna rétt fyrir mán
aðamót. Það voru Haukur 22. 5.
og fékk samtals 358.650 kg., Vík-
ingur 22. 5. með 341.530 kg., Að-
albjörg 30. 5. með 191.620 kg. og
síðast, en ekki sízt, Helga II. 30.
5. og fékk alls 793.520 kg., sem
er mesti afli báts miðað við út-
haldstíma, en hann byrjaði ekki
veiðar fyrr en 17. marz. Skip-
stjóri er kunnur netakóngur, Ár
mann Friðriksson.
Nokkrir minni bátanna eru á
handfærum og hafa aflað vel. Val-
ur landaði um 10 tonnum 1. 6.
og sama dag voru Ásbjörg með
tæp 7 tonn og Þórir með 12—13
tonn. Einnig hafa trillur aflað
vel. Humarveiðar eru tiltölulega
nýbyrjaðar og hafa tveir bátar,
sem gerðir eru héðan út orðið vel
varir. T. d. fékk Hafnarberg tæpt
tonn af slitnum humar í fyrsta
róðrinum eftir tveggja daga úti_
vist. Þá landaði Þórarinn Ólafs-
son um 700 kg., einnig af slitnum
humar. Nokkrir bátanna eru á
trolli, en ástæðulaust er að birta
fréttir af þeim, því fólk les um
þá jafnvel daglega í sambandi við
landhelgisbrot. Síldarbátarnir eru
nú óðum að tínast austur. Verðið
á síld í bræðslu má teljast gott,
miðið við ástæður, og héldu marg
ir, að það yrði enn lægra. Skyn
samari hluti síldarsjómanna er yf-
irleitt allánægður, en í öllum
stéttum eru menn, sem aldrei er
hægt að gera ánægða og berja
höfðinu við steininn gegn öllum
skynsamlegum rökum. Einn bát-
ur a. m. k. tók ís og salt og
ætlar að reyna að gera túr til
Þýzkalands. Hann og Gísli Árni
fóru í slíkan leiðangur í janúar
s. 1.. og gerðu.mjög góða túra.
Verðið úti mun samt vera eitt-
hvað lægra -núna.
Árangur af veiðum með þorska
nót gaf auma útkomu að ekki sé
MIIIIMMIIII......Illllllllllllllllllllll..........Illllllllllllllllll........Illllllll.....Illlllllllllll
IIIIIMIt.....Hlllllllll......III.....Illl......tllllll......I........Illllll.............Illllllllllll......Illlllllll......|........Illll.......I......Illlllll.....III
fangabúðum stjómarinnar
FRU BETTY AMBATIELOS,
kona frá Wales, sem er gift
grískum     verkalýðsforingja,
kom til Bretlands um síðast-
liðna helgi og sagði frá hrotta-
legri meðferð grísku lögregl-
unnar á vinstrimönnum.
Frú Ambatielos var tékin
höndum í Aþenu, þegar her-
inn tók völdin í sínar hend-
ur, og var henni þá komið nið-
ur í kjallara íþróttahállar á'-
samt með; 250 öðrum. Hún
skýrir svo frá, aC þé þrjá daga,
sem hún var þarna, hafi á
hverju kvöldi verið komið með
fólk hópum saman og því
¦hent; þarna inn, — öllu blóð-
ugu og börðu. / 3
• • Þeir;, sem • voru - verst útleikn-
ir, voru stjórnmálamenn, sér-
staklega þeir, sem höfðu
lent í höndunum á öryggis-
lögreglunni í Pireus.
Hún sagði frá' því, að borg-
arstjórinn í Peristeri, hafi ver-
ið settur þarna inn svo lim-
lestur, að hann gat ekki lyft
höfði, hann var alblóðugur,
augun blóðhlaupin, blóð í
munninum og fæturnir bláir
og skornir. Föt hans voru blóð-
storkin, — en það voru engir
möguleikar á því að þvo þau
né ljá honum önnur, því að
ekkert slíkt var við hendina.
Læknir, sem var meðal
hinna handteknu, reyndi að
hjúkra. hinum börðu, en hafði
ekki eínu sinni bómull eða as--
pirín við höndina til að lina
þjáningar þeirra.
Vinstrimaðúr frá Pireus, sem
hafði verið tekinn höndum
fyrsta daginn, var þarna í varð-
haldi, þegar konunni hans var
hent inn eitt kvöldið. Hún
hafði fengið slæma útreið og
gat ekki mælt orð frá vörum
fyrr en daginn eftir. Hún hafði
annars erigan þátt tekið í
stjórnmálum, aðeins ¦ verið-
heimafrú.
Frú Ambatielos var flutt frá
þessum stað ásamt 2000 öðr-
um til fangaeyjarinnar Youra
sem hafði verið íeyði í sjö ár.
Frú Ambatielos og 300:konur
aðrar -voru látnar. hafast við
•í- eínu herbergi,- þar sem a6-
eins voru berir veggir og nak-
ið steingólf. Engin teppi né
neitt annað til að skýla sér
með. Þær skulfu af kulda á
nóttunni á' gólfinu, en þó var
svo þröngt og margt um mann-
inn, að ekki var unnt að hreyfa
sig án þess að vekja þann, sem
næstur lá. Til þess að ná í
vatn þurftu fangarnir að klífa
kletta og var því lítið eftir af
skóm margra eftir nokkra daga.
Fæðið var aðeins brauðmatur.
Salerni voru engin, og þegar
konurnar þurftu að ganga örna
sinna, slógu þær hring um-
hverfis staðinn, til þessað ajl-
ir hermennirnir og karlmenn
irnir, sem þarna voru nálægt
sæju ekki til þeirra.
WMIlMltMl«,IWWi.M4WWIHHHmi^llllfWII«WHMWIHII|lllMlllHlMflH>>ilHwW»WII^HItllltMtUW,W»WWW»MIMMHimiH»WlW,l,WIWlKWW,WWW«liIIIIIIIIHIIMI«iW
.....1...........IIIIHIIIIIIII......
meira sagt. Má öruggt telja, að
útgerðarmenn og sjómenn fari að
gefa línuveiðum meira auga, þeg
ar loðnuvertíðinni lýkur næsta vet
ur og mundi það að minnsta kosti
tryggja meiri atvinnu í landi.
^ Togararnir.
Þorkell Máni lagði af stað á-
leiðis til Reykjavíkur frá Austur-
Grænlandi á hádegi á fimmtudag
með fullar lestar. Þá voru Hall-
veig Fróðadóttir og Jón Þorláks-
son komin með ca. 150 tonn hvor,
en urðu að hætta veiðum, því ís
var kominn yfir veiðisvæðið. —
Einnig er vitað. að Maí var á
sömu slóðum og einnig Víkingur
og var hann búinn að fá góðan
afla. Karlsefni seldi í Englandi
í vikunni fyrir 11.880 sterlings_
pund og var hann ekki nema 15
daga í túrnum frá því að hann
fór á veiðar og þar til að hann
kom að utan til Reykjavíkur. Sur-
price og Marz seldu í Englandi
á fimmtudag fyrir rúm 13.000
sterlingsp'und. Þá landaði Ingólf-
ur Arnarson í Reykjavík í vik-
unni 275 tonnum af blönduðum
fiski.
Afli togaranna hefur, eins og
sjá má, verið mjög góður undan-
farið og svo ég taki eins til orða
og sérfræðingar Morgunblaðsins,
þegar þeir geta um góðan afla
togaranna, iþá telja þeir einung-
is upp togara Tryggva Ófeigsson-
ar, þá hafa togarar B. Ú. R ekki
farið varhluta af þvi fiskiríi held
ur. Mest hefur aflazt af þorski á
A-Grænlandi, sem aðallega hefur
• farið í herzlu. Til dæmis um
afla togaranna, þá hefur Þormóð-
ur Goði komið þrisvar sneisafull-
ur á tæpum tveim mánuðum, 412
tonn, 443 tonn og nú er verið að
landa úr honum ca. 400 tonnum.
Sennilega fer þetta hálf í taug_
arnar á þeim, sem vitja leggja
Bæjarútgerðina niður. Skipstjóri
á Þormóði er ungur maður, Magn
ús Ingólfsson, og er litið gefinn
fyrir fréttamenn blaða og sjón-
varps, því hann neitaði þeim al-
gerlega um viðtöl, en ég er nokk
uð viss um, að sumir aðrir hefðu
þegið slíkt með þökkum.
Ekki kæmi mér á óvart, að
útkoman á togurunum yrði betri
núna í ár en mörg undanfarin
Fiskiríið hefur verið betra, og
þegar þeir hafa selt aflann er-
lendis hafa sölurnar margar hverj
ar  verið  afbragðsgóðar.
Um daginn sendu nokkrir tog-
araskipstjórar Hampiðjunni tón-
inn, og má slíkt merkilegt telj-
ast. Hef ég fyrir satt, að a. m. k.
einn þeirra hafi aldrei notað net
frá henni. Þeir voru ekki margir
togaraskipstjórarnir á stríðsárun-
um, sem vildu koma henni fyrir
kattarnef. Það væri líka einkenni
legt fyrirkomulag að legg.ia aldrei
orð í belg meðan dugmiklir at-
hafnamenn byggja upp iðnfyrir-
tæki, sem kostar milljónir kr.,
en loksins þegar verksmiðjan er
orðin samkeppnisfær, þá eiga 19
menn að ráða örlögum hennar.
Eins og getaj.má nærri, sparast
einnig töluverður gjaldeyrir með
'þessu innlenda fyrirtæki, og ef
.þessir 19-menningar reynast hafa
'rangt fyrir sór, iþá ætti að refsa
¦þeim með því að 'taka ekki gilda
reikninga vegna úttektar á veið-
arfærurh erlendis.
Pétur Axel Jónsson.
Handavinnusýning
nemenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur verð-
ur opin laugardag 3. júní frá kl. 2—10 og
sunnudag 4. júní frá kl. 10—10 s.d.
SKÓLASTJÓRI.
TIL LEIGU
er aðstaða til reksturs matstofu í húsnæði Sjó-
mannastofunnar, Vík Keflavík.
Allar upplýsingar gefa Hörður Hallsson sími
2107 og Jóhannes G. Jóhannesson, sími 1579
Keflavík.
Sjcmannadagsráð  Kefíavíkur
cg Njarðvíkur.
Fornmunir óskast
Gamlar byssur, olíulampar, gömul húsgögn,
tréskurður, gamalt postulín og glervörur, hvað
eina, sem er 50 ára eða eldra.
Svör óskast send Alþýðublaðmu merkt 800.
Byggingasamvinnufélag vélstjóra.
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
Byggingasamvinnufélags vélstjóra verður hald
inn að Bárugötu 11, mánudaginn 5. júní  kl.
20.30.
Áríðandi að félagsmenn mæti.             5
STJÓRNIN.
TSRYLENE
CRÉPBLÚSSUR
í telpna- og kvenstærðum.                       ' ??
bOörr.
Laugavegi 31*
HÚSEIGENDUR
Tökum að okkur að annast frágang lóða, svo
sem gangstéttalögn, hellur eða steypu. Kant-
steinslögn og steypu,   jarðvegsskipti,  frá-
rennslislagnir og malbikun með útleggjara og
vibrovaltara.
Vönduð vinna á vægu verði. — Leitið tækni-
legra upplýsinga og tilboða í síma 36454 —
milli kl. 13 og 18,30.
Heimasímar: 37824 — 37757 — 41290.
HLAÐPRÝÐI HF.
£3.  júní  1967
ALpÝÐUBLADIÐ
3;  júní  1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ   9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16