Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 10
Kirkjudagur í Bústaöasókn HINN árlegi kirkjudagur Bú- ■ staðasóknar er á sunnudaginn kemur. Messur og kvöldsam- koma og kaffisala verða í Réttar j holtsskóla og söfnuðurinn efnir til ferðahappdrættis til tekjuöfl unar. Kirkja rís. Bústaðakirkja er þegar farin að setja svip sinn á borgina. í fyrra var steypt fyrsta hæð kirkju og safnaðarheimilis og nú í vor var farið að slá upp fyrir veggjum sjálfs kirkjuskipsins. Er áformað að vinna við kirkju- skip og forkirkju í sumar, og snúa sér síðan að safnaðarheim- ilinu, eftir því sem fé leyfir. Kirkjan er staðsett í fallegri brekku á horni Tunguvegar og Bústaðavegar og mun snúa með kór sinn að Fossvogsdalnum, en inngangur verður frá Tungu- vegi. Kirkjudaffur. Söfnuðurinn efnir til kirkju- dags á sunnudaginn, bæði til tekjuöflunar og eins til þess að efla samstöðuna og gefa vinum og velunnurum tækifæri til þess að skoða kirkjuna og taka þátt í öðru því, sem kirkjudeginum viðkemur. Verður kaffisala í Réttarholtsskólanum eftir síð- degismessu og munu allir þeir, sem i'yrr hafa lagt leið sína að veizluborðunum, sem kvenfólkið hefur af frábærum myndar og rausnarskap hlaðið hinum góm- sætustu tertum og öðru því, sem bezt er að finna við kaffiboll- í KJÖRKLEFANUM ana á síðdegi, hlakka til þess að koma enn á kirkjudag í Bústaða sókn. Samkoma. Um kvöldið verður samkoma í Réttarholtsskólanum og mun þá Hákon Guðmundsson, yfir- borgardómari flytja ræðu, kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Magnúsdóttur, tvöfald ur karlakvartett syngur létt lög og samkomunni lýkur með helgi stund. Því næst verður enn geng ið að kaffiborðum og þess neytt, sem fram. er reitt. Messur og kirkjuskoðun. Barnasamkoma verður um morguninn og almenn guðsþjón- usta kl. 2. En milli kl. 10 og 12 og að lokinni guðsþjónustu verður hægt að skoða Bústaðakirkju, og verða leiðsögumenn á staðn- um til þess að útskýra teikning ar og segja frá því, hvernig hag nýta á kirkju og safnaðarheim- ili fyrir ýmiss konar starf. Ferðahappdrætti. Þá efnir söfnuðurinn til ferða happdrættis til fjáröflunar fyrir kirkjubyggingarsjóð. Eru þar margir glæsilegir vinningar og þar á meðal 16 daga dvöl fyrir tvo á hinum vinsæla sumarstað Mallorca á Spáni á vegum Ferða skrifstofunnar Sunnu. Þá má nefna flugfar með Loftleiðum til New York og Flugfélagi ís- lands til Kaupmannahafnar, jóla ferð með Gullfossi og siglingu með Sameinaða til Kaupmanna- hafnar. Þá er einnig ferð með Guðmundi Jónassyni að fjalla- baki, ferðaritvéi, ferðarakvél, svefnpoki og síðast en ekki sízt hestur. Er ekki að efa, að marg- ir munu styðja byggingu Bú- staðakirkju og freista gæfunnar með því að kaupa happdrættis- miða. Velvild og framkvæmdir. Söfnuðurinn hefur notið vel- vildar margra, og slíkt ber að þakka. Þær eru orðnar margar krónurnar, sem safnaðarfólk og aðrir hafa látið í byggingarsjóð- inn. Ungir sem gamlir hafa kom ið með söfnunarbaukana og lof- að mánaðarlegiun framlögum í byggingarsjóð. Enda sýnir kirkj an það, að samtakamátturinn er mikill. En þó þakklæti sé i huga vegna þessa áfanga, sem nú er niáð, má ekki láta það nægja, heldur keppa ötullega að því, að kirkjan rísi. Fjölbýl hverfi eru að rísa á mörkum Bústaða- sóknar, fólkið, sem þar reisir 'heimili, mun einnig þurfa á kirkju að halda, ekki síður en þeir, sem nú eru að koma upp sínu kirkjuheimili. Bústaða- kirkja er þannig hugsuð, að hún geti orðið slíkt heimili og vett- vangur mikils starfs fyrir bæði unga sem gamla. Hennar er þörf, og þeir munu margir, sem spyrja sjálfa sig undrandi að því, eftir að kirkjan er upp- komin, hvernig allt hafi verið, áður en hún reis. Ólafur Skúlason. KOSNINGASKRIFSTOFUR A LISTANS REYKJAVÍK: Suðurlandsbraut 12, opið daglega kl. 5-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR: 812222 -— 81223 — 81224 — 81228 — 81230 — 81283. Hverfisgötu 4 opið daglega kl. 10-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR: 11260 — 10671. Upplýsingar um kjörskrá og aðstoð vegna utankjörfundarat- kvæðagreiðslu er veitt á skrifstofunni að Hverfisgötu 4. REYKJANESKJÖRDÆMI: Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði, opið daglega kl. 14-22. SÍMI; 50499. Auðbrekku 50, Kópavogi. opið daglega kl. 16-19. SÍMI; 42419. Smáraflöt 9, Garðahreppi, opið eftir kl. 7 síðdegis. SÍMAR: 42556 og 42557. Hafnargötu 79, KeHavík. SÍMI: 1212. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Félagsheimilinu Röst, Akranesi, opið kl. 13-19 og 20-23. SÍMI: 1716. VESTFJARDAKJÖRDÆMI: ísafjörður: Kosningaskrifstofan er 1 Alþýðuhúsinu. Opin kl. 10-10. SÍMI 702. NORÐURLAND VESTRA; Borgarkaitti, Siglufirði. SÍMI: 71402. Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. SÍMI: 61. NORÐURLAND EYSTRA: Strandgata 9, Akureyri, opið kl. 9-10 og 20-22. SÍMI: 21322. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Nesgata 3, Neskaupstað, opið kl. 20-22. SÍMI: 274. SUDURLANDSKJÖRDÆMI: Heimagata 4, Vestmannaeyjum, opið daglega kl. 17-19. SÍMI: 1060. Austurvegi (gömlu símstöðinni), Selfossi. Opið daglega kl. 17- 22. SÍMI 1630. Kosningaskrifstofurnar veita upplýsingar um kjörskrá og að stoða við utankjörfundarkosningu. — Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa allar þær upplýsingar, sem að gagni mega verða. 10 júní 1967 ALÞYÐUBLABIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.