Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						í Eyrbyggju sögu segir:
„í þann tíma kom út Geirríð-
ur, systir Geirröðar á Eyri og
gaf hann henni bústað í Borgar-
dal fyrir innan Álftafjörð. Hún
lét setja skála sinn á þjóðbraut
þvera og skyldu allir menn ríða
þar í gegnum. Þar stóðu jafnan
borð og matur á', gefinn hverj-
um er hafa vildi af slíku þótti
hún hið mesta göfugkvendi".
Á veitingahúsinu Röðli ræðui
ríkjum Helga Marteinsdóttir
veitingakona. Helga gengur
alltaf um á íslenzkum búningi
og minnir að mörgu á Geirríði
í Eybyggju sögu. Hún hefur vér-
ið við veitingastörf mestan hluta
ævi sinnar og alltaf viljað gera
allt fyrir gesti sína.
— Hvenær fékkst þú veitinga-
leyfi, ílelga?
—  Það mun hafa verið árið
1934 og ég hef alltaf verið með
veitingar síðan. Ég seldi fæði
áður en ég kom suður til Reykja
víkur. Á Kleppjárnsreykjum var
ég ráðskona í eitt og hálft ár en
¦ þá fór ég aftur til Reykjavíkur
og rak þar matsölu. Það var
gaman að vinna við mötuneyti
safnaðanna, en þar var ég frá
1932 til 1933. Gísli Sigurbjörns-
son í Ási var forstöðumaður fyr-
' ir mötuneytinu. Það var í fran-
ska spítalanum og þar borðuðu
oft á fjórða hundrað manns á
dag Þá skrældum við 2 og Vz
poka af kartö'flum, Já, það var
skemmtilegt. Nú svo fór ég að
Eiði og rak þar skemmtistað fyr-
ir sjálfstæðismenn. Þá sótti ég
um veitingaleyfi og fékk það ár-
ið 1934. Vm haustið 1934 setti
ég upp matsölu, þar sem verzl-
unin Hamborg var til húsa á
Laugaveginum. Ég seldi þar mat
og kaffi. 1944 til 1946 var ég með
Hótel Norðurland. Þar var mest
að gera á sumrin, en við höfðum
allar árshátíðarnar á veturna,
enda var veitingasalurinn stór
og vistlegur.
—Er ekki gjörólíkt að reka
hótel og skemmtistað?
—Jú, það er ólíkt. Allt annað
að hafa gestina allan sólarhring
inn eða bara part úr degi.
—Hvað gerðirðu, þegar þú
komst  til  Reykjavíkur. Helga?
—Ég sá um rekstur á "Skeif-
unni,, og svo var ég seinna með"
matsölu, sem hét „Bjarg" á
Laugaveginum, þar sem Hús
gagnaverzlun  Guðmundár Guð-
Frú Helga Marteinsdóttir á heimili sínu.
mundssonar er ntína. Þar var
gott að vera. Þeir komu allir
til 'mín blessaðir piltarnir úr
Sjómannaskólanum. Þeir eru
góðir drengir.
Svo tók ég við Vetrargarðin-
um. Það var vínlaust hús eins og
Þórskaffi og ég rak það í nokkur
ár. Ég seldi innréttingarnar þar
þegar ég keypti Röðul.
—Hvaða ár var það,. Helga?
—Það var árið 1959. Þá keypti
ég innréttingarna hér. Ég hafði
Röðul fyrst á leigu, en fyrir fjór
um árum vildi Ingimar Jónsson
selja hann og ég keypti húsið
ásamt Ragnari tengdasyni mín-
um.
—Hafði hann verið við veit-
ingahúsarekstur áður?
—Nei, ég fékk hann vist út £
þetta, góða mín. Hann er dugn-
aðarmaður, hanri Ragnan
—Þið hafið mikið verið með
skemmtikrafta Helga: Ég" sé hér
á veggjunum 58 myndir af mis-
munandi skemmtikröftum. -Hafa
þeir allir verið hér?'
—Já. ég sé eftir þvi að ég fór
ekki að safna þessum myndum
fyrr. Þeir hafa verið fleiri eh
þetta. Það er umboðsmaður okk
ar í Kaupmannahöfn sem ræður
þá í samráði við hann Ragnar.
Við erum að fá nýjan skemmti.
kraft núna 7. september. Söng-
konu, sem ku vera afbragðs góð.
Pólk vill hafa skemmtikrafta.
Við höfum ekki verið með neina
í mánuð og alltaf- er verið að
spyrja: „Hvenær koma skemmti-
kraftar aftur?"
—Er ckki gífurlegur viðhalds-
kostnaður á svona stað?
:—Jú, það má nú segja. Við
verðum að halda öllu vel við hér
og hreinsa mikið. Fólk vill hafa
staðina snyrtilega og hreina.
Fyrst er é£ kom hingað, náði
salurinn alveg inn í horn. Mér
fannst hann of langur og ég
lét þilja áf þar bar. -- Hann
Skúli Norðdahl sá um útlitið.
Sjáðu þ'essa skemmtilegu lampa.
Þetta erú kotííaksflöskur sem
botnlnri e'r tekinn úr. Mér þykir
vaínt utíi hrafnana á veggn-
um. Á hin'Um barnum okkar er
sjónvarp. Það er vinsælt enda
hafa fleiri staðir fengið sér sjón
varp síðan. Hérna er danssalur-
inn okkar og þarna er hljótíi-
sveitin. Núna er hljómsveit
Hrafns Pálssonar. Hún er mjög
vinsæl. 1. október kemur svo
aftur hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar. Með henni eru tveir
söngvarar, Þuríður Sigurðardótt
ir og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Hljómsveit Magnúsar er afskap-
lega vinsæl. Ég vildi fá að hafa
opið á hverju kvöldi til klukkan
1. Ég hef alltaf verið fylgjandi
frelsinu og á móti bönnum og
höftum. Þessar reglugerðir eru
bara til að brjóta þau.
—Sækir ungt fólk mikíð
Höðul?
-^Bœði ungt og gamalt. Við
hleypum engum inn, sem ekki
er 21 árs. Ég hef alltaf lagt
mikla áherzlu á það. RöðuII er
afskaplega vinsæll staður, stund
um of vinsæll liggur mér við afc
segja. Það er takmarkað hvað
er hægt að hleypa mörgum inn.
Hingað kemur gott fólk. Unga
fólkið er yndislegt, afar elsku-
legt og gott. Við höfum alltáf
fengið gott fólk til okkar.
—Hvaða matur er vinsælastur
hjá ykkur, Helga?
—ÞaH er Röðuls special. R6ð^
Viðtal við Helgu Marteinsdóttir
uls special er brauðsneið með
fems konar áleggi. Humar, rækj
um, skinku og salati, nautasteik
með lauk og spældu eggi. Við
kaupum brauð, sem er sérstak-
lega bakað fyrir okkur. Mjög
stór brauð, því þessi sneið er
risastór. Þetta er heil máltíð.
—Hafið þið mikið árshátíðar
hér?
Fyrst þegar ég kom var mik-
ið beðið um að fá húsið á leigu.
Ég tók þá ákvörðun að leigja •
það ekki út. Ég ætlaði að hafa
alltaf opið fyrir mína gesti og
mér virðist það vinsælt.
—Hverju þakkar þú, að rekst-
urlnn g'éngur SVöha vel?       ¦.
—Því að ég hef alltaf verið
heppin með fólk. Ég hef gott
starfsfólk, seni leggur sig
fram og vill allt fyrir mig gera.
Sumir hafa verið hjá' mér allt
frá byrjun, en flestir í mörg ár.
—- Þú ert hérna alltaf á kvöld
in?
—Já, ég kem hingað um þrjú
leytið og fer ekki fyrr en síðust.
Ég gæti aldrei farið og skilið
fólk eftir inni. Ég borga llka
út reikninga og starfsfólkihu,
svo panta ég inn mat og tóbak.
—Ertu þá ekki þreytt á kvöld-
in?
—Ég? Nei, ég hef alltaf verið
heilsuhraust. Guðsgjöfin er að
vera frískur.
RB91

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12