Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 11
Ferðafélag íslands ráðgerir 3 ferðir um næstu lielgi. 1. Snæfellsnes, ekið ■verður kringum nesið. Kl. 20 á föstu- dagskvöld. 2. Þórsmörk, haustlitaferð. Kl. 14 á laugardag. ' 3. Gönguferð á Vífilfell. Kl. 9V2 á sunnudag. Allar ferðimar hefjast við Austurvöll. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3, símar 19533—11798. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. GJAFABSi lé F fwA * u k o 1-AU o a rs j ó o% SNUATÚKSHEIKII.IBINS KTTA fiRÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKLU FREMUR VIDURKENNIKG FYR1R STUÐH- INÓ Vit> öö7T KÁÍ.CFHI. KJKJAViK. K * kb. SaoiBavavnHf %hOati»i*iUUA» tm... Trúlof y nar ii rlngar Sendum gegn póstkröíu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson giillsmiður Bankastræíi 12. Rafstöð Framhald af bls. 3. 99, Crasle International, Banda- ríkjunum 120,81, Merlin & Gerin, Frakklandi 73,77 og Trindel & Carezynski, Frakklandi 90,84. í ágúst s.l. gerði Landsvirkjun ennfremur samning við franska firmað Carczynski & Traploir o. fl. um byggingu 220 þúsund volta háspennulínu frá Búrfelli um írafoss að Geibhálsi og þaðan tii Straumsvíkur. Samingsupphæð er 110,7 milljónir króna. Enn foarizt Framhald af fols. 3. ásettu ráði að efna til óeirða á landamærunum til þess að hreiða yfir stjórnmálalega erfiðleika heima fyrir. Ennfremur miði ind versku leiðtogarnir að því að fá meiri vopnasendingar frá Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Að því er segir í Dagblaði Al- fþýðunnar í Peldng ættú Indverj- ar þó að varast að verða fyrir krepptum hnefa Kínverja, en þeir fái að kenna á honum, ef þeir hætti ekki að efna til óeirða á landamærunum. Að því er indverska utanríkis- ráðuneytið segir Ihafa fáir fallið í átökunum í Nathu-skarði. Æviminningar Framhald aí 3. síðu. svo á um, að komi þeir tímar að konur ihafi fengið launajafnrétti og aðstöðu á við karlmenn Ihafi þeir jafnan rétt á að fá styrk úr sjóðnum.. Styrkir úr sjóðnum eru veittir einu sinni á ári ög er helm ingur af vöxtum af höfuðstóii sjóðsins notað til styrkveitinga árlega og hefur öll árin, sem sjóð urinn hefur starfað verið veitt alls kr. 780 þús. í styrki úr íhon- um. Árið 1945 voru í sjóðnum ikr. 26 þús. kr., að mestu minnlngar..- gjafir um Bríet Bjarnhéðins- dóttur, en við síðustu áramót var eign sjóðsins tæp 764 þús og höf uðstóll var þá tæplega 659 þús. Árið 1956 gaf svo kona, er ekki vildi láta nafns síns getið kr. 50 þús. kr. til sjóðsins og fylgdi því að þessu fé skyldi verja til styrk veitinga, en ekki leggjast við höf uðstólinn. Við þetta liafa svo bætzt all verulegar upphæðir, minningargjafir og áheit. Árið 19 4íi. var fyrst veitt úr sjóðnum, styrkir samtals að upph. 8. þús, kr. en s.l ár námu styrkveitingar úr sjóðnum 80 þús kr. Alls hafa 230 konur fengið styrki úr sjóðn um. Laufey Valdimarsdóttir var fyrsti formaður sjóðsstjórnarinn- ar, en eftir lát hennar tók við því starfi Katrín Thoroddsen læknir, og. hefur- hún verið for- maður síðan.. Aðrar í stjórn sjóðsins eru: Auður Auðuns, for seti borgarstjórnar, varaformað- ur, Svava Þorleifsdóttir, skóla- stjóri, gjaldkeri, Ragnlheiður Möller, ritari og Lára Sigurbjörns dóttir, meðstjórnandi. U. Thant írh. af 1 síðu. teknir í Guineu og hafðir í haldi. Stungið var upp á því, að for seti Liberíu, Tubman, reyndi að koma á sáttum í málinu. Ekki er vitað, hvað né hvernig verður rætt um borgarastyrjöldina í Nígeríu en hún er eitt hið mest aðkall- andi vandamál í Afríku um þess ar mundir. Rannsókn Framhald af 3. síðu. anum á Akureyri og spurzt fyrir um gang rannsóknarinnar á meint um ólöglegum veiðum umgetinna báta. Fengum við þau svör, að ekkert hefði enn verið aðhafzt í málinu. Mikið annríki er hjá sýslumönnum, þar eð manntals- þing standa nú sem hæst. Hins vegar sögðust þeir mundu taka málið fyrir innan skamms, en að rannsókn lokinnj verður Sak- sóknara ríkisins send skýrsla um rannsóknina, og síðan tekur hann ákvörðun um hvort höfða skuli mál eða ekki. Auka veióar Frh. af 1 siðu. gerðar af tilhlutun fiskiveiðiráðs ins í Murmansk, en hin lélega veiði rússneskra fiskiskipa á mið- unum við Nova Scotia hfeur m. a. valdið því, að þau verða að lelta lengra norður á bóginn, Haraldur Framhald af 3. síðu. hljómplötum meira en 1500 ís- lenzk verk af ýmsu tagi, og hefði Haraldur við val verkefna til út- gáfu ekki látið hagnaðarvonina eina ráða, heldur valið verk, sem yrðu til menningarauka. Gat hann því sambandi sérstaklega um út gáfuna á íslandsklukku Halldórs Vekjarar- klukkur GARÐAR ÓLAFSSON úrsmiður - Lækjartorgi. Hafnarfjörður Óskum eftir að ráða verkamenn, vana bygginga- vinnu. Upplýsingar í sím-a 52485. Laxness, sem Fálkinn gaf út í fyrra. Haraldur Ólafsson forstjóri þakkaði þann mikla sóma, sem sér værj sýndur með því að afhenda sér silfurplötuna; og hann kvaðst vilja nota tækifærið til að þakka E.M.I. og stjórnendum þess fyrir tækis fyrir mjög ánægjulega og snuðrulausa samvinnu í mörg ár. Ast eSa — Frh úr opnu. veit enginn. Yfir kvikmyndinni býr viss þokki; hún er fíngerð og lætur lítið yfir sér. Leikstjórinn er að vísu enginn snillingur, en vinnur jafnt að öllum hlutum. Sumir vilja hefja hann til skýj- anna, en ég sé ekki ástæðu til þess, enn sem komið er. Aðrir hlutir eru betur gerðir í þess- ari mynd: kvikmyndu(n 'Jbsai Rabier er vel unnin og tónlistin er einkar smekkleg og fellur vel að efninu. í aðalhlutverkum eru Jeanne Moreau og Claude Mann. Það ætti að vera óþarfi að kynna Jeanne Moreau íslenzkum kvik- myndahúsgestum, svo oft hefur Ihún sézt á tjaldi hér Iheima. Án efa skipar hún sess meðal fremstu leikkvenna heims, og virðist, alltaf jafn heillandi og yndisleg, en í þessari mynd er eins og vanti herzlumuninn til að hún standist þær kröfur, sem maður gerir til svo hæfUeika- mikillar listakonu — kannski er það ljósa hárinu að kenna? Samt sem áður læðist sá grunur að manni, að margir íslendingar taki hana ekki fram fyrir ýms- ar uppdubbaðar Hollywood- stjörnur, sem margar hverjar hafa enga hæfileika til að bera. Claude Mann vekur talsverða at- ' hygli, ekki sízt þar sem þetta mun vera hans fyrsta hlutverk. Siguröur Jón Ólafsson. Gary Grant Frh. úr opnu. lífsnauðsynlegar. En þar sem hann hefur hugs- að svo mikið um sitt eigið út- lit, hefur hann vafalaust virzt eigingjarn og svo loks þegar hann allt 1 einu varð takmarka- laust hrifinn af annarri mann- veru en sjálfum sér — Jennifer litlu — þá sýndi hann það svo mjög, að konan hans féll alveg í skuggann og það gat hún ekki þolað og liljóp í bui-tu. Sjónvarpstiiálið Frh. af 5. síðu. Þessi mál koma mannréttind- um íslenzkra borgara ekkert við.'Þau snúast um rétt útlend- inga til að reka starfsemi á ís- lenzku landi, Yarnarliðið á ekki að koma nærri neins konar starfspxni fyr- ir íslendinga, en halda sér að sínu verkefni, sem er hervarnir. Ef þörf er á sjónvarpi til að skemmta varnarliðsmönnum, er Bandaríkjunum engin vorkunn að koma upp lokuðu sjónvarps- kerfi á vcllinum. Það er Ihvorki tæknilega né fjárhagslega erfitt. Varnarliðið nýtur stórkost- legra fríðinda á íslandi, í raun og veru undanþágu frá flestöll- um íslenzkum lögum. Það er gróf misnotkun á þessum sérrétt indum að setja upp sjónvarp, sem er að 4/5 fyrir íslendinga. Þetta Ihljóta Bandaríkjamenn að Ihafa skilið, er þeir urðu á und- an íslenzkum yfirvöldum að loka Keflavíkurstöðinni. íslendingar verða að hafa skynsamlega stjóm á því, hvaða starfsemi varnarliðið rekur í landinu. Slík stjórn er ekki þjóð arrembingur eða hroki, íheldur Iheilbrigð skynsemi. Þeir, sem ekki skilja þetta, skilja ekki und irstöður stjórnmálalegs og efna- hagslegs fullveldis. Þeir vita ekki hvað sjálfstæði þjóðar er. Einn, sem oft horfir á Keflavíkursjónvarpið. Óskabarn Frh. af 5. slðu. sér nýrra vinsælda í starfi mennta- og kirkjumálaráðherr- ans, þegar að því kemur að sænskir sósíaldemókratar kjósa nýjan leiðtoga, — líklega fyrir 1970. Olof Palme er bráögáfaður, fljótur að Ihugsa og snjall í kapp ræðum. Hann kemur vel fyrir, er ungur — og unglegur — og að hann sé fulltrúi ungrar kyn- slóðar, jþegar að því kemur, að velja á nýjan leiðtoga flokksins. Og kannski var þetta stór- mál, sem varð út af því að ráð- herrann kom ókurteislega fram við vegamót, r- aðeins tákn þess, hvað lýðræðið hefur náð mikilli og ‘öruggri fótfestu í hinu sósíal- demókratíska konungsrjki Sví- þjóð. Syngur á Borginni Næstu kvöld mun ungur söng vari, sem nýkominn er til lands- ins eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum, syngja á Hótel Borg með íhljómsveit Hauks Mortihens. mfrr*’ Við náðum tali af söngvaran- um, sem reyndar Iheitir Jóhann Gestsson, og báðum hann að segja okkur örlítið frá dvöl sinni í Bandaríkjunum. Jóhann kvaðst 'hafa dvaiið í Kaliforníu fyrstu þrjú árin, en ihann starf- aði sem rakari í San Francisco. Þar söng liann á næturklúbb, og kom auk þess einu sinni fram í sjónvarpi og söng íslenzk lög. í _ fyrrahaust fluttist Jóhann svo til New York. Þar vildi það Ihonum til happs, að ihann komst í kynni við duglegan umboðs- mann, sem kom því til leiðar, að hann fékk starf sem söng- vari á kunnu hóteli og í nætur klúbb. í júlí s.l. hóf Jóhann svo að syngja á glæsilegu baðstrand arhóteli á Long Island, þar sem frægt fólk gistir og kunnar stjörnur skemmta. Jóhann fer aftur utan til Bandaríkjanna 28. þ.m., en hann lét þess getið, að er-n væri ekk- ert ákveðið hvað har-n tæki sér fyrir hendur þegar þangað kæmi. 14. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.