Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 3
Slökkvi-\ f\°\ '# llðiö : æfir sigl I gær var í Sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í mólinu: Ákæruvaldið gegn Þorvaldi Ara Arasyni, lögíræðingi. Var ákærð- ur dæmdur í 16 ára fangelsi og sviptur leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, og löggUdingu tU sóknar opinberra mála i héraði, og ennfremur heild sölu- og smásöluleyfum. Loks var Þorvaldur Ari dæmdur til greiðslu alls sakakostnaðar. Niðurstaða dómsins var sú, að Þorvaldur Ari hefði brotið gegn 211. gr. hegningarlaga með því að ráða fyrrverandi eiginkonu sína Hjördísi Úllu Zebits, bana með hnífsstungum í íbúð hennar að Kvisthaga 25 í Reykjavík, að morgni laugardagsins 7. janúar s.l. 211. grein hegningarlaga hljóð ar svo í Lagasafni-frá 1954: „Hvér sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi ekki skemur en í 5 ár, eða ævilangt“. Þorvaldur Ari Arason var dæmd ur í 16 ára fangelsi, en til frádrátt ar kemur gæzluvarðhaldsvist Ihans síðan 7. janúar. Þá var hann svipt ur leyfi til málflutnings fyrir hér aðsdómi og Hæstarétti, og lög- gildingu til sóknar opinberra mála í héraði, og ennfremur heildsölu- og smásöluleyfum. Loks var hann dæmdur til greiðslu alls saka- kostnaðar. Sakadómur í máli þessu var skip aður þremur dómurum, Þórði Bjömssyni, yfirsakadómara og sak adómurunum Gunnlaugi Briem og Halldóri Þorbjömssyni. Af hálfu ákæmvaldsins flutti málið Hall- varður Einvarðsson, aðalfuRtrúi sakadómara, en verjandi ákærðs var Gunnar A. Pálsson, hæstarétt arlögmaður. Þess skal getið að lögum sam- kvæmt ber að áfrýja dómum sem hljóða upp á 5 ára fangelsi eða lengri fangelsisvistar, til Hæstaréttar. Ofangreíndar upp- lýsingar fékk fréttamaður Al- þýðublaðsins hjá Sakadómi Reykja víkur síðdegis í gær. Tengdu saman tvö mannlaus geimför Moskva 30. okt. (ntb-reuter) í GÆR tókst í fyrsta sinn að láta tvö geimför tengjast saman út í geimnum á sjálfvirkan hátt. Það voru sovézkir vísindamenn, sem unnu þetta afrek n:eð gervitungl unum Kosmos 186 og’ Kosmos 188, en samtenging sem þessi er tal- Rðnnsókninni enn ekki lokið Fréttaritari Alþýðublaðsins átti siðdegis í gær samtal við Jón Abra ham Ólafsson rannsóknardómara í máli skipverjanna á Ásmundi GK. 30. Jón kvað yfirheyrslum vera lialdið áfram, en ekkert umtals- Framfiaid á 15. síðu. in nauðsynlegt skref í að senda mannað geimfar til tunglsins. — Gervitunglin voru tengd saman í 3'/2 klst. og skildust þá aftur í sundur eins og ráðgert hafði ver- ið. Bandaríkjamönnum tókst í fyrra að láta tvö geimför tengj- ast saman úti í geimnum, en ann- að þeirra var mannað tveimur geimförum og stjórnuðu þeir teng ingunni. Moskvu-útvarpið rauf útsend- ingu sína til þess að færa áheyr- endum fregnina um þennan mikla sigur. Sagði útvarpið, að þessi á- fangi opnaði möguleika fyrir stór um geimstöðvum úti í geimnum, sem svifu umhverfis jörðu. Þá sagði útvarpið, að mjög þýðingar- mikið vísindalegt vandamál hefði verið leyst með þessu. Þegar geimskipin tengdust sam an var nákvæmlega vika til 50 ára afmælis byltingarinnar í Rússlandi. Eru miklar getgátur uppi um það nú, hvort Rússar muni ekki reyna enn meiri visinda leg afrek í tilefni þessa. Forseti sovézku vísindaakademíunnar, Mit islav Keldysj, ihefur neitað þessu og sagt, að ekkert mannað sov- ézkt geimfar muni fara á loft þann 7. nóv. næstkomandi. Talið er, að Kosmos 186 sé stórt geimfar, sem rúmað geti 5 manna áhöfn. Því var skotið á braut sem liggur rétt við braut geim- skipsins Sojus 1., sem tali.ð er að hafi hrapað til jarðar, þegar rússneski geimfarinn Vladimir Ko marov hafi verið að reyna að tengja tvö geimför saman. Geimskipin tvö fóru fjærst 276 km frá jörðu, en skemmst 200 km. Áður en þau tengdust sam- an tóku þau bæði ýmis konar flóknar stefnubreytingar til þess að komast rétt að hvort öðru. Bjarnleifur Ijósmyndari ók í góða veðrinu í gær suður fyrir flugvöll og þar kom hann að þessu mikla báli. Þetta reyndist þó ekki vera alvarlegur cldsvoði, heldur hafði þar verið kveíkt í skúradrasli svo að slökkvilið flugvallarins gæti æft sig að slökkva elda. Og auðvitað gat Bjarnleifur ekki stillt sig um að smella af myndavélinni, og hér sjáið þið árangurinn. SPILAKVÖLD Síldveiði allsstaðar Fyrsta spilakvöld Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur á þessum vetri | I verður haldið n.k. fimmtudag 2. nóvember, í Lidó, og hefst það kl. \ § 8,30 síðdegis stundvíslega. Á þessu fyrsta spilakvöldi hefst þriggja | I kvölda keppni. Stjórnandi verður Gunnar Vagnsson. Veitt verða venju i | leg kvöidverðiaun auk sérstakra verðlauna fyrir þriggja kvölda keppn \ í ina. i í Björgvin Guðmundsson flytur stutt ávarp, en síðan verður dans i I að til kl. 1 eftir miðnætti, og leikur hinn vinsæli sextett Ólafs i i Gauks fyrir dansinum, en Svanhiidur syngur með hljómsveitinni að i | vanda. i 1 Athugið, að þeir, sem koma fyrir kl. 8,30 þurfa ekki að borga rúllu I | gjald, en húsið verður opnað kl. 8,00. i í Aiþýðuflokksféiag Reykjavíkur. Á sunnudag fór veðnr batnandi á síldarmiðunum austur af landinu og síðdegis var komið gott veð- ur. Veiði var sæmileg fram eftir nóttu, en í gærmorgun stóð síld- in mjög djúpt og var þá engin veiði. Fjörutíu og átta skip tilkynntu um afla, samtals 5.135 lestir. Lestir. Skarðsvík SH 130 Seley SU 230 Dagfari ÞH 160 Helga RE 200 Gideon VE 140 Sæhrímnis KE 130 Jörundpr III. RE 100 Hoffell SU 80 Magnús NK 100 Magnús Ólafsson GK 120 Lómur KE 140 Bergur VE 100 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 90 Ögri RE 90 Bára SH 80 Albert GK 130 Hrafn Sveinbj.son III. GK 90 Guðbjörg ÍS 190 Guðmundur Péturs ÍS 100 Hannes Hafstein EA 130 Reykjanes GK 70 Björg NK 110 Brettingur NS 150 Kristján Valgeir NS 165 Eldborg GK 180 Jörundur II. RE 80 Guðbjörg ÍS 60 Arnar RE 65 Hafdís SU 80 Jón Kjartansson SU 90 Hrafn Sveinbjarnarson GK 40 Framhald. á 15. síðu. 31. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.