Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 7
í Frankfurt í Þýzkalandi geta reykingamenn fengiö sérstaka meuferð, sem reynzt hefur sér- lega áhrifamikil og hata um 90 Fh þeirra, sem þessa meðí'erð hafa hlotið, hæ'ct að reykja. Meðferðin felst í sýningum á iit kvikmyndum frá stóruppskurð- um á fórnarlömbum níkótínsins ásamt neyzlu á sérstókum matar tegundum, sem hafa þar.n eigin- leika að draga úr löngun manna í tóhaksreyk. Eí þú getur tekið þér viku frí cg viljirðu( hætta að reykja, þá er Frankfurt einmiít staður inn fyrir þig. Meðferð, rem fólg in e: í því að hræða reykinga menn, hefur gel'ið svo góða raun, að 89,3 % þeirra sem að- ferðin hefur verið re.vnd á, hafa ao fullu og öllu hætt að reykja. Það er óblíð meðferð, sem sjúklingarnir þurfa ?ð sæta. Þeim er skipt niður í flokka og eru allt frá 50 til 300 manns í hvcrjum flokki. HsCst meðferð in á sunnudegi. Fyrst er þeim sýnd hroðaleg litkvikmynd af miklum uppskurði og h-er mynd- in titilinn „einn af 20 000“. Til eru 4 mismunandi myndir til að velja um, og eru áhrif mynd- anna mjög mikil. Því næst er sjúklingurin’n látinn nærast á sér stökum matarteg.. Er hér um að ræða súrkálssalat, seljurót, epli og aðra ávexti, sem b’.andaðir eru maísolíu, en þessar matar- tegundir hafa þann 'u'ginleika að minnka löngun manna í níkótín. Á mánudagsmorgni kemur hóp urinn saman og þá neidur lækn ir fyrirlestur um skaðleg áhrif níkótíns. Á þriðjudegi rannsak ar sálfræðingur viljastyrk sjúkl inganna. Meðferðinni iýkur á fimmtudegi, með „kveðjuveizlu" og er þá etið salat, drukkið volgt vatn, og þvínæst eru þátttakend ur sendir heim með raðlegging- ar til að fara eftir. Að sögn forstöðumanns þess- ara lækninga, Otto Brozio, vinna starfsmenn í frítímum og er þátttaka því sjúklingum sem næst kosínaðarlaus ?ð undan- skyldum greiðslum fyrir bækl- inga. Á undanförnum 3 árum hafa 3000 reykingamenn komið til Frankfurt í því skyni að" venja sig af reykingurr.. Reyktu flestir á milli 80 - 100 sígareít- ur á dag. Á síðasta námskeiði voru 27.5 þátttakendur á aldrinum 17-70 ára. Efíir fimm vikur voru 249 gjörsamlega hættir að reykja. Nokkrir byrjuðu aftur vegna persónulegra vandamála Ottn Brozio segir, að margir sjúklinganna geti vanið sig af reykingum án nokknrn eftir Framhald i síðu 14 Þeir, sem lesið hafa Lax- dælu, kannast við Laugar og Tungu í Sælingsdal og fleiri staði á þeim slóðum.' Fólkið á þessum bæjum er lengsl af í brennipunkti sögunnar. Guð rún Ósvífursdótlir, aðalsögu- hetjan, elzt upp að Laugum, en flytur síðar að Sælings- dalstungu og býr þar með Bolla um skeið. Eftirminnileg eT frásögn Laxdælu af aðför Hjarðhylt- inga að Bolla í selinu í Sæl- ingsdal. Bolli hefur beðið Guðrúnu að ganga úr sélinu og segir, „að sá einn mvndi fundur þeirra verða. er henni myndi ekki gaman að verða.“ Guðrún gekk ofan fyrir brekkuna til lækjar þess, er þar féll, og tók að þvo léreft sín. Eftir fall Bólla ganga þeir út úr selinu. „Guðrún gcngur þá neðan írá læknum og til tals við þá Halldór og spurði, hvað til tíðinda hafð; gerzt í skiplum þeirra Bolla. Þeir segja slíkt, sem í hafði gerzt. Guðrún var í nám- kyrtli, og við vefjarupphlut- ur þröngur, en sveigur mik- ill á höfði. Hún hafði knýtt um sig blæju. og voru i mörk hlá og tröf fyrir enda. Helgi Harðbeinsson ,gekk að Guðrúnu og tók blæj'uendann og þerrði blóð af spjótinu því in,u sama, er hann lagði Bolla í gegnum með. Guðrún leit til hans og brosti við.“ Það er ekki stórbrotið landslag i'Sælingsdal. Þetta er heldur lílill dalur með af- líðandi fjöllum umhverfis, dá lítið inniluktur og út af fyrir sig, sjávarniðurinn frá Hvammsfirði er næstúm hljóðnaður áður en hann nær dalnum, þótt leiðin sé ekki löng, skarkali heimsins víðs fjarri. En þetta er grösugur og sumarfríður dalur og tak- ast fljótt góð kynni með hon ,um og þeim, sem þar eiga við dvöl. Á söguöld er talið, að dalurinn hafi verið skógi vaxinn, en ekki sér þess nú mikil merki. Þá voru þrír bæir í dalnum, ef Hólar eru taldir með, sem orkar kannski tvímælis. en Lauga og' Tungu er áður getið. Sið ar bætlust svo við Sælings- dalur og Gerði og nú fyrir nokkrum árum Miðgarður, nýbýli úr Sælingsdalstungu. Atburðarásin hefur sjálfsagt verið margvíslsg í Sælingsdal gegnum aldirnar eins og annarsstaðar á landinu og mót azt af tíðarandanum hverju sinni. I’að er tiltölulega auð- velt að afmarka þennan litla fjalladal á landakortinu, 'en meiri vapdi að klippa . hann út úr sögunni, svo að vel fari. Þræðirnir liggja í ýms- ar áttir. í Slurlungu er getið orr- ustu á þessum slóðum. Einar Þorgilsson á Staðarhóli hafði rænt sauðum og nautum frá Ingjaldi bónda á Skarfsstöð- um og veittu þeir Hvamm- Sturla honum eftirför og náðu honum í heiðarbrekkun um upp af Sælingsdal. Þetta var um veturnætur árið 1171. Sló þegar í blóðugan bar- daga og íéll.u menn af hvor- umlveggjum. Síðan hefur mikið vatn runnið til siávar og lengst af verið vandræða- laust með Saurbæingum og Hvammssveitingum, enda hvorugir á annarra hlut geng ið. í Gerði kom upp galdra- mál kringum 1700. Við það var riðinn vestfirzkur prest- ur að nafni Árni Lofts.-on, sem flutzt hafði þangað Þetta varð all umfangsmikió mál, sem lauk með sýkn.un prests ins. Galdramál cða galdra- brennur þckktusl annars ekki í Dölum, utan þelta eina, Dalamenn notuðu hrís- ið í tt'óð og til eldiviðar. Laugar í Sælingsdal verða snemma vettvgngur söguleg- ra atburða, en síðan er hljótt um staðinn, þangað til á síð ustu áralugum,,að náfnið hef ur að nýju öðlazt g'ildi í sög unni. Kringum 1930 koma ungmennafélög sýslunnar þar upp yfirbyggðri sund- laug', miklu mannvirki á þess tíma mælikvarð.a og nú hefur verið reistur barna- og ungl- ingaskólí að Laugum. Þar er að vaxa upp menningarmið- stöð héraðsins. Auðvitað á jarohitinn sinn þátt í því, að þessi staður hefur orðið fvrir velinu. Heit uppspretta er í gilinu, uppi undan bænum, og er Sælíngsdalslaugar getiö snemma í sögum . Eins er ógetið ennþ'á í Sæl- ingsdal, sem markvert er, og ekki má verða útundrm í þessu slutta spjalli. Það er Tungustapi. Þar var sanv kvæmt gamalli þjóðtrú, dóm liirkja álfa og þiskupsetur, og kannast- margir við hina gullfallegu sögu, Álfarnir í Tungustapa. Að Laugurn í Sælingsdal hefur stundum verið barna- hoimilið á sumrum, en á síð- ustu árum hafa sunnlenzkar húsmæður átt þar alhvarf í orlofi sínu og bera staön.um vel söguna, enda á hann hað skilið. 24. rnarz- 1968' — ALÞÝÐUBLADIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.