Alþýðublaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 1
kiiiiimmiiimiiiiiiiiiimiiiiHiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiimuimiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiml -■vmhidagur 25. apríl 1968 — 49. árg. 75. tbl. 1221 ÞREYTIR NÚ LANBSPRÓF 18e5<£ fleiri en í ffyrra þreyta prófið Landspróf miðskóla hófust í gær með prófi í dönsku, og er prófverkefnið birt á bls. 7 í blaðinu í dag. Gekk þá 1221 nemandi að prófborðinu og liafa aldrei eins margir þreytt prófið og nú. Er fjölgunin frá bví í fyrra 18.5% og er það mesta fjölgun, sem orðið hefur frá einu ári til annars. 591, eða 'nær belmingur nemendanna, sem prófið þreyttu er í Reykjavík, en í Stór-Reykjavík (Reykja. vík, Kópavogi og Hafnarfirði) eru nemendurnir alls 689. prófdagurinn verður 24. maí og verður þá prófað í náttúrufræði. Lýkur landsprófi nokkru fyrr nú en venjulega og er því flýtt vegna H-dags. Alþýðublaðið spurði Andra ísaksson formann Landsprófs- nefndar hvort teljandi breyting ar hefðu verið gerðar á prófinu í ár. Sagði hann að breytin.gar væru ekki teljandi frá því í fyrra, en haldið væri áfram á sömu braut og þá var tekin, með 'því t.d. að hafa próf í lesgrein um hlutlæg að nokkru levti (krossapróf og annað slíkt). Hefur Landsprðfsnelnd tjáð skólum á s.l. hausti, að svo yrði: Goðafoss seldur Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi landsprófs að nemendur fá nú ekki langt upp lestrarfrí áður en próf hefst, heldur fá þeir oftast 3-4-5 daga upplestrarfri milli einstakra prófa, en þau eru alls 10. Síðasti \ ............ Rætt um ríkisstjórn FYRSTI fundur nýskipaðs | Trúnaðarmannaráðs Alþýðu- = flokksfélags Reykjavíkur var | haldinn í fyrrakvöld í Iðnó. i Fundinn sátu rúmlega 50 af i þeim 75 sem skipa trúnaðar- i mannaráðið. Rætt var um = ríkisstjórnina, verkaskipí- i ingu hennar og starfshætti. : Framsögu hafði Sigurður i Guðmundsson, formaður SU § J. Að ræðu hans lokinni | urðu fjörugar umræður. jj Myndin er frá fundinum. M.s. ,,GOÐAFOSS”, sem er elzta skip Eimskipafélagsins, byggt hjá skipasmíðastöð Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn 1948, hefur verið á sölu lista um nokkurt skeið. Hafa nú tekizt samningar um sölu á skipinu til skipafélagsins Cape •Horn Shipping Development Corporation í Monrovia í Liber íu. Verður skipið væntanlega af henta kaupendum í síðari hluta júnímánaðar. Félagið hefur nú í undlrbún- ingi smíði tveggja nýrra frysti Framhald á bls. 10. I GLEÐILEGT SUMAR! | | Þessi farkostur er ekki beinlínis til fyrirmyndar, en hann \ = er vorlegur, og í dag er sumardagurinn fyrsti. Alþýðublaðið i | vill með þessai’i mynd óska öllum lesendum sínum GLEDI- i i LEGS SUMARS, en rétt mun að taka það fram að drengirnir i § á myndinni eru ekki að sigla á útsænum heldur á læknum i = í Hafnarfirði. Gretar Oddsson tók myndina. «IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIHIIHIIIIHIIIIIIHIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIHIH II* 48.577MEGA KJÓSA í RVÍK Samkvæmt upplýsingum manntalsskrifstofunnar í Reykjavík vcrða 48.577 kjósendur á kjörskrá í höfuðstaðnum við forsetakosn ingarnar í vor. Við alþingiskosningarnar í fyrra voru kjósendur í Reykjavík 46.292, og stafar fjölgunin fyrst og fremst af lækkun kosningaaldursins, sem lögfestur var á því þingi, sem nú er ný- lokið. Kjósendur, sem nú öðlast kosningarétt samkvæmt nýju lögum, eru samtals 1396 í höfuðstaðnum. Isinn nálgast í GÆR var farið í ískonnuarflug á Tf. Sif og hefur ísinn við Kög ur og Hornbjarg nálgazt landið. ís er á siglingaleiðinni frá Kög- ri að Óðinsboða, víða 4-6/10 að þéttleika og ísbreiða landföst við og suður af Látravík. Mikill ís er á h.u.b. 12 sjó- mílna breiðu belti NA- af Horni, en ekki samfrosta. Siglingaleið in mun þó fær í björtu. ísbreiða liggur upp að Skaga í 7 sjómílna fjarlægð af landi og önnur 10 sjómílur N-af Sigiunesi og þaðan nokkur rekís í áttina að Héðinshöfða og austur að Sléttu, enda þótt hættulegir ísjakar séu á allri þessari leið. ísinn er nú um 18 sjómílur norður af Sléttu, en ísröst teyg ir sig í átt að Rauðunúpum og nær að stað um 9 sjómílur N-af þeim. N-af Langanesi liggur ísinn í 19 sjómílna fjarlægð en þéttur ísrani liggur upp undir Font, en siglingaleið er þó greiðfær inn an við tvær sjómílur af honum. Nokkuð íshrafl er á Bakka- flóa. Tekið skal frairi, að á ísleit- arSVæðinu var skyggni lélegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.