Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 14
♦ Fréttsbréf Framhald a 7. síðu. Gt'íur einstaklingur lagt fram kærur? Einungis ef heimaland hans hefur staðfest annað lagaskjal, sem Allsherjarþingið sam- þykkti um leið og sáttmálana tvo. Þetta skjal er nefnt hið valfrjálsa uppkast að sáttmál anum um borgaraleg og póli- tísk réttindi. Málarekstrarregl ur uppkastsins eru í stuttu máli þessar: Setjum svo að hr. X, sem býr í landinu A, haldi því fram, að réttur hans til málfrelsis hafi verið virtur að vettugi eða skertur af ríkis- valdinu. Hafi ríki hans gerzt aðili að uppkastinu og sátt- málanum, og hafi hr. X ár- angurslaust reynt að fá vanda sinn leystan í heimalandinu, getur hann kært til mannrétt- índanefndarinnar. Nefndiri get ur tekið kæruna fyrir og fát- ið í ljós skoðun sína á málinu, bæði við ríkisstjórnina í land inu A og við hr. X. Samkvæmt 'ákvæðum uppkastsins á nefnd in árlega að gefa Allsherjar- þinginu skýrslu um starfsemi sína. Geta Sameinuðu þjóðirnar fyrirskipað ríki að standa við skuldbindingar sínar? Endanlegur ákvörðunarrétt- ur um mannréttindavandamál er í höndum hvers einstaks ríkis. Engin alþjóðastofnun getur tekið fram fyrir hend- urnar á æðstu stjórnvöldum hvers lands. Það er samt rök- rétt og hugsanlegt, að í af- stöðu sinni til mannréttinda þegnanna verði einstök ríki fyrir sterkum áhrifum af þeim griundvallarreglum sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa sam- Þykkl. Er til sáttmáli um mis- . munun kynþátta? Já. Allsherjarþingið sam- þykkti árið 1965 alþjóðasátt- mála um afnám hvers konar mismunar kynþátta. Þau ríki, sem gerast aðilar að honum, skuldbinda sig til að afnema tafarlaust alla mismunun kyn þátta og efla skilning milli ólíkra kynþátta. Sáttmálinn byggir á þeirri sanrifæringu, „að sérhver kenning um vfir- burði vegna kynþáttamismun. ar er vísindalega röng, sið- ferðilega óhæfileg, félagslega óréttlát og hættuleg, og að mismunun kynþátta er óverj- andi, hvort sem er fræðilega eða í framkvæmd". Er Þrælahald enn við lýði, og sé svo, er þá barizt gegn því? Á tilteknum svæðum heims- ins er enn til þrælahald og ýmsar reglur og venjur sem jafna má við þrælahald. Vanda málið er enn á dagskrá Sam- einuðu þjóðanna. Mikilvægasta lögfræðiskjalið í þessu sam- bandi er þrælkunarsáttmáli þjóðabandalagsins frá 1926 og viðbótarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1956 um afnám þrælahalds. Þar er einnig lagt bann við þrælkun, ánauð, brúðarkaupum og barna- vinnu. Margar stofnanir Sam- einuðu þjóðanna kanna frek- ari ráðstafanir til að stemma stigu við þrælahaldi. Lög og réttur Framhald af 2. síðu sá, að fá vanræklum og mun- aðarlausum börnum hæfa kjör foreldra, sem ganga þeim í föð ur- og móður stað. Barnið er nú aðalaðiljnn“. Á þetta sjón- armið munu bæði uppeldisfræð . ingar og lögfræðingar fúslega geta fallizt, enda fer ættleið- ing því aðeins fram að íslenzk um lögum „að ætla megi ætt- leiðinguna barninu heppi- lega. . .“ GA. Hsgnaöur Framhald af bls. 1 færi væru notuð á báðum hafs svæðunum. Vandamálin, sem við væri að etja, væru því hin sömu í báðum nefndum. Þetta hefði leitt til náinnar samvinnu milli nefndanna tveggja, en sú samvinna þyrft enn að aukast og sfcefna bæri að því að sam- eina nefndirnar. Formaður Norausturatlants- hafs fiskveiðinefndarinnar er Davíð Ólafsson, en hann var kjörinn til þiigg.ia ára á næst síðasta fundi hennar. Fulltrúar íslands á fundinum eru Már Elísson fiskimálastjóri, sem er formaður íslenzku nefndarinn- ar, Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar, dr. Gunnar G. Schram, deildar stjóri og Pétur Sigurðsson for- stjóri Landhelgisgæzlunnar. Á fundinum eiga sæti eftirtalin lönd: Belgía Bretland, Dan- mörk, Frakkland, írland, ís- land, Holland, Vestur-Þýzka- land, Noregur, Pólland, Portú- gal, Spánn, Svíþjóð, Sovétríkin. Auk þessa senda Bandaríkin og Kanada áheyrnarfulltrúa á fundinn og hið sama gera ýms- ar alþjóðastofnanir. ísland hefur átt aðild að nefndinni frá upphafi, en hún var stofnuð 1963 á grundvelli samnings milli aðildarþjóðanna, sem gerður var 1959. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með ástandi og viðhaldi fiskistofna á því svæði, sem nefndin fjall ar um. Meðal þeirra mála sem rædd verða á þessum fundi nefndar innar er tillaga íslands, sem sem fyrst var lögð fram í nefnd inni á fundi í París í fyrra, um lokun hafsvæða út af Norð austurlandi fyrir togveiðum hluta úr árinu, og yrði þetta gert til að vernda ungfiskinn á þessu svæði. Tillagan var rædd á sérstökum undirnefndarfundi, sem haldinn var í Reykjavík í janúar, og hafa vísindamenn síðan fjallað um hana. Munu þcir skila álitsgerð um tillög- una á þessum fundi. Fasteignamat Frh. af 1. síðu. matseiningar komi til úrlausnar. Reynt hefir verið að safna sam an tiltækilegum upplýsingum um fasteignir og staðreyna þær svo og afla heirra að stofni til, sem ekki hafa verið fáanlegar öðru vísi. Hér hefir safnazt sam an einstæður forði af upnlýsing nm um fasteignir í landinu, og heildarsvn hefir fengizt yfir á- stand þessara mála. Forráða- menn fasteignamatsins telja. að einsiks megi láta ófrpistað til að pera þessar upplýsingar að- gengilegar og varðveita þær fyrir seinni tímann og jafn- framt megi ekki láta verkið niður falla — heldur eigi að koma á fót allsherjarstofnun, er verði miðstöð um. upplýsingar um fasteignir í landinu og hafi liún aðstöðu til að fvlgjast með myndum fasteignaeininga, mann virkjagerð, breytingum á fast- i éignum og réttindum yfir þeim o. m. fl. Þetta sáu forráðamenn fasteignamatsins fyrir — og ósk uðu þess vegna breytinga á fa~t eignamatslögunum árið 1963. Er það eitt af mikilvægustu nýmæl unum í fasteignamatslögunum frá 1963, að komið skyldi á fast eignaskráningu“. Ráðstefna Frh. af 1. ,síðu. námu alls 12.515 milljörðum bandaríkjadala og er það 15% aukning frá árinu áður, en kostnaðurinn jókst um 16% frá fyrra ári og reyndist vera 11.450 milljarðir dala, en betta þýðir að hagnaðurinn miðaður við veltu minnkaði úr 9,5% í 8,5% árð 1967. Það skal tekið fram, að tvö stórveldi, Sovétrikin og Kína eru ekki miðlimir í IACO, og eru flugfélög í þessum löndum því ekki talin með í þessum tölum. Hafnir I I Framhald af 3. síðu magni og lýsingu. Hornafj.: Höfnin dýpkuð um 130.000 rúmmetra. Stevpt 1 þekja og gengið frá fersk- 1 vatni, rafmagni og lýsingu. ' Vestmannaeyjar: Unnið verð- 1 ur að frágangi stálþils, sem rekið var niður 1966 og ‘67. Grindavík: Gengið frá stál- þili, sem rekið var niður í fyrra og höfnin dýpkuð. Auk þess hefur Hafna- cg Dr. Bo Ákerrén, læknir í Sví þjóð, og kona hans, tilkynnt.u ís lenzkum stjórnvöldum á sínum tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóða fram nokkra fjárhæð sem ferðastyrk handa íslendingi. er óskaði að fara til náms á Norð urlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur sex sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nem ur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir sem 35. árgangur Vélstjóraskóla í gær var 35. árgangur Vélskólans burtskráður og er það síðasti árgangurinn sem útskrifast samkv. gömlu skóla lcggjöf skólans. í raeðu, sem Gunnar Bjara son, skólastjóri hélt við það tækifæri hvatt'i hann hina nýútskrifuðu nemendur að halda tryggð við skólann. Þá tólc fulltrúi elzta árgangs skól ans, Friðgeir Grimsson t5i máls og árnaði skólanum heilla og afhenti gjöf frá fyrstu nemendum skólans. Var það fullkomin sýningar- vél t’il útskýringar á náms- efni. Ljósmyndina af 35. ár- ganginum tók Bjarnlcifur. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAKIÐNAÐ i vitamálastofnunin umsjón og eftirlit með framkvæmdum í Straumsvík, Þorlákshöfn og Njarðvík. kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til mennta málaráðuneytisins, Stjómarráðs húsinu við Lækjatorg, fyrir 10. júní n.k. í umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda oð hvar á Norðurlönd um. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Fósturmóðir okkar ÞÓRA GÍSLADÓTTIR verður járðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtu- daginn 9. maí kl. 2 e. h. Blóm 'afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Styrktarsjóð Guðmundar Gissurar- sonar, Sólvangi (kort fást í Bókabúð Olivers, Hafnarfirði eða aðrar líknarstofnanir. Bergþóra L. Þorvaldsdóttir Hannes H. Sigurjónsson. Sænskur Styrkur 14 8. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.