Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 15
nGURióin FramhaBdssaga efffclr f^KSIBJÖRGU JÓNSDOTTU>R ANMR KAFLL SPAKONAN Við Priðrikka fórum upp í lyftunni. Lyftan í fjölbýlishús- inu'mínu er afslcaplega stór. Hún er næstum því jafn stór og her- ber-gið, sem ég hafði. Mér leiðast lyftur. Mig kitl- ar í magann, þegar ég fer í stóra lyftu. Svona alveg eins °S þegar maður hoppar niður fjallshlíð. Þess vegna nota ég alltaf stigana. Líka, þegar ég þarf að henda rusli. Það kemst ekki nærri því allt í sorprennuna, sem er á hverjum gangi. Það er bannað að henda gleri og stórum pökk BELTIog BELTAHLITTIR áBELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjói Bofnrúllur Topprúllur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæóavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SlMI 10199 um og þá verður að bera nið- ur í öskutunnurnar. Um daginn, þegar ég drakk kaffi hjá Friðrikku, sagði hún mér, að fyrst eftir að hún flutti inn, hefðu verið sett upp skilti í anddyrinu: „Vinsamlegast hendið ekki rusli út um gluggana. Rottur eru farnar að sækja á haug- ana“. Mér finnst fólk í Reykjavík frekar latt. Það notar lyftur og bíla og ég geri ráð fyrir að þróunin verði sú, að menn fæðist með hjól í stað fóta með tímanum. Fiðrikka var ekki úrill í morgun eins og hún er annars svo oft á morgna. Maja sagði mér, að það væri af því að hann Bjössi hennar Friðrikku drykki svo mikið og væri úti fram eftir öllu. Friðrikka fékk því sjaldnast nægan nætur- rvefn'. Hún Maja sagði, að Bjössi héldi líka fram hjá lienni Friðrikku, en ég á bágt með að trúa því. Mér virðist hann ekki þesslegur að nokk- ur vilji líta við honum nema Friðrikka. Hann er alltaf skít ugur og það er olía á höndun- um á honum og sorgarrandir undir nöglunum. Ég gæti ekki hugsað mér að láta hann taka utan um mig. — Hún spáir ljómandi vel, sagði Friðrikka í lyftunni. — Þetta er mesta myndarkona. Hún er m.iög þrifin og hreinteg og alltaf sívinnandi. Hún prjón ar lopapeysur handa túristun- um. Ég kannaðist við peysurnar. Ég er að prióna eina peysu handa Gvendi. Rannsóknarlög- reglumenn þurfa stundum að vera úti í allskonar veðri og þeir vinna oft allan sólar- hringinn, ef því er að skipta. Það er að sesria bangað til að þeir vérða fulltrúar. Þá sitja þeir á skrifstofu og vinna úr „gögnum“ og yfirheyra menn. Tetknisigar eftir RAGNAR LAR. Gvendur vill verða fulltrúi. — Hún þolir ekki hvern sem er, sagði Friðrikka um leið og við stigum út úr lyftunni. — Ekki vildi hún spá fyrir henni Siggu frænku. Hún sagðist bara ekki sjá neitt í bollanum hennar og seinna sagði hún mér að ástæðan væri sú, að hún Sigga frænka hefði svo leiðinlega fylgju. Spákonan sá líkkistu. Ég vonaði, að ég hefði ekki neina fylgju, en ég komst ekki til að svara þessu, því nú var Friðrikka búin að hringja. Spákonan opnaði dyrnar að vörrnu spori. Hún var gömul og eilítið lot in um axlirnar, en augun voru leiftrandi og dökk. Það voru leiðinda fýluhrukkur umhverf is munninn á henni, en það skipti mig litlu. — Þá er ég komin með hana Jóhönnu og bollann hennar, sagði Friðrikka. Spákonan stóð í gættinni og virti mig fyrir sér. Augnaráð hennar var stingandi. — Ein- mitt það, sagði hún. — Þá fá- um við okkur sæti í eldhús- inu. Meðan ég gekk inn í eldhús- ið hennar, sem var alveg eins og mitt eldhús, en samt allt öðruvísi, hugsaði ég um það, hvort henni litist illa á mig eða ekki. Ekki langaði mig til að hafa leiðinda fylgju. Á eldhúsborðinu lá hálfprjón uð lopapeysa. Spákonan tók hana og lagði hana ofan á ís- skápinn, settist svo við borðið og rétti fram höndina. Hún var svo þurr á - mann- inn, að ég sannfærðist um, að ég hefði leiðinda fylgju eft ir allt saman. — Það gengur nú nóg á í þessum bolla, sagði spákonan. — Þarna sé ég líkkistu. Ég sé ekki, hver er í kistunni, en samt er þetta jarðarför, sem þér kemur við. Þú fylgir. Samt græturðu ekki. Þarna sé ég líka hendur. Svona líka rosa krumlur um mannsháls. Lang an, mjóan háls. Ég sé ekkert andlit ofan á hálsinum. Bara hálsinn sjálfan. — Gvendur er í rannsókn- arlögreglunni, sagði ég og fór dálítið hjá mér. — Gvendur er maðurinn minn. Hann þarf stundum að rannsaka glæpa- mál. Ég skammaðist mín, þegar ég sá fyrirlitningaraugnaráðið, sem spákonan sendi mér. Hvað var ég fákæn sveitastelpa að sletta mér fram í spádóm spá konunnar sjálfrar? — Það þyrfti ekki að vera morð í bollanum þínum samt, sagði spákonan. — Þú þekkir manninn, sem er drepinn. Ég skil bara ekki, að ég skuli ekki sjá, hver það er. Ég er vön að vera frekar nösk á svoleið- is. — Það er svo oft drepið fólk, sagði Friðrikka. — Ætli Reykjavík sé ekki bara að verða stórborg, sagði spákonan og lagði bollann frá sér. — Annars held ég, að ég 2 geti ekki spáð meira í þenn- an taolla. Hann er einhvern veg inn svoleiðis. Þú verður bara að hvolfa öðrum. Svo það var þá ekki vegna leiðinda fylgjunnar, sem ég fékk ekki meira að heyra. — Hvenær má ég koma?, spurði ég. — O, líttu inn um tíuleytið í fyrramálið. Það kæmi mér ekki á óvart, þó að við þekkt- um báðar þennan mann, sem myrtur verður. — Ég þekki engan í Reykja- vík, sagði ég. — Nema fólkið hérna í hús- inu, sagði spákonan og deplaðl til mín öðru auganu. — Já líttu inn á morgun. Ekki er það þér að kenna, þó að ég sé illa upplögð. Ég sé það. Já, það verður held- ur ekki þú, sem átt sök á því, að illa fer. Kannski þú finnir út, hver morðinginn er. Það kæmi mér svo sem ekki á ó- vart. Ætli þú sért ekki glúrnari en þú lítur út fyrir að vera. Svo gaf spákonan okkur kaffi- sopa við eldhúsborðið. Hún bauð mér samt ekki að hvolfa bolla strax og ég þorði ekki að fara fram á það við hana. Friðrikka sagði, að hún gæti verið hvump- in á köflum. Hún var líka alltaf að tala. Hún sagði okkur frá strákun- ujn hennar. Þeir heimsækja hana aldrei nema á jólunum og af- mælinu hennar og þá eru þeir alltaf einir, aldrei með konurn- ar með. Hún er samt ekki of góð til að gæta barnanna, ef þau fara eitthvað fínt. En þá' er alltaf komið með börnin til hennar. Og það þó að hún hafi komið drengjunum til mennta ein síns liðs. Pabbi þeirra skildi nefni- lega við hana. Það var eitthvert ósamkomulag. Nei, spákonan prjónar meira að segja allar peysur, vettl- inga og leista á börnin og gefur þeim, þó að það sé ekki alltof oft, sem hún fær að sjá þau. Á leiðinni niður sagði Frið- rikka mér, að spákonan hefði komið illu af stað milli tengda- foreldranna með að segja eitt Kér og annað þar. Nú talast tengdadæturnar ekki við og bræðurnir ekki heldur og allir kenna gömlu konunni og hver öðrum um. Mér leizt ljómandi vel á spá- konuna, en ég á' alls ekki erfitt með að trúa því, að hún geti komið illu til leiðar. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5 8. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.