Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAGUR.
Tilkynning.
Peir menn úti um sveitir, sem fá
blaðið sent óbeðið, verða taldir
kaupendur þess, hafi þeir ekki endur-
sent fyrstu blöðin til afgreiðsiumanns
fyrir miðjan apríl n. k.
^--X$>t^4*-^-^-^-*&-^-V§*-i§*--iQ*-X%*-
gerðir Þessvegna eru þeir, er blað-
inu senda greinartil birtingar, beðnir
að vera stuttorðir og gagnorðir.
Ljettvægu ljóðarugli og langlok-
um um dána menn verður ekki veitt
rúm í blaðinu.
Pó að »Dagur« sje nú lítill vexti,
þegar hann hefur göngu sína, má þó
vel svo fara að á honum sannist það
fornkveðna: »Mjór er mikiis vísir.«
Frá útlöndum.
Úfar eru teknir að rísa á vinfengi
Rússa og Rúmenfu. Tildrögin sögð
þau, að Rúmenar hafi hnept rúss-
neska herforingja í varðhald. Maxí-
malistar snerust illa við . þessu, og
harðnaði rimman svo, að stjórnmála-
sambandi var slitið milli landanna,
og hafa Rúmenar ráðist með ófriði
inn í land Rússa.
Stjórnmálaástandið í Rússlandi er
í miklu öngþveiti. Maxímalistar hafa
orðið undir í þinginu, enda eru þeir
sagðir sundurþykkir innbyrðis.
Litlar líkur fyrir því, að til friðar
dragi milli Rússa og Miðveldanna.
Finnland er í nauðum statt. Maxí-
malistar hafa tekið höfuðborg lands-
ins og rekið stjórnina frá völdum.
Óstjórn og hungur þjakar landslýðn-
um df* margskonar glæpir eru þar
daglegt brauð. Eru Finnlendingar
teknir að hrópa á hjálp annara þjóða
í þessum hörmungum sínum, en
fá líklega enga áheyrn.
Frá vesturvígstöðvunum héyrist
lítið sögulegt.   Þó  er getið um að
Frakkar hafi unnið Tiokkurn sigur
á einum stað. Að undanförnu hafa
Pjóðverjar verið að flytja mikið lið
að austan til vésturstöðvanna og
hafa Bandamenn átt von á harðri
sókn frá þeirra hendi. En nú hafa
myndast gríðarleg verkföll í Mið-
veldunum, sem ekki hafa eingöngu
verið bygð á kröfu um bætt kjör
verkalýðsins heldur og á kröfum
um frið. Er svo að sjá, að verk-
fallið hafi byrjað í Austurríki og að
stjórnin þar hafi orðið við kröfum
verkamanna og samkomulag feng-
ist. En síðan varð ógurlegt verkfall
í sjálfri Berlín og tók upp undir
hálf miljón verkafólks þátt í því
þar í borginni, og sagt að verk-
fallshreyfingin breiðist óðfluga út
um Pýskaland. Heimta verkfalls-
menn, að friður verði saminn hið
bráðasta. Er eflir að vita hvort þýska
stjórnin gelur brotið byltingu þessa
á bak aftur með herafla sínum. En
ekki er það ólíklegt að slíkar frið-
arhreyfingar sem þessar geti helst
stytt ófriðinn.
Að öðru leyti eru friðarhorfur
milli Bandamanna og Miðveldanna
ekki vænlegar' Ber þar margt á
milli og ekki síst EIsass-Lothringen,
sem Þjóðverjar munu ekki ótilneydd-
ir sleppa. Bretar munu og verða
þungir fyrir í samningum um þýsk-
ar nýlendur, er þeir hafa tekið í
ófriðnum, en þrátt fyrir alt þykjast
þó sumir menn sjá friðarglætu í
Iofti, en Iítið mun á því að byggja.
Bretar hafa gert ógurlega flug-
vjelaárás á borgina Mannheim og
er tjónið talið afskaplegt. Ætla
Bretar á þennan hátt að venja
Þjóðverja af Zeppelínsárásum á
breskar borgir.
Skáldið Kristófer Janson er ný-
lega látinn á áttræðisaldri.
Síðustu fregnir segja algert stjórn-
leysi í Rússíandi. Rússar og Þj'óð-
verjar sjeu farnir að berjast á ný
og Rússar fari hrakfarir. Ennfremur
að Bandamenn vilji engum   friðar-
skilmálum sinna, og stríðinu skuli
haldið áfram af krafti. Talið að
þýsku verkföllin sjeu í rjenum.
Samtíningur.
—  Sveinn Ólafsson alþm. í Firði
hefir um stundarsakir hætt störfum
í Fossánefndinni vegna lasleika og
dvelur heima í bili.
— Aðalsteinn Kristinsson umboðs-
sali og Haraldur Jóhannesson úr-
miður fóru til Rvíkur með síðasta
pósti.
— Höfuðstaður Norðurlands hefir
verið í kolahraki. Ráðstafanir hafa
verið gerðar til að úlvega bænum
kol, en gengið tregt, þar til bæjar-
fulltrúa Otto Tulinius -tókst með
sínum alkunna dugnaði og hjálp-
fýsi að útvega bænum 70 til 100
smálestir norðan úr Jötunheimum.
— Á síðasta bæjarstjórnarfundi hjer í
bæ var ákveðið að taka alt að 50 þús.
kr. bankalán til dýrtíðarráðstafana.
—   Mótornámsskeið stendur yfir
hjer í bæ. Stýrir því Ólafur Sveins-
son úr Rvík.   Margir nemendur.
—  Kvenfjelagið »Framtíðin« ætl-
ar að fara að reka eldhús í barnaskól-
anum og gefa fátæklingum miðdeg-
isverð. Lofsvert fyrirtæki.
—  Nýlega eru látnir hjer á sjúkra-
húsinu Jón Ólafur sonur Jóns bónda
í Möðrufelli og Ólafur Kristjánsson
bóndi frá Hólum í Eyjafirði.
—   Barnaskóli Akureyrar tók tií
starfa 4. þ. m. eftir þriggja vikna
lokun vegna kulda.
—  í »íslendingi« eru tilnefnd þrjú
ráðherraefni likleg: Klemens, Vig-
urklerkur og Flygenring. Sú stjórn
mundi tæplega eiga nema tvo stuðn-
ingsmenn, einn í f'ingeyjarsý'slu og
einn á Akureýri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4