Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAGUR
2. tb!.
sig. Og þeir, sem ráðist hafa í húsá-
byggingar, eða önnur meiri mannvirki
nú á sfðari árum, hafa fyllilega komist
að raun um, hve haldgóður >.stríðs-
gróðinn« er, þegar til þess kemur, að
nota hann.
Af þessum órsökum getur þvf eigi
talist nein ástæða til, að landbúnaður-
inn greiði hlutfallslega hærra kaup en
fyrir strfðið, — þ. e. meira, en svarar
til verðfalls peninga alment — því á
það verður að Hta í þessu sambandi,
að þeir, sém ieggja öðrum til fæði,
m. m., bera rffiegasta hlutann af dýr-
tfðinni fyrir hina.
Lífskröfurnar.
Þá er það tilfært sem ástæða fyrir
miklum kaupkröfum, að svo »dýrt sé
orðið að lifa«. Hér er fyrst á það að
líta, sem áður er á vikið, að þeir sem
fá fæði sitt hjá öðrum, losna þar við
tilfinnanlegasta hluta dýrtfðarinnar, f
öllu falli þann tfmann. £n þegar til
hins kemur, sem til útgjalda tekur f
lifnaðarháttunum, þá verður að teljast,
að sú stétt þjóðfélagsins, sem mestu
ræður um kaupkröfurnar, eigi sinn
þátt f því, að skapa sér og jafnvel
öðrum, þá slíka, sem þeir eru. Á eg
þar einkum við það, að sfðan lifnaðar-
hættir »lausafólksins« fóru að miðast
við stundaruppgrip á stuttum sjávar-
útvegsvertíðum, þá eru gerðar kröfur
til þess, að kaupið fyrir sumarið sé
svo hátt, að hægt sé að lifa góðu lífi
á þvf til næsta vordaga, án þess að
þjaka lfkamanum með áreynsluvinnu.
Sé þetta tekið til samanburðar við
það, sem flestir þeir leggja á sig, sem
stsrfa fyrir búi sfnu f sveitum, og
vinna jafnvel nótt með degi flesta árs
tfma, þá gæti varla talist ósanngjarnt,
þ6 þeir bæri meira frá borði fyrir
sfna vinnu. Og væri efnahagur bænda
betri fyrir þetta, og svo hitt, að þeim
gefst ekki eins tóm til að eyða sum-
araflanum, þá væri enn minni ástæða
til að vitna til hans f kaupkröfunum.
Eg heid fólk geri sér það ekki ljóst,
að þó hér sé kostaland að ýmsu leyti,
þá er það oftrú á atvinnuskilyrðin hér,
að gera ráð fyrir þvf, að hægt sé að
greiða það kaup fyrir vinnu fárra mán-
aða, sem hrökkvi til lffsuppeldis að
mestu leyti hinn tfma ársins — auk
þess sem slíkt iðjuleysi leiðir út á
glapstigu f menningarlegu tilliti.
Eins og högum er háttað, getur
þetta þvf eigi talist frambærileg á-
stæða fyrir kaupkröfunum, eins og
þær fara hæst, né heldur hitt, þótt
hægt myndi að færa líkur fyrir, að
það fólk, sem flýgur milli landshluta,
f leit eftir atvinnu, þurfi meira fé
handa á milli, til að nokkuð loði eftir,
heldur en hitt, sem heldur sig að
fastri atvinnu við landbúnað.
Hlutdeild í arðinum.
Þeir, sem ékki vilja segja það ssma
og aðrir, orða ástæður sfnar fyrir
kaupkröfunum á þá leið, að »verka-
maðurinn eigi að fá hlutdeild f arðin-
um«. Þetta orð er sennilega sótt f rit
socialista, og þarf þá að sjálfsögðu að
vanda til allra heimilda, ef tekið er
til umsagnar, það sem f orðunum felst,
og reynt að sýna fram á, að hverju
leyti hægt er að samrýma þessi út-
Iendu hugtök fslenzkum landbúnaðar-
staðháttum.
Þá er fyrst á það að líta, að í sér-
hverri atvinnugrein skiftist afrakstur-
inn milli ákveðinna aðila, sem hlut
eiga í rekstri hennar. Vinnan er ætíð
einn aðillinn; svo f rauninni þarf ekki
í neinar grafgötur eftir þvf, að hver,
sem fær kaup, og þó ekki sé nema
fæði sitt, fyrir störf við einhverja at-
vinnugrein, hann fær hlutdeild f arði
hennar. Það getur þvf eiginlega ekki
valdið deilu, heldur þó hitt, hve stór
3Ú hlutdeild sé, eða eigi að vera.
í fræðiritum mun jafnan talað um
vinnuna sem óskiftan aðila, en f þessu
sambandi er leitin gerð að þvf, hvern-
ig skerfur vinnunnar við landbúnað
ætti að skiftast á miiii aðkeyptrar
vinnu (o: kaupafólks) og heimavinnu
(o: bóndans með fjölskyldu). Ársvistar-
fólk, eða vandalaust vinnufólk, má
liggja á milli hluta, þar eð svo fátt
er orðið af því f flestum héruðum.
Til þess að gera þessi hlutaskifti
sambærileg, verður fýrst og fremst, af
óskiftum búsarði, að ætla bóndanum
alt til framfæris vinnandi fólki á heim-
ilinu á starfstfmanum. Þá og sæmi-
lega vexti af bústofni hans, jörð, hús-
um og áhöldum, auk viðhalds og firn-
ingargjalds af tveimur síðustu liðun-
um. Ennfremur til skatta, sem hvfla
á þessum atvinnuvegi, setn slikum, þvf
þá greiða ekki aðrir. Það, sem þá er
eftir, kemur mestmegnis f hlut vinn-
unnar. Liggur þá f augum uppi, að
skiftahlutur bóndans og fólks hans
má ekki — ef tekið er nokkurra ára
meðaltal — vera minni, tiltölulega,
heldur en hinna, sem eru meira eða
minna Iausir við þessa atvinnugrein,
til að geta setið um annað betra til
stundargróða, og starfa alloft að henni,
ekki nema um bezta bjargræðistím-
ann, og þá alveg sér að áhættulausu
um afraksturinn. — Nái samanburður-
inn ekki nema til þess tfma, er eftir
að taka tillit til vetrarvinnu heima-
fólks; en til þess, að halla ekki á
hinn aðilann, þá met eg það til mat-
vinnunga, yfir þann tíma. Því fer þó
allfjarri, að fólk ráði sig alment með
þeim kjörum, en f rauninni má hver
bóndi þakka fyrir, sem ekki er fátækari
að vori, en hausti.
í samanburði þessum er auðvifað
gert ráð fyrir, að bóndinn vinni sjálfur
að bústörfunum með fólki sínu, jöfnum
höndum við kaupafólk —; að hann sé
ráðdeildarmaður f starfi sfnu og við-
skiftum, og hafi búskaparaðstöðu f
meðallagi.
Nii er eftir að leita að því, sem
kynni að geta bent á, hvernig þessi
hlutaskifti hafa fallið, t. d. hin sfðustu
umliðnu ár (styrjaldarárin). Um tölur
er ekki til neins að deíla, þar eð ekki
eru búreikningar til að byggja á, en
af sýnilegri reynslu má oft draga skýr-
astar og ábyggilegastar ályktanir, án
þess, að á tölum sé bygt.
Þessi ár hafa verið talin uppgangsár
fyrir landbúnaðinn, og með því er
vanalega átt við bændastéttina. En ef
svo er, að búnaðaraðstaðá og efnahag-
ur bænda hafi batnað raunverulega á
þessu tímabili — en það tel eg mjög
f vafa,—þá er það víst, að eínahagur
þess fólks, sem tekið hefir kaup hjá
öðrum við landbúnað, hefir batnað að
meiri mun, þ. e. a. s. ef það kefir
kunnað með fé siit að fata, eigi miður,
en segja má um bændur til jaínaðar.—
Það sem ekki stenzt þann dóm, fellur
auðvitað undan samanburði á þessum
grundvelli.
Hér er ein ályktun reynslunnar.
Önnur er bú, sem kemur fram í því
almenna áliti um alt land, að á þeisu
tímabili hafi einyrkjum i búskap farið
betur að stofni efnalega, en þeim, sem
keyptu vinnu að, enda þótt aðstaða
til búskapar væri sambærileg að öllu,
svo og atorka og ráðdeild f sérhverju
þvf, sem að búhagnum laut. Bendir
þetta ekki áþreifanlega til þess, að
aðkeypta vinnan muni hafa verið
keypt hærra verði, en bóndinn bar
sjálíur frá borði fyrir sfna?*) (Auðvit-
*) í þessu sambandi minnist eg þess,
sem eg hefi heyrt um bónda nokkurn,
er var að leita sér eftir kaupakonum
á næstliðnu sumri og fékk undirtektir
eitthvað í samsvörun við það, sem
um getur f upphafi málsins. Hann
bauð þeim þá, að leigja þeim bú sitt
og jörð. Hann skyldi svo vera kaupa-
maður  hjá  þeim,  fyrir  álíka  kaup
að má hér undanskilja búskap á ein-
staka hlunnindajörðum, eins og áður
getur.)
Hér rís eðlilega sú spurning: Hví
kaupa bændur vinnu að svo dýru verði,
úr þvf hagvænlegra væri að gerast
einyrki? Við þessu geta svörin orð-
ið æði breytileg, eftir aðstöðu hvers
eins. En almenna svarið byggist
fyrst og fremst á því, að búskapar-
aðstaða margra bænda útheimtir all-
mikið tiltekna áhöfn og mannafla, svo
ábýlið gangi ekki úr sér, og land-
kostir geti komið að notum, og svo
er mönnum eðlilega óhagstætt, að
breyta til atvinnurekstri sfnum, fyr en
í fulla hnefana, enda er landbúnaður
sú atvinnugrein, sem ekki er hægt að
stöðva og hrinda á stað aftur, eftir
atvikum, lfkt og skipi má leggja f
höfn, tfma og tfma, eða verksmiðjum
má loka og opna á víxl, eftir ástæð-
um.                        ,
Aðstaða margra bænda, gegn spurn-
ingu þessari, hefir þvf orðið áþekk
þeirri, sem fyrir þann stfgur, sem
lendir í heyskorti, og á um að velja,
að kaupa hey yfirverði, eða fella fén-
aðinn. Byrja ekki fleatir á því, að
kaupa heyiðr           ,
En hér er þó kpmið að takmörkum
viðskiftalögmáls, sem ekki lætur mis-
bjóða sér til lengdar, því smátt og
emátt þverr auðvitað eftirspurn vinnu
frá þeim atvinnurekendum, sem greiða
meira fyrir aðkeypta vinnu, en þeir fá
fyrir sfna, eða fyrir afurðir vinnunnar.
Og þverri samtfmis eftirspurnin frá
fleiri en einni atvinnugrein, jafnhliða
vaxandi verði á útlendum nauðsynja-
vörum, þá getur þurft að taka málið
öðrum tökum en þeim, að krefjast
hærra kaups.
Eg hefi ekki vakið máls á þessu efni
hér fyrir þá sök, að eg álfti að land-
búnaðurinn fslenzki hafi, alt að þessu
ári, greitt svo hátt kaupgjald, að f-
sjárvert væri fyrir gjaldþol hans. Eg
get jafnvel gengið inn á, að til jafn-
aðar hefði hann átt fyrir því, að yfir-
borga vinnu þessa árs, eins og raun
varð á, ef afurðirnar hefði allar selzt,
enda þótt verð hefði ðrðið tiltölulega
lágt.
En nú er vá fyrir dyrum, meiri en
nokkru sinni fyr: Útlendar vörur alt-
af að stfga, en gjaldeyrisvörur lands-
ins ýmist verðlitlar eða óseljanlegar.
Greiðsluviðskifti við útlönd að mestu
hindruð, svo eina gjaldveðið er hin
verðlitla eða óseljanlega framleiðsla
sumarsins, sem leið. Af þessu er auð-
sætt, að verzlunartekjur allra Jram-
leiðenda f landinu — og svo landsins
í heild sinni — ganga mjög saman.
Til lengdar verður þó kaupgjald ekki
greitl með öðru en verzlunartekjun-
um — eða þá f skuld. En þótt tekjur
landsins gangi svona til þurðar, er
ekki álitið, af kunnugum, að fólk
það, sem undanfarið hefir unnið öðr-
um, t. d. við landbúnað, ætli sér
að taka þátt í þeirri tekjuþurð, —
með öðrum orðum, ætli sér ekki að
fella af kaupkröfum sfnum frá undan-
förnum árum. Koma þá samt óþœgi-
lega l bakseglin hjá því ástæður þær,
sem færðar hafa verið fram áður fyr-
ir kaupkröfunum, svo sem um »gjald-
þol landbúnaðarins«, »hlutdeild í arð-
inum« o. s. frv. »Eftirspurn frá öðr-
um atvinnuvegum* getur lfka orðið á
annan veg en áður, þó þess sé eng-
anveginn óskandi, að framleiðsluat-
vinna landsins gangi saman — ef það
verð fæst þá fyrir framleiðsluna, sem
svarar til kostnaðar.
Þá er ekki annað eftir að fóta sig
á en »lífskröfurnar«. En er þá ekki
ráð að  fella af þeim?  Skyldi  það t.
d. vera nokkur ósvinna að ætlast til
þess, að alt fullvinnandi fólk ynni alla
árstíma að einhverju þvf, sem styður
framleiðslu landsins, beint eða óbeint?
— en eyddi ekki sumarafla sínum,
eða jafnvel annara, f arðlaust og stefnu-
laust flangur, ýmist í heimahögum, eða,
ef meira er haft við, f heldri kauptún-
um landsins. Þess munu þó dæmin,
nær og fjær.
Verkefnin liggja furðu nærri hendinni,
þó auðvitað þurfi viðbúnað nokkurn
til að starfrækja þau. Bent hefir t. d.
verið á það, að héðan er flutt út ull
og gærur, í algerðri óvissu um, hvað
fyrir það fæst. Veiður, ef til vill, ekki
nema rífiega fyrir áföílnum kostnaði.
Inn er aftur flutt rándýr skófatnaður
og vefnaðarvara. — Hér er verkefni.
Hver veit, nema fá megi allgóðu verði
vinnuvélar þær, sem hér til heyra og
nú eru sagðar standa í útlöndum, hér
og hvar, fyrir allskonar kreppu og
misklíðir? — Þá er víst verketni fyrir
sjávarútvegsfólk við tilbúning á ýmsu
því, er þá atvinnu snertir^og ógrynni
fjár gengur úr iaiidi fyrir. Þar hefir
Sigurjón Pétursson  riðið vel á vaðið.
En hvað stendur mest f vegi hér?
Af skilrfkum mönnum er talið, að það
sem mest hefir tálmað því, að hér
kæmi upp iðnaðarstarfsemi, sé það,
að innlendum iðnaðarvörum sé hætta
búin af samkepni, vegna þess, að hér
láti íólk ekki vinnu sína fala — þó
á »ódýrum« árstfmum sé — nema
fyrir það verð, sem starfsemin geti
ekki borið, f samkepni við útlendar
vörur. Væri þetta rétt, mætti jafna
þvf við það, að kryfja hænurnar til að
ná eggjunum. Og víst er um það, að
of mikið kapp er á það lagt af leið-
togum verkamanna hér á landi, að
halda kaupgjaldi sem jöfnustu allan
árshringinn. Það er alveg gagnstætt
náttúru landsins, staðháttum og at-
vinnuvegum, og þvf er ekki undarlegt,
þó það kunni að koma verkamönnum
sjálfum mest í koll, á þann hátt, að
það, jafnvel öðru fremur, tálmi þvf að
hér rfsi upp iðnaðarstarfsemi um
vetrarmánuðina.
Umhugsunarvert er þetta að minsta
kosti.
Þá hefir og landbúnaðurinn þörf fyrir
fleira fólk, bæði sumar og vetur. Sú
þörf myndi koma betur f ljós, ef lausa-
fólkið kæmist f skilning um, að tekj-
ur þess verða að vera í samsvörun
við tekjur þess atvinnuvegar, sem
fæðir það og klæðir. Og sveitir ís-
lands geta fætt og klætt marga, ef
vel er á haldið og ekki eru gerðar
meiri kröfur til lffsþæginda, en náttúra
landsins leyfir.
í desember 1920.
Jón Gauti Pjeíursson.
Ath.
Blaðið hefir áður getið þess, að það
kysi að þurfa ekki að birta mikið lengri
greinar en þriggja dálka í einu og
sama blaði. Vegna þess að höf. fram-
anskráðrar greinar setti það upp, að
hún birtist í einu lagi og blaðið vildi
ekki missa af hcnni, er hér út af
þessu brugðið.            RUstjóri.
hlutfallslega, og þær settu upp. En
svo er sagt, að þeim hafi ekki litist,
að taka þessu kostabbði.
Röntgensáhöldin
eru nú fyrir nokkru komin hér í sjúkra-
húsið og sett niður ,í hinni nýju við-
bótarbyggingu. Hafa þegar verið tekn-
ar myndir af missmiðum líkamsbygg-
inga við gegnumskin  þessara  undra-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8