Dagur - 04.01.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1923, Blaðsíða 2
2 DAOUR 1. tbl. úr til beggja hliða. Eru þær víðast heiisteyptar að ofan og holar innan. En sumstaðar eru op á þessum hraun- pípum, og þær alt að því r meter að þvermáii. Hallinn er mikill og hraun- móðan hefir runnið ört eftir þessum æðum, en efsta skorpan storknað eins og hvelfing yfir. Þ. Thoroddsen lfkir hrauaborgunum Og hnúkunum austan í hlfðunum við sundurskotin kastala vígi og er það táknandi. Við athug- uðum hvar hann hafði iagt leið slna um þessar sidðir, eftir ferðalýsingu hans að dæma; og glögguðum okkur því belur á ýmsum ályktunum hans, um eldri hraunmyndanir og jarðlög f fjöllunum, Nokkru fyrir norðan aust- uropið á Öskju gengum við suður og upp á 'fjöllin til að stytta okkur leið, enda eru þau lægst þar. Komum svo fram á bjargabrúnina norðaustan, við Öskju, þar sem skarðið opnast austur í fjallgarðinn. Askja er nærri kringl- óttur dalur syðst og austast f Dyngju- fjöllum, og þverbrattar hamrahlfðar á alla vegu, 7—800 fet á bæð, nema þar sem skarðið gengur austur úr, sem hraunið — eldáin — hefir runn- ið í gegnum. Annað skarð miklu minna, er talið suðvcstur úr dalnum. — Fjöllin ná 4500 fet yfir sjó. — Dagsett var orðið og dimt af hrfð, er við komum þar suður, og ilt að sjá hvar helzt yrði ráðist til niðurgöngu í Öskju. — Aðeins á tveimur stöð- um er auðgengið niður f Öskjuopið, austarlega að norðan, laDgt frá því, sem við vorum ataddir. — Víð réð- umst til þar sem llklegast þótti; béldum höndunum f bjargnlbbur og pældum holur, fyrir fæturna, með braddstöfunum f hjarnið; og fetuðum okkur á þann hátt niður í Örkju, þó að seint gengi vegna myrkurs. Stefnd- um svo yfir »eldana« að norðaustur- horni jarðfallsins og komum þar kl 8 um kveldið eftir tvær dagleiðir úr bygð. Myrkrið og hrfðin byrgðu alia útsýn um stund; og komum við að óvörum frsm á barm glgsins, sem gaus vikrinum yfir Austurland 1875. Sú aðkoma verður iengi eftirminnileg, þegar brennisteinssvæluna lagði fyrir vitin, nm leið og kolsvart djúpið gein fyrir fótum okkar. Gamla hugmýndin um Víti, hefir sjaldan verið eins Ijós fyrir mér og á þvf augnablikl. — Hrfðin stóð af suðvestri. Nú fór að rofa til og hvessa mjög í loíti. Birtist þá hver sýnin annari stórfeng- legri og furðulegri. — Af bjarga- barmi jarð/allsins að norðan, ca. 150 fetum ofan við yfirborð Öskjuvatnsins, sem var íslaust, sá yfir Ijósgrænan fiöt þess. Var rok á því vestan til, en öldurnar hvftfextar austur við land- ið. Jeljadrögin sveipuðu að sér skör- inni og skriðu upp fjallshlfðarnar, en skildu eítir gufuflyksur úr eldgfgnum ofarlega f Austur brekkunni og bjá námunum sunnan við vatnið. Að vest- an skarst úr íönninni biksvört breiða með reykháíum hjer og þar, og mundi þéttbýlt talið, ef á bæjum ryki svo þétt. En niður við vatnsborðið, undir björgunuro, íreyddi gufan eins og syði út úr stórum polti. —Eða hvað ? Tunglið glotti á milli éljanna brá draugalegri skímu yfir, svo að ekkert sást netpa til háifs eða f hi!l- ingum. Umhverfis Öskju og yfir vatninu að sunnsn, éðu fjallatindarnir, hvassir eius og sagarblað, f útsinnings- þoku bakkanum og tættu hann sundur. En undirspilið lébu veðurdrunur í fjöll- unum og báruskellirnir við björgin. Hvað verður langt þangað til íslensku málararnir bafa þessa mynd til sýnis í skemmu sinni á Skólavörðuholtinu f Reykjavik ? Eyðilegri dvalarstað get eg ekki hugsað mér en þar, sem náttúruöflin stfga sinn trylda dans f algerðu ein- veldi. Þ. Th. segir: »Náttúran er hér í Öskju öll hrikalegri og mikilíenglegri en á nokkrum öðrum stað á íslandi, sem eg hefi séð; og sá, sem einu sinni hefir staðið á barmi þessa jarð- falls gleymir því aldrei « (Ferðabók I, bindi, bls. 335). Svipuð ummæli hefir hann eftir enskum ferðalang, sem áð- ur hafði ferðast um öræfi Asfu og Afriku. Þegar við vorum búnir að kynna okkur þessi svipbrigði Öskju í tungl- skinsmötli skammdegisnæturinnar, fór- um við að svipast um eítir skjóli fyrir tjaldið okkar, og snerum að vík við vatnið nokkuð austan við víkur- gíginn. Rendum við okkur eftir hjarn- fönn niður í fjöruna og reistum tjaldið þar á víkursandi. Pað er eini staður- inn að norðan og austan, þar sem komist verður niður að vatninu, og sennilega mun það vera erfitt að sunn- an líka. Fjöllin eru þar svo þverbrött. Stormurinn færðist í aukana, svo að við hlóðum skjólgarð úr vikursteinum í kring um tjaldið. Þeir eru svo iéttir í sér, að við gátum hlaupið með mola, sem við rétt aðeins náðum utan um. Garðurinn kom að góðu liði, því að lítið vantaði á, að tjaldið sviftist ofan af okkur í verstu byljunum um nótt- ina. — Nokkuð gátum við sofið um nóttina, en ekki tókst okkur, að láta okkur dreyma um Þjóðverjana, sem fórust í Öskjuvatni árið 1907, Dr. W. Knebel og M. Ruddoff. Nöfnin þeirra eru höggvin á stein í vörðu, á bjarga- barminum, skamt frá vikurgígnum, en varðan hefir hrunið að líkindum í jarðskjálfta. Morguninn eftir var veðrinu slotað og bjart í lofti. Hugðumst við að nota þann dag til að skoða Öskju. Leiksviðið frá kvöidinu áður var beytt að ýmsu leyti. Nú leyndi það sér ekki að svarta breiðan í suðurhluta dalsins var nýtt hraun. Þar voru eldsupptökin, sem við ætluðum að finna. Fyrst gengum við suður með vatn- inu að austan og sáum þar nýlegt hraun, sem runnið hafði úr eldgígnum ofarlega í fjallshlíðinni; steypst fram í vatnið að austan og fylt þar dálitla vík. Er trúlegast að þetta hraun hafi runnið í eldgosinu, sem sást í marz mánuði 1920. Það bar yfir Dyngju- fjöllin I sömu stefnu og þetta sfðasta gos. Á þessu hrauni sásl enginn vik- ur, svo vissulega hefir það runnið eftir 1875 og ferðamenn úr Mývatns- sveit, sem komu í Öskju 1910, full- yrða, að það hafi þá eigi verið til. Úr eldgígum þessum rýkur afarmikil gufa í þéttum mökk upp fyrir fjalls- eggjar. Enda hefir sá gufumökkur sést öðru hvoru norðan úr Mývatnssveit síðan 1920, Við klifum upp að gfg- unum, eftir nýja hraunkambinum. Annarsstaðar varð ekki komist. Þeir eru allmargir, hver hjá öðrum, og gjallhryggir á milli þeirra. Lítið sást niður í þá fyrir gufu og brennisteins- svækju, sem upp úr þeim lagði. Eftir sögn Þ. Th. að dæma, virðist ekkert hafa borið á þessum gígum, þegar hann kom í Öskju, og ferða- menn, sem komu í Öskju 1907 og 1910 telja að mjög lítið hafi þá rokið á þessum stað. Aftur á móti rauk þá töluvert mikið neðarlega úr fjallshiíðinni við suð- austurhorn vatnsins, upp af gígunum, sem gusu á undan vikurgígnum 1875. Voru það fremur litlar holur, sem spúðu gufu þar 1910 og væru lagðir steinar yfir holurnar, þeyttust þeir jafnskjótt upp í loítið. Nú bar mjög lítið á reykjunum á þessum stað og virt- ist dregið úr jarðhitanum. í hlíðinni sunnan við vatnið, vestan til hjá námunum, sýndist gufumökkurinn mjög svipaður því, sem hann var 1910. Einn af okkar ferðafélögum hafði komið snöggvast í Öskju gegnum Jónsskarð 1910 og gat því gert sam- anburð á ýmsu þar, eins og það leit út þá og nú. Þegar við höfðum athugað eldgíg- ana og hraunið austan við vatnið, gengum við vestur að nýja hrauninu. Frá vikurgígnum við norð-austurhorn vatnsins reyndist hér um bii klukku- stundargangur að norðvesturhorni þess. Þar eru þverhnýpt björg að vatninu. P. Th. telur vikurgíginn 300 fet að þvermáli og 150 fet á dýpt. Og 1884 var á botni hans, »vellandi hvít-biá-græn leðja. Upp um gat suðaustan til á botninum kom digur gufusúla hvæs- andi og organdi og tvær minni norð- ar. — — í rönd vatnsins, niður af vikurgígnum, eru tveir vatnsstabbar, sem liklega liggja inn undir gíginn og eru afrensli hans,« segir P. Th. — Nu sást ekkert fyrir þessu. Á botni gígsins var aðeins ljósgrænt vatn, sem gufaði upp úr. Sennilegt þykir mér, að vatn standi nú jafnhátt í gígnum og jarðfallinu. Af því má ráða, að nú séu varla 150 fet niður að vatnsborði að norðan, en niður á botn eru 740 fet. Á árnnum 1884 — 1908 hafði vatn- ið hækkað um rúm 300 fet. Líður því varla á löngu að það fari að renna úr jarðfallinu norðaustur í hraun- ið niður í Öskju-opið. Nýju hraunin, sem runnið hafa fram í vatnið fylla mjög lítið af rummáli jarðfallsins, svo að þess gætir varla. En þau hafa fremur aukið hitann á yfirborði vatns- ins. Árið 1908 er meðalhiti þess tal- inn 61/2 0 C. — Nú .mun hann vera um 12-14 0 C. Þegar við komum að nýja hraun- inu, stikluðum við yfir það á bjarga- brúninni, þar sem það steypist niður í vatnið. Par er það siéttast, og nibb- ur úr gömlu brúninni stóðu sumstað- ar upp úr milli hraunrennanna. Par er það næstum 500 metrar á breidd. Hæstu hrjónurnar eru kaldastar og stigum við á þær, ti! að brenna ekki skóna okkar, en fórum þó sem hrað- ast yfir það. í holum og lægðum voru steinarnir svo heitir, að á þeim sauð snjóhrímið, Hrjónur og hraun- oddar stungust í skóna okkar og sátu brotin þar eftir. í hrauninu mátti sjá margar skringi- lega, storknaðar tnyndir. Sumar hraun- æðarnar líktust trjábolum og kvíslarn- ar út úr þeim limum á tré. Sumir oddarnir á þeim voru breiðir neðst eins og víðirlauf. — Þar voru líka mörg hrukkótt andlit á hraunkörlum og kerlingum. En Frosti og Kári yrja fljótt af skörpustu oddana og ein- kennin. Það sáum við bezt á hraun- inu austan við vatnið, aðeins tveggja ára gömlu. Framan á barminum voru víða jökulstykki óbráðnuð í hrauninu, sem höfðu sprungið þar upp og færst til undan því, nokkur fet, en sum að- eins hallast á röð. t sprungum, þar sem sást í sárin, voru þau margir metrar á þykt, Þóttumst við geta greint snjólögin, eftir hvert ár á svell- húðarlögunum, sem myndast á sumr- um, líkt og aldur trjáa er lesinn eftir árhringum. Eins og áður er um getið, gufaði mest upp úr hrauntanganum, sem lá fram í vatnið, enda heyrðist krauma niðri í, þar sem vatnið var að kæla hraunið. Það hefði verið tignarleg sjón að sjá rauðan hraunfossinn bruna út í vatnið og hverja röstina vaða fram yfir aðra og sökkva í djúpið. Fjöl- breytilegir litir voru á yfirborði vatns- ins meðfram hrauninu, sennilega af uppleystum efnum hraunsins. — Aðal hraunstraumurinn hefir komið vestan með fjallshlíðinni, sunnanvert við Öskju og skollið f vatnið við fellsöxl- ina vestur og niður af hæsta tindin- um, sem er sunnan við það. — Geng- um við vestur fjallshlíðina ofan við hraunjaðarinn, niður í gamla hraunið, vestan við og kring um alt það nýja. Norðan í hlíðinni, nokkuð ofan við nýja hraunið, hefir opnast gígur, og runnið frá honum hraunspýja, sem þó eigi hafði sameinast megin hrauninu. Aðal hraunið virtist hafa komið upp úr mörgum smágígum i hraunbotni Öskju og stóðu þeir í röðum frá suð- vestri til norð-austurs, eftir nýja hraun- inu og ailir nokkuð fjarri jarðfallinu. Við skoðuðum aðeins einn lítinn gíg á norðurjaðri hraunsins. Hafði runnið ofan í hann gjall og gufaði upp úr honum. Annars var illfært að gígun- um. Hraunið er mjög brunnið og gjall- kent. Það er þykkast í suðurröðina meðfram fjallshlíðinni. Það mun vera um það bil 2V2 km. á lengd og um 2 km. á breidd, þar sem það er breiðast. Við álítum að meginhluti þess, að norðan og vestan, hafi runn^ ið fyr. Það var kaldara og snjóhrínii á því með köflum. En að austurhiuti þess, fram við vatnið og hlíðina, hafi runnið síðar, t. d. 26. nóvember. Þann dag sá eg svo mikla gufumekki upp úr fjöllunum, er lfklega hafa staf- að af hraunstraumnum fram í vatnið, Engin merki sáust þess, að aska eða vikur hafi fylgt þessu gosi. Drunur eða dynkir heyrðust hvergi í gígum í hrauninu; alt var kyrt. og hljótt. Þrátt fyrir það getur hugsast, að gosin haldi þar áfram í vetur, en að líkindum verða þau þá í smáum stíl. Eigi sáum við merki þess, að gos

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.