Dagur - 19.06.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1924, Blaðsíða 2
94 DAOUR 24. tbl. markinu, að tillögunni var visað til stjórnarinnar. Húseignir landsins standa auðar og illa notaðar, en rfkið borgar stórar upphseðir f húsaleigu. 26. Vínsala á Siglufirði. Eftir ósk margra Siglfirðinga flutti E'nar Arnason þingsályktun um að skora á stjórniná að leggja niður vínsölu á Siglufirði. Undir umræðunum tók flutn- ingsmaður tillöguna aftur að fenginni yfirlýsingu stjórnarinnar um, að hún mundi taka tillöguna til greina og álita og verða við óskum Siglfirðinga, ef unt væri. 27. Kosningar til /Uþingis. Árni Jónsson og Halldór Stefánsson báru fram frv. um breytingar á kosninga- lögunum. Helztu breytingarnar voru þessar. Heimilt skal sýslunefnd »þegar ástæður eru fyrir hendi, svo sem mikill kjósendafjöldi, vfðátta, tor- færur á leið til kjörstaðar og þvf lfkt að skifta hreppi f tvær kjördeildir* samkvæmt settum reglum. Qnnur höf- uðbreyting var færsla á kjördeginum til sumars. Frumv. hlaut mikinn byr f Nd. en meðan það var til umræðu tók að rigna yfir þingið mótmælum úr kaupstöðum og sjávarþorpum gegn tilfærslu á kjördeginum. Ed. vfsaði málinu til stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá, sem fól f sér bendingu til stjórnarinnar um að taka efni frv. til rannsóknar og undirbúa málið til næsta þings. 28. Landsbankl fslands. Fjár- hagsnefnd Ed. bar fram fyrir hönd stjórnarinnar frv. til laga um bankann bygt á fyrirhugaðri breytingu á fyrir- komulagi bankðmálanna f landinu og var þvf vfsað til stjórnarinnar til frekari undirbúnings og aðgerða. 29. Seðlaútgáfa rikisins. Bjöm Kristjánsson bar fram frv. um stofn- un, sem á að heita ofangreindu nafni og annast alla seðlaútgáfu fyrir rfkið. Yrði það eigi annað en seðlabanki. Frv. var, eins og frv. um Landsbank- ann, vfsað til stjórnarinnar. 30. Sendiherran. Tr. Þórhaiisson bar fram frv. um afnám laga um sendiherra f Kaupmannahöfn. í þess stað skyldi Alþingi ákveð^ á fjárlög- um framlög til utanríkismála og skrif- stofuhalds f Khöfn. í meðferðinni breyttist frv. þannig að heimilt væri að hafa sendiherra, ef fé væri veitt til þess á fjárlögum. Frv. hafði mikinn byr f Nd. og fylgdu þvf margir íhaldsmenn en Sjálfstæðismenn lögðust á móti. Gekk það greiðlega gegnum 2 fyrstu umr. En svo kom afturkippur f málið og það var dregið á langinn og átti ekki þvflfku fylgi að fagna við 3. umr. sem við hinar fyrri tvær. Og er það kom til Ed. svæfðu íhalds- menn málið þar. Er talið að koma Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara hafi valdið þessum veðrabrygðum. Hér á eftir verður getið nokkurra mála sem eigi urðu atgreidd vegna dráttar og tafa: 31. Einkasala á áfengi. Sveinn Ólafsson og Jörundur báru fram frv. um breytingu á lögum um einkasölu á áfengi. Skyldi fela forstjóra Lands- verzlunar forstöðu Áfengisverzlunar rfkisins og skýldi fá lyfjafróðan mann honum til aðstoðar og til eftirlits Iyfjabúðum. Þar var enn ákveðið, að »á vfnanda þann og áfengi, sem heimilt er að fiytja til landsins, skal leggja 25 — 75%, miðað við verð þess komins f hús hér á landi að með- töldum tolli«. Þetta var samþykt f Nd. en dagaði uppi f Ed. 32. Bygðarleyfi. í fyrra var gerð breyting á sveitarstjórnarlögunum þann- ig að tfminn, sem til þess þarf, að vinna sér sveitfesti, var styttur úr 10 árum f 4. Samfara þessu þykir nauð- synlegt að gefa sveitarfélögum og bæjarfélögum heimild til þess að takmarka aðstreymi fólks og jafnvel vfsa, af höndum sér fótki ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Bernharð flutti frv. f þessa átt. íhaldsmenn lögðust margir á móti og margir jafnaðarmnna f Reykjavfk og þykir mörgum furða um þá sfðarnefndu, þar sem frv. miðar beinlfnis að þvf, að tryggja þann verkalýð, sem fyrir er f bæj- unum fyrir hófiausu aðstreymi vinnu- lausra manna. íhaldinu tókst að draga þetta mál svo að það gat ekki orðið afgreitt. 33. Háskólinn. Jón Þorláksson flutti frv. um breytingu á háskólanum. Skyldi hann færast allmikið saman og vera f þessum 3 deildum: Guðfræði- deild, læknadeild, laga- og heimspekis- deild. Upp f frv, þetta var tekið frv. Tr. Þ. um að biskup yrði jafnframt kennari f guðfræðideildinni. Með þess- um lögum átti að fella niður kennara- stól f klassiskum fræðum, hagnýtri sálarfræði og fleiri embætti við há- skólann. Frumvarp þetta komst til Ed. en varð ekki útrætt. 34. Víöboð. Jak. M. flutti frumv. um að veita Otto B. Arnar sérleyfi til þess að reka vfðboð (broadcasting) á íslandi um 15 ára skeið með þar tilteknum skilyrðum. Vfðboð er það er fréttir, tilkynningar, ræður, söngur 0. fl. er sent þráðlaust vfðavega og getur hver, sem vill, með þar til gerðum viðtökutækjum tekið á móti þvf er sent er. Skyldi sendistöðin vera svo sterk að hún næði um alt land. Frv. þetta sofnaði á þinginu. 35. Klæðaverksmiðja. Þórarinn og Pétur Ottesen fluttu svolátandi þingsályktunartillögu: »Alþingi ályktar að skipa 5 manna nefnd, til þess að rannsaka og undirbúa fullkomna klæða- verksmiðju fyrir landið.* Tillagan komst til Ed. en var aldrei tekin þar fyrir til úrslita. 36. Landsbókásafnið. Jónas Jóns- son flutti frv. til lága um að sámeina kennarastarf f hagnýtri sálarfræði við Háskóla íslands og forstöðu Lands- bókasafnsins. Tilgangur þessa frv. var sá, að fá þvf til leiðar komið, að Guðm. Finnbogason tæki sem fyrst við forstöðu Landsbókasafnsins. í greinargerðinni segir svo: »Hér er farið fram á að sameina kenslu f hagnýtri sálarfræði við forstöðu Lands- bókasafnsinB. Sparast með því önqur launin. Vinnan hins vegar áreiðanlega ekki meiri en svo, að núverandi prófessor f hagnýtri sálarfræði mun eiga auðvelt með að inna haná af hendi. Á hinn bóginn er núverandi forstöðumaður Landsbókasafnsins svo bilaður að heilsu, að óumflýjanlegt er, að þar verði mannáskifti þegar á þessu ári. Prófessorinn f hagnýtri sálarfræði hefir áður verið starfsmað- ur við Landsbókasafnið, er maður fjölmentaður og einn hinn nafnkend- asti ritböfundur landsins, sem nú eru uppi. Sýnist þvf sjáifsögð búmenska af rfkinu, að gefa honum fult verksvið fyrir hæfileika sfna, jafnframt þvf sem tekið er fult tillit til fjárhags landsins.< Þrátt fyrir þessi rök lagðist íhaldið f Ed. á móti þessari sjálfsögðu skipan og sparnaði og feldi frv. J. J. En þá tók J. J. það ráð að hann bar fram tillögu til þingsályktunar um að rannsaka 37. stjórnarljœltí við Lands- bókasafnið, og flutti svo hljóðandi tillögu til þingsályktunar: Efrideild Alþingis ályktar, að fela mentamála- nefnd að rannsaka hversvegna hinir kjörnu fulltrúar háskólans hafa nú ( mörg ár neitað að taka þátt f stjórn Landsbókasafnsins, eins og lög standa til. Svo og það, hversvegna landsstjórn- in hefir virt að vettugi álit eftirlits- nefndarinnar. Jafnframt er nefndinni falið, að gera tillögur um hversu gera megi þegar í stað umbætur á stjóin safnsins, að þvf leyti, sem þar hafa verið á meinlegir gallar á undan- förnum árum.« — Þetta hafði tilætluð áhrif. Jón Magnússon fór þegar á 'stúfaná, til þess að koma til leiðar þeirri breytingu, sem farið var fram á f frumv. J. J. Jón Jakobsson sagði af sér og Guðmundur Finnbogason tók við forstöðu Landsbókasafnsins. Þannig urðu íhaldsmenn f Ed. að við- urkenna réttmæti þess máls, sem þeir neyttu aflsmunar, til að drepa. Má segja um J. J. f þessu máli eins og Brján, að hann »féll en hélt vélli*. Frh. Fréttir. Það sorglega slys viidi tii þann 12. þ. m. að maður druknaði hér á pollinum, örskamt frá landi. Hafði hann og annar maður verið sendir frá skipinu Bára með varpakkeri, en er þeir voru að láta það útbyrðis sökk báturinn undir þeim. Frá skipinu var ekki hægt að bjarga, þvf þar var ekki annár bátur, en mönnum sem komu á bát úr landi, heppnaðist að bjarga öðrum mannin- um. Hinn maðurinn sem druknaði hét Jónas Friðriksson frá Kambhóli og var 22. ára gamall, mesti myndar og dugnaðar maður. Bókavörður Jónas Sveinsson biður að geta þess að þeir sem bafi bækur af safninu verði tafarlaust að skila þeim. t Frú Valgerður L. Briem. Minningarorð. Frú Valgerður Lárusdóttir Briem var fædd 12. okt. 1SS5 á Eskifirði. Foreldrar henuar voru sfra Lárus frf- kirkjuprestur Halldórsson (ý 1908) prófasts á Hofi, og Kristfnar Péturs- dóttur organleikara Guðjohnsen. Hún fluttist til Reykjavfkur með foreldrum sfnum rétt fyrir aldamótin, og giftist eftirlifandi manni sfnum sfra Þorst. Briem 6. maf 1910 og eignuðust þau 5 dætur. Sú yngsta dó f fyrra vor fára mánaða gömul, en hinar eru f föðurgarði, Kirkjuhvoli á Akranesi. Foreldrar hennar eignuðust alls átta börn, en á lffi eru nú aðeins frú Guð- rún Lárusdóttir f Ási og Pétur Lár- usson nótnasetjari, Hofi f Rvfk. Frú Valgerður andaðist 26. aprfl. " Eg veit það verður kveðinn harmur að öllum, sem hana þektu. Þvf eg geng að þvf sem sjálfgefnu, að hún hafi átt ftök i björtum allra þeirra mörgu, sem kyntust henni. Eg var svo heppin, að þekkja hana vel; og eftir því sem eg þekti hana Iengur og betur, þvf meira dáðist eg að henni. Hún var stórgáfuð kona og hugsjónarfk. Sál hennar vár fádæma fögur, stór og hrein. Að vöggugjöf hafði hún fengið frábæra listagáfu. Einkar fagra og mikla söngrödd; sám- fara þvf var hún með afbrigðum söng- vin. Einhverju sinni var eg og fleiri heyrnarvottar að þvf, að Pétur organ- leikari, bróðir hennar, Iék nýsamið lag fyrir hana, aðeins einu sinni, og hún hlustaði á f sfma. Fór hún þegar að orgelinu og lék það. Nokkru sfðar er fundum þeirra systkina bar saman, lék hún þetta fyrgreinda lag og spurði Pétur bróður sinn hvort rétt væri, og kvað hann já við þvf. Skáldkona var frú Valgerður ennfremur, sem hún fór þó dult með. Kvæðin yfirleitt fögur að efni og formi. En allra mesta að- dáun þeirra, sem þektu hana, vakti hjartagöfgi hennar og trúartraust. Þeim, sem það þektu, verður það með öllu ógleymanlegt. Allir aumstaddir, ein- stæðingar og olnbogabörn, sem á leið hennar urðu, áttu jafnan örugt athvarf bjá henni. Viðmót hennar bar vott um einkar hlýja og djúpa sál. Með einu handtaki og brosi gat hún látið langþjáða sjúkl- inga gleyma, á meðan hún var nær- stödd, þjáningum og sorg. Mild var hún < dómum sfnum, og átti jafnan afsakandi orð fyrir sérhvern þann, sem á einhvern hátt bar skarðan hlut frá borði almenningsálitsins, þiátt fyrir það þó hún sjálf væri hin grand- varasta til orða og athafna. Yfirlætis- leysi hennar og háttprýði, mun engum úr minni lfða, sem þektu. Frú Valgerður átti vissulega lund- erni Jesú Krists. Með eigin augum sá eg hana verða við þyngstu, en jafnframt fegurstu kröfu hans. — Trú hennar var eins og bjarg, sem ekki bifast, á hverju sem gengur, en jafnframt eins og lýsandi og vermandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.