Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAOUR
kemur út á hverjum f imtu-
degi.  Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innheimtuna  annast  Árni
Jóhannsson í Kaupfél. Eyf.
Af g r eiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn,  bundin við ára-
mót,  sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
X. ár.
tl*&*0*t*0*j^0*l*0S0
I

«MM".'W.
Akureyri, 27. janúar 1927.
I  4. blað
Kosningaúrslitin.
Úrslit  bæjarstjórnarkosninganna
20. þ. m. urðu sem hér segir:
A-Iistinn         306 atkv,
B-listinn         416  -
C-iistinn         394  -
Ógild            48  -
Atkvæði greiddu 1164 kjósendur af
um 1600 á kjörskrá. í bæjarstjórnina
voru þá kosnir: Af lista jafnaðar-
manna: Steinþór Guðmundsson og
Ellsabet Eiriksdóttir. Af lista íhalds-
manna: Hallgrimur Davíðsson og
af lista samvinnumanna: Ingimar
Eydal.
Unga Island.
iii.
í undanförnum greinarköflum var
drepið á mikilvægi uppeldismála.
Par var og bent á og færð líkinda-
rök fyrir miklum aðstöðumun til
uppeldis í sveitum og í bæjum.
Hér verða fserð nokkur reynslurök
fyrir hinu sama. Verður þó, sökum
rúmleysis, fljótt yfir sögu farið.
Eigi má, ef rétt skal meta, benda
á einstök dæmi, heldur lita á meg-
indrætti. Og ekki ber að skoða það,
sem hér verður sagt, eins og áfellis-
dóm yfir þeim hluta æskulýðsins,
sem vex upp í bæjjum, heldur sem
tilraun að skilja vandann, sem þjóð-
inni er á höndum og sem óbeina
kröfu fyrir hðnd æskulýðsins, um
að honum séu búin önnur og holl-
ari uppeldisskilyrði en nú gerist.
Ólöf skáldkona frá Hlöðum færði
það í umtal við þann, er þetta ritar,
eitt sinn, er fundum þeirra bar
saman, að hún hefði, þá um daginn,
séð sýn nokkra, sem myndi verða
sér lengi minnisstæð. Hún hafði
mætt stórum hóp barna hér í kaup-
staðnum, er þau héldu heim úr
skóianum. Hún kvað sér hafa hnykt
við að sjá svipbragð barnanna og
fas, heyra málróm þeirra og orð-
bragð. Henni virtist að úr svip
barnanna, látbragði og framkomu
væri glatað svo mikið af því, sem
börnum væri eiginlegt. Svipurinn
væri kaldur og áfergjulegur, mál-
rómurinn óþíður, orðbragðið rudda-
legt. Vitanlega ætti þessi lýsing ekki
við bðrnin undantekningarlaust, en
þessi hefði verið heildarsvipurinn
yfir hópnum. Og hún þóttist kenna
á svip og sálum barnanna óheilla-
mark götu-uppeldisins, sem skólinn
fengi eigi afmáð með þeim aðferð-
um, sem honuin væri ætlað að
beita og við þau skilyrði, sem
honum væru búin, þrátt fyrir bezta
vilja og viðleitni þeirra, sem hefðu
uppfræðsluna með höndum.
Pessi ummæli eru hér færð til,
af því aðÓlöf skáldkona mun vera
þorra manna glöggskygnari á svip-
mót og sálarlíf og fáir myndu freista
þess, að mótmæla með rökum um-
sðgn hennar. Pað er ómótmælanleg
staðreynd, að jafnskjótt og börnin
færast á legg, eru þau háð þeim
uppeldisáhrifum, sem umhverfið
lætur þeim í té. Og aðaluppeldis-
stofnunin er gatanl Par vaða þau
forina innan um umferð manna og
dýra, verða heyrnarvottar að rudda-
legu og ósæmilegu orðbragði og
sjónarvottar að hverju einu, sem
götulíf í lítt vöxnum og óþrifaleg-
um bæ hefir að bjóða. Fyrsta við-
leitni þeirra verður að forðast hættur
og yfirtroðslur og halda sínum hlut.
Og leikir barnanna taka á sig svip
umhverfisins. Peir verða átök sam-
kepninnar, studd af kænsku og
undirhyggju og börnin verða full-
orðin í hugsunum og háttum lðngu
fyrir aldur fram. í sálum þeirra hefst
eftirsókn þeirra lífsnautna, sem um-
hverfið hefir að bjóða og fyr en
varir eru margir orðnir ofurseldir
löstum og ýmiskonar óvanda, meðan
þeir eru enn á barnsáldrí.
Pað er tíður háttur smádrengja,
að ryðjast úr sætum sínum milli
þátta í kvikmyndahúsunum og
hlaupa út úr salnum. Erindið erað
kveykja í vidlingum! Pessar reyk-
'ngar unglinga og jafnvel barna
fara sífelt í vöxt. Auk veiklandi
áhrifa þeirra í heilsufarslegum og
siðferðislegum efnum draga þær
annan jafnvel alvarlegri dilk á eftir
sér. Vindlingar eru dýr vara, en
bðrn og unglingar hafa ekki að
venjulegum hætti neinar tekjur. Og
þá krefst tóbaksástríðan þess að
gjaldsins sé afiað með einhverjum
hætti. Verður þá tvent til ráðaí
Annaðtveggja að snúa út lán undir
margvíslegu yfirskyni, eða stela.
Mun mikið af þjófnaði unglinga og
þjófafélögum þeirra vera reist á
þessari orsök fremur en hinu að
margir þeirra séu þjófgefnir að
eðlisfari.              (Meira).
Hjartans  þakklæti
vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur
alúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför
okkar ástkæra sonar og bróður Jóhanns
Sigvaldasonar.
Akureyri 26. jan. 1927.
Foreldrar og systklni.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan Margrét tngi-
björg Eggertsdóttir andaðist að heimili sínu hér í bænum að kvöldi
þess 23. þ. m.
Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 1. febrúar n. k. og hefst frá
heimilinu Oddagötu kl. 1 e. h.
Stefán Jónasson.   Eggert St. Melstað.
t
Jóhanna Jóhannsdóttir
Silfrastöðum.
Skipulag
Kaupfélags Eyfirðinga.
Andsvar gegn  „Athugasemd"
endurskoðenda Kf. Eyf.
Húsfreyjan á Silfrastöðum í Skaga-
firði andaðist úr berklaveiki 4. jan.
síðastl. eftir langa og þunga van-
heilsu. Hún var um fertug að aldri;
fædd og alin upp á Lýtingsstöðum
í Skagafirði. Jóhanna var gift jó-
hannesi Steingrímssyni bónda á
Silfrastöðum, ágætismanni. Lifir
hann konu sína ásamt einu barni
þeirra hjóna, stúlku, vanheilli. Áður
höfðu þau mist barn úr berkla-
veiki. Raunir þeirra hjóna voru því
miklar og viðskilnaður móðurinnar
frá varaniega sjúku barni dauðan-
um þyngri.
Jóhanna var hin mesta atgerfis-
og ágætiskona. Hún var allra kvenna
fríðust, gáfuð, stórhrein í skaplyndi
og ekki smágeðja en drenglynd og
réttsýn í bezta lagi. Hún átti hvers
manns aðdáun og þokka þeirra, er
henni kyntust. Mun héraðsbúum
og svo þeim er tíðfðrult eiga um
þjóðleið hjá Silfrastöðum þykja
mjög hafa daprast um, er heimili
drúpir í harmi, þar sem áður hélt
uppi andlegri rausn og risnu ein
af glæsilegustu konum landsins.
iii.
Þessi deila, hr. endurskoðendur, er
risín af tillögu yðar, þar sem þér leggið
til, að það sé tekið til athugunar, hvort
ekki myndi hagkvæmt, að félagið tæki
að selja félagsmönnum matvöru með
kostnaðarverði gegn peningagreiðslu út
í hönd. Mótstaða mín er ekki stíluð gegn
því, að slíkt sé athugað, heldur gegn
anda tillógunnar, af því að fyrir mínum
sjónum liggja í augum uppi þessi tvö
meginatriði snertandi tillöguna:
1.  Kaupfélag Eyfirðinga hefir ekki
kvikað frá gangverðsgrundvellinum,
sem það var reist á 1906, nema um ein-
stöku vörupósta og um stundarsakir,
þegar knýjandi ástæður hafa verið fyrir
hendi.
2.   Matvara hefir til skamms tíma
verið megin-vörumagn félagsins inn-
flutt og mun jafnan verða ein höfuð-
grein innfluttra vara þess. Engar á-
stæður hafa verið færðar, né eru sjá-
anlegar, sem knýja til þess, að horfið
sé frá grundvallarreglu félagsins um
verðlagningu, að því er snertir þessar
vörur.
Þér hafið leitast við að réttlæta til-
lögu yðar á þeim grundvelli, að það sé í
»samræmi við grundvöll, lög og anda fé-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16