Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 2
14 DAGUB 4» tbl. • ••• ••• • • •'•••-••-•-•- Miklar birgðir af álnavöru nýkomnar: Léreft — hvít og misiit. Tvisttau — fjöldi tegunda. Fóður — allskonar. Purkur og Þurku-dreglar. Borðdúkar og Borðdúkadreglar. Kjólaiau. Karlmannafatatau. Athugið vörurnar! Verð og gœði þola allan samanburð! Kaupfélag Eyfirðinga Myndastofan Qránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Nojðmanna við fótskör slíkra fremd- armanna. Síðar stundaði hann nám við lýðháskólann í Askov. Árið 1881 sneri hann heim og vildi nú veita hinum nýju menningarstraumum yfir ættland sitt og græða lýðskóla hreyfinguna í islenzkum jarðvegi. Og er það engin tilviljun að hann hóf tilraunir sínar í Eyjafirði. Voru þá f4Eyjafirði hinir mestu mætismenn, sem unnu, bæði andl. og verkl. framförum, svo sem Þórsteinn Dan- íelsson á Skipalóni, Einar Ásmunds- son umboðsmaður í Nesi og síra Arnljótur á Bægisá. Kom Gu‘ð- mundur norður að tilhlutun síra Arnljóts, og vann hjá honum að jarðabótum. Haustið 1882 réðst Guðmundur til Eggerts, bónda á Litla-Hamri í Eyjafirói. Hófst skólinn 15. Nóv. 1882 og stóð til 30. Apr. 1883. Á skólanum voru lengst af 8 sveinar. Auk þess naut Eggert bóndi sjálfur kenslu. Var hann þá 32 ára að aldri. Má af því sjá, hversu fróð- leiksþörf hans var mikil, er hann réðst í að setjast á skólabekk og hafa þó engraf fræðslu notið í bérnsku sinni. -----o----- Munkarnir áMöðruvöllum verða sýndir á Nýja Leikhúsinu i Oslo með Ingolf Schance i hlutverki Óttars. Fregnir og myndir frá sýningu Leikfélags Akureyrar á »Munk- unum á Möðruvöllum« hafa vakið svo mikla eftirtekt í útlendum blöðum að hinn frægi norski leik- ari Ingolf Schance hefir sent höf. skeyti og óskað eftir að fá að sýna leikritið í nýja Leikhúsinu í Oslo. Er það óvanalegt og mikill heiður fyrir ungan höfund að fá þessháttar tilboð frá þektu leik- húsi. Erlendis hefir eftirtekt og þekk- ing á ísl. leiklist stórum aukist upp á síðkastið. -------0----- „Árin og eilifðinu. Síra Haraldur sál. Níelsson prófessor var alment eða undantekningarlaust talinn andríkasti, áhrifamesti og djúp- vitrasti prédikari þessa lands. Hvar og hvenær sem hann sté í ræðustól, þyrptist fólkið að honum, sárþyrst í f hið lifandi vatn úr kenningabrunni prédikarans. Enginn fór erindisleysu til þessa fjölgáfaða snillings. Hraustum og heilbrigðum óx ásmegin veikir og vanmátta fengu styrk, þreyttir hvíld, þyrstar sálir svölun. Haraldur Níelsson var dýrmæt guðsgjöf andlegu lífi þjóð- arinnar og guðskristni í landinu. Um þetta bar öllum saman, sem hafa minst hans að honum látnum. Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. Hið sviplega fráfall H. N. fékk mjög á hugi allra Iandsins barna og þó eink- um þeirra fjölmörgu víðsvegar um landið, sem hafði hlotnast sú gæfa að krjúpa við fótskör kennimannsins og kynnast hinu þróttuga, persónulega kennivaldi, er hann var gæddur, og finna hitann af sannfæringareldinum í sál hans leggja sér að hjarta. Mönnum var það ljóst, að við andlát H. N. var orðið það skarð fyrir skildi, sem seint mundi fylt verða. Framkoma slíks andans skörungs og ljóssins hetju er enginn hversdagslegur viðburður, sízt meðal smáþjóðar. Einn geisli skein þó í hugarmyrkr- inu. Haraldur Níelsson hafði látið eftir sig prédikanasafn þjóðinni til handa. »Árin og eilífðin« var dýrmætur arfur frá hans hendi. Pað eina, sem fundið varð að því prédikanasafni, var, að það væri of lítið. Það náði ekki yfir alla helgidaga ársins. Nú hefir ekkja H. N., frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, bætt úr þessu með útgáfu nýrra pré- dikana: Árin og eilífðin II. í safni þessu eru 34 ræður, hver annari ynd- islegri, svo að hreinasta unun og and- leg nautn er að lesa þær. Að öðru leyti verður hér ekki gerð tilraun til að lýsa ræðum þessum, enda gerist þess naumast þörf. Prédikanastarf Haralds Níelssonar var svo alkunnugt að því þarf ekki að lýsa. Pess gerist raunar engin þörf að mæla með bókinni. Pjóðin tekur henni áreiðanlega tveim höndum og hún rennur út. Húslestrar á heimilum munu því miður víðast niður lagðir. Ef til vill á það að einhverju leyti rót sína að rekja til þess, að húslestrabók hafi engin til verið, er fullnægði kröfum nútímans. Eftir útkomu prédikana Har- alds Níelssonar, hafa menn enga af- sökun í þessu efni. »Árin og eilífðin« á að komast inn á hvert íslenzkt heimili, og menn ættu að bindast samtökum um að taka aftur upp hinn gamla og góða sið að lesa húslestra að minsta kosti á helgidögum. Væri þess full þörf að menn lyfti hugum sínum endrum og eins upp úr hvers- dagsþrasinu og bergi í sameiningu úr heilsubrunnum Haralds Níelssonar. /. E. —------o------ Tíu ára afmœli fullveldis íslands minst í Khöfn. Mótið, sem haldið var í Kaup- mannahöfn til minningar 10 ára fullveldis íslands, var mjög vel sótt. Það var haldið í einum af stærstu samkomusölum borgar- innar í »Oddfellow Palæet«, og var hann alveg troðfullur. Fóru þar fram ræðuhöld, hljómleikar og að síðustu var íslands-kvik- mynd Lofts Guðmundssonar sýnd við mjög góðan orðstír. Vér setjum hér svolítið ágrip af umsögn eins Kaupmannahafn- ar-blaðs um mótið: Þegar salurinn var alskipaður, kom Kristján konungur, drotn- ingin og ríkiserfinginn inn, var þeim heilsað, og er þau voru kom- in til sætis, talaði fyrstur dr. Arne Möller forseti Dansk-ís- 'lenzka félagsins. Sagði hann m. a. að þegar ísland varð sjálfstætt ríki fyrir 10 árum síðan, var það ekki aðeins með 1000 ára gömlum sögulegum rétti, en einnig með rétti nýrra framfara og fram- kvæmda bæði andlega og verk- lega. íslenzk þjóð hefði sýnt það, að hún í listum, vísindum og menningu stæði öðrum norður- landaþjóðum jafnhliða. Nú væri hlutverkið það að auka þekkingu þjóðanna hver á annari og efla skilning og samlyndi. Eftir ræðu hans voru leikin ís- lenzk lög; og því næst kom aðal- ræðumaður kveldsins, dr. Knud Rasnmssen, Grænlands- og íshafs- farinn frægi, upp í ræðustólinn. Hann kvaðst mundu helga erindi sitt hinu unga fslandi. Byrjaði hann á að lýsa íslandi eins og það hafði komið honum sjálfum fyrir sjónir þegar hann á æskuárum sá það í fyrsta sinn fyrir 30 árum síðan — hversu ólíkt það væri Danmörku með hinum mildu beykiskögum og lygnu ám. Hér sá maður land, þar sem hinn eilífi eldur stöðugt braust um í iðrum jarðarinnar, og með eilífan ís og snjó á fjallatindunum. En þjóðin tók hinum ungu gestum með opn- um örmum, mætti þeim með trausti, sýndi þeim hlýtt hjarta- lag í hvívetna. Þessir eftirkomendur fornra höfðingjaætta, sem flúðu land til þess að þurfa ekki að lúta norsku ríkisvaldi, hafa haldið við og alið hjá sér ríka mennmgar-þróun í sínu fátæka, hrjóstuga landi. Það stríddi á móti sögu og tilfinningu þjóðarinnar að láta stýra sér af erlendu valdi. Jafnvel á hinum myrkustu tímabilum í sögu lands- ins lifði alla jafna skáldskapar- gáfan meðal alþýðunnar. ísland varðveitti rétt sinn — þann rétt sem sá hefir, er ætíð heldur sér uppréttum — kynslóð eftir kyn- slóð. Þetta eigum vér, sem sjálfir erum lítil þjóð, að skilja og dást að. En andleg menning er ekki nóg. Hver þjóð — alveg eins og hver einstakur maður — verður að geta staðið sig í stritinu fyrir hinni daglegu tilveru. Hvemig hafa menn nú farið að því að bjarga sér í landi, sem hvorki framleiðir korn, málma né tré? ísland er þrisvar sinnum stærra en Dánmörk, en íbúar þess eru þrjátíu sinnum færri, og velmeg- un sex sinnum minni á hvern í- búa. Af þessu leiðir að sú áreynsla sem þarf til þess að brjóta veg til framfara verður 500 sinnum meiri á hvern ein- stakling á íslandi en í Danmörku. Dr. Knud Rasmusen lýsti þar næst framförum landsins með lifandi tölum eins og þær hafa orðið á öllum sviðum í þau 30 ár, sem eru liðin síðan hann fyrst kyntist því. Hvernig akvegir hefðu verið lagðir, brýr smíðaðar, sióferðirnar kringum landið batn- að og margfaldast. Hann mintist á hvernig aðferðirnar við fiski- veiðarnar hefðu gerbreyst og að islendingar nú ættu duglegustu fiskimenn heimsins, og að tog- arafloti þeirra væri með meira og betra nýtízkusniði en dæmi væri til annarstaðar. Þá sýndi hann einnig hvernig framlög til landbúnaðarframfaranna hefðu margfaldast úr 2000 upp í 200000 kr. og á 100 árum hefði útflutn- ingurinn aukist úr 3 upp í 150 miljónir kr. En þó getur maður búist við miklum framförum enn- þá. Ef vel tekst með áveiturnar á Suðurlands-undirlendinu þá ættu aðeins þær' að geta veitt öllum nú- verandi íbúum fslands viðurværi. Hverar og fossar með þúsundum hestafla bíða enn eftir virkjun. — Og þetta er það ísland, sem var svo fátækt, að menn fyrir rúmri öld síðan létu sér í fullri alvöru detta í hug að flytja íbúa þess yfir á hinar józku heiðar! Dr. Knud Rasmussen talaði því JVliðsföðvaríæki fyrirliggj andi. Tömas Björnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.