Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Koatar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júli. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞóB, Norð- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiöslumanns fyrir 1. dea. • •-•• • -•-* XXI. árg •i Akureyri 20. október 1938. £ 45. tbl. Bækur. Skýrsla um Alþýðuskól- ann á Eiðum 1937—1938 heíir blaðinu borizt. Síðastl. vetur voru 16 nemend- ur í eldri deild og 28 í yngri deild, en 2 þeirra forfölluðust frá námi eftir stutta dvöl í skólanum, vegna augnveiki. 50 kennslustund- ir voru á viku í hvorri deild. Allir eldri deildar nemendur tóku burt- fararpróf í vor. Hlutu þeir allir 1. aðaleinkunn, að undanteknum einum, er fékk 2. einkunn. Tveir hlutu ágætiseinkunn. Málfundafé- lag er í skólanum, sem gefur út blað og heldur fundi, venjulega á hálfsmánaðarfresti. Ennfremur eru í skólanum vínbindindis- og tóbaksbindindisfélag og voru ná- lega allir nemendur í þeim báð- um. í matarfélagi nemenda voru 42. Fæðiskostnaður varð kr. 1.48 á dag fyrir pilta, en kr. 1.38 fyrir stúlkur. í skólaslitaræðu sinni 13. apríl gat skólastjóri, séra Jakob Krist- insson, þess m. a., að hann hefði sótt um lausn frá embætti sakir heyrnardeyfu. Er hann nú fluttur ásamt konu sinni að Reykhúsum í Eyjafirði og seztur þar að í ný- byggðu húsi. Hinn nýi skólastjóri á Eiðum er Þórarinn Þórarinsson frá Val- þjófsstað, sem áður hefir verið kennari við skólann. lceland. great Inheritance, rituð af íslandsvininum Adam Rutherford, hefir verið þýdd og gefin út á tungu Malaya. Mun það vera í fyrsta skipti, sem bók um ísland kemur út á því tungumáli. Ensku útgáfunnar hefir áður verið getið í þessu blaði. Sigurður Helgason: Og árin liða. Þrjár stuttar skáldsögur. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja H.F. Fyrir rúmum tug ára kom ungl- ingspiltur til náms í Eiðaskóla með allmikið af kvæðum, er hann hafði ort, meðan hann gætti vit- ans á Dalatanga. Vitanlega voru þessar frumsmíðar ófullkomnar, en sýndu þó glöggt hvert hugur hans stefndi. Þessi piltur var Sig- urður Helgason frá Grund í Mjóa- firði. Hann var ráðinn í því að verða rithöfundur, og nú er hann orðinn það. Fyrsta bók Sigurðar var „Svip- ir“, smásögur 1932, en önnur „Ber er hver að baki“, saga 1936. Nú hefir hann sent þriðju og beztu bókina frá sér og sýnt með henni ótvírætt, að hann er skáld. Þetta eru þrjár sögur. Það er eítirtektarvert að þær byrja allar á því að lýsa haustinu. Sennilega er þetta óafvitandi hjá höf. En honum þykir auðsjáanlega vænt um hinn angurblíða hugblæ haustsins. Enda er þessi angur- blíði alvörublær ofinn inn í frá- sagnarstíl bókarinnar. Bókin ber það með sér, að höfundur hennar hefir opin augun fyrir þeim ör- lögum, sem ráða mannlegu lífi, og kann að segja frá. Fyrsta sagan, „Þegar neyðin er stærst“, lýsir því vel, hvernig ímyndunin um fenginn auð gerir Láfa í Stekkjartúni að manni, svo hann gerir upp sakirnar við hreppstjórann. Sagan er sálfræði- lega snjöll. Önnur sagan, „Skarfaklettur", er stórfenglegasta sagan í bókinni. Og hún er ekki aðeins „dramatisk“ að efni, heldur einnig mjög vel byggð. Um raunhæfni síðari hluta sögunnar, dvöl þeirra Rannveigar og Hafliða í Skarfakletti, má þó deila. Þetta er bezta saga bókar- innar. Þriðja sagan, „Á vegum reynsl- unnar“, er mjög athyglisverð. Auðvitað er efnið ekki nýtt, en sagan er laglega sögð. Lesandan- um finnst Sigríður vera ein af þeim konum, sem hann hefir kynnst í daglega lífinu. Eg las bókina með ánægju, og hún er ótvírætt bezta bók höf. Hún spáir góðu um framtíð hans á rithöfundarbrautinni. Eiríkur Sigurðsson. Árbók Ferðafélags íslands 1938. Aðalritgerð Árbókarinnar að þessu sinni nefnist »Eyjafjörður, leiðir og lýsingar*, aðalhöfundur Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. Er þetta ítarleg lýsing á héruðum og fjöllum umhverfis Eyjafjörð, og tekur lýsingin yfir um 120 blaðsíður og fylgja henni 50 á- gætar myndir af landslagi, byggingum o. fl. Er ritgerð þessi hreinasta hnoss gæti, ekki einungis stórfróðleg, heldur og prýðilega skemmtileg. Fyrst er inn- gangur og er þar stuttlega iýst sigl- ingu inn Eyjafjörð. Þá kemur sér stakur kafli um Akureyri og segir frá helztu framkvæmdum, mannvirkjum og atriðum úr sögu bæjarins frá fyrstu tíð. Næsti kafli eru lýsingar á leið- um og merkisstöðum I Fram-Eyjafirði. Þriðji kafli fjallar um Hörgárdal og byggðir vestan Eyjafjarðar að Arskógs- strðnd, Fjórði '?r um Árskóg- strönd og Svarfaðardal; fimmti kafli um Ólafsfjörð; sjötti um Héðinsfjörð og Ólafsfjörð; sjöundi um fjallvegi milli Eyjafjarðar og Skagafjðrðar; átt- undikafli lýsir landslagi, landskostum og mannvirkjum austan Eyjafjarðar, áumt Flatey í Skjálfanda og Flateyjardal. Níundi og siðasti kaflinn er um Grímsey. Auk þessarar aðalritgerðar er í Árs- ritinu stutt minningargrein um Björn Gunnlaugsson eftir Steinþór Sigurðs- son. Fylgir greininni mynd af Birni sjötugum. Þá flytur Ársritið fregnir frá síðasta aðalfundi félagsins og skýrslu yfir starfs- árið, maí 1937 til mars 1938. Félaga- talan var á siðasta aðalfundi 1933 og 176 í Ferðafélagi Akureyrar. Heildartekjur félagssjóðs námu kr. 14,823,34, en gjöld kr. 11,472,50. Tekjuafgangur því kr. 3,350,84. Sumarið 1937 efndi Ferðafélagið til 22 skemmtiferða, og voru þátttakendur alls 710. Með því að afla sér Árbóka Ferða- félagsins, eignast menn verulega fróð- Iega og skemmtilega átthagafræði og íslandslýsingu. Árbók Ferðafélagsins fæst hjá Birni frá Múla. sem hefir vald til að setja há- marksverð eða hámarksálagningu á vörur í heildsölu og smásölu, hefir verið skipuð þannig: Guðjón F. Teitsson skrifstofu- stjóri skipaður af ríkisstjórninni formaður nefndarinnar. Aðal- steinn Kristinsson framkvæmda- stjóri, tilnefndur af Samb. ísl. samvinnufélaga. Sigurgeir Sigur- jónsson lögfræðingur, tilnefndur af Alþýðusamb. íslands. Einar Gíslason málarameistari, tilnefnd- ur af Landssamb. iðnaðannanna. Dr. Oddur Guðjónsson, tilnefndur af Verzlunarráði íslands. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis hefir gefið út blað, þar sem hrundið er hinum hatursfullu árásum kaupmannablaðanna á fé- lagið. Meðal þeirra, sem í það rita, er Theódór B. Líndal hæstaréttar- málaflutningsmaður. Þá hefir stjórn KRON ákveðið að höfða mál gegn ritstjórum Morgunblaðsins og Vísis fyrir ill- mælgi, er birzt hafa í þessum blöðum nú nýlega um starfsemi félagsins, Kantötukór Akureyrar: Munið æfinguna í Skjaldborg n. k. þriðjudag, 25. þ. m. kl. 8Vz e. h. Verða þar lögð fram hin nýju verkefni vetrarins. Nýir meðlimir, sem hafa gefið sig fram við söng- stjóra, óskast mættir. □ Rún 593810267 - I I. O. O. F. = 12010219 = Dánardægur. Þann 13. þ. m. andaðist Nikulás Jónsson bóndi að Gunnlaugsstöðum í Fljótsdalshér- aði, 53 ára að aldri, orðlagður dugnaðar- og mætismaður. Hann lætur eftir sig ekkju og tvo syni uppkomna. Látin er í Winnipeg frú Guðrún Ólöf Bergmann, ekkja hins þjóð- kunna prests síra Friðriks J. Berg- manns. Hún var fædd á Botni í Eyjafirði 29. september 1855 og skorti aðeins fáa daga á að vera 83 ára gömul. Foreldrar hennar voru síra Magnús Thorlacius og kona hans, Guðrún Jónasdóttir Bergmann. Var hún elzt af böm- um þeirra hjóna. Eitt þeirra er síra Hallgrímur Thorlacius, um 40 ára skeið prestur að Glaumbæ í Skagafirði. Gagnfrœðaskóli Akureyrar var settur sl. laugardag af skólastjóra Þorsteini M. Jónssyni. Innritaðir nemendur í vetur eru fullir 100 að tölu, og nægir ekki húsrúm það, sem skólinn hefir við að búa, fyr- ir þann fjölda, og verður því að leigja fyrir 3. bekk í Verzlunar- mannahúsinu. Er hin mesta þörf á því að byggt verði yfir skólann hið bráðasta. Þrír nýir kennarar, Ármann Helgason, Bragi Sigurjónsson og Jóhann Þorkelsson læknir, kenna við skólann í vetur. Iðnskólinn var settur á laugar- dagskvöldið. 35 iðnnemar verða í skólanum í vetur og 45 í kvöld- deild. Messur í Grundarþingapresta- kalli: Munkaþverá sunnud. 30. okt. kl. 12 á hádegi. — Kaupangi sunnud. 6. nóv. kl. 12 á hádegi. Danssamkomu að Þverá heldur Lestrarfélag Kaupangssveitar n.k laugardagskvöld kl. 9%, Hjónaband: Ungfrú Jónína Jó- hannesdóttir, Miðhúsum og Krist- inn Jakobsson, bóndi, Espigrund. Gullbrúðkaup áttu 13. þ. m. hjónin Guðbjörg Jónsdóttir og Sigurjón Þorkelsson frá Holti í Eyjafirði, en nú til heimilis í Að- alstræti 12 hér í bsenum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.