Dagur - 09.02.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 09.02.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur át á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Qjaldk Árni Jóhnnnssön 1 Kaupfcl. Eyfirðinga. Qjaldd. fyrir 1. juli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. UppSögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXII. árg, j Akureyri 9. febrúar 1939. 6. tbl. -e & Benedlkt J<6ta@soei frá Auðnum. Þessi þjóðkunni öldungur and- aðist á Húsavík miðvikudaginn 1. þ. m. eins og frá var skýrt í síð- asta blaði, eftir skamma legu. Benedikt fæddist 28. jan. 1846 að Þverá í Laxárdal í Suður-Þing- eyjarsýslu, og var því fullra 93 ára að aldri, er hann andaðist. Hann var einn af sonum Jóns Jóa- kimssonar bónda þar og konu hans, Herdísar Ásmundsdóttur. Jón var vel gáfaður maður, fast- lyndur og þéttur fyrir og svo mik- ill hirðumaður, að sagt var að hann hefði ekki mátt sjá fis á hlaðinu við bæ sinn. Á heimili hans var óvenjumikill bókakostur, eftir því sem þá gerðist, og komst Benedikt snemma upp á að gera bækurnar að fræðurum sínum. Skólafræðslu naut hann aldrei, nema þeirrar er heimili hans gat veitt og gerðist síðan sinn eiginn kennari. Hann var því að öllu sjálfmenntaður maður. Gáfur hans voru frábærlega miklar og fjölhæfar, skilningurinn skarpur og viljinn sterkur. Hann var alla sína löngu æfi síþyrstur í meiri og meiri fróðleik, ekki til þess að leggjast á hann eins og ormur á gull, heldur til þess að miðla öðr- um og láta þekkingarljós sitt lýsa þeim til hagnaðar og farsældar í lífi þeirra. Öll Norðurlandamálin lærði hann af sjálfsdáðum, enska tungu lærði hann einnig af sjálf- um sér svo rækilega, að hann las hana jafnt og sitt eigið móðurmál, og í þýzku mun hann hafa verið sæmiiega að sér. Með þessari málakunnáttu sinni hafði Bene- dikt eignast lykilinn að heimsbók- menntunum og notaði sér þá fjár- sjóðu ósleitilega. Las hann ógrynni öll af útlendum skáldritum og fræðibókum um margvísleg efni og þó einkum þau fræði- og tíma- rit, er fjölluðu um félagsmála- hreyfingar í fortíð og nútíð. Mun það ekki orka tvímælis, að enginn íslendingur, hvoi'ki fyr né síðar, hafi verið jafnfróður um sam- vinnuhreyfinguna í heiminum eins og Benedikt Jónsson frá Auðnúm. Benedikt kvæntist ungur Guð- nýju Halldórsdóttur, þingeyskri konu, sem dáin er fyrir fáum ár- um. Voru þau jafnaldrar. Ungu hjónin reistu bú að Auðnum, sem er lítil jörð skammt frá Þverá, og við þann 'bæ er Bencdikt kennd- ur. Bjó hann þar lengi við fremur lítil efni. Þótti sumum það kyn- legt, að hann, sem kynni svo vel að vísa öðrum veginn til efnalegr- ar velmegunar, gæti ekki orðið efnaður sjálfur. Þetta var þó vel skiljanlegt. Hugsjónir hans fyrir velmegun almennings toguðu hann frá hversdagsstörfunum heima. Hann var önnur hönd Jak- obs Hálfdánarsonar við stofnun fyrsta kaupfélagsins á íslandi, Kaupfélags Þingeyinga og átti mikinn eða mestan þátt í að móta skipulag þess. Gaf hann áhuga sinn og tíma að miklu leyti í þarf- ir félagsheildarinnar fyrir sárlítil laun, enda ekki unnið þeirra vegna, en sat sjálfur á hakanum með bú sitt. Má segja, að B. J. yrði svo samgróinn Kaupfélagi Þingeyinga til æfiloka, að saga félagsins sé öðrum þræði saga hans sjálfs. Benedikt bjó lengi á Auðnum eða fram yfir síðustu aldamót. Á þeim tíma var hann kjörinn hreppstjóri í Helgastaðahreppi og síðan í Reykdælahreppi, eftir að hinum stóra hreppi var skift í tvennt. Um aldamótin fluttist Benedikt til Húsavíkur og gerðist þar sýsluskrifari, en með því aðal- starfi leysti hann einnig af hendi þýðingarmikið starf fyrir kaup- félagið. Eins merkilegs starfs B. J. verð- ur að geta auk þess áður talda. Hann beitti sér fyrir stofnun fé- lagsskapar í sýslunni, er nefndist „Ófeigur í Skörðum o. fl.“, skammstafað O. S. & F. Eitt af störfum þessa félags var að kaupa útlendar bækur og lesa, og gátu utanfélagsmenn einnig fengið aðgang að bókunum. Benedikt var lífið og sálin í þessum félagsskap og valdi bækurnar, sem einkum voru skáldrit og bækur um þjóð- félagsmál. Voru þær lesnar aí fjölda manna, sem gátu stautað sig fram úr erlendum tungum, auk hinna, sem voru fleygir og færir við lesturinn eins og B. J. Seinna, þegar bókasafn þetta var orðið mikið að vöxtum, létu eig- endur þess það af hendi sem stofn að sýslubókasafni því, sem nú hefir aðsetur sitt á Húsavík hinni myndarlegu bókhlöðu, er því hefir verið reist þar. Var B. J. þar bókavörður og leiðbeinandi um lestur til æfiloka. Þetta merkilega fræðslustarf B. J. bar mikla ávexti. Var hér um að ræða nokkurskonar lýðháskóla í sérstöku formi. Er talið að þessi starfsemi öll hafi stóraukið menn- ingu og andlega víðsýni í Þing- eyjarsýslu. Á þessu sviði gerðist B. J. brautryðjandi að mikilvægu menningarstarfi, " sem honum verður seint fullþakkað. Eftir að Benedikt lét af störfum sem sýsluskrifari, hafði hann þrjú verkefni með höndum til æfiloka. Hann vann á skrifstofu Kaupfél. Þingeyinga, var bókavörður og hafði á hendi veðurathuganir. Hinn háaldraði maður hélt á undrunarverðan hátt lítt skertu vinnuþreki til hins síðasta. Fjör- ið, áhuginn, fróðleiksfýsnin og eldur hugsjónanna, allt logaði þetta glatt í sál hans, þó að hann væri kominn á tíræðisaldur. Það eina, sem bagaði hann nokkuð á síðustu árum, var heyrnardeyfa. Að öðru leyti hélt hann sæmilegri heilsu í hinni háu elli. Mun þar miklu hafa um valdið, að hann lifði ætíð mjög reglusömu lífi og var sparneytinn bæði í mat og drykk. Ýmsir, sem lítið þekktu til B. J. nema það, að hann væri frábær fróðleiksmaður af eigin dáð, hafa ef til vill litið svo á, að hann hafi lengst af legið í bókum. Því fór þó fjarri, því eins og áður er sagt, hafði hann miklum skyldustörfum að gegna um æfina, og lagði við þau mikla rækt. En þrátt fyrir skyldustörfin hafði hann tíma til lesturs. Kom honum það að góðu haldi, að hann komst af með lít- inn svefn og svaf ekki meira en hann þurfti. Var hann óvenjulega morgunvökull, vaknaði að jafnaði kl. 5 að morgni, tók þá þegar til lesturs og las af kappi fram að venjulegum fótaferðatíma. Þetta var aðallestrartími hans. Síðan brá hann sér út og fékk sér gönguför, áður en hann gekk að skyldustörfunum. Það er mælt, að skapgerð og sálarlíf manna birtist í rithöndum þeirra. Benedikt skrifaði afbragðs rithönd. í henni var festa, fegurð og skírleiki. Talið er, aðrithendur ýmsra Þingeyinga dragi mjög dám af skrift hans. Hafa sumir haft það við orð, að Benedikt frá Auðnum hafi kennt Þingeyingum bæði að lesa og skrifa. í því mun mikill sannleikur, sé það ekki tekið of bókstaflega eða í oí þröngri merkingu. Sem dæmi um fjölhæfni Bene- 4ikts má nefna þnð, að hsnn laarðí af sjálfsdáðum að leika á flautu og einnig á orgel. Hann var ágæt- lega að sér í söngfræði, hafði dá- góða söngrödd og samdi jafnvel sönglög. Þó mun hann sjálfur hafa talið þá framleiðslu lítils- verða, því hann eyðilagði söng- lagahandrit sín. Benedikt var ör í lund og gat orðið stóryrtur, þegar því var að skifta, en samfara örlyndinu var hann framúrskarandi glaðlyndur, og fjörið og áhuginn gáfu honum vængi, er lyftu huga hans til flugs út um alla heima og geima. Þeim hjónum, Benedikt og Guðnýju, varð 5 dætra auðið, sem allar eru á lífi. Þær eru: Hildur, gift Jóni Péturssyni bónda á Auðnum. Her- dís, gift Jóni Helgasyni frá Hall- bjamarstöðum, nú á Húsavík. Að- albjörg, gift Jóni Baldvinssyni frá Garði, nú á Húsavík. Urmur Bjarklind (Hulda skáldkona), gift Sigurði Bjarklind bankagjaldkera í Reykjavík. Bergljót, ekkja Srg- urðar Baldvinssonar í Garði. Benedikt á fjölda af bamabörn- • um. Allt líf og starf Benedikts Jóns- sonar frá Auðnum stefndi að einu marki, því marki að uppfylla þá gullvægu og undurfögru hugsjón, sem felst í hinu foma spakmæli: Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn. KIRKJAN: Messað í Lögmanns- hlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hád.. Zíon: Næstkomandi sunnudag kl. ÍOY2 f. h. barnasamkoma. Kl.. 8Yz e. h. almenn samkoma. Allir velkomnir. □ Rún 59392157 - Frl.\ Gu&sþjóniLstur í Grundarþinga- prestakalli: Hólum, sunnudaginn 19. febr. kl. 12 á hádegi. — Saur- bæ, sama dag kl. 3 e. h. — Grund, sunnudaginn 26. febr. kl. 12 á hád. Kaupangi, sunnudaginn 5. marz kl. 12 á hád. — Munkaþverá, sunnudaginn 12. marz kl. 12 á há- degi. Þorrablót. Þann 5. febr. s.l. var haldið þorrablót að samkomuhús- iriu Grund í Arnarneshreppi, fyrir forgöngu kvenfélagsins „Freyja“ (er telur nú um 48 meðlimi). Var þar samankomið ca. 140 manns. — Á þorrablótinu fóru fram ræðuhöld, upplestur, söngur og dans. — Skemmtun þessi fór fram með hinni mestu prýði. — Veður var kyrrt og gangfæri hið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.