Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 3. febrúar 1944 LITIÐ UM ÖXL í SJÁLFSTÆÐISMÁLINU ,,Alþýðumaðurinn“ er við og við að stinga niður penna um sjálfstæðismálið, og öll eru þau skrif blaðsins á eina lund. Það telur Alþingi vera á örgustu villigötum í málinu, þar sem þingið ætli að afgreiða skilnað og lýðveldisstjórnarskrá strax á næsta sumri, en bíða ekki með það þangað til einhvern tíma síðar. Um þetta ,,óðagot“ fer Alþm. hinum hörðustu orðum og stendur á blístri af vandlæt- ingasemi. í 4. tölubl. Alþm. þ. á. er for- ustugrein undir fyrirsögninni „Sporin hræða“. Fjallar hún nokkuð um þá uppástungu rík- isstjóra að stofna til þjóðfundar í vor, er taki sjálfstæðismálið til meðferðar. Kallar blaðið uppá- stunguna „aðvörun" til Alþing- is og endar mál sitt á þessa leið: „Það (þ. e. aðvörunin) er enn ein sönnun þess, sem Alþýðufl. og margir af mætustu mönnum þjóðarinnar með honum hafa haldið fram, að sú leið, sem óða- gotsmennirnir í skilnaðarmálinu hafa ákveðið að fara, er óhyggi- leg og ekki sæmandi lýðræðis- þjóð. Hún er eftiröpun of vinnu- brögðum einræðisþjóðanna, sem ekki virða samninga og viður- kenna ekki hugtökin mannúð og siðgæði í viðskiptum". Fyrst er nú hér við að athuga, að það er villandi að bendla Al- þýðuflokkinn í heild við þver- girðingsháttinn í skilnaðarmál- inu. T. d. má benda a, að sá mað- urinn, sem ber einna hæst í flokknum, HaraldurGuðmunds- son, mun að öllu laus við þver- girðinginn og tilheyrir því „óðagotsmönnunum", sem Al- þýðum. kallar svo. Svipað má víst segja um Ásgeir Ásgeirsson og einhverja fleiri af fyrirmönn- um Alþýðuflokksins. Til þess að færa sönnur á að hér sé rétt frá skýrt um afstöðu. Haralds Guðmundssonar í sjálf- stæðismálinu, skal hér vitnað í þingræðu, er hann flutti nýlega. Honum farast þar m. a. orð á þessa leið: Eg skal gera grein fyrir því hvers vegna eg tel rétt að miða gildistöku sambandsslita og lýð- veldisstofnunar við 17. júní. Eg tel að meginástæðan til þess, að sambandslögin voru samþykkt hér 1918, hafi verið sú, að með þeim fengu íslend- ingar skýlausan rétt eftir árslok 1943 til þess að taka öll sín mál í eigin hendur. Að vísu er mér ljóst, að agnúar voru hér á, þar sem voru uppsagnarskilyrði 18. gr. sambandslaganna. Fyrir liggja margsinnis ítrekað- ar viljayfirlýsingar um uppsögn af okkar hálfu, jafnskjótt og samningstímabilið væri útrunn- ið. Minni eg á samþykktirnar á Alþingi 1928 og 1937. Einnig samþykktina í apríl 1940 um að taka þá í okkar hendur meðferð allra okkar mála. Um allt þetta var fullkomin eining....... Þá samþykkti Alþingi 17. maí 1941 að lýsa yfir því, að það telur ís- land hafa öðlast rétt til fullra sambandsslita við Danmörku, að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endumýjun á sambands- ! lagasáttmálanum, að sambands- slitum verði ekki frestað lengur 'en til styrjaldarloka, og að það sé vilji Alþingis, að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verði formlega slitið. Um þetta voru allir sammála .... En höfum við haft fullan rétt 1941, leikur ekki á tveim tungum, að því fremur er rétt- urinn ótvíræður nú, eftir þrjú ár að samningstímabil sam- bandslaganna er á enda. . . . Að við séum að framkvæma ein- hvern „hraðskilnað“, fæ eg ekki skilið. Fæ ekki séð annað en til- lögurnar nú um sambandsslit og lýðveldisstofnun eigi síðar en 17. /júní næstkomandi séu beint og rökrétt áframhald af aðgerðum Alþingis fram til þessa og sé enga ástæðu til að hvika frá því. Á þenna hátt talar Haraldur Guðmundsson um sambandsslit- in og lýðveldisstofnunina, og hann er ekkert myrkur í máli. Það leynir sér ekki, að hann er undrandi yfir hviklyndi ýmsra samflokksmanna sinna í sjálf- stæðismálinu, þó að hann fari um það vægum orðum af skiljan- legum ástæðum. Geta má nærri, hvort H. G. stendur einn uppi í Alþýðuflokknum með skoðanir sínar á málinu. Eins og H. G. tekur frarn, voru allir flokkar sammála í sjálfstæðismálinu á árunum 1940 til 1942. Þegar litið er um öxl til þessara ára, kemur meira að segja í ljós, að Alþýðuflokkurinn var einna skeleggastur og orð- hvatastur um málið á þessum ár- um. Má færa ýms dæmi þessu til sönnunar. Hér skulu nokkur slík dæmi nefnd: í marzlok 1942 segir Alþýðu- blaðið: „Alþýðuflokkurinn hefir I alltaf verið og er alltaf reiðubú- inn til þess að taka sjálfstæðis- málið upp til fullnaðarafgreiðslu í samvinnu við aðra flokka. — Og ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru þeirr- ar skoðunar, að engin ástæða sé lengur til að fresta því — þá stendur ekki á AlþfL. Hann er reiðubúinn“. í apríllok 1942 skýrir Alþbl. frá því eða gefur í skyn, að Al- þýðufl. hafi 1941 verið „reiðubú- inn“, en þá hafi staðið á Fram- sóknarfl. Jafnframt vitnar blaðið þá í tillögur Ásgeirs Ásgeirsson- ar í stjómarskrárnefnd, en þær hnigu að því, að Alþingi af- greiddi sjálfstæðismálið endan- lega á haustþinginu 1942. Um þetta segir Alþýðublaðið: „Um þessa lausn málsins ættu allir þeir flokkar að geta samein- ast, sem meina nokkuð með því, að þeir vilji flýta lausn sjálfstæð- ismálsins eins og kostur er á úr því sem komið er“. Síðan er Alþbl. við og við að minnast á sjálfstæðismálið og alltaf í þeim sama tón að sjálf- sagt sé að hraða fullnaðaraf- greiðslu þess. Þann 12. júní 1942 segir í grein í blaðinu, að það eigi að „ganga hreint til verks“ um lausn sjálfstæðismálsins, og telur blaðið það „gleðiefni", að meiri hluti Álþingis hafi orðið ásáttur um að ljúka því á því ári (1942) og það verði þjóðinni „til sóma“. Ennfremur segir svo: „En fari allt á annan veg en við von- um, þá verða þó þessar ákvarð- anir okkar sams konar leiðarljós og uppörvun og Eiðsvallafund- urinn var Norðmönnum í nær- fellt heila öld“. Þann 2. ágúst 1942 birtir blað- ið viðtal við formann Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, um verkefni hins væntanlega þings, og í því viðtali telur hann lausn sjálfstæðismálsins standa SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir „Dags“------------ Herthu-strandið 1888. (Framhald). sem fólkið þar gat framast í té látið. — Hins vegar var það fyrir- sjáanlegt, að þar gætu þeir ekki dvalist til lengdar sökum ónógs húsrúms. — Þeir dvöldust þar samt þann dag og hinn næsta. Voru þeir þá orðnir hressir og höfðu náð sér að mestu eftir hrakninginn og volkið. — Stórhríðin hélzt, en veðrið lægði nokkuð, og á þriðja degi varð það að ráði að Júlíus bóndi fylgdi skipbrotsmönnunum öllum yfir Víkurbyrðu, — fjallið milli Hvanndaladals (Hvanna- dals?) og Víkurdals, — að Vík í Héðinsfirði. Þegar þessir atburðir gerðust, bjó í Vík Björn Þorleifsson bónda í Stórholti, Jónssonar. — Björn hafði áður um langt skeið búið rausnarbúi í Stórholti, en var nú nýlega fluttur að Vík.2) Var þar margt manna í heimili og húsakynni góð, því þar var stórt timb- urhús, er Steinn Jónsson skipstj. hafði byggt þar. Þar var þeim skipbrotsmönnum vel tekið og dvöldu þeir í Vík þar til þeir voru fluttir þaðan til Eyjafjarðar, svo sem síðar verður greint. — Eigi höfðu þeir Herthumenn bjargað neinu af fatnaði sínum af skip- brotinu. Á miðvikudagsmorguninn sama og Hertha strandaði, vaknaði fólkið í Vík við það að komin var stórhríð. — Sauðfé var allt úti og óvíst, og fóru karlmenn þegar að hyggja að fénu. Sögumaður a) Meðal bama Bjöms er Kristinn gullsmiður á Siglufirði. Dætur hans voru Halldóra kona sögumanns míns og Kristin kona Sveins Péturssonar í Bakka, Siglufirði, báðar látnar. „ fyrir dyrum. Um það farast for- manni flokksins svo orð m. a.: „Þess er fastlega að vænta, að allir flokkar á Alþingi standi ein- huga um lausn þessa máls“. Eins og kunnugt er, varð ekki af endanlegri afgreiðslu sjálf- stæðismálsins á sumarþinginu 1942. í sept. þ. á. ræðir Alþbl. um þessi afdrif málsins, segir, að þau „hljóti að valda nokkrum vonbrigðum meðal þjóðarinnar" og endar mál sitt á þessa leið: „Og þó að ekki hafi nú tekizt að ná því marki í bili, sem fyrir- hugað var í sjálfstæðismálinu á hinu nýafstaðna þingi mun eng- inn flokkur auka álit sitt hjá þjóðinni með því að skerast úr leik í því máli. Þjóðin lítur á sjálfstæðismálið, sem hafið yfir allan flokkaríg og heimtar undir- hyggjulausa og einlæga sam- vinnu allra flokka um það“. Af öllum þessum tilvitnunum í aðalmálgagn Alþýðuflokksins er það ljóst, að forráðamenn folkksins voru óðfúsir til skiln- aðar við Dani og lýðveldismynd- unar nokkrum mánuðum áður en sambandslagatíminn var lið- inn, og skorti þá ekki eggjunar- orð frá þeirra hendi um að „ganga hreint til verks", Al- þýðuflokkurinn væri alltaf „reiðubúinn“, en jafnframt skýt- ur upp nokkurri tortryggni um það í Alþýðublaðinu, að hinir flokkamir muni ekki standa fast í ístaðinu, þegar um hraðfara lausn sjálfstæðismálsins sé að ræða. Þegar svo úrslit málsins farast fyrir á árinu 1942, brýnir Alþýðubl. aðra flokka á því, að hér sé aðeins um augnablikstöf að ræða, og að hver sá flokkur, sém skerist úr leik, þegar þráð- urinn verði tekinn upp á nýjan leik, megi vænta þess að bíða álitshnekki meðal þjóðarinnar. Nú geta menn borið allt þetta saman við núverandi kenningar blaða Alþýðuflokksins og ýmsra foringja flokksins, sem hæst lét í áður um hraðskilnað. Meiri kú- vending, en þeir hafa sýnt í sjálf- stæðismálinu, er ekki hugsanleg og mun aldrei fyrr hafa fyrir komið í nokkm máli hér á landi. Nú stritast þeir við að rífa allt niður, er þeir áður héldu fram. Þessi snöggu pólitísku veðra- brigði hafa vakið furðu um allt land. Menn spyrja um ástæðuna, en frestunarmenn verjast allra frétta annarra en þeirra, að allt þeirra framferði og allt þeirra tal hafi á undanförnum árum verið ódrengskapur, ókurteisi og lög- leysur, eða eins og „Alþýðumað- urinn“ orðar það: að sú leið, sem þeir völdu sér í skilnaðarmálinu 1942, hafi verið „óhyggileg og ekki sæmandi lýðræðisþjóð", hún hafi verið „eftiröpun af vinnubrögðum einræðisþjóð- anna, sem ekki virða samninga og viðurkenna ekki hugtökin mannúð og siðgæði í viðskipt- um“. minn, Sigurður Guðmundsson, var þar þá vinnumaður. Hann, ásamt einhverjum fleiri karlmönnum þar, fór norður með sjón- um út frá Vík. Er þeir komu út undir landsendann Víkurmegin, sáu þeir þar ýmis konar rekald á floti, en brim var mikið svo að það náði eigi að festa á fjöru. Safnaðist það í hrannir norðan und- ir klettatöngum í ströndinni, dróst svo fram fyrir þær og rak sí- fellt lengra inn með ströndinni. Töldu þeir sig sjá öll merki þess, að skip hefði farist lengra út með landinu, en eigi gátu þeir neitt vitað, hvaða skip það hefði verið. Þeim þótti eigi tilhættandi að fara út yfir Hvanndalaskriður vegna snjóflóðahættu. Þó fór Sig- urður, sem var afburða léttleikamaður og brattgengur, nokkuð út í skriðurnar, en eigi varð hann neins frekara vís. — Þá var kl. um 11 er þeir Víkurmenn voru þarna út frá. Sneru þeir svo heim að Vík með það er þeir fundu af fé. Stóðst það mjög á endum að þeir komu heim og að strandgóssið tók að reka inn á Víkursand- inn, bæði brakið úr skipinu og farmurinn, m. a. tólg, smjörkútar og gærur, svo og brotnar kjöttunnur, en af vörunum var megin hlutinn ónýtur og allt stórskemmt. Björn bóndi ákvað þegar að senda mann til Siglufjarðar að tilkynna hreppstjóra strandið. Þá var hreppstjóri í Hvanneyrar- jjreppi Jóhann Jónsson í Höfn. — Sigurður Guðmundsson var svo sendur, en eigi þótti ráð að hann færi skemmmstu leiðina, yfir Hestsskarð, því að þar er mjög snjóflóðahætt. Skyldi hann fara Hólsskarð, en er hann kom að Möðruvöllum, var stórhríðin svo mikil, að fólkið aftók að sleppa honum áleiðis á fjallið, og sneri hann þar aftur. Stórhríðin hélzt í fimm daga. Birti þá upp og gerði sæmilegt veður. Skipverjamir af Herthu dvöldu í Vík um vikutíma meðan hríðin stóð og brim lægði. — Rómaði Petersen skipstjóri ávallt (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.