Dagur - 12.07.1945, Page 3

Dagur - 12.07.1945, Page 3
Fimmtudaginn 12. júlí 1945 Ð A G U R r ODDUR BJORNSSON, PRENTSMIÐJUEIGANDI OG PRENTMEISTARI Nokkur minningarorð. Þessi góðkunni öldungur og merkismaður, andaðist ó sjúkra- húsi í Reykjavík, fimmtudaginn 5. þ. m. nær óttræður að aldri. Helztu æviatriði hans eru sem hér segir: Hann var fæddur 18. júlí 1865 að Hofi í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Björn Oddsson, síðast bóndi á Hofi og síðari kona hans, Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir. Oddur lærði prent- iðn í ísafoldarprentsmiðju í Reykjavlk og varð fullnuma í þeirri grein árið 1884, aðeins 19 ára gamall. Eftir það sigldi hann til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms, fékk veitta prentarastöðu í háskólaprentsmiðju I. H. Schultz í Kaup- mannahöfn og var prentari þar frá 1889 til 1901. Það ár flutt- ist hann með nýja prentsmiðju til Akureyrar og setti sig þar niður. Starfrækti hann prentsmiðju sína þar síðan með mikl- um myndarskap og dugnaði og var sjálfur prentmeistarinn, nema nokkur ár, er hann dvaldi erlendis og í Reykjavík. Hann hvarf frá störfum árið 1942 sakir heilsubrests. Árið 1922 var honum falið af ríkisstjórninni að undirbúa stofnun ríkisprentsmiðju -í Reykjavík og kynna sér rekstur slíkra stofnana í Þýzkalandi. í þeim erindum dvaldi hann er- lendis rúmlega eitt ár og gaf stjórninni síðan skýrslu um málið. Á Akureyri gaf hann sig að mörgu fleiru en prentiðninni einni. Þannig átti hann sæti í bæjarstjórn Akureyrar um skeið. Hann var einn aðalhvatamaður um stofnun Iðnaðarmanna- félagsins á Akureyri og fyrsti formaður þess um langt skeið. Hann beitti sér og fyrir stofnun Iðnskólans á Akureyri og var lengi formaður í stjórn hans. Þá vann hann og að stofnun sjúkrasamlags í bænum og stóð framarlega um stofnun Heim- ilisiðnaðarfélags Norðurlands. Enn var hann einn af stofnend- um Dýraverndarfélags Akureyrar og tók þátt í stjórn þess. Um hríð var hann í Iðnráði Akureyrar. Við öll þessi störf var Oddur mjög áhugasamur og hinn lið- tækasti. Öll hin mörgu áhugamál sín sótti hann með einbeittni og jafnvel ákafa, þegar á þurfti að halda. Árið 1897 hóf Oddur Björnsson útgáfu bóka í Kaupmanna- höfn. Þar gaf hann út hið nafnkunna „Bókasafn alþýðu", sem vakti mikla eftirtekt. Þótti_mörgum fróðleiksfúsum og bókelsk- um mönnum fengur í því safni,______________________________ enda var þar hver bókin annarri | betur valin að efni, og auk þess var útgáfan hin vandaðasta að öllum ytri frágangi. í safni þessu voru „Þyrnar" Þorsteins Erlings- sonar, „Grænlandslýsing" Finns Jónssonar og Helga Péturssonar, „íslandslýsing" Þorvalds Thor- oddsen, „Nýjasta barnagullið" og skáldsagan „Eiríkur Hansson" eft- ir Jóhann Magnús Bjarnason, og þýddar bækur: „Úranía", „Sögur frá Síberíu" og „Blástakkar Karls XII." Eftir að Oddur fluttist heim, gaf hann út ýmsar bækur, þar á með- al „Þjóðsögur", allmikið safn, „Kveldúlf", safn af bráðskemmti- legum barna- og unglingasögum, „Sögur frá ýmsum löndum, í á- gætri þýðingu Adams Þorgríms- sonar, „Hringar Serkjakonungs", „Y og Z" o. fl. Um leið og Oddur hóf útgáfu Bókasafns alþýðu, skrif- aði hann formála fyrir Þyrnum, er hófst á þessa leið: Oddur Björnsson þýðu, og vonast eftir góðum undirtektum hjá leikum og lærðum ..." Má af þessu sjá, hvað fyrir Oddi vakti með bókútgáfu sinni. Hann vildi fylla upp í eyðu, sem honum þótti vera í bókamarkaði okkar. Oddur var einn af stofnendum Stórstúku ís- lands og vann um hríð í I. O. G. T. í bindindis- málinu var hann einbeittur eins og í öllum öðr- um málum, er hann veitti fylgi. Hann var mikill bókasafnari og gaf Akur- „Margsinnis hefir það verið tek- ið fram, að íslendingar væru mikl- ir bókavinir og fróðleiksfúsir. En þegar litið er á íslenzka bóka- markaðinn, dylst það ekki, að margt og mikið vantar þar til þess að sagt verði að bókamarkaður- inn sé viðunanlegur fyrir fróðleiks- fúsa þjóð. Hið helzta, sem þjóðinni er boðið, auk blaða og tímarita, eru guðsorðabækur og fornsögur vorar. Fræðirit og skemmtibækur vantar með öllu . . . Ég hefi því ráðizt í að gefa út safn af fræði- og Vormót ungmennafélaganna Vorgrænn völlurinn er eftir- sóknarverðasti leikvangur æsku- fólksins. Vorið er árstíð æskunnar, æsk- an er óskmögur vorsins. Ekkert er því eðlilegra og sjálfsagðara en það, að ungmennafélög sveit- anna gangist fyrir vormótum, þar sem unga fólkið safnast til leikja, þar sem það getur séðst og talað saman, liugsað saman, sung- ið saman. Undangengnar helgar hafa ungmennafélögin í Eyja- fjarðarsýslu og I>ingeyjarsýslu efnt til vormóta. Það sem bar þau mót uppi á báðum stöðum og einkum þó hið þingeyska, voru íþróttirnar. í sjálfu sér fer því fjarri að ástæða sé til þess að amast hið minnsta við íþróttum. Þær eru oft í senn hvetjandi metnaðar- raun og skennntilegur leikur. En íþróttirnar og íþróttamótin mega ekki ein setja sinn svip á vormót ungmennafélaganna. Það ber vott um einhæfa félagsþjálfun og lágreista félagsstarfsemi. Þessa gætti þó sorglega rnikið á samkomunum tveimur á Hrafnngili og Breiðumýri. „Nú, þetta voru þó íþróttamót," kunna einhverjir að segja. Satt getur það verið. En það vitnar pkemmtibókum fyrir íslenzka al-' um alvarlegan kyrking í ung mennafélagsskapnum að aðal ungmennin hugi sína í almenn vorsanrkomur þeirra séu „bara íþróttamót". Ef til vill hefir aldr-. ei fyrr verið glæsilegra og meir lieillandi að vera ungur íslend- ingur en einmitt nú. íslands óhamingja stendur afvopnuð frammi fyrir frjálsri og ríkri þjóð. Öll hin dýrustu hnoss sem kynslóðir torfbæjanna sáu í hlóðaglóðinni, ýmist sem skugga- myndir vonlausra drauma eða leiftrandi eldblik framsýnnar vissu falla nú þeim ungu í skaut í tækifærum hinan björtu sum- ardaga. Aldrei fyrr hefir íslenzku æskufólki veitzt jafn góð aðstaða til þess að gefa íslandi allt: ást sína, trú sína, vilja sinn og kraft, þjálfuð af menntun og einbeitt- an áhuga með margföldunar- mætti verklegrar tækni. Aldrei fyrr hefir íslenzku æskufólki veitzt slíkt færi að byggja, fegrá og bæta sitt eigið land. Hvers vegna heyrðust þá engár æsku- bjartar raddir á vormótum ung- mennafélaganna norðlenzku hér- aðanna tveggja, sem vitna um það og skýra það, hvernig unga fólkið ætlar að gefa „íslandi allt?“ „Syngdu meðan sólin skín sumarlangan daginn". W eyrarbæ allt bókasafn sitt eftir sinn dag. Er í því safni margt merkilegra og fágætra bóka. Tvisvar var Oddur sæmdur verðlaunum fyrir prentun á Iðnsýningum. Árið 1935 var hann gerður heiðursfélagi Iðnaðarmanna- félags Akureyrar og sama ár kjörinn heiðursborgari Akur- eyrarbæjar. Á því sama ári varð hann riddari Fálkaorðúnnar og stórriddari sömu orðu 1938. Oddur Björnsson eignaðist 4 börn með konu sinni, Ingi- björgu Benjamínsdóttur, sem enn er á lífi. Þau eru: Björn, prestur að Hálsprestakalli, Sigurður, prentmeistari á Akur- éyri, Þór, deildarstjóri hjá K. E. A. og Ragnheiður, kaup- sýslukona hér í bæ. Oddur Björnsson var stórbrotinn í lund og skapmikill. Hann var hraðskeytinn bardaga maður, þegar honum þótti réttum málstað misþyrmt. Þótti þá ýmsum ekki dælt undir vopnum hans að búa. Var ekki trútt um, að sumir legðu nokkra fæð á hann, í bili, fyrir þessar sakir og stundum kannske ekki með öllu að ástæðulausu. En þrátt fyrir allt átti þessi harðsnúni, skapmikli bardagamaður g o 11 h j a r t a. Kom þetta m. a. og einkum fram í því, er honum þótti lítil- magnanum misboðið á einhvern hátt, hvort sem þar áttu í hlut menn eða málleysingjar. Ekkert tók honum eins sárt og að sjá smælingja troðna undir fótum. Þá var honum jafnan að mæta. Eins og vænta mátti af manni með hans hjartalagi, var hann framúrskarandi barngóður og mér er nær að halda, að hann hafi ekkert mátt aumt sjá, svo að hann hafi ekki verið fús til að rétta hjálpandi hönd. Þó að ef til vill þyki ekki mikils um vert, skal þess getið, að Oddur þjálfaði sig í hnefaleik erlendis og kenndi, heim kominn, Jóhannesi Jósefssyni, glímukappa, þá íþrótt. Oddur lagði mikla stund á gönguferðir og það fram á gamals aldur. Var hann hinn mesti göngugarpur langt fram á elliár, og munu þessar stöðugu gönguferðir og útivera hafa styrkt heilsu hans, enda varð honum ekki misdægurt, þar til fyrir fáum árum að hann missti heilsuna eins og fyrr er sagt. Mun __________________________miklu hafa vríldið um sá sorglegi atburður, að hann lenti í villu austur á öræfum og var þar dægr- um saman einmana og allslaus, og þegar hann loks fannst eftir mikla leit, var hann að þrotum kominn og lamaður á sál og líkama. Síðan varð hann aldrei samur maður. Var ömurlegt að sjá þenna föngulega garp, er áður hafði verið, orðinn að aumingja síðustu ár ævi hans, sem þurfti að hafa gætur á eins og ungbarni. Þegar svo var komið högum hans, var dauðinn honum ávinningur, enda aldurinn orðinhTiár og dags- verkið mikið. Oddur var trúhneigður maður. Eftir að ég kynntist honum upp úr síðustu aldamótum og æ síðan, gaf hann sig mikið að dulspeki- legum fræðum og hugsaði mjög um þau efni. Eg vil enda þessi fáu minn- ingarorð með kærri kveðju til þín, Oddur Björnsson, vinur minn, og flytja þér þakkir fyrir öll okkar skipti og langvarandi samvinnu og áma þér allra heilla á ókunna landinu. — Guð fylgi þér. um söng á vormótunum? Á vormótum ungmennafélag- anna á æskufólkið sjálft að béra uppi dagskrána, jafnt með stutt- um ræðum og almennum söng sem íþróttum. Yfir vormótum ungmennafé- laganna verður að svífa söngglað- ur andi hins hugsjónaríka, fram- sækna og styrka æskumanns, annars eru þau hrýggðarmyndir Imignandi þjóðar. 29. júní 1945. Jónas Baldursson. Ódýrt hangikjöt Vel reyktar HROSSSÍÐUR seljum við nú á aðeins kr. 3.00 pr. kg. Sími 279. REYKHÚSIÐ, NorSurg. 2 21 ? tonns vörubifreið með vélsturtum, er til sölu nú þegar, af sérstökum á- stæðum. Upplýsingar gefa: Halldór Gunnlaugsson, Dalvík, Hvers vegna samstilltu ekki' og Kjartan Haraldsson, B.S.O. Ingimar Eydal. Afgreiðslustúlka óskast. Bókabúð Akureyrar )

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.