Dagur - 10.03.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 10.03.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 10. marz 1948 D AGUR 3 TRYGGVI KRISTINSSON kennari (Minningarorð) Bréf I liafís á Akureyrarpólli fyrir 33 árum. Degi hefir borizt bréf frá Guðm Ólafssyni á Laugarvatni, um at- burð, sem gerðist hér á Pollinum fyrir 33 árum. í bréfinu segir svc: „I HINNI ÁGÆTU bók Lárus- ar Rists, „Synda eða sökkva“, segir hann frá því, að hann hafi þ. 11. júní 1915, bjargað 2 yngis- meyjum af ísjaka á Akureyrar- polli og telur það sitt mesta veiði- happ. Atburður þessi skeði reyndar mánuði síðar en hann greinir, en slíkt skiptir ekki máli hér. Lárus segir, að ferjumaður hafi siglt til lands til að bjarga eigin lífi og yfirgefið þær á jakanum. Frásögn þessi er ekki að öllu leyti rétt eða óhlutdræg í garð ferjumanns, og vil eg því gefa dá- litlar skýringar á þessu atviki. Síðan þessi atburður skeði, eru liðin nær 33 ár. Fölskvi gleymskunnar getur fallið á atburðina, þó að styttra líði frá þeim en það. Heimildarmenn Lárusar að sumu því, er hann segir frá, voru tveir kvenmenn, sem munu hafa verið skelkaðir. Á jakanum voru fleiri en þess- ar yngismeyjar, sem Lárus getur um, a. m. k. ég, kaupakona og barnfóstra. Var ég að sækja þær. Eg á dagbók, sem ég hélt þá, en því miður, getur hún aðeins um ferð þessa, en ekki um æfintýrið á ísjakanum. Verð ég því að segja frá þessu eftir því, sem mig minp- ir og að nokkru leyti eftir minni ferjumanns. Ferjumaður var unglingspiltur af austurströndinni, sem virtist öruggur, þó að ungur væri. Mig minnir, að veðrið væri ekki mjög illt, þó að byr væri allsnarp- ur og hríðarél. Jakinn, sem við sigldum á, var nærri austurströndinni og styð- ur frásögn Lárusar það, að svo hafi verið. Frásögn Lárusar er rétt úm það, að við stukkum í fáti upp á jakann, enda hálffyllti bátinn af sjó. Ekki tókst okkur jakabúum að draga bátinn upp á jakann og hella úr honum. Bráðlega sáum við líka mann frá heimili piltsins á ferð niður að sjónum. Hafði hann gefið okkur gætur. Án núkilla ráðagerða á jakan- um reri ferjumaðurinn í land til að ausa hann og fá hjálp þess, sem í fjöruna kom og var sjó- maður meiri en við ferðamenn- irnir. Ferjumanninn minnir, að ég hafi með orðum mínum stuðlað að því, að það var tekið til bragðs, og getur það vel verið satt, þó að ég muni það ekki. En Lárus bar brátt að jakanum og tók yngismeyjarnar, því að þær mun hafa fýst meira til vest- urstrandarinnar en austurlands- ins eftir þetta. Mig minnir, að ferjumaður kæmi brátt aftur liðsterkari en áður og flytti mig og mitt lið til austurstrandarinnar. En Lárus fór með sinn hlut vestur til Akureyrar, og mun hafa orðið vel reiðfara þangað. Það man ég þó, að Lárus bauð mér flutning til Akureyrar, en ferjumanninn mun hafa borið að í þeim svifum. Það er víst, að ég kom ekki aft- ur til Akureyrar í það sinn, en var vel hresstur á heimili ferju- mannsins. Mér fannst ekki mikill háski á ferðum. Ef mér hefði fundizt það, mundi ég hafa skrifað um þetta rækilegar í dagbók mína. Veit ég ekki til, að neinn þeirra, er með mér fór, hlyti illt af DCSSU.“ Ummæli ferjumanns. Ferjumaðurinn, sem um getur í bréfi þessu. var Sigfús Hall- grímsson, nú bóndi á Ytra-Hóli í Kaupangssveit. í bréfi til blaðs- ins segir hann: „Eg er hr. Guðmundi Ólafssyni, skólastjóra, þakklátur fyrir þessa leiðréttingu. Það er, sem betur fer, ekki dag- legur viðburður, að óhapp, eins og þarna varð við ísjakann, sé tekið til meðferðar opinberlega í víðlesiruii bók, og gert að glæp- samlegum verknaði. Eg hef í þessi 33 ár, sem liðin eru síðan, aldrei verið eitt augna- blik í efa um það, að ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð, til að af- stýra frekari vandræðum. Eg hef stundum verið að hugsa um, síð- an ég las þessa hroðalegu lýsingu, á bls. 250 í nefndu riti, hvaðan höfundinum hafi borizt hugrekki til þess, að færa söguna í þennan búning. Var það freistingin, að gera björgunarafrekið sem glæsileg- ast með því að bera ferjumanni á brýn ódrengskap og heiguls- hátt? Eg get ekki varizt þeirri hugsun“. Þannig virðist be.ra. mikið á milli í frásögnum, þátttakenda í þessu ævintýri innan um hafísinn hér á Pollinum fyrir 33 árum. Ef Lárus Rist óskar að gera athuga- semd við þessa frásögn, er honum heimilt rúm til þess hér í þessum dálkum. r Ut um hvippinn og hvappinn „Grille“, skemmtisnekja Hitl- ers, hefir að undanförnu gengið kaupum og sölum, og er nú loks höfnuð í Líbanon, þar sem mill- jónamæringurinn Georg Arida hefir keypt hana. Ætlar hann að nota hana til skemmtisiglinga. „Grille" var talið mesta lúxus- skip, sem smíðað hefir verið. Um borð eru þrjár íbúðir og herbergi með baði fyrir 24 gesti. Hitler notaði snekkjuna aðeins einu sinni, er hann sigldi í henni til Noregs, en hann var sjóveikur og lét eftir þessa reynslu af sjóferð- um. Skipið var selt á 125.000 ster- lingspund nú síðast. ★ Mikill pappírsskortur er nú víða um heim og er blaðaútgáfa takmörkuð af þeim sökum. — Brezku blöðin eru t. d..færri bls. eða í minna broti en þau vildu vera, og upplag þeirra getur ekki tekið eðlilegum vexti. Utbreidd- asta blað heimsins, „Daily Ex- press“ í London, er t. d. gefið út í 3.850.000 eint., en var áður í 4 millj. eint. — í Svíþjóð er geng- in í gildi ströng pappírsskömmt- un og hafa blöðin neyðst til þess að draga saman seglin, t. d. er út- breiddasta vikublað landsins, samvinnumálgagnið Vi, nú í minna broti en áður. Svíar fram- leiða nægan pappír og er tak- mörkunin til þess gei'ð að auka útflutningsvei’ðmæti landsins. — Aðeins í Bandaríkjunum fá blöð- í dag var til moldar borinn að Völlum í Svarfaðardal Tryggvi Kristinsson kennari. Ríkisút- varpið hefir nýlega getið um ætt- erni hans og helztu æfiatriði, og verður það því ekki rakið hér. Eg átti því láni að fagna, að kynnast Tryggva á uppvaxtarár- um mínum, og er mér þessi mað- ur jafnan minnisstæður síðan. — Hann var kennari að menntun og gegndi hann kennarastörfum í fjöldamörg ár, fyrst í Svarfaðar- dal og síðar á Siglufirði. Tóm- stundir sínar allar helgaði hann tónlistinni og söngkennslu. Tryggvi Kristinsson var mynd- arlegur maður á velli, hár og beinvaxinn og prúðmannlegur í framkomu, svo að af bar, og vakti athygli, hvar sem hann fór. Auk kennslunnar hafði hann á hendi í mörg ár söngkennslu og organleikarastarf við þrjár kirkj- ur í Vallaprestakalli, Valla-, Tjarnar- og Upsakirkju. Auk ^ess mun hann oft hafa „hlaupið í skai’ðið“, sem organleikari við Urða- og Stærra-Árskógskirkju, en þær eru báðar útkirkjur frá Völlum. Auk þeirra starfa, sem hér eru talin og sýnast mundu ærin nóg einum manni, hafði Tryggvi fleira á prjónunum. Hann hafði iðulega söngflokk, sem hann æfði og stjórnaði af miklum áhuga og dugnaði. Nú á tímum þykir það brenna við, að éffitt sé að halda uppi slíkum félögum, einkanlega í strjálbýlinu, sökum þess, hve illa er mætt til söngæfinganna. — Söngmenn þeir, sem Tryggvi hafði á að skipa, voru tíndir sam- an hér og þar úr stóru hreppsfé- lagi, og áttu því margir þeirra alllangt að sækja til söngæfinga. Eg var oftar en einu sinni í þess- um félagsskap með Tryggva Kristinssyni, og minnist eg þess ekki, að nokkurn tíma hafi orðið að hætta við eða fresta söngæf- ingu af þeim sökum, að ekki væri nógu vel mætt. Áttu þó sumir þeirra, er tóku þátt í þessum fé- lagsskap, langt að sækja, líklega allt að 10 km. Tryggvi Kristinsson var maður skyldurækinn og samvizkusamur og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Þó er eg ekki í vafa um það, að þær stundir, sem hann naut með félögum sínum á þess- um æfingum, hafi verið honum kærastar. Kunningjar hans og kórfélagar munu jafnan minnast þess, hve hann logaði af áhuga og fjöri við æfingarnar. Dugnaður hans og ósérplægni sýndi sig líka í verkinu. Á mánaðartíma eða svo, æfði hann söngflokk sinn á 12—14 lögum undir opinberar söngskemmtanir og var jafnan gerður góður rómur að. — Má þó með sanni segja, að þar hafi stundum verið misjafn sauður í mörgu fé, svo sem að líkum læt- ur, þar sem af fæstir af kórfélög- um höfðu notið nokkurrar menntunar í tónlist eða söng- mennt. Eg held að það hafi verið árið in allan þann pappír, er þau vilja, og meira nú en nokkru sinni fyrr. það er til dæmis um pappírsnotk- unina, að ein útgáfa á Chicago Daily News þarf eins mikinn pappír og öll Lundúnablöðin á einum degi. 1928, sem Sigfús Einarsson tón- skáld kom hingað með söngflokk á leiðinni til útlanda. Hann hélt söngskemmtun hér í kirkjunni við mikla aðsókn og góðan orð- stír Eitt lagið, sem þessi flokkur söng, rifjaði upp fyrir mér gaml- ar minningar, því sama lagið hafði eg eitt sinn sungið með söngflokk Tryggva Kristinssonar. Það vakti þá einnig athygli mína, hve mikið þeim svipaði saman, Sigfúsi og Tryggva. Ekki er eg svo ættfróður, að eg viti það, hvort þeir hafi verið nokkuð skyldir að feðga eða niðjatali, en andlegi skyldleikinn leyndi sér ekki, það sá eg þá, enda naut Tryggvi tónlistarfræðslu hjá Sig- fúsi fyrr á árum. Tryggvi! Þú ert nú horfinn af sjónarsvciðinu. Nú hefir þú feng- ið tækifærið til þess að þjóna drottningu listarinnar, svo sem hugur þinn girntist. Ástvinir þín- ir og kunningjar sakna þín, en eg hlakka til að hitta þig aftur. Blessuð sé minning þín. Seyðisfirði, 14. febrúar 1948. Jóhannes Arngrímsson. BARNAHJALPIN: 31 þús. krónur hafa borizt til Oags Tll viðbótar áður birtum fram- lÖgum, haf aDegi borizt -þessar úpphæðir til Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna: Hansína Steinþórsd. kr. 100,00, G. J. 50,00, N. N. 50,00, N. N. 125,00, Ingibjörg Helgad., Krist- nesi, 300,00, Kiistín ’Sigurðard. s. st. 50,00, frá börnum 70,00, Steinþ. Jónsson, Kristn., 100,00, Eiríkur Brynjólfsson o. fl., Krist- nesi, 400,00, Þórii’ Valdimarsson, Réykhúsum, 100,00, Albína og Gunnar, Miðhúsum, 100,00, Ing- ólfur, Miðhúsum, 100,00, Ólafur Jónsson 100,00, Karl Jónsson 80,00, Sveinn Árnason 100,00, Árni Friðgeirsson 50,00, Jónína Guðmundsd. 60,00, N. N. 100,00, Kári Hermannsson 200,00, Þóra Sigfúsd. 100,00, Geirþrúður og Pálmi 100,00, Vilborg Pálmadóttir 30,00, L. K. 50,00, Aðalst. Tryggvas., Jórunarst., 100,00 og Tryggvi Aðalsteinss., s. st., 50,00, Sigtr. Símonarson, s. st., 50,00, P. Sigtr. Sím., s. st. 50,00, P.L. 100.00, S. L. 100,00, Anna og Jón 100,00, Þ. Þ. 50,00, Guðmundu rÁrnason 100,00, Sigtr. Júlíusson 200,00, Sig. S. 50,00, Guðný Jósefsd. 100,00, Kristín Árnad. 100,00, N. N. 50,00, systk. Magnús, Ólafur, Eygló, Einar 200,00, Unnuroglnga 100,00, söngkór Kaupangskirkju, ágóði af samkomu 670,00, frá skólabörnum í Glerárþorpi, afh. af Hirti Jónssyni, 615,00, Á. R. 100,00, Friðjón Jóhannesson 100,00, starfsfólk Landsímastöðv- arinnar Ak. 2125,00, Jóhanna og Ásgeir 100,00, Jóhannes Eiríksson 200,00, Skjaldborgarbíó, ágóði af sýningu 29. febrúar, 893,00, verkamaður 70,00, Ragnh. O. Björnsson 300,00, N. N. 100,00 Fanney Friðriksd. 100,00, N N. 50,00, N. N. 50,00, Njáll Jakobs- son, Hvoli, 100,00, Ingvar Bryn- jólfsson 100,00. Samtals hér að ofan kr. 9.668.00. Áður birt kr. 21.842.80. Samtals innkomið á af- gr. Dags til 8. marz kr. 31.510.80. U. M. F. Arsól 30 ára Síðastliðinn laugardag hélt U. M. F. Ársól í Öngulsstaðahreppi hátíðlegt 30 ára afmæli sitt með myndarlegu hófi í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi. Það hófst stundvíslega ld. 8.30 e. h. með sameiginlegri kaffidrykkju. Hafði skólinn tekið að sér þar að lút- andi undirbúningi og framreiðslu og fórst myndarlega eins og þar er venja. Ingólfur Pálsson stjórnaði hóf- inu. Aðrir ræðumenn voru: Bolli Sigtryggsson, hvatamaður að stofnun félagsins, séra Benjamín Kristjánsson, sóknarprestur, og Jónas Halldórsson. Jóhann Konráðsson söng með undirleik Áskels Jónssonar. Jón Ingimarsson söng gaman- vísur um ungmenanfélaga o. fl. Var gerður góður rómur að öllu þessu. Félaginu bárust gjafir og heillaskeyti. Það þakti nokkra athygli að- komumanna að tóbaksreyks varð ekki vart meðan setið var að borðum og ekki í danssal. Þó var ekki bannað að reykja. Ölvunar varð ekki vart. Hófið sátu hátt á annað hundrað manns. — Dans var stiginn fram eftir nóttu. Fyrir honum léku Halldór Sigurgeirs- son frá Arnarstapa og Sigurður Sigurðsson, Landamóti, og virtust starfi sínu vel vaxnir. Það er að vísu ekki merkilegt að félag eða stofnun verði 30 ára. Hitt vakti nokkra athygli, þegar saga félagsins var rakin, að hér um bil allir stofnendur þess eru ennþá félagsmenn og virkir þátt- takendur, þeir sem á lífi eru, og furðu ungir í anda. Og fáir hafa flutt burtu. Hinu er og heldur ekki að leyna að sveitapiltarnir, sem stofnuðu U. M. F. Ársól fyrir 30 árúm og starfað hafa þar síðan að ýmsum menningar- og félagsmálum, hafa í fleiri sýnt tryggð og þrautseigju. Þeir hafa ásamt öðrum dugandi mönnum héraðsins skapað sér og eftirkomendunum skilyrði til að lifa menningarlífi í byggðum Eyjafjarðar. Án efa hafa ung- mennafélög við Eyjafjörð átt drjúgan þátt í að skapa þann fé- lagsþroska, sem hefir þótt ein- kenna marga félagsstarfsemi hér um slóðir. Og víst um það, að ungmennafélögin hafa skilað hæfum mönnum í fremstu raðir þjóðþrifa og menningarmála landsins, og verður svo vonandi enn. Fiðla, ?/ stærð, fyrir ungling, til sölu nú þegar. Geir Þormar. Útungunarvél, 200 eggja, til sölu. Tryggvi Gunnlaugsson, Eyrarvegi 0. Ðansskemmtun verður haldin í Þinghúsi GI æsibæj arhrepps 1 a u gar- daginn 13. þ. m., og hefst kl. 9 að kveldi. Góð rnúsík. Kaffi selt á staðnum. Allur ágóðinn rennur til Barnahjálparinnar. SkcmmthrcfmUn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.