Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 1. apríl 1948. D AGUR ieykvíkingar sigruSu í flestum greinum á Skíðamóti Islands 1948 Guðmundur Cuðmmidsson, I. B. A., varð skíðakóngur Akureyringar fengu meistara í bruni, stökld og göngu karla - Siglfirðingur meistari í svigi Þingeyingar atkvæðamestir í göngunni Jónas Jónsson frá Brelcknakoti var fréttamaður Dags á Skíða- móti fslands, sem fór fram hér um páskana. f eftirfarandi grein segir hann frá mótinu og úrslit- um í cinstökum greinum: Mótið 'hefst'. Það er laugardagur fyrir páska, kl. er að ganga 10 að morgni. Sá, er þetta ritar, situr fáklæddur, ekki á rúmstokknum — heldur á mosaþúfu uppi undir stórfanna- belti Glerárdals. Uppi við Ásgarð er mannsöfuð- ur mikill og utan og neðan frá Ut garði er óslitinn straumur fólks. Skíðamót íslands er að hefjast. Frá því kl. hálf sjö hafa bflarnir gengið frá dyrum ferðaskrifstof- unnar við Ráðhústorg; hvern af öðrum setur Jón Egils brosandi og sigurhýr í gang. Og nú sitj- um við hér, komnir hingað þrír skíðamenn úr q-flokki, meðan margir snillingar Akureyrar í a- flokki liggja heima og dreymir að þeir séu að sigra í hörðustu keppninni! Jæja, — er ekki draumurinn ögn betri en ekki neitt!? Klukkan er iiú bráðum 11. Efst upp í skál, langt upp fyrir alla „Dauðsmannshóla", hafa kapparnir klifið. í miðjum hlíð- um bíða stúlkurnar, — hér gildir: dömurnar fyrst, auðvitað! ,,Hátíðin“ er byrjuð og brun- ið að hefjast Hér, yið endamark- ið, bíðum við — hátíðlegir eins og við á — með klukkur, spjöld, nafnalista og blýantsstubba. Nú heyrum við hrópin frá hundruð- um eggjandi áhorfenda sunnan í hólnum við Ásgarð: — Og þarna kemur hún þjótandi, sú fyrsta — í góðri stöðu. En hvað er hún að segja?Við sperrUtn eyrun. „Eg skal, eg skaí,“ heyrist aftur og aftur — og svo er hún í marki og stöðvast neðan við með góðri sveiflu. „Hér heyrum við tóninn og sjáum svip í. B. R. á þessu móti,“ tautar einn Norðlending- anna í hópnum. — Svo kemur hver af annari. Nr. 4 kemst fram úr nr. 3 við markið og nr. 6 á undan 5. í. B. A. er að tapa fyrir í. B. R. — Víkingur er óþreytandi að hlaupa fram og segja eitt- hvað elskulegt við hverja og eina, sem kemst yfir marklínuna, um leið og hann sviftir af henni númerinu Úrslitin í bruni kvenna: A-flokkur. 1. Ingibjörg Árnad. (Á) í. B. R. 1,32 mín. 2. Jónína Nieljohníusd. (K. R.) í. B. R. 1,41,5 mín. 3. Sigrún Eyjólfsd. (Á) Í.B.R. 1,41,5 B-flokkur: 1. Inga Ólafsd. (í. R.) í. B. R. 1,17 mín. 2. Sólveig Jónsd. (Á) f. B. R. 1,23 mín. 3. Emma Árnad. Samein. Ólafsfirði 1,23,5 mín. C-flokkur: 1. Brynhildur Jónsd. (K.R.) f. B. R. 1,03,5 mín. 2. Guðríður Guð- mundsd. í. B. í. 1,04,5 mín. 3. Jóhanna Friðriksd. í. B. R. 1,10,5 mín. Brun karla í a-flokki byrjaði með miklum hávaða og tauga- æsingi — allt frá brún til enda- marks. Magnús Brynjólfsson, ljúflingur allra Akureyringa á skíðamótum, var ræstur sem 3. maður á eftir tveim Reykvík- ingum. Og nú var ferð og flug á rauðu skyrtunni. Glerárdalur kvað við af ópum. Þarna komu þeir allir þrír að ofan, nær og nær og Magnús hefur tekist að smyrja og staðan er ágæt! Og hann verður fyrstur yfir mark- línuna. Það var þó hressing fyrir okkur Akureyringana, þótt enn sé allsfjarri, að vitað sé um sig- ur í þessari grein. Þarna kemur hver öðrum snjallari og skjótari og síðastur í röðinni Haraldur Pálsson. Nú má Magnús vara sig! — Jónas Ásgeirsson kem- ur ekki. Hann hafði lent út úr við slæma byltu og verið fluttur til Akureyrar. Tapaðist þar einhver snjallasti kepandinn úr mótinu. f b- og c-flokki voru margir keppendur, og sýnilega margir, sem hæfir væru að hækka í keppninni, þótt ekki tækist nú. Úrslit í bruni karla: A-flokkur: 1. Magnús Brynjólfsson (K.A.) í. B.A. 2,29,5 mín. 2. Haraldur Páls- son (Skf) í. B. S. 2,35 mín. 3. Gísli B. Kristjánsson í. B. R. 2,48,5 mín. B-flokkur: 1. Guðm. Árnason (Skb.) f. B. S. 2,06 mín. 2. Magnús Andrésson (Neisti) f. S. S. 2,06,5 mín. 3. Gunnar Pétursson (A. Sk.) í. B. í. 2,07,5 mín. C-flokkur: 1. Hermann Guðjónsson (K.R.) í. B. R. 1,47 mín. 2. Lúðvík Jónasson H. S. Þ. 1,49 mín. 3. Sveinn Jak- obsson (Skb.) f. B. S. 1,49 mín. Brunbrautin var einstök í sinni röð Lengd (a-fl.) 3300 m. og hæð- in 720, með snarbröttum, snögg- um beygjum og mótkasti. Vegna sólarhita, þegar brunið fór fram, varð brautin viðráðanleg flest- um, en í hörðu færi hefði hún reynzt erfið. Brautir hinna flokk- anna voru hlutfallslega léttari. Svigkeppnin. Kl. 1 hófst svigið í brekkunni ofan við Ásgarð. Af 23 skráðum keppendum voru 13 héðan að norðan. En sunnanstúlkurnar báru greinilega af bæði í stíl og öryggi. Aðalheiður og Björg stóðu sig reyndar vel — og sú fyrri náði í síðari ferðinni bezta tím- anum, — en stúlkurnar hér mættu mikið læra af að sjá til Rvíkurstúlknanna á þessu móti; sérstaklega að þjálfun og æfing er nauðsynleg, en gefur líka un- aðslegt öryggi og gleði. Úrslit urðu þessi: A-flokkur: 1. Ingibjörg Árnad. í. B. R. 72,5 sek. 2. Aðalh. Rögnvaldsd. (Skf) í. B. S. 81,2 sek. 3. Björg Finn- bogad. (K.A.) Í.B.A. 83,7 sek. B-flokkur: 1. Inga Ólafsd. Í.B.R. 69,9 sek. 2. Sólveig Jónsd. (Á) Í.B.R. 72,4 sek. 3. Sesselja Guðmundsd. (Á) Í.B. R. 79,8 sek. C-flokkur: l. Guðríður Guðmundsd. í. B. f. 75,9 sek. 2. Jóhanna Friðriksd. í. B.R. 80,9 sek. 3. Sigr. Sveinbjarn- ardóttir í. B. í. 82,4 sek. Svigbraut a-flokks 260 m löng, hæð 110 m, 26 port. B-flokks 240 m. löng, hæð 100 m, 24 port. C- flokks 250 m löng, hæð 90 m, 22 port. Svig karla í C-flokki: 1. Andi'és Ottóson í. B. R. 101,8 sek. 2. Oddur Pétursson í. B. í. 104,2 sek. 3. Herm. Guðjónsson (K.R.) Í.B.R. 106,5 sek. Auk þessara voru þarna margir mjög góðir, t. d. Kaifl Hannesson H.S.Þ., sem átti beztan brautar- tíma, en fékk víti í síðari ferð svo að hann lenti í 5. sæti. Einnig má nefna Hafst. Sæmundsson Rvík, Sveinn Jakobsson Siglufirði, Her mann Ingimarsson Ak., sem góða svigmenn. Brautin: 460 m. löng, hæð 120 m, 32 port Sveitakeppni. — Bezta svig- sveit íslands 1948. Þar var keppn- in allhörð milli í. B. R. og í. B. A., enda sýndist nú mál komið fyrir Í.B.A. að rétta hlut sinn. Eftir fyrri umferð var þó tími f.B.R. aðeins betri. Af Rvíkingum fékk Magnús góðan tíma í síðari fei-ð og Ásgeir sömuleiðis., og með góðum stíl að venju. Þórir stóð sig rétt sæmilega og Gísli var ó- heppinn. Akureyringar keyrðu lakar nema Magnús, sem allir von uðu líka á til síðustu stundar. En þrátt fyrir ágætan tíma í báðum fei-ðum, fékk hann ekki bjax-gað þessu við. Úrslit: 1. sveit. Í.B.R. tími 467,8 sek. 2. sveit í. B. A. tími 485,8 sek. 3. sveit í. B. S. tími 487,0 sek. Lauk þar með keppni fyi’sta dagsins. Færið var gott, grófur snjór, en ekki hart. Annar dagur mótsins — Stökk og svig. Annaf dagur mótsins, páska- dagur, hófst og leið með fögru og blíðu veðri, 10-16° hita og sól- skini. Kl. 9,30 safnast skíðamenn, mótstjórn o. fl. við Ráðhústorg. Liðinu er raðað og síðan gengið undir fánum, við söng og mynda- vélasmelli til kirkjunnar. Hin bjarta tignarlega kirkja er þétt- skipuð fólki, sem vel hlýðir á góðan söng kórsins og hugnæma ræðu séra Péturs Sigurgeirsson- ar. Kl. 3 á stökkið að hefjast við Ásgarð. Stökkbrekkan er búin að valda Hei-manni margri á- hyggjustund og mörgum erfiði allt til síðustu stundar. Þar varð að moka snjó og handlanga ýmist úr eða í, síðasta tímann um 150 manns í sjálfboðavinnu í einu, þ. e. eftir að kvikmynda „vei’ka- lýðinn"! — Guðm. Árnason opnar brautina með stórfenglegu stökki — 46 m — en dettur. En hann er snöggur á fætur aftur. Ferðin var meiri en búizt hafði verið við, að- rennslið er stytt og reynslustökk- in byi’ja. Steinn Símonarson fær slæma byltu, hálfrotast og"er bor- inn inn í skála. — Keppendur eru yfir 20 alls og stökkin taka langan tíma. Stundum verður að bíða vegna golunnar, sem vill bei’a stökkmanninn afleiðis í fluginu, jafnvel út fyrir snjó- línuna! Annars gengur þetta vel. Flestir standa stökkið, en margir verða að kasta sér niður á fletin- um fyrir neðan, til þess að lenda ekki út í móa. Sumir ná þó fall- egxfl beygju meðfram mannhringn um, sem alltaf vill þokast nær og nær. Hann þarf nú líka „plássið sitt“ í dag. Fólkið skiptir hér þúsundum, hóllinn er þakinn þessum fjöllita skara — og farinn að síga undan þunganum, sagði einhver. Og þaðan er breytilegur kliður: eggjunarorð, hræðsluóþ, gleðihlátrar og lófaklapp, bylgja eftir bylgju. Stökmennii’nir eru misgóðir eins og gengur. Stíllinn og öryggið er oft ekki „á marga fiska“ borið saman við það, sem þekkt er af myndum — og sjón og raun — annars staðar, en þjálf- xmin er líka lítil. Úi’slit urðu þssi í A-flokki. 20-32 ára: 1. Sigurður Þórðarson í. B. A. stökklengd 31,5 og 32 m. 217,5 stig 2. Helgi Óskarsson stökkl. 33 og 34 m. 216,9 stig. 3. Haraldur Páls- son Í.B.S. stökkl. 35 og 32 m. 216,7 stig. B-flokkur, sami atdur: l. Guðm. Ólafss. Sameining stökk 29,5 og 29,5 m. 196,7 stig. 2. Albert Þoi’kellsson í. B. A. stökk 28 og 29 m. 188,2 stig. 3. Ragnar Thor- valdsen í. B. R. stökk 29,5 og 31,5 m. 179,1 stig. Aldurfl. 17-19 ára: 1. Guðm. Árnas. f. B. S. stökk 40 og 38,5 m 227,5 stig. 2. Jón Sveins son í. B. S. stökk 30,5 og 34 m 210.1 stig. 3. Hafsteinn Sæmunds- son í. B. R. stökk 36,5 og 28 m. 198.2 stig. Guðmundur vii’ðist mjög efni- legur stökkmaður, spyrnir af kjai’ki og sýndi þarna einna bezt- an stíl auk yfii’burða í stökklengd Mörgum kom mjög á óvart að Iflaraldur Pálsson skyldi lenda aftur í 3. sæti, en vitanlega er stigsmunur næsta lítill á 3 fyrstu mönnum og í’eyndar öllum í a- flokki. Næst hefst svigkeppnin r— sam tímis í a- og b-flokki. Jafnvel neðan frá sýnast brautii’nar ekk- ert barnameðfæri, enda kynnt- ist Hei’mann brautum Olympíu- kappanna í vetur og við þær verður stundum að miða hér, segja þeir sem ráða. Magnús Brynjólfsson, sem al- mennt er nú talinn snjallasti svig maður íslands, fékk þarna víti í báðum ferðum. Þarna átti hann líka við skæða keppinauta að eiga bæði Harald Pálsson, — sem að mínu áliti er bezti skíðamað- ur íslands, fyrir fjölhæfni sína, — og svo Reykvíkingana. En sveit þeirra er skipuð mjög góð- um svigmönnum. Úrslit í a-flokki: 1. Haraldur Pálsson f.B.S. 128,1 sek. 2. Guðm. Sigfússon Í.B.R. 131.4 sek. 3. Hafsteinn Þorgeix’s- son í. B. R. 132,3 sek. Þama átti í. B. R. 1. og 2. þi’iggja manna sveit. f. B. A. átti 3. sveit, 7., 8. og 9. mann, Magn- ús, Guðmund og Dúlla). Úrslit í b-flokki: 1. Gunnar Pétursson í. B. í. 121,4 sek. 2. Lárus Guðmundss. í. B. R. 134.5 sek. 3. Magnús Ágústsson í. B.A. 140,5 sek. Hér varð sveit í. B. R. 1. f. B. A. 2. og í. B. S. 3. (í sveit f. B. A. voru Magnús Á. Birgir Sig. og Baldvin Har.). Bi’aut a-flokks 700 m löng, hæð 190 m. 46 port. B-flokks 560 m löng, hæð 170 m, 40 port. Komið kul í snjóinn og færi á- gætt. Gangan í Vaðlaheiði. Kl. 2,30 á annan í páskum, er- um við mætt uppi á Vaðlaheiði við ,Vaðlaheiðarvegavinnumanna verkfærageymsluskúr1. Orðið er langt, og skúrinn er góður. Nú er lögð alúð við að smyrja skíð- in. Læknirinn þreifar á lífæð göngumanna og skoðar suma nánar. Nöfn keppenda eru köll- uð upp og það er gengið upp að maxkinu þar er hópuxinn orðinn stór þótt flestir yrðu að ganga neðan úr krókum. Veðrið er stillt en sólskinslaust, gott fyrir göngu menn, en síðra fyrir þau, sem standa kyrr á holti eða fönn og gei’ðu ráð fyrir að koma rauð- bökuð af háfjallasól í bæinn í kvöld. Dr. Sveinn lýsir gönguxmi — þ. e. leiðinni — og göngustjóri Einar Kristjánsson les keppend- um g'öngureglurnar. Nr. 1 er kall- aður fram, Guðm. Guðmundsson einasta sigurvon f. B. A. í þessari keppni Jón Einarsson leggur hönd á öxl honum, telur í botn og Guðm. leggur af stað, rólega og (Fi'amhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.