Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						JOLABLAÐ   DAGS
11
Merkié'l í Austurdal.
Sagt frá íúenzkri f)allabyggðy Austurdal í Skagafirði
Þar býr tign í tindum
Eftir Björn Egilsson á Sveinsstöðum
J_SLANDér fáta-kt af gulli og græn-
nni skógnm. Þ(') á það i fórnm sín-'
uin ýmsa mikilsverða fjársjóði.
Einn þeina er fegurð fjalla og dala,
fegurð hirmar margbreytilegu stór-
brothu náttúru landsins. Flestir
íslendingar liafa séð eða heyrt get-
ið um nokkra hina fegurstu staði,
svo 'sem Þingvelli og Þjórsárdal.
Miklá náttúrufegurð er víða að
finna, bæði í byggð og óbyggð, þar
seln fáir landsmánna eiga þess kost
að njóta hennar, vegna þess, hvað
þessif fögru staðir liggja fjarri sam-
gönguleiðum.
Aiisturdahir í Skagafirði er einn
slíkur staður og sannarlega mii
segja, að þar „býr tign í tindum".
Þeir munu yera fáir nú á tímum,
sem þekkja Austurdal, þegar frá
er talið það fólk, sem þar býr enn-
þá, eða þaðan hefur flutt og enn
er á lífi. Austdælingar eru hljóð-
látir uln dalinn sinn fagra. Þeim
fcr sem trúuðum manni, er ógjarn-
an vill opinbera innstu tilfinning
ar sínar í trúmálum.
Eg hef.átt þess kost, að kynnast
þessum dal nokkuð. Fegurð hans
hcfur vakið athygli mína og holl-
vættir hans liafa greitt götu mína
yfir einstigi og ár. Þess végna vil
cg scgja frá honum lítið eitt.
Laudslag
Austurdalur er austastur af
Skagafjarðardölum. Hann liggur
til suðausturs, inn með fjallgarði
þeim, sem er á milli Eyjafjarðar 63g
Skagafjarðar. Fjallgarður þessi er
einn hinn mesti og hrikalegasti á
landinu. Hann er víða skorinn
sundur af dölum og giljum, -en
fannir  stærri  og  smærri  hið
efra. Jökulsá-Eystri fellur um dal-
inn og kemur luin úr Hofsjökli
beggja megin Illviðrahnjúks. Hún
er mikið vatnsfall og reyndist áð-
ur hin mannskæðasta. Jökulsá
eystri og Jökulsá vestri, sem fellur
um Vesturdal, koma saman við
mynni Austurdals og mynda þar
Héraðsvötn.
Vegalengdin frá ármótum fram
dalinn að Nýjabæ, sem lengst mun
Iiafa verið fremsti bær í dalnum,
er um tuttugu kilómetrar.1) Dalur-
inn nær mikið lengxa frameftir..
Gljúfur ei\að Jökulsánni frá ár-
mótum tíu kílómetra fram í dal-
in. Þar fyrir framan fellur hún ým-
ist á eyrum eða milli kamba í af-
mörkuðum farvcgi. Fyrir framan
gljúfrið eru vöð á ánni, en stór-
grýtt er hún alls staðar. í minnsta
vexti tekur hún neðan á síðu, en
er oft óreið yfir sumarið.
Þrír dalir allstórir skerast aust-
ur og suðaustur í fjöllin úr Aust
urdal austanverðum. Fjallabrún-
irnar eru víðast hvassar og klett-
óttar og hæð þeirra á tíunda hundr-
að metra yfir sjó.
Merkigilsá fellur í Jökulsá eystri,
svo sem fjórum kílómetrum fyrir
framan árrruit Jiikulsánna. Hún
kemur af dal þeim, sem norðastur
er þeirra þriggja, er áður voru
nefndir. Hann .heitir að norðan-
verðu Gilsbakkadalur, en að sunn-
an Merkidalur. Merkigilsá fellur
í djúpu og hrikalegu gljúfri fram
í Jökulsá, cn uppi i dalsmynninu
eru klettarnir minni og þar liggur
vegurinn yfir mjóum sneiðingum,
bröttum og knöppum. Merkigilsá
er ekki vatnsmikil, en stórgrýtt og
straumhörð. Hún var brúuð fyrir
nokkrum árum, en áður var húo
oft hinn mesti farartálmi. Samt sciu
áður getur Merkigilið verið illt
. yfirferðar, þegar hjarnað er og svell-
I) Vcgalengdir þ;rr, sem hér verða nefnd-
ar, mumt vera nálægt því réttar, þó nákvæm-
ar mælingar séu ekki ryrir hendi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32