Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 1
F orustugreinin: Húsnæðismálin og dlvara st j órnmálaf lokkanna. AGU Finunta síðan: „Gift eða ógift“ á leik- sviðinu hér á Akureyri. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. nóvember 1951 44. tbl. „Gift eða ógift“ á leiksviði ingar í sjónum „Brúðkaupsmyndin“ úr sjónleiknum „Gift eða ógift“, sem L. A. sýnir um þessar mundir. (Sjá 5. bls.). Siifurbrúðhjónin eru, talið frá vinstri, frú Ingibjörg Síeinsdóttir og Sigurður Kristjánsson, írk. Freyja Antonsdóttir og Júhus Oddsson, frú Jónína Þorsteinsdóttir og Vignir Guðmundsson. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson). Starfræksla hefst bráðlega í ieigiihíisnæði í fyrradag mun hafa verið cnd- anlega ákveðið á hluthafafundi i Þórshamri h.f., að endurbyggja bifreiðaverkstæðið á Gleráreyr- um, sem eyðiiagðist í eldi í sl. mánuði. Mun verða hafizt handa um 65 skráðir atvimiu- lausir í sl. viku lauk skráningu at- vinnulausra manna hér í bæ og mættu til skráningar 65 menn, þar af 36 heimilisfeður með 55 börn á framfæri. Flgstir þessara manna höfðu haft atvinnu í sum- ar, en hafa nú enga atvinnu og ekki neitt víst framundan. Aðalfundur F. II. F. í Eyjafjarðarsýslu Félag ungra Framsóknar- manna í Eyjafjarðarsýslu, held ur aðalfund sinn næstk. sumui- dag, 11. þ. m., að Hótel KEA á Akureyri, og hefst hann kl. 2 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Ennfreinur verður rætt um vetrarstarfið. í !ok fundarins verður sýnd kvikmynd á sýningarvél, sem félagið er búið að eignasí. — Um kvöldið k!. 9 verður spiluð Framsóknarvist. Að spilunum loknum verður stiginn dans. byggingu á sama stað eins fljótt og kostur er. En verkstæðið mun þegar taka til starfa í leiguhús næði á yfirbyggingarverkstæði KEA á Oddeyrartanga og mun auglýsing um starfrækslu þar verða birt nú á næstunni. Hefur þá þannig úr þéssum májum rætzt, að brunatjón þetta orsakar ekki atvinnumissi fyrir marga menn og er það fagnaðar- efni. Skáldsasja um Leif c; Eiríksson Book-of-the-Mouth-Club hók i október Hinn kunni ameríski bóka- klúbbur Book-of-the-Month- Club hefur valið skáldsögu um Leif Eiríksson og hina fornu íslenzku landkönnuði sem aðalbók sína í október. — Sagan heitir „The Utmost Is- land“ og cr eftir Henry Myers. Auk landafundanna eru átök kristni og heiðni á íslandi að- aelfni sögunnar. í sögunni er ekki — gagnstætt því sem oft er í erlendum bókum um þessi mál — reynt að gera Leif og menn hans að Norð- mönnum. Bókin fær allgóða dóma ,t. d. í New York Times Book Review nú fyrir nkemmstu. Flugfragi undir ávexti! I gær mun flugvél hafa flutt hingað um 2 smálestir af ávöxtum, frá frá Reykjavík, til verzlana í bænum. Er hér um .að ræða ýmiss konar ávexti. sem keyptir eru fyrir „báta gjaldeyri“ og því dýrir. Flug fragt mun dýrasta fragt, sem til er, sem vonlegt er, og sýnist lítil ástæða að hækka enn verð þessarar vöru, sem kalla má æskilega en ekki nauðsynlega, með slíkum fluíningum. Verð þessara ávaxta var hér í gær niun hærra en í verzlunum í Reykjavík. Von mun á ávaxta scndingum hingað innan skamms með bifreiðum. Plötiissniðja Odcla eyðilagðist í eldi síðastliðinn laogardag Enn brennur óvátryggð bifreið Á þriðja tímanum sl. laugardag kom upp eldur í stórum verk- stæðisskála við Kaldbaksveg á Oddeyri, tilheyrandi vélsmiðj- unni Odda, scm er eign Kaup- félags Eyfirðinga. í eldinum eyðilagðist skálinn og vélar og áhöld þar inni skemmdist- meira og minna og þar að auki stórskemmdist vöru- bifreiðin K—204, eign starfs- manns i vélsmiðjunni. Mun bif- reiðin ekki hafa verið bruna- tryggð. íkviknunin varð með þeim hætti, að rafmagnshandljós brotnaði, er verið var að vinna við bifreiðina í skálanum og gaus eldur þá upp í benzíngufu eða benzíni, sem þar var nálægt. í skála þessum fór fram ýmis járnsmíðavinna í sambandi við rekstur Odda. Atliyglisverðar niðurstöður rannsókna - leitað skýringa á fiskleysi fyrir Austfjörðum Mörg hundruð endur á andatjörninni Þegar snjóana gerði um dag- inn fjölgaði stórlega á anda- t.jörninni í gilinu og voru þar þá mörg hundruð endur. Þegar hlýnaði fækkaði þeim nokkuð, en enn er mikill fjöldi anda á tjörninni og mun svo verða í vet- ur, iíklega fleiri en nokkru sinni fyrr. Kristján Geirmunds- | son hefur beðið blaðið að minna fólk á, að senda börnin með | með brauðmola handa fuglunum. í síðasta eintaki fiskveiðablaðs- ins „Víðis“, sem Einar Sigurðs- son útgerðarm. gefur út, er at- hyglisverð grein um fiskleysið á miðunum fyrir Austurlandi og orsakir þess. Með því að fisk’.eysi það á grunnmiðum, sem þar er um rætt, er víðar en fyrir Aust- fjörðum, án þess að bcinlínis verði raltið til togaraveiða — t. d. hér í Eyjafirði og næstu mið- um — tekur Daguar sér Bessa- leyfi að birta nokkur helztu atriði þessara hugleiðinga Einars Sig- urðssonar. Segir svo m. a.: Breyttir túnar. „Eitt sinn fyrir ekki ýkja löngu voru blómlegar fiskveiðar fyrir Austurlandi stundaðai' þar á opnum bátum og síðar vélbátum að sumarlagi. Fiskur gekk þá all- mikið inn í firðina, þó að megin- aflinn væri lengst af sóttur út fyrir annnesin. Þá var svo mikil fiskgengd fyrir austan, að menn sóttu þangað í atvinnuleit úr mörgum verstöðvum sunnan- lands, þegar fiskur var genginn bar af miðunum. Voru þá fisk- veiðar stundaðar af kappi fyrir öllu Austurlandi allt sumarið og langt fram á haust. Nú kemur það varla fyrir, að fiskur gangi inn á firðina, og aflabrögðin eru yfirleitt ov.ðin þar svo rýr, að aðkomumenn eru svo til hættir að fara þangað til róðra, og hlutur heimamanna hefur með hverju árinu farið minnkandi og aldrei verið jafnrýr og í sum ar--------- Síld gekk einnig oft inn á firð ina, og mátti heita, að hún væri bar allt sumarið. Var hún þá oft í lásum langt fram á haust. Síld veiddist einnig að vetrarlagi, upp úr áramótum, og þarf ekki að fara langt aftur í timann, um 15 ár eða svo, þegar hún veiddist þar að nokkru marki síðast. En nú virðist þetta alveg búið að Ekki sök togara? „Fiskþurrðin fyrir Austurlandi er því athyglisverðari, sem mönn um finnst, að ágengni togara hafi verið þar minni en fyrir flestum öðrum landshlutum. Og vart er um það að ræða, að togarar raði sér eins og veggur framan til á miðunum, svo að fiskurinn nái ekki til að komast upp að land iviu. eins og á sér stað fyrir Vest- fjörðum og á miðum Vestmanna eyinga og Faxaflóamanna. Það vaknar því sú spurning hvort búið hafi verið áður að eyðileggia þessi mið, því að ekki er því að neita, að þar var mikil ágengni af togurum á fyrsta skeiði botnvörpuveiðanna hér við land. Eða hafa lífsskilyrði fisks- ins versnað frá bví, sem áður var, eða hvort tveggja?“ Fiskurinn og breytingarnar. „Nú hafa síðustu vísindarann- sóknir leitt í Ijós, að fiskurinn er ótrúlega næmur fyrir hinum minnstu breytingum á umhverfi sínu, hafinu. Þannig finnur hann mun á 0.03 gráðu hita og 0.02 prósent saltmagni í sjónum. Aður er það alkunna, hve ætíð í sjón- um er mikilvægt fyrir fiskgöng- urnar. Hafa þátt átt sér stað slíkar breytingar á lífsskilyrðum fisks- ins fyrir Austurlandi? Eru þær hinar raunverulegu orsakir fyrir þverrandi fiskgengd á þessum slóðum? Þegar um það er að ræða, að fiskveiðar í heilum landsfjórðungi leggist niður, þar sem þær voru áður blómlegur at- ■ vinnuvegui', er þar um svo mikil-. vægt mál að ræða, að það má ekki horfa upp á það án þess að hreyfa legg eða lið til þess að leita orsakanna.“ Nýjar leiðir. „Er hér nokkuð hægt að gera, þegar fiskurinn er mikið til hætt- ur að ganga upp að landinu? Það er tvennt, sem hér gæti komið til greina. Það er klak og ný fiski mið. Um ný fiskimið er ef til vill ekki að ræða, en hefur það verið fullrannsakað? Hvað er langt síð- an Eldeyjarbankinn fannst, Hal- inn og nýju lúðumiðin? Geta ekki verið þarna auðugir fiski- bankar austar og norðar? Eru ekki skilyrði til þess að hefja víð- tækt fiskklak í hinum miklu fjörðum eystra? Hvergi væri betra að leiða í ljós árang'urinn af fiskklaki í sjó en þar, ef skilyrðin eru fyrir hendi, .þar sem nú er þuri' sjór. En þetta kallar á rann- sókn og þá fyrst og fremst á skil- yruðm sjávarins til þess að fiskur vilji vera þar.“ Að lokum bendir höf. á, að fiskklak í sjó sé ekki nýung, heldur hafi t. d. Japanir þegar mikla reynslu í þessu efni. Metsala „Kaldbaks“ „Kaldbakur“ seldi 240 lestir af fiski í Grimsby 31. f. m. fyrir 13882 sterlingspund og er þetta hæsta sala íslenzks togara síðan í apríl. Þessi sala gerir kr. 2,65 pr. kg. Næst hæsta sala er hjá „Júní“ frá Hafnarfirði, kr. 2,55 pr. kg. lónas Þór forsljóri látinn í gærmorgun andaðist að heimili sínu hér í bænum Jónas Þór forstjóri Gefjunar, cftir þunga sjúkdómslegu síð- ustu mánuðina. Hann varð 70 ára. Þessa gagnmerka borgara verður minnzt hér í blaðinu síðar. 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.