Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Auglýsendur! Munið, að aug-
lýsingar verða að vera komn-
ar til afgreiðslunnar eða í
prentsmiðjuna fyrir kl. 2 á
þriðjudögum.
Afgreiðslan biður kaupendur
að innleysa greiðlega póst-
kröfur þær fyrir andvirði
blaðsins, sem hafa verið send-
ar út þessa dagana.
XXXIV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 29. nóvember 1951
47. tbL
Heildaryfirlit yfir sölu ísl. togara í október:
Farnar voru 36 isfisksölyferðir
Kafefbak
erlingspund í tveim ferðurn
Heildaryfirlit er nú fyrir hendi um söluferðir íslenzku togaranna
í októbermánuði síðastliðnum. Sala ísfisksins í þessum ferðum nam
nálega VáVi milljónum króna. Hæst í mánuðinum var sala Kald-
baks, er hann seldi 242 lestir íyrir 13.882 stpd. En í tveimur sölu-
ferðum sínum varð hann söluhæsta skipið í mánuðinum með 486
lestir fyrir 23.327 stpd. í báðum ferðum.
Farnar voru 36 ferðir (30 skip),
er seldu 8.162 lestir fyrir 339.033
stpd., eða sem svarar til kr.
15.442.953.
1 Þýzkalandi fóru fram 23 söl-
ur, aflamagn samtals 5.223 lestir
fyrir 206.269 stpd., eða sem svar-
ar til kr. 9.395.553. — Meðalsala
í ferð 8.968 stpd.
í Bretlandi áttu sér stað 13
sölur. Aflamagn nam 2.939 lest-
um, er seldust fyrir 132.764 stpd.,
eða kr. 6.047.400. — Meðalsala í
ferð 10.213 stpd.
Hæst í mánuðinum var sala
Kaldbaks, er hann seldi 242 lestir
fyrir 13.882 stpd., en hann fór
tvær ferðir í mánuðinum og seldi
í báðum 486 lestir fyrir 23.327
stpd. og varð með því móti sölu-
hæsta skipið í mánuðinum.
Heildaryfirlit er einnig fyrir
hendi um aflasölur íslenzkra tog-
ara í Þýzkalandi, en fyrsta salan
fór fram 18. sept., en hin síðasta
14. þ. m. Þýzkalandssölurnar
námu hátt á 12. milljón króna.
Farnar voru 29 ferðir. Afla-
magn nam 6.445% lest, sem seld-
ist samtals fyrir 260.564 stpd., eða
11 milljónir 868.690.
Einh togari (Helgafell) fór 3
söluferðir til Þýzkalands með 629
lestir, sem seldust fyrir samtals
30.721 stpd. — í einni söluferðmni
seldi Helgafell fyrir 12.440 stpd.
og var það hæsta Þýzkalandssal-
an á fyrrgreindum tíma.
Sankfi Péfur hleypti
r
~  I
Flugvélin nauðlenti á öræfum, og flugmennirnir
lentu í hríð á leið til byggða
Svo sem kunnugt er af frétt-
um útvarps og dagblaða, lenti
kennsluflugvélin TF—KAM, eins
hreyfils tvíþekja, í hrakningum
nokkrum á leið hingað norður frá
Rvík í síðustu viku. Var það á
þriðjudaginn var, að þeir félagar
Viktor Aðalsteinsson, bílstjóri og
flugmaður, og Stefán Sigurðsson,
útvarpsvirki, lögðu af stað frá
höfuðstaðnum um kl. 12.40. Áttu
þeir, að öllu sjálfráðu, að vera
komnir norður hingað á flug-
völlinn á Melgerðismelum um kl.
3.30, en svo varð þó ekki, og ekk-
ert sást né spurðist til þeirra þá
um daginn og kvöldið. Ógerlegt
var að hefja þá leit að þeim, sök-
um náttmyrkurs og ofanhríðar,
og varð að bíða dagrenningar.
En á miðvikudagsmorgun lögSu
margir leitarflokkar af stað úr
Eyjafirði og Skagafirði, en 8
flugvélar að sunnan leituðu úr
lofti.
Um hádegi á miðvikudag barst
sú fregn, að þeir félagar væru
komnir fram heilir á húfi. Hafði
einn leitarflokkurinn héðan frá
Akureyri, undir forustu Karls
Magnússonar, hitt þá um 10-
leytið þá um daginn hjá vörðu
þeirri, sem kölluð er Sankti
Pétur á Hafursárdal. Kom leit-
arflokkurinn með þá félaga til
byggðar að bænum Ártúni í
Saurbæjarhreppi hér í firðinum.
Voru báðir mennirnir sæmilega
hressir eftir hrakfarir þesssar og
kalda næturgistingu undir steini
í óbyggðum.
Skýrðu þeir félagar svo frá, að
ísing hefði lagzt á blöndung og
vél flugvélarinnar um kl. 3 þá
um daginn, er þeir voru á leið
norður hingað, og höfðu þeir ekki
þrætt byggðir, heldur flogið
þvert yfir öræfin, sem ekki getur
talizt full varfærni, fremur en
fleira, er viðkemur þessari
slysasögu, ekki sízt um þetta
leyti árs. Var þeim þá nauðugur
einn kostur að lenda þar, sem
þeir voru komnir. Nauðlentu þeir
í skafli einum skammt fyrir norð-
an Urðarvötn. í lendingunni
hlaut Stefán allmikið höfuðhögg,
svo að hann mun hafa misst með-
vitund í bilí, og skrámaðist auk
Eru íslenzkar bíla
bílayfirbyggingar
i sterkari en erlendar? \
<>
*
Bjargaðist kirkjukór
inn siglfirzki af þeimj
ástæðum?
Dagblaðið Vísir í Keykjavík
]i hefur nýskeð átt tal við Lúð-
X vík   Jóhannesson,  forstjóra
\\ Bílasmiðjunnar þar í bæ, og
i I spurði hann meðal annars um
reynsluna  af  yfirbyggingum
\ bíla  hér  á  landi.  ;jVar  um \
\ þetta spurt  af  gcfnu  tilefni,
;]eða  með  tilliti  til  bifreiða-
ilslysa, sem nýlega hafa orðið
úti  á  landi,  þar  sem  menn
sluppu lítt meiddir úr hinum
\ mesta háska. — Kvað Lúðvík
reynsluna hafa leitt ótvírætt í
ljós, að farþegum langferða-
ji bifreiða væri mikið öryggi í
'i því að ferðast í bifreiðum með
iyfirbyggingum smíðuðum hér
i;á  landi,  svo  traustbyggðar
* væru þær. — í Öxnadalsslys-
inu t. d. hefðu vafalaust orðið
alvarlegri meiðsl, ef yfirbygg-
| ingin hefði ekki reynzt eins
;! traust  og  reyndin  var.  —
ii Dæmi mætti nefna, þar sem
!; yfirbyggingin var erlend,  og
!; illa fór, og því engum vafa
1; undirorpið lengur, hvers virði
;] farþegum er hið aukna öryggi,
]i sem felst í traustum yfirbygg-
]! ingum."
í
þess á andliti og fékk glóðar-
auga. Viktor meiddist ekki að
ráði, og vélin skemmdist furðu-
lítið.'
Þeir félagaí' höfðu farið mat-
arlausir úr Rvík, aðeins drukkið
morgunkaffi. Ekki voru þeir sér-
lega skjóllega búnir, en Stefán
þó verr, er í stórræði var komið.
Frost var um 12 stig, þar sem
þeir höfðu lent. Þeir félagar tóku
áttavita úr flugvélinni og héldu
í átt til byggða. En færð fór
versnandi og hríð skall á, svo að
þeir settust að undir stórum
steini og dvöldust þar fram undir
kl. 8 á miðvikudagsmorgun. En
þá héldu þeir af stað, eftir harla
kuldalega nótt, og köfuðu í átt
til byggða, unz þeir mættu leit-
arflokknum við Sankti Pétur á
Hafrárdal, svo sem fyrr var get-
ið. Voru þeir þá allþjakaðir
orðnir, svo sem af líkum ræður,
en þó furðu hressir eftir atvikum.
Hafði Stefán kalið nokkuð á öðr-
um fæti, en mun þó hafa von um
fullan bata.
Flugvél þeirra félaga mun
einnig hafa sloppið furðu vel, en
ekki hafði henni þó verið bjargað
til byggða, þegar blaðið hafði
síðast fréttir af þessum atburð-
um.
Fær Norðurleið h.f. nýjan snjóbíl
til atnota á Holtavörðuheiði!
Austfirðingar fá slíkan bíl til sinna þarfa
Fjárhagsráð hefur fyrir
skömmu vcitt innflutningsleyfi
fyrír snjóbíl til notkunar á
Austurlandi. Hafa leyfishafar
þegar gert ráðstafanir til þess að
fá innfluttan snjóbíl af sömu
gerð og Guðmundur Jónasson
fékk innfluttan snemma á þessu
ári.
Flestum mun minnisstætt,
hversu vel bíll þessi reyndist i
snjóþyngslunum þar eystra í
fyrravetur, og ennfremur hið
sögulega ferðalag Guðmundar á
Vatnajökul í sambandi við björg-
unarleiðangur Loftleiða til þess
að koma flugvél þeirri, er nú
hefur verið nefnd Jökull, af
jöklinum eftir vetrarsetuna þar.
Norðurleiðir h.f. munu hafa sótt
um innflutningsleyfi fyrir tveim-
ur snjóbílum. Forsvarsmenn
félagsins hafa í viðtölum við
blöðin syðra talið líklegt, að
leyfin fengjust, en af Norðurleiða
85 ára:
Sigurgeir Jónsson,
söngkennari
Síðastl. sunnudag átti Sigurgeir
Jónsson söngkennari hér í bæ 85
ára afmæli. Fjöldi vina og kunn-
ingja heimsótti hann í tilefni af-
mælisins og sýndi honum hvers
konar vináttumerki og sóma,
enda hefur Sigurgeir um langt
skeið verið í hópí kunnustu og
vinsælustu borgara þessa bæjar.
Hann og hin ágæta kona hans,
Friðrika Tómasdóttir, fögnuðu
gestunum með hinni venjulegu
alúð og gestrisni sinni, glöð, ern
og ástúðleg í viðmóti. Þótt þau
hjón séu nú bæði hnigin nokkuð
að aldri, halda þau þó sálarkröft-
um sínum og andlegu þreki með
miklum ágætum .Sigurgeir hefur
víða komið við sögu í bæjarlífinu,
en einkum þó á sviði hljómlistar-
innar sem söngstjóri, söngkenn-
ari og kennari í hlióðfæi'aleik.
Hann var t. d. organleikari í Ak-
ureyrarkirkju í 30 ár og mun hafa
kennt um 650 Akureyringum að
leika á hljóðfæri. Þá hefur hann
einnig komið mikið við sögu í
ýmsum félagsmálum hér, ekki
sízt í starfi Góðtemplarareglunn-
ar og Guðspekifélagsins, enda
einlægur trúmaður og hugsjóna-
maður.
Þau hjóna hafa eignazt stóran
og sérlega myndarlegan barna-
hóp og komið honum ágæta vel
til manns. Hér á Akureyri eru
búsett: Páll kaupmaður, Jón
gagnfræðaskólakennari, Edvard
ljósmyndari og Haraldur verzl-
(Framhald á 8. síðu).
hálfu hefur þó verið tekið fram,
að ekki sé félaginu fært að ráðast
í slík kaup stuðningslaust.
Norðurleið h.f. hefur boðizt til
að annast rekstur snjóbíla yfir
Holtavörðuheiði yfir vetrarmán-
uðina, en tekið fram í því sam-
bandi, að ekki sé líklegt, að
rekstur þeirra geti orðið eins
arðvænlegur þar, eins og hann
gæti ef til vill orðið, ef bílarnir
væru ekki fastlega staðsettir á
þessum eina stað, en gætu annast
flutninga og ferðir þar ,sem eftir-
spurn slíkrar þjónustu væri mest
á hverjum tíma. Á hinn bóginn
er harla nauðsynlegt, að snjóbíl-
ar séu þarna jafnan tiltækir á
vetrum, á þessari fjölförnu og
þýðingarmiklu leið, og hafa
Noi'ðurleiðir h.f. boðizt til að
taka að sér rekstur þeirra, ef hið
opinbera veiti styrk til kaup-
anna.
Forsvarsmenn Norðurleiða h.f.
telja, að þetta fyrirkomulag
mundi reynast öllum aðiljum
hagkvæmt. Mundi vegagerð rík-
isins, sem haft hefur þarna gaml-
an snjóbíl og ýtur, þá losna við
þetta verkefni.
Svar hefur enn ekki borizt frá
ríkisstjórninni, svo að vitað sé.
En verði það jákvætt, munu inn-
flutningsleyfi fyrir þessum tveim
ur snjóbílum þegar verða veitt.
Kvöldskemmtun
|  Framsóknarfélag-
i anna n. k. laugardag
Framsóknarfélögin á Akur- §
eyrí efna fil kvöldskemmtun- 1
ar í Skjaldborg laugardaginn 1
1. des, næstk., og hefst sam- §
koman kl. 9 e. h.
Til skemmtunar verður: Ed- =
vard Sigurgeirsson sýnir nýj- I
ar kviknvyndir:  M.  a.  koma \
Norðurlandakvenna til Akur- §
eyrar sl. sumar og dvöl þeirra ;
hér.  Snjóþyngslin  sl.  vetur, 1
Hólmatungur og nágrenni, o. j
m<  fi.  —  Gemlu  dansarnir f
verða dansaðir á eftir við har- \
monikumúsik,  og  ef  til  vill f
verða þar fleiri skemmtiatriði, §
AðgöngumiSa  má  panta  í I
I síma 1443, laugardag kl. 3—5, i
j og einnig seldir við inngang- \
i inn frá kl. 8.30 síðdegis.      f
Framsóknarmemi og konur! \
: Komið   sem  allra  flest   í \
j Skjaldborg   á   laugardags- |
¦ kvöldið  og  skemmtið  ykkur i
I vel!                        I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8