Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 14. maí 1952 | Þorp í álögum ll Saga eftir Julia Truitt Yenni | (Niðurlag.) „Þér — herra minn trúr.“ Og konan varð eitt spurningarmerki í framan. „Eg hefði aldrei trúað .... Harvey, viltu vita hvað? Þetta er hún, þetta er skáldkon- an. Ekki vænti eg að þér vilduð vera svo vinsamlegar að skrifa.. ég hefi bókina yðar hérna ein- hvers staðar.... „Hún rótaði ákaflega í stórri handtösku, sem daganna vantaði í tillitið. Það mundi taka langan tíma að kom- ast aftur í þau spor, og jafnvel þegar þangað væri komið, mundi ekkert vera alveg eins aftur. En hún vék sér ekki undan. Hann beygði sig niður yfir hana og kyssti hana mjúklega á varir- nar. Svo leiddust þau heim að húsinu hennar. SÖGULOK. Jeppadekk, á gulri felgu, tapaðist síð- astliðinn föstudag. Finn- andi góðfúslega láti afgr. blaðsins vita. JEPPI Tilboð óskast í jeppann A-936. Verður til sýnis á K. F.. A. torgi laugardaginn 17. maí n. k., kl. 14-16. Hann er lítið keyrður og með vandaðri yfirbyggingu. Tryggvi Ólafsso7i, Gilsá. Díeselmótor hún hélt á. „Nei, auðvitað finn ég hana ekki“, tautaði konan. „En hérna, vilduð þér ekki skrifa nafnið yð- ar á þetta blað?“ Og hún rétti Faith samanbrotið blað, Amos sá að það var þjóðvegakort af þess- um landshluta. Faith horfði á blaðið eins og hún væri ekki búin að átta sig á ósk konunnar. Svo sagði hún. „Eg hefi ekkert til að skrifa með“ Konan fór aftur að róta í hand- töskunni, en Amos var fljótari til og sagði: „Hér er penni“, og rétti henni sjálfblekunginn sinn. Hún horfði andartak á þjóð- vegakortið. Svö skrifaði hún nafn ið sitt skýrum stöfum og hann sá, að hún hafði skrifað það þannig að það kom yfir bæjarnafnið' Ármót á kortinu. Þau stóðu hlið við hlið á með- an konan kom sér fyrir í bílnum aftur og meðan þakkarorðum hennar rigndi yfir þau. Svo ók bíllinn af stað og þau voru ein eftir. „Hún leit út eins og hún hefði séð pokadýr koma stökkvandi út úr skóginum“, sagði Faith. Hann greip þéttar um handlegg hennar og horfði í augu hennar. Nú mundi hann hvar hann hafði áður séð þennan svip, sem nú einkenndi andlit hennar. Þegar hann var á heimleið úr stríðinu, á skipi yfir Atlantshafið, hafði flóttamannafjölskylda verið með- al farþega. Daginn sem siglt var inn í New York höfn, hafði þessi fjölskylda staðið við borðstokk- inn, og horft þögul til lands, mitt í meðal hermannanna, sem hróp- uðu og veifuðu í hrifningu yfir að vera komnir heim. Þetta fólk hafði fundið til þess þai’na, að allt, sem við þeim blasti, var nýtt og ókunnugt þeim, allt, sem þau þekktu og vissu, var að baki. Og mörg ár mundu líða — kann- ske öll ævin — og þau mundu enn verða útlendingar í framandi landi. Þau höfðu litið undan. Andlitssvipur þeirra var hinn sami og á Faith í þetta sinn. Þar var von en engin hilling. Hann sleppti takinu á handlegg hennar, greip báðum höndum um- höfuð hennar og sneri andlitinu að sér. Hún veitti enga mót- spyrnu. Hún horfði í augu hon- um, en hinn létta hlátur sumar- Nær því ónotaður Arm- strong-Sidley díeselmótur, 7 hestafla, er til sölu að Tjörn í Svarfaðardal. — Upplýs- ingar þar (sími gegnum Dal- vík, eða hjá Magnúsi Árna- syni, járnsmið, Akureyri. Til sölu: 1—2 kýr, litungunarvél („Phönix) ásamt fóstru, rakstrarvél o. fl. búshlutir. Guðm. Snorrason. Flúðum. vorhreingerninga Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og utibú. Vald. V. Snævarr: Tjarnarkirkja í Svarfaðardal sextug (Nokkrir þættir úr sögu hennar) (Niðurlag.) Jónsson, Brekku, og Ólafur Sigurðsson, Syðra-Holti, sem nú gegnir starfinu. Það er ástæða til að minnast þess, að Halldór Kr. Jónsson var safnaðarfulltrúi Tjarnarsóknar í 34 ár, að því er bezt verður vitað, og meðhjálpari samtímis álíka lengi. Hann hefur verið kirkju sinni trúr og hollur sonur og verðskuldar viðurkenningu og þökk safnaðarins fyrir langt og gott starf í lians þágu. D. Meðhjálparar. Lengst hafa þessir menn gegnt með- hjálparastarfinu: Jón Tryggvi Jóhannsson frá Ingvörum, Halldór Kr. Jónsson, Brekku, og Ólafur Sigurðsson, Syðra- Holti, núverandi meðhjálpari kirkjunnar. . Jón Tryggvi Jóhannsson, sem lengi átti heima á Tjörn, starfaði vel og lengi fyrir kirkjuna, bæði sem meðhjálpari og enn lengur sem hringjari. Þess ber að minnast með þakklæti. E. Organleikarar. Þessir organleikarar hafa gegnt starf- inu: Tryggvi Kristinsson, kennari, síðast á Siglufirði, Jakob Tryggvason frá Ytra-Hvarfi, nú organleikari á Akureyri, Jóhann Tryggvason frá Ytra-Hvarfi, nú í Englandi, Gestur Hjörleifsson, organleikari við Upsakirkju, til heimilis á Dalvík, Sigurður Ólafsson, kennari, Syðra-Holti, ólafur S. Tryggvason, Ytra-Hvarfi, sem nú er organleikari kirkjunnar. Þessi starfsmannaskrá kirkjunnar er ófullkomnari en skyldi. Sakir ókunnugleika og slitróttra hgimilda má búast við, að einhverjir hafi fallið úr, sem vert hefði verið um að geta. Allt, sem vansagt kann að vera, ofsagt eða rangt hermt, Allt til WILLYS landbúnaðarjeppi til sölu. Skipti á 4 manna bíl koma til greina. Upplýhingar gefur Hreinn Þormar, Lögbergsgötu 5. 4TVINNA Getum bætt við nokkrum stíxlkum í kvenfatadeild- ina nú þegar. Nánari uppl. í síma 1305. Saumastofa Gefju^iar. Góð íbúð, í nýju húsí, til leigu nú þég- ar. Helzt óskað eftir barn- lausu fólki. — Einnig á sama stað herbergi fyrir ein- hleypann. Upplýsingar í síma 1799. Hálfdúnn Gæsadúnn VERZL. ÁSBYRGI h.f. Niðursuðuvörur Mjólkurflutninga- fötur 20 lítra kr. 179.00 25 lítra kr. 208.00 Sendum gegn póstkröfu! FISKBOLLUR, heil- og hálfdósir Verzl. Eyjafjörður h.f. FISKBÚÐINGUR, heil- og hálfdósir GRÆNAR BAUNIR, heil- og hálfdósir LIFRARKÆFA BLANDAÐ GRÆNMETI HVÍTKÁL BLÓMKÁL Kaupfélag Ódýrir sf rigaskór Barnastærðir kr. 18.55 Telpustærðir — 20.70 Strákastærðir — 21.25 Kvenstærðir — 21.25 Karlmannastærðir — 24.55 UPPREIMAÐIR STRIGA&KÓR kr. 40.95 parið N ýlendu vck’udeild og útibú Verzl. Eyjafjörður h.f. Obrennt kaffi Kaupfélag Eyfirðinga* Nýlenduvörudeild og utibú. Gæsadúnn kr. 63.00 pr. kg og FYRSTA FLOKKS YFIRSÆN GURDÚNN kr. 190.00 pr. kg Sendum gegn póstkröfu! Vaxdúkur 115 cm breiður kr. 28.25 metrinn Sendum gegn póstkröfu! Verzl. Eyjaf jörður h.f. Girðingakengir fást í Verzl. Eyjafjörður h.f, Verad. Eyjaf jörður hi. eru góðfúsir lesendur beðnir að afsaka og færa til betra vegar. En — öllum þeim heiðurs^nönnum, sem unnið hafa hinni sextugu Tjarnarkirkju gagn i trúnaðarstöðum sínum, hvort sem þeir eru hér nefndir eður eigi, fœrir hún alúðarþakkir fyrir störfin og biður þeim blessunar frá Guði. * * # Þessum fátæklegu þáttum úr sögu hinnar sextugu kirkju að Tjörn er að verða lokið. Margt er að vísu ósagt enn og sumt kann að vera ofsagt, en allt hefði að líkindum mátt betur segja. Allar missagnir eru lesendur beðnir að afsaka og virða til vorkunnar lítt kunnugum manni. Höfundi þáttanna þykir hlýða, að þeir endi á fyrirbæn séra Kristjáns, vígsluföður kirkjunnar, þar sem hann í nið- urlagi vígsluræðu sinnar biður fyrir henni og hinu kristna samfélagi, eins og hér segir: „Þú, verndari og ko^iungur kirkju7inar! Varðveit þetta hús frá þvi, að nokkurn tima hljómi innan veggja þess, á meða7i nokkur fjöl i þvi er óhreyfð, villukenningar eða af- bakaðir og ra7igsnúnir lœrdómar. Lát öldur vantrúarinnar, ef þær nálgast, brot7ia á þvi og að engu verða. Ldt guðsótta og góða siði, kærleika, samúð og bræðralag, rikja og drottna vor i meðal. Lát dugnað og alls konar framkvæmdir, and- legar og likamlegar, vaxa og þróast i samfélaginu, öldum og óbornum til blessunar og heilla. Lát menntir og fróð- leik, hollan og skynsamlegan, eflast og aukast. Lát dáð og dyggðir, dug og drengskap, góðfýsi og guðsótta, réttlæti og ráðvendni miklast og margfaldast, blaðast og blómgast hér og livarvettna, nú og um ókomnar tiðir.“ Undir þessi orð hins látna kenniföður tekur höfundur þáttanna. Guð gefi þeim sigur! ' j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.