Dagur - 19.11.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. nóv. 1952
D A G U R
5
SJÖTUGUR:
Tek að mér
DavíÖ á Möðruvöllum
„Æfidagarnir eru sjötíu ár og
þegar bezt lætur áttatíu ár,“ segja
Ritningarnar, og sæti það sízt á
mér að rengja þau helgu sann-
' indi. En margt er breytingum hóð
og óhætt mun nú sýnast og engin
goðgá að færa þetta aldurshá-
mark nokkuð upp, þegar ekki er
óalgengt, að menn fylli tíu tug-
ina og spáð er komandi kynslóð-
um miklu meira langlífi.
En jafnvel „sjötíu ár“ eru þó
ennþá, hvað sem þessu líður,
drjúgur spölur einnar mannsæfi.
Og æði margir ,sem þeim áfanga
ná; orðnir reyndir flestir í lífsins
skóla og sumir allmjög. Að
niinnsta kosti er þá bert orðið
oftast, hvað úr okkur verður
mannanna börnum, örlög okkar
i’áðin og saga.
Tímamót þau eru því á ýmsa
lund merkileg og engin furða, þó
eftir sé tekið. Og nú staldra
margir við í spori og hugsa til
Davíðs Eggertsonar á Möðru-
völlum, en „æfidagar" hans uvðu
einmitt „sjötíu ár“ 17. þ. m. Eru
línur þessar ritaðar af því tilefni
og eins hinu, að með heimsókn og
handtaki gátu færri en vildu náð
til afmælisbarnins. En Davíðs er
svo skyit að minnast fyrir margra
hluta sakir, að ekki þótti okkur
vinum hans við það hlítandi, að
þessi merkisdagur æfi hans liði
svo hjá, að lítill eða enginn gaum-
ur væri gefinn.
Davíð er Eyfi^ðingur að ætt og
Uppruna. Harm ér fæddur 17 .nóv.
1882 á Litlá-Hamri í Önguls-
staðahreppi, en fluttist ungur
með foreldrum sínum að Ytri-
Tjörnum og sleit þar barnsskón-
Um. En foreldrar Davíðs voru
Eggert Davíðson frá Glerá Tóm-
assonar og Jónína Vilhelmína
Kristjánsdóttir hreppstj. á
Kroppi Kristjánssonar. Voru það
gagnmerk hjón, sem margir eldri
menn muni. Én börn þeirra voru,
auk Davíðs, Kristín, veitingakona
°g bæjarfulltrúi á Akureyri,
Sesselja, kona Kristjáns á Dag-
verðareyri, Jón,organisti og bóndi
ó Möðruvöllum, og Kristján, öll
látin.
Skömmu fyrir aldamótin tóku
þau sig upp, Eggert og Jónína, og
fluttu út í Ytra-Krossanes og
bjuggu þar, alllengi, eða til vors-
ins 1911, er þau settust að á hálf-
lendu Möðruvalla í Hörgárdal og
gerðu þar brátt mikið bú. Var þá
Davið kvæntur fyrir þrem árum
Sigríði Sigurðardóttur frá Holti,
mikilli myndar- og ágætiskonu.
Áttu þau heimili á Möðruvöllum
með þeim foreldrum Davíðs, en
höfðu þar fyrstu árin aðeins litla
busyslu. Voru þá báðir bræður
Davíðs þar heima ,en sjálfur var
hann löngum við sjó, sem hann
hafði vanizt í Krossanesi og fallið
mæta vel. Rak hann útgerð um
skeið og hafði skipstjórn á hendi.
En áður hafði hann verið í förum
landa á milli og gerði þá víðreist
um veraldarhöfin og kynntist sið-
( um og háttum annarlegra þjóða.
Átti það þó ekki fyrir Davíð að
liggja, að gera sjóinn né far-
mennskuna að æfistarfi. Ýmsar
ástæður urðu þess valdandi, að
hans varð æ meiri þörf heima á
Möðruvöllum og að lokum fór
svo, við andlát Jóns bróður hans,
árið 1923, að hann tók þar að fullu
við búsforráðum af föður sínum.
Sást þá brátt á, að Davíð var ekki
síður hlutgengur á landi en sjó og
gerðist hann þegar umsvifamikill
bóndi. Bjó hann um skeið á 3/4
jarðarinnar og bætti hana stórum
að ræktun og húsakosti. Hafði
bann þá margt á höndum í senn,
* keypti t. d. árið 1927 fyrstu bif-
í'eið héraðsins til mjólkurflutn-
inga og stýrði sjálfur framan af.
En þá naut hann sem oftar sinnar
góðu og mikihæfu konu, sem vel
kunni skil á öllu, jafrit utan húss
og innan, og ávallt stóð við hlið
manns síns, þar sem helzt skyldi.
Var það mikill sjónarsviptir, er
Sigríðar missti hér við, en hún
lézt sumarið 1945, öllum harm-
dauði, og eigi sízt manni sínum.
Höfðu þau hjón eignast fimm
börn, sem upp komust, einn son,
Eggert, sem við búi tók af föður
sínum vorið 1946, og fjórar dætur.
Þetta er í fáum dráttum ytri
æfiferill Davíðs á Möðruvöllum.
En fleira mætti nefna og ætti sá,
er þetta ritar, þá sízt að gleyma
afskiptum hans af safnaðarmál-
um. Sat Davíð hér um tuttugu ára
skeið í sóknarnefnd og er enn
meðhjálpari og safnaðarfulltrúi
Möðruvallakl.kirkju. Hefur hann
alla tíð látið sér mjög annt um
hið veglega guðshús staðarins og
talið sér ljúft og skylt að hlynna
þar að eftir föngum.
En auk þess hlýt eg alltaf að
minnast Davíðs sem góðs drengs
og bezta vinar. Fornt máltæki
segir, að fáir lofi einbýlið sem
vert sé, og kann það oft að reyn-
ast satt. En af allt öðru hef eg þó
að segja frá sambúð okkar Davíðs
um fjölda ára. Það sambýli tel eg
verið hafi mér og mínum mikið
happ. Fyrir það einkum, svo og
alla vináttu hins trygglynda og
trausta manns, vil eg tjá honum
alúðarþökk á þessum tímamót-
um, um leið og eg jafnframt flyt
hinu sjötuga afmælisbarni kveðju
Og árnaðaróskir sveitunga og
vina.
Við óskum þess öll, að Davíð,
sem nú dvelst í Kristnesi sér til
hvíldar og heilsubótar, megi sem
fyrst hverfa heim aftur til ást-
vina sinna, og æfidagar hans
verði enn margir, en þó umfram
allt heiðir og hlýir.
Sigurður Stefánsson.
Herrakjóiföt
til sölu.
Saumastofa
Björgv. Friðrikssonar.
Herraföf
Herrafrakkar
Dömudragfir
Dömukápur
ÚRVAL AF EFNUM
fyrirliggjandi.
Saumastofa
Björgvins Friðriks»nar
Tveggja herbergja íbúð
óskast nú þegar.
Afgr. vísar a.
Trúlofunar-
hringar
alltaf íyrirliggjandi.
Sigtryggur og Eyjólfur,
gullsmiðir,
Skipagötu 8, Akureyri.
Sími 1524. - Pósthólf 116.
að líta eftir börnum á kvöld-
in. — Upplýs. í sírna 1948.
ÓDÝR KÁPUEFNI
og rifflað flauel
Margir litir!
Verzlun B. Laxdal
KARLMANNAFRAKKAR
með loðkrögum (gaberdine)
koma í búðina um helgina.
Verzlun B. Laxdal
Karlmannaföf
Karlmannaskyrfur
Karlmannasokkar
Hálsbindi
Þverslaufur
Nýkomið gott úrval!
Verzlun B. Laxdal
PEYSUFATAKÁPUR
(víðar)
úr gráum og svörtum
úrvals efnum.
Nýjasta tízka!
Verzlun B. Laxdal
NÝTT! NÝTT!
KVENKÁPUR
úr gerviskinnum,
væntanlegar 24. þ. m.
Verzlun B. Laxdal
Nylonsokkar
Sternin og Stockleigh
Perlonsokkar
Lœkkað verð!
ísgarnssokkar
Óvenju sterkir!
Barnasokkar
Uppháir.
Verzlun B. Laxdal
ÍBÚÐ
til leigu í Glerárþorpi, 2
lierbergi og eldhús.
Afgr. vísar á.
Skólasfúlka
getur tekið að sér að gæta
barna á kvöldin.
Afgr. vísar á.
Frú Giiðrún Bjarnadóffir
- Nokkur niinningarorð —
Þann 4 .nóvember sl. andaðist
að heimili sínu, Vesturgötu 13
hér í bæ, frú Guðrún Bjarnadótt-
ir, kona Magnúsar Péturssonar
kennara, eftir þunga legu. Frú
Guðrún var húnvetnsk að ætt,
fædd að Illugastöðum í Laxárdal
fremri 5. maí árið 1888. Hún var
ein í hópi 16 systkina, og má því
nærri geta, að fyrstu uppvaxtarár
hennar hafa stundum verið erfið.
Þar við bættist svo, að hún missti
föður sinn, er hún var 5 ára, og
varð þá að tvístra heimilinu. Um
fermingaraldur fluttist Guðrún
til Akureyrar og dvaldist eftir
það með systur sinni, er þar var
búsett, þar til hún giftist eftirlif-
andi manni sínum, Magnúsi Pét-
urssyni kennara, haustið 1918. —
Hún hefur því dvalið hér í bæ
nálega hálfa öld.
Er þetta þá öll hennar saga?
Nei — þessi hógláta og hlédræga
kona á sér mikla sögu, og — eg
vil segja glæsilega, þótt hún hafi
ekki unnið nein afrek á hinn
venjulega, hefðbundna mæli-
kvarða, á krossgötum hins opin-
bera lífs. 011 hennar sága gerist
innan veggja þess heimilis, sem
hún hefur helgað líf sitt og krafta
í nálega hálfan fjórða áratug. Og
svona er saga flestra íslenzkra
mæðra og húsmæðra — sem bét-
ur fer.
Eg sagði, að saga frú Guðrúnar
væri glæsileg. Eg kalla það afrek,
þegar fátæk hjón ala upp og
koma til manns sex óvenjulega
mannvænlegum börnum. Ef
þjóðfélaginu ber að verðlauna
nokkra þjónustu, nokkrar gjafir,
þá eru það slíkar.
Mér er kunnugt um, að það
hefur ekki alltaf gengið vel að
láta hin lágu kennaralaun
hrökkva til hinna mörgun, dag-
legu þarfa, en frú Guðrún kunni
þá list að fara vel með lítil efni.
Fiskarnir hennar og brauðin urðu
svo ótrúlega drjúg, svo að allir
urðu mettir. En þó stundum hafi
verið þröngt í búi hjá þeim hjón-
um, heyrðist aldrei víl né vol á
því heimili. Þar ríkti alltaf glað-
værð, ástúðleg sambúð og heimil-
-isfriður. Þarna voru þau hjón
samhent. Á heimili þeirra hjóna
var alltaf hlýtt, þótt stundum hafi
ef til vill vantað kol í ofnirtn. Og
af þessari sérstæðu heimilishlýju,
og friðsæla heimilisbrag mótaðist
uppeldi barnanna. Hjónabandið
var eins og bezt verður á kosið.
Þau báru livort annars byrðar í
blíðu og stríðu. Þau varðveittu
bæði lífsgleði og lífstrú æskunn-
ar. Þess vegna varð allt svo létt
og auðvelt. Heimili þeirra hefur
alltaf verið hið stakasta snyrti-
og regluheimili. Þangað kom
aldrei áfengi né tóbak. Þar ríkti
alltaf sátt og friður við hlið hóg-
látrar glaðværðar. Svona var
heimilið, sem frú Guðrún bjó eig-
inmanni sínum og börnum. í
þessu litla og þrönga umhverfi
lifði og starfaði hún í 34 ár. Þetta
var hennar litli, en hjartfólgni
heimur, sem hún helgaði alla
krafta sína, meðan þeir entust.
Sumir sjá borgir sínar hrynja,
þegar þær hafa verið byggðar.
Guðrún hefur verið hamingju-
kona, þrátt fyrir erfið uppvaxt-
arár. Það hefur flest staðið vel, ■
sem frú Guðrún hefur byggt.
Þau hjón hafa átt óvenjulega
miklu barnaláni að fagna, en
barnalán byggist ekki á eintóm-
um tilviljunum, það á rætur sín-
ar í þeim jarðvegi, sem börnin
eru vaxin upp úr. Þau hjón hafa
alltaf átt yndislegt heimili, og
þess vegna meðal annars eiga
þau nú góð og mannvænleg
börn.
Okkur finnst það kannske ein-
kennilegt miskunnarleysi af for-
sjóninni, að lofa ekki frú Guð-
rúnu að njóta sigursins lengur, í
skjóli ástvina sinna. En hún hafði
lokið hlutverki sínu, og um hvað
er þá að sakast?
Einn var sá fclagsskapur, sem
frú Guðrún lagði það lið, sem
hún gat, en það var kvenfélagið
Hlíf. Það hefur vafalaust ekki
veri nein tilviljun, að hún valdi
sér þann félagsskap. Eins og
kunnugt er hefur Hlíf í fleiri
áratugi lagt fram krafta sína til
þess að vinna fyrir bömin, og
þá einkurn þau, sem verst voru
sett. Ætli Guðrúnu hafi ekki
verið' minnisstæður stóri barna-
hópurinn — systkinahópurinn,
sem varð að tvístra, þegar faðir-
inn féll frá? Móðurhlýjan náði
lengra en til eigin barna.
Frú Guðrún var myndarleg
kona. Hún var í meðallagi há og
svaraði sér vel. Tígin var hún í
framkomu, hlýleg og glaðleg í
senn. Hún bar aldurinn vel, þótt
dagsverkið væri orðið nokkuð
langt og stundum erfitt.
Börn þeirra hjóna eru: Sverrir,
kennari, nú við framhaldsnám í
Ameríku, Bragi, skólastjóri í
Reykjavík, Ingibjörg, íþrótta-
kennari, Bjarni, við háskólanám
í Reykjavík, Ragnar klæðskera-
meistari í Reykjavík og Gunnar,
símvirki á Akureyri.
Guðrún Bjarnadóttir kom að
vori og kvaddi að hausti. Það fer
vel á því. Hún var jarðsungin frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 8.
nóvember að viðstöddu miklu
fjölmenni. Ein af hinum mörgu
og ágætu mæðrum og húsfreyj-
um þessa bæjar er horfin. Bærinn
er fátækari en hann var. En eftir
lifir þó minningin um góða og
gegna konu.
Hanne J. Magnússon.