Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						DAGUR
kemur nœst út á míSviku-
dag. Auglýs. sé skilað fyr-
ir kl. 2 e. h. á þriðjudag.
Dagum
Blaðið hcimsækir & næstuiuti
jnisar verzlanir í leit að jóla-
gjöíuui. Sjá blaðsíðu 2.
XXXV. árg.
Akureyri, laugardaginn 6. desember 1952
51. tbl.
Sumartíð í desember

Á sama tíma scm Lundúnaútvarpið tilkynnir kaldasta nóvember í
London síðan 1925 og blöðin í París segja frá 3 þumlunga snjólagi
þar í borginni, r'íkir hið dásamlegasta hlýindatímabil hér á norður-
hjara heims, snjólaust alls síaðar nema í efstu hlíðum, vegir eins og
Um sumardag, blóm í görðum. Bærinn okkar hér og umhverfið hef-
ur verið friðsælt og fagurt nú hinar síðustu vikur. Birtan er orðin
lítil — aðeins fáar klst. á dag — það eru mestu merki árstímans. —
Þannig leit Akttreyri út nú í vikunni, þegar þessi orð eru skrifuð,
snjórinn er sízt meiri nú en myndin sýnir, sem þó er tekin í júní 1951
af hinum ágæia sænska ljósmyndasm. Jöran Forsslund er þá var hér.
æiarsiiornin i Derqen senoi
Akureyri stórt jólatré - kom re§
Guíifossi ti! Reykjavíkur í gær
Bæjarstjórnin í Bergen í Nor-
egi hefur gefið Akureyrarbæ
stórt og veglegt jólatré, sem kom
til landsins með Gullfossi í gær og
fæst vonandi flutt norður í tæka
tíð, þrátt fyrir verkfallsástandið.
Bæjarstjóranum hér barst fyrir
nokkru tilkynning um gjöfina.
Hugmyndin mun hafa komið
frá norska skógræktarfólkinu,
sem hingað kom sl. sumar. Farar-
stjóri Norðmannanna til íslands
er blaðamaður frá Bergen og á
hann sæti í bæjarstjórninni. Mun
hann hafa beitt sér fyrir málinu
og er tréð hingað komið sem vin-
argjöf frá Bergensbúum, með
sérstakri kveðju frá skógrækfar-
fóikinu.
. Gefendurnir hafa beðið Skóg-
rækt ríkisins að ann&st um tréð
í Reykjavík og vinna að því að
koma því norður.
Hvar verður tréð sett?
Bæjarmenn hér munu kunna
frændum okkar í Noregi beztu
þakkir fyrir þessa ánægjulegu
vinargjöf og hugsa gott til að láta
hana prýða bæinn um jólin. Ekki
hafði verið ákveðið af bæjarins
hálfu í gær, hvar láta skyldi tréð
standa? en vonandi verður því
valinn góður staður — í hjarta
bæjarins.
„Egyptinn" kominn
í bókaverzlanir
Hin fræga saga finnska skálds-
ins Mika Waltaris, „Egyptinn",
er komin í bókaverzlanir í mjög
fallegri útgáfu frá Bókaforlagi
Odds Björnsonar hér í bæ. Þetta
mun vera ein eigulegasta — en
þó ein ódýrasta — bókin á bóka-
markaðinum í ár.
DAGUR
Blaðið kemur næst út á
venjulegum tíma á miðviku-
dagsmorgun. — Auglýsingum
þarf ^að skila fyrir kl. 2 á
þriðjudag.— Auglýsendum er
sérstaklega bent á, að blaðið
litprentar nú auglýsingar, ef
sérstaklega er um það samið.
Hafið samband við afgreiðsluna
fyrr en seinna, því að aðeins
crti fá blöð lil jóla!
Fregnir erlendra blaða af landhelgismálinu eru
Olafsfirðingar taka fisk
úr Reykjavíkurtogurunum
í fyrradag og gær lönduðu
togararnir „Hallveig Fróða-
dóttir" og ,,Jón Þorláksson"
talsverðu magni af fiski í 01-
afsfirði, til hraðfrystingar og
söltunar, og er búizt víð því að
áframhald verði á þessum
löndunum. Verkamannafélagið
í Ólafsfirði hefur leyft upp-
skipunina. Er mikil atvinna í
Ólafsfirði um þessar mundir og
vinna fyrir alla, sem geta unn-
ið. — Alþýðusambandsstjórnin
mun líta þessar sjálfsbjargar-
aðgerðir Ólafsfirðinga óhýru
auga og mun hafa krafizt þess
að landanir verði stöðvaðar, en
ekki hefur komið til þess enn.
Tíð er með eindæmum góð í
Ólafsfirði, og bílferðir yfir Lág-
hciði og Siglufjarðarskarð eins
og um bezta sumardag.
Umsóknir um f járfesíingar-
leyfi fyrir 31. desember
Fjárhagsráð hefur auglýst frest
til að sækja um fjárfestingarleyfi
á næsta ári og til þess að fram-
lengja leyfi frá þessu ári, ef fram-
kvæmdum er ekki lokið, til 31.
des. næstk. En öllum þeim, sem
hafa í huga að hefja fjárfesting-
arframkvæmdir, eða hafa ekki
lokið framkvæmdum, sem hafn-
ar eru á þessu ári, bent á að
sækja í tíma.
Framsóknarvist í kvöld
Munið Framsóknarvistina,
sem haldin verður að Hótel
KEA og hefst kl. 9, stundvís-
lega. — Fyrst verður spiluð
Framsóknarvist, þá úthlutað
verðlaunum og einast dansað.
Fjögurra manna hljómsveit
leikur fyrir dansinum.
Fjölmennið á seinustu vist-
ina, sem haldin verður á þessu
ári.
Frá stjórnmálanám-
skeiði F. U. F.
Á ' fimmtudagskvöldið flutti
Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri,
erindi á námskeiðinu um rætur
að stofnun Framsóknarflokksins
og upphaf hans. í gærkvöldi flutti
Kristinn Guðmundsson, skattstj.,
erindi um fjármál og stjórnmál.
Á morgun kl. 2 e. h. hefst sein-
asti fundur námskeiðsins. Að
honum loknum verður námskeið-
inu slitið með sameiginlegri
kaffidrykkju allra þeirra, sem
sótt hafa námskeiðið.
litaðar af áróðri Breta
Fréttastofa Associaíed Press sendi blóðum um heim
allan fregnir af verkfalli Grimsby-manna
Associated Press fréttastofan —
ein stærsta fréttastofa veraldar,
sem sendir fregnir til þúsunda
blaða um heim allan daglega,
sendi fregnir af landhelgisdeil-
unni við Breta út um allan heim,
frá fréttariturum sínum í Hull og
Grimsby.
Birtu blöð í mörgum löndum
fréttaskeyti þessi, m. a. sum
amerísku stórblöðin.
Litaðar fregnir.
Enda þótt rétt sé skýrt frá í
meginatriðum atburðunum í Hull
og Grimsby, slær út í fyrir frétta-
riturunum þegar þeir fara að
skýra frá tilefni deilunnar. Til
dæmis er syo frá skýrt, í AP
fréttaskeyti frá Hull 21. nóv. sl.,
að nýja landhelgisreglugerðin ís-
lenzka „svipti brezka fiskimenn
fiskimiðum, sem þeir hafa lengi
stundað", en ekkert er getið um
að reglugerðin nái til annarra en
Breta, til dæmis íslendinga
sjálfra.' Ókunnugir munu skija
frásögnina á þá leið, að Bretar
einir  hafi  verið  útilokaðir,  og
ástæðan er sú, segir í fregninni,
að aðgerðirnar eru „nauðsynleg-
ar til að vernda miðin, að sögn
íslendinga." Ekkert er á það
minnst, að aðgerðir íslands séu
að áliti íslendinga löglegar að-
gerðir á eigin yfirráðasvæðum og
í öllum þessum fregnum er forð-
ast að minnast á dansk-brezka
samninginn frá 1901, sem ísland
sagði upp með lögformlegum
hætti.
Skaðlegur áróður.
í þesum fréttaflutning felst
skaðlegur áróður fyrir málsstað
íslands og munu hér enn vera
fihgraför togaraeigendanna og
þeirra fjársterku afla, sem styðja
við bakið á þeim í deilunni.
Nauðsynlegt virðist að rödd ís-
lands heyrist á alþjóðlegum vett-
vangi. Á því hefur lítið borið enn
sem komið er, t. d. ekki í stór-
blöðum heimsins svo að orð sé á
gerandi. Vinna þarf að því að fá
þesu breytt, svo að aðgerðir Breta
gagnvart okkur sjáist í réttu
ljósi en ekki röngu eins og í AP-
fregnunum frá Hull og Grimsby.
Iðja á Akureyri tekur ekki þátt
í samúðarverkfallinu
Blað kommúnista ræðst á félagið með skömmum -
forvígismenn þeirra unnu þó að því, að tilmælum
Alþýðusambandsstjórnar væri hafnað!
Iðja, félag verksmiðjufólks hér
á Akureyri, hafði fund um verk-
fallsmálin sl. þriðjudagskvöld og
var þar samþykkt með talsverð-
um meiri hluta að hafna tilmæl-
um Alþýðusambandsstjórnarinn-
ar um samúðarverkfall.
Á sl. sumri var fellt í Iðju að
segja upp samningum frá 1. des.
eins og Alþýðusambandið hafði
lagt til.
Fláttskapur kommúnista.
Kommúnistar beittu sér gegn
því í sumar, að farið væri að vilja
Alþýðusambandsstjórnarinnar   í
Iðju og samningum sagt upp frá
1. des. Vitað er og, að sumir for-
vígismenn þeirra hér, beittu sér
gegn  samúðarverkfalli  nú.  En
heilindin í allri starfsemi komm-
únista  eru  opinberuð  í  blaði
þeirra, sem út kom hér í gær.
Þar ráðast þeir með skömm-
um að Iðju fyrir að hafa ekki
samþykkt samúðarverldallið og
kalla það smánarblett, sem
„dindlar atvinnurekenda" hafi
komið á félagið.
(Framhald á bls. 8).
Nýtt andlit á
Alþýðuflokknum
Síðastl. miðvikudagsmorgun
lauk Alþýðuflokksþinginu í Rvík
og urðu þar söguleg átök. Var
Stefán Jóhann Stefánsson felldur
frá formannskjöri með nokkrum
atkvæða mun, en Hannibal
Valdimarsson kjörinn. Skipt var
um fleiri menn í trúnaðarstöðum
og virðast hinir yngri, róttækari
menn nú hafa tekið forustuna. —
Samþykktir þingsins hafa enn
ekki borizt hingað, svo að unnt sé
að skoða nánar, hvernig það lít—
ur út hið nýja andlit Alþýðu-
flokksins, en nokkra athygli mun
það vafalaust vekja.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8