Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 18. ágúst 1954 Minnzf hundrðð árs afmælis Skinnastaððkirkju Hin aldna kirkja er enn virðulegt guðshús - Afkomendur séra Hjörleifs Guttorrassonar gáfu fagran skírnarfont - List Arngríms Císlasonar málara varðveitt i kirkjunni Sunnudaginn 8. ágúst vai' 100 ára afmælis Skinnastaðakirkj u minnzt með mikilli viðhöfn og miklu fjölmenni þar á staðnum. Séra Hjörleifur, þáv. prestur á Skinnastað, lét byggja kirkjuna. En Hjörleifur varð síðar, eins og kunnugt er, prestur á Tjöm og Völlum í Svarfaðardal. Kona hans var Guðlaug Björnsdóttir. Skinnastaðakirkja var byggð úr timbri og þótti veglegt guðs- hús á sinni tíð og er það raunar enn. Arngrímur Gíslason, málari, faðir Bjai'gar á Selá á Árskógs- strönd, málaði kirkjuna af al- kunnri snilld. Síðar var hún mál- uð undir eftirliti þjóðminjavarð- ar, og málningin gerð í upphaf- legum stíl. Öldruð kona lagði fram fé til að fegra staðinn. Umhverfið er snoturt, eftir því sem gerist um kirkjur okkar, og má geta þess, sem vel er gert á því sviði, að kona nokkur öldr- uð, móðir Benjamíns Sigvalda- sonar, kostaði viðgerð á sáluhlið- Nýi skírnarfonturinn gjöf frá afkomendum séra Hjörleifs. Hátíðamessan að Skinnastað var mjög fjölmenn og virðuleg. Mættir voru 6 prestar og fluttu fjórir þeirra ræður. Afkomendur séra Hjörleifs, sem eru orðnir margir, fjöl- menntu þarna og gáfu kirkjunni forláta fagran og haglega útskor- inn skírnarfont úr eik, sem Þór- arinn Eldjárn, bóndi á Tjörn, af- henti með ræðu. Skírnarfonturinn er haglega gerður og er eftir Ágúst Sigur- mundsson tréskurðarmeistara í Reykjavík. Á honum er blað- skurður í líkingu við hina fomu skreytingu á vindskeiðum Hafra- fellskirkju. Silfurskálina' smíðaði Leifur Kaldal, og er hún með áletrun. Fjögur börn skírð og tvenn brúðhjón geíin saman, Séra Páll Þorleifsson, sem er 6. prestur staðarins frá séra Hjör- leifi, gaf kirkjunni biblíuna í skinnbandi og konur gáfu kii'kj- unni hitunartæki. Kirkjusöngur- inn var mjög góður, en for- söngvarinn er Björg Björnsdóttir frá Lóni. Er hún afkomandi séra Hjörleifs. Fjögur börn voru skírð og tvenn hjón gefin saman. Fyrsta barnið, sem skírt var, var einnig af ætt séra Hjörleifs, en faðir þess var annar brúðguminn. Allir gestir fengu ríkulegar veitingar að messu lokinni. Athöfn þessi á Skinnastað fór hið virðulegasta fram og mun mörg- um viðstöddum minnisstæð. Sjóleiðis til Noregs? Hið landsfræga skip Hæringur mun nú verða seldur úr landi fyrir viðunanlegt verð. Er þar með lokið mikilli sögu hér og kæru umræðuefni fyndinna manna, sem enzt hefur þeim svo árum skiptir. — Skýra ný sunn- anblöð svo frá, að viðbúnaður allmikill sé nú hafinn í höfuð- staðnum til þess að dæla sjó úr botntönkum skipsins, svo að það megi verða tilbúið til afhending- ar, þegar kallið kemur. — Þykja þessar fréttir benda eindregið í þá áttina, að kaupendurnir nýju muni hafa í hyggju að flytja Hæring ofansjávar og sjóleiðis til hins nýja ákvörðunarstaðar í Noregi. Erlend blöð ræða menningar- ástandið í danshúsym Rvíkur Þykir bragurinn miniia á sukksömustu staði í útálfum! Sænsk blöð hafa að undanfömu rætt allmikið um ísland og ís- lenzk málefni einkum í sambandi við kvikmyndatöku Sölku Völku hér á landi og einnig vegna ferða sænskra blaðamanna út hingað. Hefur þar ýmislegt kom- ið upp úr dúrnum, sem allfróðlegt er að heyra fyrir okkur „Mör- landana‘!, engu síður cn sænska inn Hattsson syngur í Blé hér á morgun Hefúr hlotið óvenjulega lofsamlega dóma eftir fyrstu söngskemmtanir sínar í höfuðstaðnum Kristinn Hallsson, ungur og upprennandi söngvari úr Reykja- vík, efnir til söngskemmtunar í Nýja-Bíó liér í bæ á morgun. — Fritz Weisshappel verður við hljóðíærið. Kristinn hefur undanfarin ár stundað nám í sönglistarskóla í London, en áður var hann, þótt ungur sé að árum, orðinn þekkt- ur fýrir söng sinn í Reykjavík. Hefur hann lengi sungið með karlakórnum Fóstbræður og ver- ið þar einsöngvari. Hann mun vera fyrsti bassasöngvari íslenzk- ur, sem stundað hefur langskóla- nám í sinni grein erlendis. Krist- inn er sonur þeirra hjónanna Guðrúnar Ágústsdóttur, söng- konu, og Halls Þorleifssonar, sem söngvinir vita, að lengi hefur Fegurðardísirnar þrjár, sem verðlaun hlutu verið þekktur . kórsöngvari í Rvík, svo að ekki á Kristinn langt að sækja söngrödd sína og list- gáfur. Kristinn Hallsson hélt fyrstu söngskemmtun sína í höfuðstaðn- um í síðustu viku og hlaut óvenjulega aðsókn og undirtekt- ir áheyrenda og einróma lof listdómara bíaðanna. Sem sýnis- horn skulu hér tilfærð eftirfar- andi ummæli dr. Páls ísólfssonar í Morgunbl. 12. þ. mán.: „Hér er brotið blað í listþróun þessarar þjóðar. Enn einn ungur maður hverfur heim að loknu erfiðu námi með fullt fangið af fyrirheitum,“ segir þar m. a.: .. „Það er auðséð, að við erum að ná ítalíu í framleiðslu á söng- fólki.“ — Eftir að dr. Páll hefur rakið söngskrána nokkuð, en hún var mjög fjölbreytt, verk sígildra meistara og íslenzk lög, segir hann: .... „Það var beinlínis undravert, hve fagurlega Kristinn söng þessi frábæru lög (eftir Hugo Wolf í þessu tilfelli). Loka- þátturinn var aríur eftir Verdi, Mozart og Borodin, auk fjölda aukalaga. María Jónsdóttir frá Akureyri, Ragna Ragnars frá Akureyri og .lóhanna Ileiðdal frá Reykjavík. — „Þáð fengu mig færri en vildu,“ segir í vísunni gömlu, og sjálfsagt munu þær allar geta tekið undir þau vísuorð, þcgar þær verða manni gefnar. Kristinn er nú orðinn fuilmót- aður óperusöngvari, sem boðleg- ur væri hvar sem er á hinum stóru óperum Evrópu. Meðferð hans á aríu Mozarts var með þeim hætti, að hinir ströngustu gagnrýnendur heimspressunnar mundu hafa 'fallið í stafi yfir söng þessa unga manns. Hann hefur ekki aðeins tileinkað sér mikla kunnáttu og fagra og ríka túlkun, hann hefur tamið sér framkomu á leiksviði, sem minnir á söngv- ara, sem eru því þaulvanir. Framburður hans á ljóðum og texta er mjög fágaður." .... Eftir þessum sólarmerkjum og ýmsum öðrum má telja víst, að áheyrendur Kristins á söng- skemmtun hans hér á morgun geti vænzt mikils og óvenjulegs listviðburðar. lesendur, því að enn er það svo, að „glöggt er gestsaugað“. Sem dæmi um þetta birti stærsta kvöldblað þar í landi, Expressen í Stokkhólmi, grein um þetta efni nú fyrir skemmstu, eftir ritstjóra blaðsins, Gösta Wernlöf að nafni ,en hann gerði sér ferð til Reykjavíkur fyrr í sumar. Segir ritstjórinn, að sér hafi legið við taugaáfalli, er hann kom í eitt danshús Reykjavíkur og fékk að vita, að aðgangseyr- irinn væri 35 kr. og annað verð- lag á þjónustu og veitingum eftir því. í fyrstu virtist sem aðeins væru jafn meinlitlir drykkir sem „kóka-kóla“ þarna á borðum, en brátt tók hann að gruna, að ann- arr og stórum göróttari drykkur væri víða á flöskunum en hið meinleysislega vörumerki benti til. Og brátt fóru vasapelarnir að komast á kreik. Aldrei kveðst itstjórinn hafa séð jafn almenna ölvun á slíkum stöðum í heima- landi sínu, og ekki voru dyra- verðirnir heldur að ónáða gest- ina meira en góðu hófi gegndi. Alvarlegasta hlið málsins virtist honum þó sú staðreynd, að stúlk- urnar sýndust ekki síður liðtækar við drykkjuna en piltarnir. — Margir buðu Svíanum „en sup“ og voru hinir gestrisnustu og stimamýkstu við útlendinginn. En brótt tók gamanið að grána, sumir gerðust ofurölva, og nokkrum „pörum“ var vísað af dansgólfinu af þeim sökum. Loks kom þar, að gestinum — sem mun allvíðförull og ýmsu vanur í henni varöld — þótti bragurinn líkjast einna helzt kjötkveðjuhá- tíð í Rió, og skilst mönnum, að þar sé ærið langt til jafnað niður á bóginn. — Það er ekki fyrr en undir kl. 5 um morguninn, að úr „fögnuði fólksins" dregur á göt- um höfuðstaðarins, t. d. nálægt skemmtistöðum, segir ritstjórinn í lok greinar sinnar. Enginn dómur skal hér á það lagður, hvort hinn sænski blaða- maður lýsi ástandinu í höfuð- staðnum rétt að þessu leyti, en satt að segja er það þó langlík- legast, að svo sé, og má um það segja, að ekki sé sú landkynning, sem þarna fer fram, sérlega heppileg, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Sumarsláírunin Sumarslátrunin hófst að þessu sinni 12. þ. m. Er það um hálfum mánuði fyrr en í fyrrasumar. Fyrstu lömbin, sem komú á slát- urhúsið að þessu sinni voru frá Helga Stefánssyni á Þórustöðum. Þyngsti skrokkurinn vigtaði 17,5 kg. AÍls hefur verið slátrað um 100 kindum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.