Dagur - 05.06.1957, Side 8

Dagur - 05.06.1957, Side 8
8 Bagijb Miðvikudaginn 5. júní 1957 Nýir báfar frá Skipðsmíððsfoð Kr. Nóa Krisfjðnssonar a Akureyri Báta- og skipasmíðar hafa verið stundaðar á Akureyri um langt skeið. Iðnaðarmenn á því sviði þykja kunna verk sitt með ágætum og hafa bátar frá Akureyri víða vakið eftirtekt sjómanna og skipasmiða. Hér í blaðinu hefur áður verið sagt frá hinni myndarlegu Skipa- smíðastöð KEA og verkum henn- ar, ennfremur bátaverkstæði Svavars Þorsteinssonar. '--5 En um síðustu helgi lá hér við hafnarbakkann nýr bátur tilbú- inn til afhendingar frá Skipa-1 smíðastöð Kristjáns Nóa Krist- jánssonar á Akureyri og annar bátur af svipaðri stærð var af- hentur eigendum sínum á Rauf- arhöfn fyrir skömmu. Kristján Nói Kristjánsson er einn af athafnamönnum þessa bæjar og mörgum að góðu kunn- ur. Hann hóf bátasmíðar hér í bæ árið 1924 í félagi við Gunnar Jónsson, skipasmið. En sjálfstætt fyrirtæki hefur hann nú rekið um 30 ára skeið og smíðað báta af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá árabátum og upp í 125 tonna skip. Fagriklettur í Hafn- arfirði, happaskip og vel þekkt í íslenzka flotanum, er smíðað af Kristjáni Nóa Kristjánssyni á Akureyri. Síðustu 3—4 árin hefur Nói, skipasmiður, svo sem hann er venjulega kallaður, einkum smíðað 8—10 tonna báta og hafa þeir verið eftirsóttir víða á Norð- urlandi og Austurlandi. Virðast bátar af þeirri stærð víða leysa trillubátana af hólmi og hafa komið í góðar þarfir og reynzt fengsælir margir hverjir. í þess- um bátum getur hásetum liðið vel, þótt eitthvað sé að veðri, en á trillubátunum er vosbúð óhjá- kvæmileg. Síðasti báturinn, sem Nói hef- ur srníðað að fullu og afhentur var eiganda sínum, Hólmgeiri Árnasyni, Flatey á Skjálfanda, um síðustu helgi, er rúmlega 8 tonn. Fyrsta veiðin í Laxá Húsavík, 3. júní. Lítið hefur verið róið á sjó undanfarið, stærstu bátarnir eru að búast til síldveiða og íveir þeirra í slipp inni á Akureyri. — Heizt hefur verið um færafisk að ræða upp á síðkastið, en ekki mikinn. Þessa dagana eru húsvízkir veiðimenn að reyna við laxinn í Laxá. Á laugardaginn veiddu þeir fimm og daginn eftir einn og misstu annan. Stærð laxanna er frá 6—12 pund, og er það talið smátt urn þetta leyti, en sumir halda, að stórlaxinn hafi gengið í góða veðrinu um daginn og sé kominn upp í á. Hér er sólskin í dag og hin mesta blíða. Hinn bátinn keyptu þeir Páll og Ásgeir á Raufarhöfn og var hann lítið eitt stærri, rúmlega 9 tonn, og hlaut riafnið Guðbjörg. Og enn er í smíðum minni bátur, Kristján Nói Kristjánsson, skipasmiður. sem smíðaður er fyrir bæjarbúa og verður innan skamms tilbú- inn. Blaðið náði sem snöggvast tali af Nóa og spurði um álit hans á innlendri bátasmíð og þeirri iðn- gi-ein hér á Akureyri. Hann sagðist vera þess fullviss að báta- og skipasmíðar innan- lands ættu fyllsta í'étt á sér og meira en það, þær væru nauð- syn. Hér á Akureyri væru góðir bátasmiðir, sem hefðu sýnt það Flugfélag Akureyrar var stofn- að 3. júní á Akureyri. Það er fyr- irrrennari Elugfélags íslands. Agnar Kofoeed-Hansen var helzti hvatamaður að stofnun þess, fyrsta framkvæmdastjóri þess og flugmaður. Fyrsta flugvél þess var 4 far- þega sjóflugvél, Ornin. 1939 réðist Örn Johnson til starfa sem framkvæmdastjóri og hefur verið það síðan. Heimilið var flutt og nafni breytt 1940. Flugfélag íslar.ds á nú mikinn og góðan farkost. Nýjustu flug- vélamar eru Gullfaxi og Hrím- faxi. Miðgarðakirkja fær góðar gjafir Miðgai'ðakirkju í Grímsey bárust nýlega góðar gjafir, altarisstjakar vandaðir, annar gefinn af Kven- félaginu Baugurinn, en hinn af Ingu Jóhannesdóttur, Garði, til minningar um mann hennar, Óla Hjálmarsson. Ennfremur hefur kirkjunni borizt vandaður altar- isdúkur, saumaður og gefinn af Ingibjörgu Jónsdóttur, Grenivík, til minningar um Halldóru Sveinsdóttur. með verkum sínúm, að þeir væru starfi sínu vaxnir. Akureyi'arbát- ’ arnir væru mjög vandaðir að frá- ; gangi hjá öllum bátasmiðum og hefðu líka reynzt farsælir eig-! endum sínum. Með þessu væri hann þó ekki að kasta neinni í'ýrð á bátasmíðar, sem fram- kvæmdar væru annars staðar, en til þeirra þekkti hann minna. Báta- og skipasmíðar á Akur- eyri eru msrkur þáttur í at- vinnuþróun bæjarins og þyrfti þó að gefa þessum þætti méiri gaum en gert er og á breiðum grund- velli, með hliðssjón af þessari iðngrein í landinu almennt, og hins vegar þörf útvegsins fyrir endurnýjun og aukningu ílotans. Komnir heim Tveir ungir Akureyringar, Magnús Guðmundsson, lögreglu- þjónn, og Þráinn Þórhallsson, prentari, eru nýkomnir til bæj- arins eftir dvöl í Bandaríkjunum. Magnús var meðal annars í gæzlusveit cg við kennslu í ein- um fjölsóttasta vetrarskemmti- stað Bar.daríkjanna. Mun hann segja lesendum blaðsins eitthvað frá dvöl sinni vestra innan skamms. Hann er nú tekinn við fyrri störfum í lögregluliði kaup- staðarins. Þráinn stundaði framhaldsnám í iðn sinni á þekktum skóla. — Hann mun vera á förum til Reykjavíkur. Félagið hóf utanlandsflug 1945 og eykst það stórlega ár fi’á ári, og eru nú skriístofur félagsins í 5 bcrgum erlendis. Flugfélag íslands hefur unnið brauti'yðjendastai'f í flugmálum íslands. r Bankastjórar Utvegs- banka Islands Samkv. nýjum lögum er Út- vegsbanki fslands stofnaður í stað -Útvegbankans h.f. og er ríkisbanki. Hinir nýju banka- stjórar eru: Jóhannes Elíasson, hæstaréttarlögmaður, Jóhann, Hafstein, bankastjóri, og Finn- bogi Rútur Valdemarsson, al- þingismaður. í bankaráði eru: Gfsli Guðmundsson, alþingis- maður, Guðm. í. Guðmunds- son, ráðlierra, Lúðvík Jósefs- son, ráðherra, og Björn Ólafs- son, alþingismaður. DAGUR kemur næst út laugardaginn 8. júní. Auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12 á íöstudag. FEugféfag Isían ira Brautryðjendastarf í flugmálom íslands Svanur heitir þessi nýji bátur Irá Skipasi’.úðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar á Aknreyri. — (Ljósmynd: E. D.). Tíundð uppeldismálðþingið verð- ur haldið á Ákureyri 12.-15. júní Aðalmál þiiigsins eru uý námsskrá fyri’r skyldu- námsstigið og ríkisútgáfa námsbóka Samband íslenzkra barnakenn- ara og Landssamband framhalds- skólakennara efna til uppeldis- málaþings sameiginlega á Akur- eyri dagana 12.—15 júní. Það eru nú 20 ár síðan almennt kennara- þing var síðast haldið á Akureyri. A'ðalumræðuefni þingsins að þessu sinni eru tvö — ný náms- skrá fyrir þarna- og gagnfræða- skóla og útgáfa námsbóka fyrir allt skyldunámið. Þetta er 10. uppeldismálaþingið, en venja S. f. B. hefur verið sú, að halda annáð hvert ár fulltrúa- þing, en hitt árið uppeldismála- þing. — Þetta er hins vegar þriðja uppeldismálaþingið, sem Landssamband framhaldsskóla- kennara á einnig aðild að. Um nýja námsskrá hefur að undanförnu fjallað stjórnskipuð nefnd og er Helgi Elíasson for- maður hennar, en aðrir í nefnd- inni eru Pálmi Jósefsson, skóla- stjóri, Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri og Magnús Gíslason, námsstjóri. Hefur nefndin nú lagt fram frumdrög að námsskránni og verða þau umræðugrundvöll- ur þingsins — Þá verður einnig rætt um námsbókaútgáfuna af því tilefni, að ný lög gera nú ráð fyrir, að breyting verði á rikisút- barnaskóla og gagnfræðaskóla að hluta, eða yfir allt skyldunáms- stigið. Ákveðið er að flutt verði á þinginu fimm eridi af eftirgreind um mönnum: Jóhann Frimann, skólastjóri, dr. Matthías Jónas- son, uppeldisfræðingur, Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjói'i, Stefán Jónsson, námsstjóri og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Kennarar á Akureyri munu að verulegu leyti sjá um undirhún- ing mótsins og mun Barnaskóli Akureyrar, og ef til vill fleiri skólar hér í nágrenninu, hafa opna sýningu á skólavinnu barna meðan þingið stendur. Þá verður einnig sýning á kennslubókum og bókum um uppeldisleg efni frá Bandaríkjunum. Síðasta dag þingsins er fyi'irhuguð hópferð um Eyjafjörð. Formaður Sambands ísl. barna- kennara er Gunnar Guðmunds- son, yfirkennari, en formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara er Helgi Þoi'láksson, yf- irkennari. Námskeið. í sambandi við uppeldismála- þingið verða tvö námskeið. Ann- að er fyrir kennara í handavinnu stúlkna og verður það 3.—8. júní. Kennarar verða Arnheiður Jóns- dóttir, námsstjóri, Elinborg Að- albjargadóttir og Sigríður Arn- laugsdóttir. Hitt er námskeið í blokkflautu- leik, sem baldið er á vegum fræðslumálastjórnarinnar. Um- sjón með námskeiðinu hefur Ing- ólfur Guðbrandsson, námsstjóri. Kennarar verða fi'k. Inge Schmidt, frá Köln í Þýzkalandi, og Ingibjörg Blöndal frá Reykja- vík. Aðrir funðir. í sambandi við uppeldismála- þingið munu tvö félagasambönd hafa aðalfundi sína ,Bindindisfé- lag íslenzki-a kennara heldur að- alfund sinn þessa daga. Formað- ur þess er Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Þá mun Landssamband ís- lenzkra barnaverndarfélaga einn ig hafa landsfund hér. Formaður þess er dr. Matthías Jónasson. — Mun hann á vegum þessara sam- taka flytja erindi á fimmtudags- kvöldið fyrir almenning. Efni er- indisins er: Afstaðan milli kyn- slóðanna. Má af þessu sjá, að margt verður á dagskrá í sambandi við uppeldismálaþingið, og er þess vænzt, að norðlenzkir kcnnarar fjölmenni, þar sem þingið er haldið hér á Norðurlandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.