Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						D AGUR
Fimmtudaginn 8. ágúst 1957
Dagskrá, nýtt tímarit.
Dagskrá heitir nýtt tímarit sem
Samband ungra Framsóknar-
manna gefur út. Ritstjórar þess
eru Sveinn Skorri Höskuldsson
og Ólafur Jónsson. Er riti þessu
ætlað að sinna bókmenntum og
öðrum menningarmálum fyrst og
fremst. Kom fyrsta heftið út 10.
júlí sl. og er ráðgert að annað
hefti komi út á þessu ári. — Rit
þetta fer mjög vel af stað.
Sinfoníuhljómsveitin á ferð.
Sinfoníuhljómsveit     íslands
lagði af. stað í hrjómleikaferð um
landið 3. júlí sl. Þann dag hélt
hún fyrstu hljómleikana í nýja
félagsheimilinu Húnaveri við
Bólstaðarhlíð. Stjórnandi var dr.
Páll ísólfsson og einsöngvarar
þeir Þorsteinn Hannesson og
Kristinn Hallsson. — Á öllum
hljómleikum norðanlands og
austan var aðsókn hin bezta og
viðtökur framúrskarandi. Ber að
fagna því þegar svo ágætir gestir
koma til fólksins úti á lands-
byggðinni.
Náma á botni Mývatns.
Fyrir um það bil mánuði síð-
an gaf að líta hér á Akureyri
furðulegt verkfæri á vörubíls-
palli. Hugðu sumir að hér væri
súgþurrkunarblásarinn og af
nýrri gerð. Það reyndist þó ekki
rétt, því að þetta var dæla, sem
flutt var til Mývatnssveitar og
átti að nota þar til að dæla með
henni botnleðju úr Mývatni.
Á botni vatnsins er þykkt lag
af kísille'ðju, sem talin er mjög
verðmæt til margra nota í iðn-
aði, sums staðar allt upp í 10 m.
að þykkt. Þessari leðju á að
dæla upp í tilraunaskyni í sumar
og rannsaka notagildi hennar og
vinnslumöguleika. Dæla sú, er
flutt var austur, verður væntan-
lega notuð síðar í sumar, en ekki
hefur ennþá verið svo frá henni
gengið að hún sé tilbúin til starfs.
Fyrirhugað er að nota hina
miklu orku jarðhitans í Náma-
skarði til að þurrka kísilleðjuna
og hreinsa hana, og ættu þessi
náttúrufyrirbæri að geta stutt í
sameiningu nýja framleiðslu-
grein.
Fyrsta heimsmeistaramótið á
íslandi.
Fyrsta heimsmeistaramótið, sem
háð hefur verið hérlendis, hófst í
Reykjavík 11. júlí. Var það al-
þjóðamót stúdenta í skák. Kepp-
endur voru frá 14 þjóðum. ís-
lendingar eru nú miklir áhuga-
menn um skák og fylgdust mjög
vel með fréttum af mótimi, en
þaðan fluttu blöð og útvarp dag-
legar fregnir. Mun þetta enn efla
skákáhuga íslendinga.
Útsvörin og KEA.
Síðasti Islendingur, blað Sjálf-
stæðismanna á Akureyri, er mjög
mæddur yfir þeim ofurþunga út-
svaranna á Akureyri, sem ein-
staklingsfyrirtæki fái vart undir
risið vegna þess að KEA beri þar
of lítinn hluta. Það er víst flest-
um kunnugt,nema þeim er penna
stjórnar hjá íslendingi, að til er
samvinnulöggjöf í þessu landi og
að bæjarfélagið gstur ekki snið-
gengið þau við álagningu útsvar-
UM DAGINN OG VEGINN
anna. Er því tómt mál að tala um
skattfríðindi og ívilnanir sam-
vinnufélaganna, rétt eins og það
væri í valdi hvers bæjarfélags að
fótumtroða samtök fólksins að
vild kaupmanna og annarra and-
stæðinga samvinnuhreyfingar-
innar.
En hin margumtöluðu fríðindi
eru þau að ekki má leggja útsvör
á viðskipti félagsmanna sam-
vinnufélaga, en verzlun þeirra
við utanfélagsmenn er skattlögð
á sama hátt og kaupmannaverzl-
un. Ennfremur eru mörg fyrir-
tæki í bænum, þau sem kaupfé-
lagið á að miklu eða öllu leyti og
rekin eru í hlutafélagsformi,
skattlögð sem öll önnur hlutafé-
lög. Og enn má minna á, að þar
sem samvinnumenn hafa mikla
verzlun og annan atvinnurekstur
og hafa margt starfsfolk í þjón-
ustu sinni, nýtur bærinn þess
ekki síður en einstaklingarnir.
Um það segir íslendingur, að
„því meiri hlutdeild, sem sam-
vinnuféiagsskapurinn eigi í
verzlun og öðrum atvinnugrein-
um eins bæjarfélags, þeim mun
þyngri verði byrðar hinna opin-
beru gjalda á einstaklingsrekst-
urinn. Svo fávísleg öfugmæli
lætur blað Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri frá sér fara.
-~Hér er •" staðreyndunum alger-
lega snúið við og hefur sjaldan
verið gert á barnalegri hátt. En
hér er betur en^oftast áður aug-
lýst hugarfar Sjálfstæðismanna
til samvinnufélagsskaparins, því
er e.kki að neita. Má hver sem vill
gera sér í hugarlund, hversu um-
horfs væri í okkar bæ, án starfs
samvinnumanna í verzlun og
öðrum atvinnugreinum.
Síðan útsvarsskráin var lögð
fram hafa mörg stór orð fallið um
forráðamenn bæjarfélagsins. Hér
á Akureyri var 17,4 milljónum
jafnað niður á gjaldendur 2581 að
tölu, og er það um 3,8 millj. kr.
hærri upphæð en á fyrra ári. Út-
svör eru há á Akureyri, móti því
er ekki hægt að mæla. Hitt mun
jafn rétt, að útsvör þykja ævin-
lega of há og menn hrökkva
ónotalega við þegar útsvarsseð-
illinn berst þeim í hendur. Flest-
ir gleyma því, þegar viku- eða
mánaðarlaunin eru meðtekin, að
töluverður hluti þeirra er eign
ríkis, bæjar- eða sveitarfélags, og
sá hluti launanna er löngu eydd-
ur, þegar hinir opinberu aðilar
'kálla eftir sínu. En snúum okkur
þá að síld og bfennivíni.
Síld og brennivm.
í fyrra fluttum við út síld og
síldarafurðir fyrir um 127 millj.
kr.. Á fyrra helmingi þessa árs
keyptum við brennivín fyrir 56,2
millj. kr. Eyðslupeninga virðist
ekki vanta, svo að búast má við
að brennivínskaup (þ. e. áfengis-
kaup) gætu farið upp í 115 millj.
á árinu, ejða langdrægt jafn mik-
ið og blessuð síldin í fyrra.
Reykvíkingar þurfa að greiða
206 milljónir í útsvör á þessu ári.
Hefur    útsvarsupphæðin   þar
hækkað um helming á 4 árum. ¦—
Gunnar borgarstjóri brá sér utan
þegar þeirra útsvarsskrá var lögð
fram, og kölluðu sumir flótta. —
Okkar borgarstjóri situr sem fast
ast.
Hólaskóli 75 ára.
Minnst var 75 ára afmælis
Bændaskólans að Hólum í Hjalta
dal 14. f. m., með hátíðahöldum
og ágætum mannfagnaði þar á
staðnum. Fjölmenni var mikið. —
Bókvit og verkmenning er und-
irstaða aukinnar búmenningar og
á Hólaskóli þar bæði stóran og
giftudrjúgan þátt í sögu íslenzkr-
ar bændastéttar. — Skólastjóri er
Kristján Karlsson.
Síldarverksmiðja á Seyðisfirði.
Ný síldarverksmiðja tók til
starfa á Seyðisfirði laust eftir
miðjan júlí. Getur hún brætt 250
300 mál á sólarhring. — Þetta
myndarlega átak í atvinnumál-
um Seyðfirðinga, bætir einnig
aðstöðu síldveiðiflotans. Nokkuð
var notað af vélum frá síldar-
verksmiðjunni á Ingólfsfirði. —
Það þótti með ólíkindum, að að-
eins 6 vikum eftir að samningar
voru gerðir um bygginguna, voru
vélar allar komnar á sinn stað og
verksmiðjan starfhæf. Töluvert
hefur borizt af síld til hinnar
nýju verksmiðju.
Sundafrek.
Eyjólfur Jónsson, Reykvíking-
ur, 32 ára gamall, vann sér það
til frægðar 14. júlí sl., að synda
Drangeyjarsund. Hann var
ósmurður og kom lítið þreyttur
að landi eftir fjórar klukku-
stundir og fimmtán mínútur.
Eyjólfur byrjaði að læra sund
25 ára, og þá mest af sjálfum sér,
og hefur síðan mestmegnis synt
í sjónum. Getum er leitt að því
að hann muni hyggja á áð 'syn'da
yfir Ermarsund.
Ný vinnulöggjöf.
Allir stjórnmálaflokkar munu
sammála um nauðsyn nýrrar
vinnulöggjafar. Verkfall far-
manna, sem nýlega er leyst og
stóð á 7. viku, er síðasta og nær-
tækasta dæmið um þessa nauð-
syn.
Framsóknarmenn munu beita
sér fyrir málinu í samráði við
stuðningsflokka sína í ríkis-
stjórn. Hafa menn þegar vefið til
kvaddir að undirbúa frumvarp
til nýrra laga um þetta efni.
Er vissulega mál til komið að
rækileg endurskoðun fari fram á
vinnulöggjöf landsins, samkvæmt
breyttum þjóðfélagslegum að-
stæðum yfirstandandi tíma, og e.
t. v. að erlendum fyrirmyndum
vestrænna þjóða, sem lengst eru
komnar áleiðis í þessum málum
og hentað gætu hér á landi.
Hestamenn.
Fjórðungsþing hestamanna og
ársþing Landssambands hesta-
manna var haldið að Egilsstöðum
21. júlí sl. Er þetta fyrsta fjórð-
ungsþing hestamanna á Austur-
landi. Héðan frá Akureyri fóru
hestamenn  í  stórum  hóp  með
rúmlega 40 hesta. Sýnir sú þátt-
taka m. a. hve hestamenn leggja
mikið á sig til að viðhalda félags-
skapnum og hinni fornu íþrótt,
sem nú er orðið sport hestaunn-
enda.
Fimm ára áætlun Skógræktarfél.
íslands.
Á aðalfundi Skógræktarfélags
íslands, sem haldinn var dagana
5. og 6. júlí, fæddist svonefnd 5
ára ásetlun í skógræktinni. í
áætlun þessari er gert ráð fyrir
að plöntufjöldi í uppeldisstöðv-
unum aukizt á þessu 5 ára tíma-
bili upp í 2 milljónir og verði þá
árlega gróðursett í 300 hektara
lands.
Er þetta mun myndarlegri
áætlun en áður hefur verið státað
af. Hvað sem um nytjaskóga
framtíðarinnar á íslandi má
segja, er hitt víst, að skógræktin
þarf að aukast við hvert byggt
ból í landinu og annars staðar
þar, sem vel hagar til, til yndis-
auka fyrir afkomendurna og
þeirra nytja, sem kynni af henni
að verða.
Fegurðardrottningar.
Fegurðarsamkeppni kvenna er
nú orðinn árlegur viðburður hér
á landi. Margir litu hana illu
auga til að byrja með, en for-
vitnin sagði fljótlega til sín í
þessari keppnisgrein og áhuginn
fyrir hinu fagra og veika kyni
jókst ef hægt var.
Bryndís Schram var kjörin
fegurðardrottning íslands og hún
tók einnig þátt í fegurðarsam-
keppninni  á  Langasandi.  Ekki
kom hún þó til úrslita í þeini
þeim leik, heldur ung fegurðardís
frá Perú, sem hlaut titilinn
„Ungfrú Alheimur" og hafa
margir mátt gera sér minna nafn
að góðu.  .
Þau tíðindi gerðust vestra, að
upp komust svik í sambandi við
fegurðarsamkeppni kvenna um
titilinn „Fegurðardrottning Am-
eríku". Sú er kjörin var, var
nefnilega engin jómfrú, eins og
hinar vofu auðvitað, þar sem
eingöngu ógiftar konur komu til
greina, því að þessi var harðgift
og auk þess tveggja barna móðir.
Varð hún að sjá af gullnum
verðlaunum og mörgum tæki-
færum.
Jarðeðlisfræðiárið.
Alþjóðajarðeðlisfræðiárið hófst
1. júlí sl. og stendur til ársloka.
Fimm þúsund vísindamenn frá 57
þjóðlöndum taka þátt í því með
yfirgripsmiklum, vísindalegum
rannsóknum. Þau rannsóknar-
efni, sem unnið er að, eru þessi:
Norður- og suðurljós og loftljós,
geimgeislar, gerfihnettir, segul-
magn jarðar, jöklafræði, þyngd-
arlögmálsmælingar, eðlisfræði
gufuhvolfsins, ákvarðanir hnatt-
lengda og breidda, veðurfræði,
haffræði,     eldkólfarannsóknir,
jarðskjálftafræði pg rannsókn á
starfsemi sólar.
Sézt á þessu, að ekki þykja öll
kurl komin til 'gtafar í nútíma-
vísindum og ekki nema fátt vitað
með fullri vissu um ofantalin
efni, þau er snerta jörð þá, er við
byggjum.
Auglýsið í Degi!
Jón Sveinsson fyrrv. bæjarsíjórí
Fæddur 25. nóv. 1889. Dáinn 18. júlí 1957
Jón Sveinsson, fyrrum bæjar-
stjóri, var jarðsettur á Akureyri
laugardaginn 27. júlí síðastliðinn.
En hann varð bráðkvaddur í
Reykjavík 18. júlí, er hann var
þar á snöggri ferð.
Með Jóni Sveinssyni er geng-
inn einn af eldri virðingarmönn-
um bæjarins. Hann var fæddur
að Árnastöðum í Loðmundarfirði
25. nóv. 1889. En dvaldi flest upp
vaxtarár sín í Borgarfirði eystra
og hélt æfilangri tryggð við þann
stað. Jón brauzt til mennta og
lauk lögfræðiprófi 1919 og varð
síðan fyrsti bæjarstjóri á Akur-
eyri og gegndi því starfi í 15 ár,
en síðan ýmsum lögfræðilegum
störfum til dauðadags, var m. a.
skattdómari þar til það embætti
var lagt niður.
Snemma reyndi á karlmennsku
Jóns og þrautseigju og þroskuð-
ust þeir hæfileikar hans strax á
unga aldri við fjárgeymslu og
sjósókn, en síðar við margþætt
störf í opinberri þjónustu.
Jón Sveinsson var karlmann-
legur á velli og dugmikill, ein-
þykkur, ráðríkur nokkuð og
mikill málafylgjumaður. Bar
hann jafnan hag Akureyrarkaup-
staðar mjög fyrir brjósti og farn-
aðist á margan hátt vel í starfi.
Ekki var honum þjónslundin í
blóð borin, en vel kunni hann
með höfðingjum að vera. Þó áttu
olnbogabörnin athvarf hjá Jóni
og fundu þá hlýju hjartans, sem
eigi var borin utan á að jafnaði.
Á síðari árum skrifaði hann
endurminningar sínar og gaf þær
út og safnaði ýmsum fróðleik,
sem hann átti í handriti er hann
lézt, meðal annars í ættfræði og
úr sögu Akureyrar. Ekkja Jóns
heitins Sveinssonar er Fanney
Jóhannesdóttir, ættuð frá ísa-
firði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8