Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 8
8 Bagum Laugardaginn 24. maí 1958 Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðum Reynihlíð 23. maí. Síðan 5. maí hefur jörð verið, alhvít einhvern tíma á hverjum sólarhring, en snjórinn hefur svo hráðnað, þar sem auð jörð var undir. Sauðburður stendur nú sem hæst. Búið er að sleppa geldfé á Austurfjöll. Var það gert um miðjan mánuðinn. Þar vex melurinn í sandinum þótt kalt sé. Búið er að opna veginn að Hóls- fjöllum. En stór tjörn er þar á einum stað, sem þó er hægt að sneiða hjá á góðum bifreiðum. Snemma í þessum mánuði náði Finnbogi Stefánsson frá Geira- stöðum mink í Nesi í Aðaldal. Er það fyrsta dýrið, sem veitt er þar í dalnum. Minkurinn var sprengd ur úr holu sinni og tók þá seppi við og kálaði honum. Vegir um sveitina eru góðir og nýheflaðir, einnig er búið að gera við vegi í Reykjadal, en þeir voru mjög illa farnir. Víða er 8—15 sm. þýtt lag á vegunum, en nokkuð þykkur klaki undir. Sennilega láta veg- irnir undan umferðinni ef snögg'- lega skiptir um til hlýinda. Valdimar bóndi Halldórsson á Kálfaströnd við Mývatn verður sjötugur á morgun, hvítasunnu- dag. Hann er fæddur á Kálfa- strönd og feður hans í marga ættliði, og hefur átt þar heima alla ævi, verið góður og yfirlæt- islaus búþegn, margfróður og minnugur. Valdimar er heima- kær maður, en brá sér þó eitt sinn til hinnar fögru ítalíu, á þeim árum, sem slík ferðalög voru ekki eins algeng og nú er. Mun hann hafa verið í för með Davíð skáldi frá Fagraskógi. Grímsey 23. maí. Þótt hér sé ekki mikill snjór, er harðfenni í brekkum og veður köld ennþá. Aðeins tvær nætur hafa verið frostlausar í þessum mánuði. Fuglinn er farinn að verpa í björgunum og var í gær sigið eftir eggjum. Hrognkelsa- veiði er að verða lokið. Þorsk- veiði er engin. Sauðburður stend ur yfir, en nýgræðingurinn lætur lítið á séi bera. Húsavík 23. maí. Hér er alltaf hvítt af snjó á morgnana. Ekkert fiskast og eru bátar hættir að róa. Hin kalda tíð setur svipmót sitt á allt og eru menn orðnir langeygðir eftir veðurbreytingu. Dalvík 23. maí. í Svarfaðardal er að verða versta útlit vegna harðindanna. Snjór er enn mjög mikill fram í dölunum, Skíðadal og Svarfaðar- dal. Mai'gir eru orðnir heylitlir fyrir sauðfé, og ef ekki raknar úr upp úr hvítasunnunni, sýnist vá fyrir dyrum og munu þá margir komast í alger heyþrot. í fjár- húsunum er allt í einni kös, bornar ær og óbornar og svo iömbin, sem hýrast verða í húsi þar til hlýnar. Hríð er á hverjum degi og renningur, sem á vetri væri, fram í dölunum. 1 fyrradag kom Július Bjöi'ns- son með allt að 50 tonnum fiskj- ar. Snæfellið losaði nýlega um 100 tonn. Tveir bátar róa með net, en ekkert veiðist á línu. Fyrirhugaðai' eru miklar bygg- ingaframkvæmdir í sumar. — Margir ætla að byggja íbúðarhús og ein stór verbúð mun verða byggð. Fosshóli 23. maí. Ófært er yfir Fljótsheiði á bif- reiðum, en Vaðlaheiði er aftur á móti vel fær. Föl var á jörðu í morgun eins og oftar. Margir Bárðdælingar sofa í fjárhúsunum á meðan sauðburður stendur yfir, en þó má fremur segja að þeir vaki bæði nætur og daga. Þenn- an tíma falla fundahöld og allir mannfagnaðir niður, því að eng- inn má vera að því að hugsa um slíkt. Margir eru orðnir knappir með hey. Ólafsfirði, 23. maí. Öll hey eru að ganga til þurrðar í sveitinni og lítur því illa út, ef ekki skiptir hið bráðasta um til hins betra um veðurfarið. Norðaustan- bléytuhríð hefur verið þrjá undan- farna daga, en frosthríð um nætur. Enginn fiskur er á línu hjá trillu- bátunum. Togbátar sækja til Vest- fjarðamiða. Stígandi kom með 20 tonn um helgina sem leið, Sigurður með 35 tonn og Gunnólfur með 55 tonn. Einar Þveræingur og Þorleif- ur Rögnvaldsson stunda línuveiðar og sækja vestur fyrir Skaga. Afli hjá þeim er tregur. Barnaskólanum var sagt upp 4 maí. í skólanum voru 167 börn, og luku 15 unglingaprófi. Sigríður Vil hjálms hlaut hæstu einku.nn, 8.69 Barnaprófi luku 23 börn. og hlutu iimm yfir 9 í aðaleinkunn. Hæstur var Jón Þór Björnsson með 9.41. Að skólaslitum loknum var opnuð handavinnusýning barnanna, og var þar margt eigulegra muna. Vor- skólinn starfar til maíloka. I hon- um eru yfir 100 börn. Blöuduósi 23. maí. Dagana 7.—11. maí voru hinir venjulegu aðalfundir samvinnu- félaganna hér á Blönduósi. Hinn nýi framkvæmdastjóri þeirra, Ólafur Sverrisson frá Hvammi í Norðurárdal, sat þá meðal ann- arra, en hann tekur við störfum 1. júlí næstk. Jón Baldurs dreg- ur sig í hlé vegna heilsubrests. Minnst var 50 ára afmælis Sláturfélagsins með veglegu sam sæti í lok fundarins. Þar voru þeir Jónatan J. Líndal, bóndi að Holtastöðum, og Jónas B. Bjarna son frá Litladal gerðir að heið- ursfélögum. Jónas var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Heildarsala Sláturfélagsins varð 20 milljónir, og er þar mjólkur- samlagið innifalið. Ákveðin var á fundinum stækkun mjólkursam- lagsins með tilliti til ostafram- leiðslu sérstaklega. En fram til þessa hefur einungis verið unnið smjör og mjólkurduft hjá sam- laginu. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn 9. og 10. maí. Vörusalan varð 14 milljónir, eða samtal 34 milljónir hjá samvinnufélögunum báðum. Ákveðið var að hefja byggingu bílaverkstæðis. Byggingaframkvæmdir . verða meiri í sumar á Blönduósi en nokkru sinni fýrr. Formaður tækninefndar Um aflamagn Ak.fogaranna o. fl. Finnin Sakari S. Tuomioja varð nýlega forstjóri Evrópudeildar Fjármálastofnunar S. Þ., er Gunnar Myrdal hætti störfum. — „Berklavörn’ um á mótmælir breyting- Krisfneshæli Svohljóðandi samþykkt var gerð á aðalfundi Berklavarnar fyrir nokkru: „Aðalfundur Berklavarnar, Akureyri, 1958, lítur svo á, að enn sé ótímabært að leggja niður heilsuhælið í Kristnesi. Enda þótt berklaveikin hafi verið mjög á undanhaldi um margra ára skeið, sýndi reynsla sl. árs það ótvírætt, að enn er fullkomin hætta á, að veikin geti blossað upp, svo að óverjandi sé, að fækka sjúkra- rúmum fyrir berklasjúklinga jafn stórlega og verða mundi, ef Kristneshæli væri lagt niður. Einnig lítur fundurinn svo á, að 15—20 manna berkladeild við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri geti á engan hátt fullnægt sjúkra húsþörf berklasjúklinga hér nyrðra, enda óhentugt berkla- sjúklingum, að dvelja á almennu sjúkrahúsi og ekki sízt þar sem það er staðsett í kaupstað. Þá vill fundurinn minna á að Kristneshæli var að verulegu leyti reist fyrir framlög Norð- lendinga, og eiga þeir því, ef ekki lagalegan, þá að minnsta kosti siðferðilegan, rétt til að ráða um framtíð þess. Fundurinn mótmælir því ein- aregið þeim ráðagerðum heil- brigðisstjórnar landsins, að leggja Kristneshæli niður. Jafnframt skorar fundurinn á bæjarstjórn Akureyrar að standa fast gegn því að Kristneshæli verði niður lagt.“ Fundurinn var fjölmennur og almennur einhugur ríkjandi. Afli togaranna það sem af er arinu: Kaldbakur: 29. des. 1957 til 23. apríl 1958 1.443.394 kg. Svalbakur: 26: des. 1957 til 15. maí 1958: 1.763.077 kg. Harðbakur: 17. jan. 1958 til 20. maí 1958 1.858.850 kg. Sléttbakur: 27. des. 1957 til 11. maí 1958 1.794.464 kg. Alls landað það sem af er ár- inu 6.859.785 kg. Þar af landað utan Akureyrar 635.950 kg. Aflatölur tveggja síðustu ára (1956—1957) eru þessar (sviga- tölur frá árinu 1957): Kaldbakur: 2. jan. til 5. apríl 1.278.079 kg. (11. jan. til 30. marz 653.266 kg.) Svalbakur: 7. jan. til 4. apríl 1.102.141 kg. (11. jan. til 4. apríl 780.544 kg.) Harðbakur: 8. jan. til 3. apríl 1.106.809 kg. (21. jan. til 28. marz 479.790 kg.) Sléttbakur: 13. jan. til 6. apríl 1.132.642 kg. (27. des. til 11. apríl 809.841 kg.) Alls 4.619.671 kg. (2.870.670 kg-) Vinnsla frystihússins pr. 21. maí (frá áramótum): 50.900 ks., sem samsvara ca. 130 þús. ks. órsvinnslu, með sama áframhaldi. Upphengt í hjalla frá áramót- um til 15. maí: 1.115 smálestir af hausuðum fiski, sem áætlað er að geri ca. 236 smálestir af fullhertri skreið. Vonir standa til þess að aðstaða verði til uppskipunar afla við nýju hafnarbryggjuna snemma næsta mánuði, og nýrri bílavog komið þar fyrir. Mun það bæta mjög löndunarskilyrði, einkum með tilliti til þess, að akstur ; aflanum verður mun minni. Vegna smágreinar í Alþýðu manninum hinn 20. þ. m., um greiðslu á andvirði freðfisks, skal upplýst, að þar gætir nokkurs misskilnings. Af fyrrgreindri framleiðslu freðfisks, 50.900 ks., eru farnir 32.089 ks., og greiddir 8.097, eða það sem farið var um miðjan fe- brúarmánuð. Venjulegt er að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna greiði and- virði freðfisks og útflutningsbæt- un fer fram. Greiðslurnar innir hún af hendi jafnóðum og hún fær fé í hendur, eftir röð afskip- ana. En vegna þess, að allur Am- eríkufiskur er sendur vestur í umboðssölu, og getur legið þar óseldur tímum saman, er eðlilegt að dráttur verði á greiðslu hans, Ennfremur hefur staðið verulega tilskildum greiðslum frá Ut- flutningssjóði. Rússlandsfiskur er hins vegar greiddur um leið og afskipun fer fram. Niðurstaðan verður því sú, eins og fyrr segir, að meðalgjaldfrest- ur verður ca. 3 mánuðir frá því að fiskur fer, og er þetta fyrir- komulag miklum mun.heppilegra fyrir frystihúsin heldur en það, sem mætti hugsa sér, að Rúss- landsfiskur yæri greiddur strax eftir útskipun, en Ameríkufiskur pg útflutningsbætur jafnóðum og það innheimtist. Enda er gildandi fyrirkomulag á greiðslum það, sem frystihúsaeigendur hafa sjálfir talið sér hagkvæmast, miðað við aðstæður. Búsk vapur bænum Samkvæmt skýrslu, sem bæj- arráð hefur fjallað um, er meiri búskapur í bænum en margir hyggja. En þar er sauðfjáreignin talin 3300 vetrarfóðraðar kindur, 565 kýr og 188 hestar. Þessi bú- stofn hefur, ásamt gæðum sínum og gögnum, valdið nokkrum erf- iðleikum. Heilbrigðisnefnd hefur skorað á bæjarráð að banna skepnuhöld á aðalbyggðasvæði bæjarins á þessu ári. Bæjarráð hefur samþ. að banna algerlega gripahús á Oddeyri, og að krefj- ast þess að eigendur þeirra fjar- lægi þau fyrir 1. júlí í sumai’. Hins vegar er lagt til að leyft verði að hafa gripahús í Búðar- gili, við Setbergsveg, við Þing- vallaklöpp og á Eyrarlandsholti, með vissum skilyrðum þó. Enn- fremur verði fjárhús og tilheyr- andi á Gleráreyrum, norðan Glerár, fjarlægt fyrir 1. júlí í sumar. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt tillögur bæjarráðs og verður búskapurinn því að víkja úr þéttbýlinu, svo sem eðlilegt er og óhjákvæmilegt verður að ur ca. 3 mánuðum eftir að útskip teljast í náinni framtíð. K. A. varð Ak.-meistari í körfuknattleik 1958 Frá vinstri: Herm. Sigtryggsson, Axel Clausen, Skjöldur Jónsson, Jón Stefánsson, Hörður Tulinius og Garðar Ingjaldsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.