Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 8
Bagur 8 Miðvikudaginn 27. janúar 1960 Skákþing Norðiendinga hafið Karlakór Akureyrar þrjðtíu ára 26. jan. Keppendur 28, þar af 13 í meistaraflokki, 8 í fyrsta flokki og 7 í öðrum flokki Skákþing Norðlendinga hófst á Akureyri á sunnudaginn var. — Teflt er að Hótel KEA undir stjórn Haraldar Bogasonar. Kepp endur eru 28 og þar af 9 utan- bæjar. Freysteinn Þorbergsson keppir sem gestur á þinginu. Þrem umferðum Iokið. Búnar eru þrjár umferðir og í gær átti að tefla biðskákir. Fólki er gefinn kostur á að fylgjast með keppninni á meðan húsrúm leyfir. Eftir þrjár umferðir er Jóhann Snorrason hæstur með 3 vinn- inga, Jónas Halldórsson 2V2, Kristinn Jónsson og Margeir Steingrimsson hafa 2 vinninga hvor, Freysteinn Þorbergsson hefur 1V2 vinning og biðskák. Aðrir keppendur í meistara- flokki eru: Anton Magnússon, Haraldur Ólafsson, Jóhann Helgason, Júlíus Bogason, Jón Ingimarsson, Steingrímur Bern- harðsson og Unnsteinn Stefáns- son. í fyrsta flokki er Jón Kristins- son frá Grenivík hæstur með 2V2 vinning. í öðrum flokki er Kjartan Jónsson hæstur með 3 vinninga. Næsta umferð verður tefld í kvöld, miðvikudag. Jónas Jónsson núverandi formaður kórsins. Fréllir úr fögrum byggðum SvarlaÖard. Veðráttan hefur verið hér óvenju góð, það sem af er vetri, þegar frá er tekið áfellið í nóv- ember. Annars var það ekki sér- staklega slæmt. Ekki urðu neinir fjárskaðar, enda flest fé í húsi. En það sem vantaði, sakaði ekki og fannst fljótlega eftir að hríð- ina birti. Hafði fæst af því fennt. Ein ær fannst þó ekki fyrr en eftir níu daga og hafði allan tím- ann verið í fönn. Samt var hún furðanlega spræk og hresstist fljótt, þegar hún kom í hús. Fram að síðustu helgi var jörð að mestu snjólaus á láglendi, en svellalög voru talsverð .Nú er komið lítils háttar föl, en vegir allir greiðir og akfærir. Það bar við dag einn um miðj- an þennan mánuð, að svart hrút- lamb kom í kindurnar á Másstöð- um í Skíðadal. Reyndist lambið vera eign Helga Símonarsonar á Þverá. Eþ'ö’tsi var sældarlegur, með hornhlaup og má af því marka, hve tíðarfarið hefur ver- ið afbragð. Grasspretta síðastliðið sumar var mfeð eindæmum góð. Hey- fengur varð því sérstaklega mik- ill, enda þótt óþurrkarnir seinni- part sumars drægju mjög úr. En þar sem grasið var víða úr sér sprottið, þegar það var slegið og auk þess hraktist sumt hey nokk- uð, er fóðurgildi heyjanna ekki í samræmi við magnið. Vafalaust er nú fleira á fóðrum í vetur en var í fyrra. Þá þurfti líka að fækka búpeningi vegna hey- skorts. Dilkar reyndust afar misvænir hjá bændum. Hjá sumum aldrei vænni, öðrum óvenju rýrir. Telja margir þennan mikla mismun stafa af júníhretinu í vor, og víst er, að ekki lék það. allt fé jafn hart. Bæði var, að snjókoman var svo ólík á ýmsum stöðum og féð misjafnlega undir hretið búið, t. d. kornung lömb þoldu það illa. Talsverðar jarðræktarfram- kvæmdir voru hér síðastliðið sumar. Unnið var með beltis- dráttarvél frá vori og fram á vet- ur og annarri bætt við er líða tók á sumar og séð var, að ein vél gat ekki annað því verki, sem fyrir hendi lá. Þá var skurðgrafa í notkun fram í ágúst. Hefur Ræktunarsamband Höfðhverfinga og Svalbarðsstrandarhr. leigt Svarfdælingum gröfuna undan- farin ár, en nú þurfti að skila I. Kærur bárust fyrir afbrot sem hér segir: 1. Olvun á almannafæri .. 266 2. Ölvun við akstur ........ 39 3. Bifreiðaárekstrar .......106 4. Önnur brot á umferðal. og lögreglusamþykkt . . 191 henni. Skurðgröfustjóri hefur verið Vilhelm Þórarinsson. Hef- ur hann stundað þessa iðn árum saman, ýmist hér eða austan Eyjafjarðar og sýnt framúrskar- andi dugnað og samvizkusemi í starfi. Áður en hann flutti sig austur á bóginn var honum haldið ofurlítið kaffisamsæti. Komu þar margir bændur og hús freyjur úr Svarfaðardal. Og stjórnendum sambandsins, sem leigði gröfuna, var boðið þangað og komu þeir með konur sínar. Var Vilhelm þökkuð með mörg- um ræðum prýðileg þjónusta og færð smágjöf frá Ræktunarsam- bandi Svarfdæla, sem vott um hug búaliðs til hans. Dálítið hefur verið byggt síð- astliðið ár. Stórt og myndarlegt íbúðarhús er í smíðum á Bakka. Verður nokkur hluti þess íbúðar- hæfur innan tíðar. Þá hafa pen- ingshús og hlöður risið á nokkr- um bæjum. H. S. (Frh. næst.) 5. Þjófnaðir og innbrot . . 16 6. Líkamsárásir ............ 12 7. Smygl og tollalagabrot 2 8. Ólögleg meðferð skot- vopna..................... 9 9. Brot á lögum um tilkynn- ingu heimilisfangs...... 25 10. Veiðilagabrot ............ 2 11. Ökugjaldssvik og hliðst. brot ...................... 4 12. Áfengissala............... 3 13. Afbrot barna............. 20 14. Slysarannsóknir .......... 3 15. Mannskaðarannsóknir . . 4 Samtals 703 II. Sektir fyrir ölvun á al- mannafæri og óspektir 175. III. Svipting ökuréttinda, þar af 37 vegna ölvunar, 38. Auk ofangreinds hefur lögregl- an haft einhver afskipti af ýms- um málum, sem skipta hundruð- um, og er mest af því í sambandi við umferðina, svo sem óheimilar stöður bíla og því um líkt. (Skrifstofa bæjarfógeta.) „Nótt í Vín“ verður sýnd í Borgarbíói síðari hiuta þessarar viku og um helgina. Fjörug og skemmtileg dans- og söngvamynd í litum. — Yfirlif um lögreglumál á Ákureyri Sjö hundruð og þrjú mál tekin til meðferðar Var stofnaður af 26 áhugamönnum á Ak ureyri 26. janúar 1930 Karlakór Akureyrar átti 30 ára afmæli í gær, hinn 26. janúar. Hann var stofnaður af 26 áhuga- mönnum hér í bæ og meðal þeirra manna eru fjórir enn starfandi í kórnum, þeir Þórir Jónsson, Jón Guðjónsson, Oddur Kristjánsson og Jón Sveinbjarn- arson. Fyrsti söngstjóri og jafnframt formaður var Áskell Snorrason tónskáld. Hann stjórnaði kórnum í 13 ár og hafði æfingar mjög oft á heimili sínu. Velgengni og til- vera karlakórsins var mjög háð fórnfýsi hans og óbilandi áhuga, jafnvel lengur en heilsa hans ent- ist til. Kórfélagar þurftu sjálfir að leggja til nauðsynlegt fé, því að samsongvar gáfu lítið í aðra hönd og ekki farið lengra til fyrstu árin. Þó var ekið í Þverá í 16 gráðu frosti á óyfirbyggðum bíl og sungið í óupphituðu húsi, og sumarið 1933 var farið til Áskell Snorrason fyrsti söngstjóri. Lauga og Húsavíkur, og í júní 1935 tekið skip á leigu og siglt til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Síð- an hafa árlega verið farnar söng- ferðir um Eyjafjörð, Skagafjörð og Þingeyjarsýslu. Til Suður- lands 1938. Kórinn átti þá sjálfur farareyri fyrir söngfélaga, hálfa leiðina! Sungið var á ísafirði, Hafnarfirði og nokkrum sinnum í Reykjavík og í útvarp og tókst ferð þessi mjög vel. Fararstjóri var Sveinn heitinn Bjarman. Hann var einnig söngstjóri kórs- ins eitt ár, er Áskell Snorrason lét af því starfi vegna heilsu- brests. Áskell Jónsson tók við söng- stjórn hjá kórnum árið 1943 og hefur haft hana á hendi síðan, við ágætan orðstír og vinsældir. En í hans forföllum hafa, auk Sveins, Jakob Tryggvason og Jón Þórarinsson annast söngstjórn. Síðari hluta vetrar 1947 starf- aði Karlakór Akureyrar með Kantötukór Akureyrar, er fært var upp verk Björgvins Guð- mundssonar tónskálds, Streng- leikar, undir stjórn höf. Vetur- inn 1949 æfði kórinn verk Áskels Snorrasonar og flutti undir hans stjórn. Karlakór Akureyi'ar hefur meðal annarra samsöngva haft Lúcíuhátíð hér í bænum um ára- bil og svo sungið við margvísleg tækifæri hér á Akureyri og í ná- lægum héruðum. , Áskell Jónsson núverandi söngstjóri. Tvívegis hefur kórinn farið austur á Hérað, einnig í mann- drápssjó til Siglufjarðar á söng- mót S. í. K. En mesta söngför kórsins var gerð 1958 og þá sungið á Akra- nesi, Reykjavík, Selfossi, Hafnar- firði og Keflavík. Þá og oftar var söngurinn tekinn á segulband fyrir Ríkisútvarpið. Karlakór Akureyrar er einn af stofnendum Heklu, samb. norð- lenzkra karlakóra og hefur tekið þátt í öllum söngmótum þess frá stofnári sambandsins 1935. Kórfélagar Karlakórs Akur- eyrar eru nú 44 talsins og hafa sjaldan verið fleiri og kórinn e. t. v. aldrei betri söngmönnum skip- aður. Meðal margra einsöngvara er hinn vinsæli söngvari Jóhann Konráðsson. Undirleikarar hafa verið margir: Þyri Eydal, Jakob Tryggvason, Þórgunnur Ingi- mundardóttir, Ingimar Eydal, Guðrún Kristinsdóttir og Krist- inn Gestsson, og meðal raddþjálf- ara: Gösta Myrgart, Einar Sturluson og Ingibjörg Stein- grímsdóttir. Stjórn kórsins skipa nú: Jónas Jónsson, Ingvi Rafn Jóhannsson, Steingrímur Eggertsson, Árni Böðvarsson og Þórarinn Hall- dórsson. Afmælistónleikar verða síðar í vetur eða vor. En hóf verður haldið að Hótel KEA í tilefni af- mælisins á laugardaginn kemur fyrir styrktarfélaga og gesti. Karlakór Akureyrar hefur gegnt menningarhlutverki í 30 ár. Fyrir það ber að þakka og í tilefni afmælisins sendir blaðið honum beztu heillaóskir. Er þetta hægt? Á þorrablóti í Sólgarði um síðustu helgi varð það slys, að einn sanikomugesturinn hlaut slíkt svöðusár á höfði, skorið af flöskugleri, að hann var orð- inn máttvana af blóðmissi, er hann komst undir læknishendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.