Dagur - 04.08.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 04.08.1960, Blaðsíða 4
4 5 Kynnfu sér ræktun holdanaufa í Noregi og á Bretlandseyjum FRUMVARP UM JARÐ- RÆKTARSAMÞYKKTIR Framsóknarflokkurinn hefur frá fyrstu tíð beitt sér fyrir því á Alþingi og í ríkisstjórnum, að ræktun og framkvæmdir í sveitum gæti orðið veigamikill þáttur í alhliða uppbygg- ingu atviimuveganna og framleiðsl- unnar og oftast gegn hatramri and- stöðu íhaldsins. Andstaða íhaldsins í þeim málum hefur verið svo rótgróin og ákveðin meðal ráðamanna þess flokks, að sennilega væri engin sæmi- legur búskapur til í landinu, ef stefna þeirra hefði ráðið. Þrátt fyrir blíð- mæli við bændur öðru hvoru, er sá flokkur ber að fullum fjandskap við bændastéttina. Hann vill láta fækka bændum um helming, eða jafnvel úr sex þúsundum í sex hundruð og þennan sama flokk hefur þiurft að kaupa til fylgis við ýmis þau mál, sem að mestri lyftistöng hafa orðið fyrir þennan elzta og þýðingarmesta at- vinnuveg landsmanna. Á síðasta Alþingi flutti Ágúst Þor- valdsson og nokkrir aðrir Framsókn- armenn frumvarp í neðri deild um breytingar á lögum um jarðræktar- samþykktir þess efnis að verja skuli árlega fé úr ríkissjóði til endumýjun- ar á stórvirkum jarðræktarvélum og tækjum, allt að hehningi kostnaðar, að frádregnu því framlagi, sem áður hefur verið veitt. Til þessa hafa rækt- unarsamböndunum undanfarin 14—15 ár verið veitt ríkisframlag til kaupa á 138 beltisvélum, 30—60 hö. og 15 minni, 33 traktorum og 9 skurðgröf- Uffluni. Þessar vélar þurfa nú mikillar endurnýjunar við, en fyrningarsjóð- imir hrökkva skammt til þess vegna hinna gífurlegu verðhækkana, sem orðið hafa á vélunum, en verð þeirra hefur margfaldast á síðasta áratug, hækkar til dæmis lun þriðjung eða meira á yfirstandandi ári. Á síðasta áratug hefur árleg nýrækt nálega þre- faldast og má rekja það til þessara stórvirku véla. En þegar vélarnar ganga úr sér, og ekki er hægt að end- umýja þær vegna fjárskorts fyming- arsjóðanna, verður stöðvun í rækun- armálum. En til þess að ríkissjóður hlaupi hér undir bagga þarf nýja lög- gjöf. Ekki vildi meiri hluti Alþingis sinna frumvarpinu um jarðræktar- samþykktir. Landbúnaðarnefnd klofn- aði og lagði meiri hlutinn til, að frum- varpinu yrði vísað til ríkisstjórnar- innar. Nefnt frumvarp var lagt fram í byrjun þings. Nokkrum mánuðum síðar hafði landbúnaðamefnd skipað nefnd til að endurskoða lögin í heild. Frávísunartillagan var á því byggð hjá stjómarflokkunum, að nefndin þyrfti að Ijúka störfum. Frávísunartil- lagan var samþykkt á þinginu 19. maí og þessu nauðsynjamáli bændastétt- arinnar þannig drepið á dreif. En að sjálfsögð verður það tekið upp aftur af Framsóknarmönniun á næsta Al- þingi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum lama allar fram- kvæmdir í sveitum, bæði byggingar og ræktun, og er það hnefahögg framan í bændastéttina, sem af mikl- um dugnaði framleiðir þýðingarmestu næringarefni, sem þjóðin neytir. Rætt við Garðar Halldórsson bónda og alþm. að lokinni ferð íslenzkrar sendinefndar Mörg undanfarin ár hefur áhugi ríkt fyrir innflutningi holdanauta og margir álíta, að landbúnaðurinn hlyti af því allmikla nytsemd. Síðasta Búnaðarþing samþykkti ályktun um, að kjósa nefnd til að gera rökstuddar ályktanir um slík- an innflutning og arðsemi af ræktun holdanauta, samanbor- ið við aðrar búfjártegundir, sem fyrir eru í landinu „og kynna sér reynslu Norðmanna á innflutningi holdanauta og afla að öðru leyti, eins og kostur er, þeirra upplýsinga", eins og segir í samþykkt Búnaðarþings um þetta mál. En þessi samþykkt Búnaðarþings er orsök þess fyrst og fremst, að ís- lenzkir bændur og fleiri brugðu sér yfir pollinn til að kynna sér þessi mál, eins og verða mætti, í hálfsmánaðar ferðalagi. Búnaðarþing kaus þessa: Svein Jónsson bónda á Egils- stöðum, Einar Olafsson bónda í Lækjarhvammi og Garðar Hall- dórsson alþingismann á Rifkels- stöðum. Landbúnaðárráðherra skipaði svo fjórða manninn í nefndina, Þorstein Sigurðsson, formann Búnaðarfálags íslands. Nefndin taldi ástæðu til að kynna sér þetta af eigin sjón, og Landbúnaðarráðuneytið og Stéttarsamband bænda tóku að sér að kosta utanför framan- talinna manna til að kynna sér málið af eigin sjón og raun. — Ólafur Stefánsson ráðunautur tók einnig þátt í förinni. Blaðið hitti Garðar Halldórs- son alþingismann eftir heim- komuna og spurði hann frétta af förinni. Þið hafið kynnt ykkur hvern- ig innfluttir gripir eru einangr- aðir vegna smithættu? í Noregi sáum við einangrun- arstöð. Hún er í miðju, þéttbýlu héraði á Jaðrinum, og var timburskúr, girtur lélegri girð- ingu. Þar eru innfluttir kyn- bótagripir einangraðir. í Noregi hittum við einnig bændur, sem framleiða kjöt af holdanauta- kynjum, meðal annars tvo, sem fyrir nokkru hættu mjólkur- framleiðslu og tóku upp þessa kjötframleiðslu og lofuðu þeir guð fyrir umskiptin. Bústofn þeirra var þó innan við 100 gripir hjá hvorum. Hvaða holdakyn eru einkum í Noregi? Norðmenn hafa Hereford og Aberdeen Angus, og er aðeins áratugur síðan þeir hófu inn- flutning þessara holdagripa. í Noregi nutum við frábærr- ar fyrirgreiðslu Árna G. Ey- lands landbúnaðarráðnautar við sendiráðið í Osló, og hann var með okkur allan tímann, sem við dvöldum í Noregi. Síðasta kvöldið, sem við vorum þar í landi, stefndi hann á heimili sitt ýmsum ráðamönnum land- búnaðarins og hélt okkur mynd arlega veizlu ,þar sem okkur gafst tækifæri til að ræða land- búnaðarmálin við hina ýmsu framámenn á þessum sviðum. Formaður sláturfélags þar lán- aði okkur bílinn sinn og bílstjóra til að ferðast á meðan dagur entist, og endurgjalds- laust. Heimsóttum við þá nokkra bændur á Jaðrinum og landbúnaðarskólann á Oxna- vaði. kr. á ha. upp í kostnaðinn, en ríkið 14 þús. kr. Auk þess fær nýbýlingurinn bæði lán og styrk til bygginga. í Rogalandsfylki er 19 þús. býli og meðalstærð ræktaðs lands er 4,6 ha. og 750 af þess- um býlum hafa yfir 10 ha. lands, og sést af þessu að marg- ir hinna búa þröngt. En ferðin til Bretlands? Síðan fórum við til Englands og Skotlands og heimsóttum þar bændur og ýmis fyrirtæki, við- komandi landbúnaði. Til dæmis komum við á Smithfieldmark- aðinn í London. Þar var mikið um að vera. Einnig heimsóttum við kjötsamsölu, sem er bænda- fyrirtæki, byggt upp til þess að komast fram hjá mörkuðunum og losna við milliliðakostnað. — Sú kjötsala hefur um 100 slát- urhús víðs vegar um Bretland. Og líka heimsóttum við kjötinn- flutningsfyrirtæki W. Veddel Ltd. Þetta fyrirtæki kvað sig fyrst hafa flutt inn íslenzkt dilkakjöt, og sent menn hingað til lands árið 1932 til að leið- beina um meðferð á því. For- stöðumaðurinn kvaðst -hlakka til að fá fyrstu sendinguna af ís- lenzku nautgripakjöti. En því Naut og kýr af Hvemig er landbúnaðurinn á Jaðrinum? Fljótt á litið virðist landbún- aðurinn þar hinn blómlegasti, þótt jarðvegurinn sé óhemju grýttur. Þar fórum við í gegn- um nýbýlahverfi, sem verið er að reisa, og þar var látið í ákvæðisvinnu að ryðja grjóti, lokræsa og plægja, og kostar 15 þús. norskar kr. á ha. Ríkissjóð- ur greiðir þennan kostnað að fullu fyrir 5 fyrstu hektarana, og fyrir næstu 5 ha. þarf vænt- anlegur bóndi að greiða 1 þús. Kynbótatarfur af Herefordkyni. ÍÉÍÍlllllS Siffi Aberdeen Angus. má bæta við, að þetta mun hafa verið tímabundinn áhugi fyrir innflutnnigi á íslenzku kjöti, því að þessa dagana vantaði kjöt á markaðinn vegna verkfalla. Þá komum við á landbúnað- arsýninguna í Cambridge og notuðum þann tíma, sem við höfðum þar til að skoða holda- nautgripina, sem þar voru til sýnis. Líka komum við á til- raunabú ráðunautastarfseminn- ar í Hereford. Sú stöð rannsak- ar niðurstöður annarra til- ranastöðva, áður en bændum er ráðlagt að fara eftir þeim. Á þessari stöð var m. a. gerður samanburður á nautum, svipað því sem er gert hér á Lundi og Laugardælum fyrir sunnan, ennfremur uppeldisrannsóknir á kálfum. Ransóknarstöðin í Aberdeen hefur uppeldistilraunir á kálf- um, þar sem kálfum var aðeins gefin móðurmjólkin í 3 daga, en síðan mjólkurduft í stað mjólk- ur. Rannsökuð voru líka áhrif uppeldis á heilsufar, afurðir og frjósemi. Við þessa rannsóknar- stöð, sem er mjög fjölþætt, vinna 80 vísindamenn og 200 aðrir starfsmenn. í Edinborg heimsóttum við sláturhús, sem annast slátrun á nautgripum og sauðfé, og naut- gripamarkað komum við einnig á og fór uppboðið fram með slíkum hraða, að undrun sætti. Uppboðshaldarinn sló meira en grip á mínútu. Ennfremur heimsóttum við tilrauna- og rannsóknarstöð há- skólans í Edinborg. Þar fannst mér eg fræðast hvað mest um landbúnaðarmál í viðræðum við þrjá yfirmenn þar. Þarna fóru fram erfðarannsóknir og fleiri tilraunir með nautgripi. Hver þessara stofnana um sig væri auðvitað efni í langa blaða grein, þótt hér séu þær aðeins nefndar. Heimsóttuð þið ekki bændur í Bretlandi? Jú, bæði í Englandi og Skot- landi heimsóttum við bændur og skoðuðum búskap við hin ólíkustu skilyrði. Einkum voru þarna stórbú, sem hreinrækta holdagripina og miða þá við sölu lífdýra. — Eitt slíkt bú hafði t. d. selt kynbótagripi til Þýzkalands, Argentínu, Nýja Sjálands, Bandaríkjanna, Canada, Suður- Afríku, Japan, Ástralíu og ísra- els. Á þessum stórbúum er ekkert til sparað í kostnaði. Dæmi um það er kynbótanaut eitt er kost- aði yfir milljón krónur íslenzk- ar. Undan einu nauti, sem notað hafði ■ 'verið í 8 ár,< ■ val- okkur sagt að hefðu verið seldir kálf- ar fyrir a. m. k. 10 milljónir ísl. króna. Heimsóttuð þið ekki líka smærri buin? Jú, ekki síður, bú, sem fram- léiddu hpldanaut til slátr- unar. í Englandi og Skotlandi er lítið af kjöti á markaði af hrein- ræktuðu holdakyni, heldur af blendingum. í hálendi Skot- lands, er stóð í 1000 feta hæð yf- ir sjávarmál og hafði beitiland, sem þó stóð hærra, voru m. a. Galloway-kýr, sem ganga úti allan veturinn, en gefið út eftir þörfum. Veðurfar er ekki betra en svo, að í vor kom þar snjór, er stóð í 3 vikur, og var allt upp í 15 þumlunga þykkur. Þær voru bornar, er við vorum þar á ferð, og voru þær á óræktuðu beitarlandi og litu vel út. Hver voru svo heildaráhrifin af ferðalaginu? Mér sýndist enskur búskapur blómlegur og mjög vel rekinn, að vísu vil eg undanskilja gras- rækt og heyverkun. Búskapur- inn er fjölþættur og rekinn með mikilli aðstoð þess opinbera. — Það er í samræmi við orð for- stöðumanns kjötinnflutningsfyr- irtækisins, sem áður er getið. — Hann sagði: Bændastéttm er aðalstyrkur hverrar þjóðar og er því nauðsynlegt hverri ríkis- stjórn að hafa bændur með sér. Hefur þú trú á, að hagkvæmt sé fyrir íslenzka bændur að flytja inn holdanaut? Vissulega hefur áhugi minn fyrir þeim innflutningi ekki Fréttir úr Norður-Þingeyjarsýslu Garðar Halldórsson. minnkað, segir Garðar Halldórs- son að lokum, og þakkar blaðið svör hans. í júlílok. — Hér í sýslu byrj- uðu allmargir að slá tún sín um eða rétt fyrir 20. júní. Var þá hlýtt í veðri og orðið vel sprott- ið. En í sumuni sveitum töfðu skúrir heyþurrkun nokkuð. — Spretta er nú yfirleitt orðin mjög mikil, einnig á útengjum, sem nú orðið eru þó lítið notuð til heyskapar. Á Hólsfjöllum spratt heldur seint og ollu því þurrviðri fram- an af. Öfsvörin á Ákureyri 1960 Niðurjöfnun útsvara í Akureyrar w kaupstað lauk fyrir nokkru og varíj að þesstt sinni jafnað niður j 20.025.000.00 á 2610 gjáldendur og hefur útsvarsskráin legið frammi. Allt frá þeim tíma að norskir menn flýðu land og byggðu ísland — til þess m. a. að losna við óhóflega skattheimtu í lieimalandinu — hafa skattar, hverju nafni sem nefnast, verið þyrnir í augttm. Útsvarsskráin er þó ekki með öllu gleðisnautt talnaregistur eða án huggunar, því þótt flestum finnist of mikið á sig iagt, er það bót í máli að nágrann- inn hefur heldur ekki gleymzt. Og við nánari yfirvegun sjá allir, að mcð vaxandi kröftun til bæjarfélagsins, um meiri þjónustu við borgarana, fylgja attkin útgjöld. Hér fer á eftir listi yfir nokkur hæstu útsvörin í Akureyrarkaup- sta'ð árið 1960:' Kupfélag Eyfirðinga 916.000 Santband ísl. samvinnufélaga 580.200 Olíufélagið h.f. 174.600 ■Amaroh.fi...... 170.700 Útgerðarfél. Akureyringa li.f. 166.00 Linda h.f. , 150.100 Útgerðarfélag KEA 74.400 Þórshamar h.f. 61.800 Olíuverzlun Islands h.f. 52.600 Slippstöðin' h.f. 52.500 Kaffibrennsla Akureyrar h.f. 48.400 Byggingavöruv. T. Björnss. 47.100 Skeljungur h.f. 42.400 Valbjörk h.f. 34.000 Grána h.f. 32.900 Netagerðin Oddi h.f. 32.800 Bókv. Gunnl. Tr. Jónss. s.f. 30.600 Oddi, vélsmiðja h.f. 27.100 I. Brynjólfsson og Kvaran 26.200 Brynjólfur Sveinsson h.f. 24.900 BSA verkstæði h.f. 24.700 Prentverk Odds Björnssonar 23.700 Valhöll h.f. 23.000 Klæðav. Sig. Guðmundss. h.f. 20.700 Kristján Kristjánsson Brg. 66.300 Valg. Stefánsson Oddeyrarg. 46.800 Kristján Jónsson Þingvstr. 46.800 O. C. Thorarensen Bjarmastíg 39.400 Tómal Steingrímss. Byggðav. 39.100 Jónas H. Traustason Asveg 36.400 Asgeir Jakobsson Eiðsvallag. 35.500 Valtýr Þorsteinsson Fjólug. 33.200 Bjarni Jóhannesson Þingvstr. 31.000 Melgi Skúlason Möðruvallastr. 28.800 Eyþór Tómasson Brekkug. 28.700 Guðm. Skaftason Skólastíg 27.900 Jón E. Sigurðsson Hafnarstr. 27.500 Brynjólfur Sveinsson Skólastíg 27.400 Steindór Kr. Jónsson Eyrarveg 26.600 Friðjón Skarphéðinss. Hmstr. 26.300 Skarphcðinn Ásgeirss. Hmstr. 26.000 Guðm. K. I’étursson Eyrarlv. 25.800 Brynj. Brynjólfsson Þingvstr. 25.600 Friðrik Magnússon Aðalstr. 25.400 Vilhjálmur Þorsteinsson db. 25.100 Tómas Björnsson Gilsbakkav. 24.900 Sigurður Jónsson Skólastíg 23.500 Sigttrður Ólason Múnkaþvstr. 23.100 Anna Laxdal Brekkugötu 22.600 Herm. Stefánsson Hrafnagstr. 22.400 Ólafur Jónsson Munkaþvstr. 21.900 Sigurður Helgason Rauðam. 21.800 Sverrir Sigurðsson Ásabyggð 21.400 Jón Einarsson Byggðaveg 21.200 Einar Guðmundss. Klettaborg 21.200 Stefán Reykjalín Holtag. 21.000 Jóhann Þorkclsson Ránarg. 21.000 Örn Pétursson Hafnarstr. 21.000 Ólafur Thorarensen Brg. ■ 20.900 Jón Kr. Guðmundss. Þórstr. 20.700 Jóh. G. Benediktsson Eyrarlv. 20.600 Guðrn. Guðlaugss. Munkaþv. 20.500 KaupfélagiS á Kópaskeri hef- ur í sumar flutt til Reykjavíkur, landveg, allmarga bílfarma af frosnu kjöti. Er þetta löng leið, en hefur gengið vel og kjötið haldið frosti og reynzt hin ágæt asta vara syðra, enda vel um það búið. Lagt hefur verið af stað frá Kópaskeri kl. 2-—3 síð- degis og ekið um nóttina, og komið til Reykjavíkur fyrir há- degi daginn eftir. í fyrra og aftur nú í sumar hefur verið unnið að stækkun slátur- og frystihússins á Kópa- skeri. Aðeins eitt hús í smíðum. Á einstaka stað í sveitum er verið að byggja útihús, en mjög lítið er þó um slíkar fram- kvæmdir nú, miðað við það, sem verið hefur undanfarið, og í allri sýslunni, sem telur um 2000 manns, hefur á þessu ári aðeins verið byrjað á einu íbúð-| arhúsi, bæði sveitir og þorp meðtalin. Hins vegar er að sjálfsögðu haldið áfram að vinna við íbúðarhús, sem áður var byrjað á. Þórshöfn. Á Þórshöfn er unnið að hafn- argerð. Þangað kom í byrjun júlímánaðar, á vegum vitamála- stjórnarinnar, stórvirkt ámokst- urstæki til að moka upp grjóti í hafnargarðinn og fylgdu því 5 gjrótvagnar með aflvélum. — Þessi tæki höfðu áður í sumar verið notuð í Hafnarfirði til uppmoksturs og flutnings á hraungrýti, og gekk mjög greið- lega. En á Þórshöfn hefur notk- un grjótvagnanna, sem eru þungir og breiðir, gengið held- ur treglega, einkum vegna þess að vegur var mjór og ótraustur. Þó hafa þeir verið nokkuð í notkun, ásamt vörubifreiðum staðarins. Moksturstækið hefur aftur á móti reynst vel og er mjög öflugt.. — Verkstjóri er Sveinn Jónsson. Rafarhöfn. Á Raufarhöfn er lokið við smíði tveggja síldargeyma, sem rúma samtals um 35 þús. mál síldar. Þessar síldarsöltunar- stöðvar er nú starfræktar á Raufarhöfn: Gunnar Halldórs- son, Borgir h.f., Hafsilfur h.f., Skor, Vilhjálmur Jónsson, Ósk- ar Halldórsson & Co. og Valtýr Þorsteinsson. Unnið var að flug- braut fyrir litlar flugvélar, og er síldarleitarflugvél nú staðsett þar. Unnið er í Hálsavegi, milli Raufarhafnar og Þistilfjarðar, og ekki útilokað að akfært. verði í haust milli þessara byggðar- laga þá leið. Góður afli. Afli hefur verið fremur góður í vor og sumar, bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn. Aflinn er frystur og saltaður. Áldarafmæli tveggja ki Hálskirkja til vinstri. Illugastaðakirkja að ofan. Sjálfsagt mun það einsdæmi á landi hér, að 2 kirkjur sama byggðarlags eigi aldarafmæli sam- sumars. En slíkt á sér stað austur í Fnjóskadal í ár, því að 1860 voru tvær kirkjur dalsins vígðar, þ. e. Hálskirkja og lllugastaða- kirkja. Var þessa merka atburðar minnzt með liátíðarguðsþjónustu í kirkjunum 24. júlí sl. Hafa söfn- uðurnir lagt mikið fram við að fegra kirkjur sínar og umhverfi þeirra, og fullvíst er um það, að aldrei hafa kirkjurnar svo skart- að sem hinn eftirminnilega dag. Var allur undirbúningur afmælis- ins dalbúum til mikils sóma Afmælishátíðin hófst með guð- þjónustu í Hálskirkju kl. 10.30. Prófasturinn sr. Friðrik A. Frið- riksson þjónaði fyrir altari og flutti prédikun. En eftir prédikun skírði sóknarpresturinn 4 drengi úr sókninni og eins rakti liann sögu kirkjunnar. Sóknarnefndar- formaður, Þórólfur Guðnason, Lundi, þakkaði gjafir er kirkj- unni höfðu borizt. Laust eftir kl. 4 var svo sam- eiginlegt lióf í Brúarlundi í boði sóknanna og önnuðust sóknar- konur alla framreiðslu a£ mikilli rausn. Á fjórða hundrað kirkju- gesta sótti kaffiboð þéttá, énda voru guðþjónusturriar fyrr um daginn mjög fjölmennar svo livergi nærri rúmuðu kirkjurnar gesti sína alla. Allir prestár pró- fastsdæmisins voru viðstaddir að einum undanskildum, er dvaldist erlendis. Margir tóku til máls í hófinu. Það jók á hátfðaskap manna þennan dag, að sól brauzt fram úr skýjum, en mjög vætu- samt hafði verið síðustu dagana fyrir helgi og stórrigningar síðan. Hálskirkja. Sr. Þorsteinn Páls- son (prestur Hálsi 1846—73) lét reisa kirkjuna á árunum 1859— 1863. Vígð var hún 15. júlí 1860 og þá tekin í notkun. Yfirsmiður var Tryggvi Gunnarsson, tengda- sonur sr. Þorsteins. (Hann reisti bú á þessum árum að Hallgils- stöðum.) Er kirkjan var fttllgerð reyndist skuld hennar við bene- ficiatus 996 ríkisdalir og 6 skild- ingar. Var kirkjan að fyrstu gerð mjög vandað liús, svo sem glögg- lega sést á henni enn í dag. Mark- verðastar eigur hennar í fyrstu voru Guðbrandarbiblía mcð árit- un Guðbratids biskups (nú í Landsbókasafninu) og Maríu- líkneski nú glatað. Hljóðfæri kom í kirkjuna á árunum 1893—1900. 5. júlí 1910 var samþykkt á al- mennum safnaðarfundi að söfn- uðurinn tæki við kirkjunni, en fram að þcim tíma hafði hún ver- ið í umsjón prestsins. Miklar endurbætur hófust á kirkjunni í fyrrahaust, er henni var lyft af grjótgrunni sínum og steyptar undirstöður í staðinn. Síðar, eða í maí í vor, hófst að- gerð á kirkjunni að innan. Voru gluggar allir endurnýjaðir og kirkjan máluð innan sem utan. Raflögn var sett í kirkjuna. Var þess alltaf gætt við aðgerðina að breyta engu frá upphaflegri gerð. Yfirumsjón með allri endurbót að innan hafði listamaðurinn Aðal- geir Halldórsson, Stóru-Tjörnum, ásamt bróður sínum, Sigurði Elalldórssyni. í undirbúningsnefnd afmælis- ins voru: Bragi Ingjaldsson, Birki- hlíð, Sigurður Halldórsson, Stóru- Tjörnum, og Þórólfur Guðnason, Lundi. Gjafir bárust kirkjunni í tilefni afmælisins s. s.: Biblía í vönduðu skinnbandi. Ljós á ræðustól og rafmagnsstjakar á altari. Veggljós, 10 að tölu. Hnéfall. Rykkilín. Þjónustubikarar. Minningagjafa- bók frá lllugastaðakirkju. Fáni. Eins um 6000 kr. í peningum. Kirkjan er nú liið veglegasta liús, hlý og íögur. lllugastaðakirkja. Reist af ekkj- unni Þuríði Aradóttur 1860, en hún liélt staðinn af mikilli rausn á þessum árum ásamt syni sínum. Yfirsmiður var Jón bóndi Sigfús- son á Sörlastöðum, en honum til aðstoðar Jón Mýrdal, er var þá lausamaður á Illugastöðum, og Jónatan Þórhallsson, Þórðarstöð- um. Eins hjálpaði Tryggvi Gunn- arsson við gerð pila kringum alt- ari. Byggingakostnaður nam 871 r. og 88 s. Merkastur muna kirkjunnar i fyrstu var ræðustóll mjög liaglega gerður frá 1683. Hljóðfæri eignast kirkjan fyrst 1886 og var það minningargjöf. Öðru sinni var kirkjunni fært orgel að gjöf 3. jtiní 1955 er sr. Sigtryggur Guðlaugsson frá Núpi helgaði minningu fyrri konu sinnar Ólafar Sigtryggsdóttur frá Steinkirkju. 11. júní 1912 tók söfnuðurinn formlega við kirkjunni. Kirkjan hefur alla tíð verið vandað hús og , söfnuði sínum til mikils sóma, svo vel hefur liann séð um hana. Á afliðnum vetri var tekið til við að búa Itana undir afmælið. Var liún máluð innan og rafnlögn sett í hana. Aðal umsjónarmaður var listamaðurinn Kristján Vigfússon frá Litla-Árskógi. í undirbúningsnefnd voru: Ing- ólfur Hallsson og Lovísa Sigur- björnsdóttir, Steinkirkju, Guð- mundur Gunnarsson og Pálína Magnúsdóttir, Reykjum, Helga Gunnarsdóttir, Illugastöðum, og •Ragnar Jónsson, Fjósatungu. Gjafir til kirkjunnar bárust margar þennan dag s. s.: Guð- brandarbiblía, ljósprentuð. Biblía í vönduðu skinnbandi. Kross, hag- lega gerður. Vasar. Minningagjafa bók. Þjónustubikarar. Ljós yfir land (Hirðisbréf biskups). 2000 kr. til kaupa á Ijósi á ræðustól frá Hálskirkju. Eins um 10.000.00 kr. í peningum. Kirkjan er nti hið veglegasta liús, hlý og fögur. 10 prestar hafa þjónað við kirkj- urnar á þessu tímabili, en lengst sr. Ásmundur Gíslason, eða frá 1904-1936. Núverandi prestur er sr. Sig- Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndarinenn i Hálssókn eru: Þórólfur Guðnason, Lundi, form., Sigurður Davíðsson, Hró- arstöðum, Valgerður Róbertsdótt- ir, Sigríðarstöðum. Meðhjálpari: Sigurður Davíðss. Organisti: Halldór Sigurgeirs- son, Arnarstapa. Sóknarnéfndarmenn i llluga- staðasókn eru: Ingólfur Hallsson, Steinkirkju, form., Guðmundur Gunnarsson, Reykjum, Helga Gunriarsdóttir, lllugastöðum. Meðhjálpari: Jónas Þórðarson, Þórðarstöðum. Organisti: Ragnar Jónsson, Fjósatungu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.