Dagur - 18.04.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.1962, Blaðsíða 4
4 5 ATKVÆÐIN SKILJA ÞEIR ÁRIÐ 1958 bjuggu íslendingar vi8 ein- hver þau beztu lífskjör, scm þekktust í álfunni, enda höfðu þá orðið örari fram- kvæmdir en nokkru sinni áður í sögu lands og þjóðar. Fólksstraumurinn til Reykjavíkur stöðvaðist vegna þess, að fjármagninu var veitt til atvinnu- og framleiðsluaukningar um land allt, sam- kvæmt stefnu Framsóknarflokksins. Árið 1958 gátu Islendingar litiö yfir farin veg með fögnuði yfir því, að í hlut- falli við aðrar þjóðir áttu fleiri einstakl- ingar húsnæðið, sem þeir bjuggu í en annars staðar þekktist, og fleiri menn stunduðu sjálfstæðan atvinnurekstur hlutfallslega en í nokkru landi öðru. — Sárasta fátæktin var þurrkuð út og þjóð- artekjunum jafnar skipt en dæmi eru um fyrr og síðar. Erlendar skuldir juk- ust nokkuð, en vegna hinna stórauknu þjóðartekna var léttara að standa í skil- um en áður. Þjóðfélagið hafði mætt ein- staklingsframtakinu af skilningi og stutt það, einnig félagshreyfingar, sem unliu að heill og hamingja borgaranna. Um öll þessi atriði eru menn sammála, hvar í flokki sem þeir standa, enda blasir þessi sannleikur við hverjum manni. Um hitt var deilt, hvaða stjórnmálaflokki þessi happasæla þróun væri helzt að þakka. Allir flokkar vildu áð sjálfsögðu eigna sér dýrðina af því að hafa á fáum áratugum reist flesta hluti úr rúst og leitt þjóðina á skömmum tíma til þeirrar Iífshamingju, sem góð og ört batnandi lífskjör veita. Það skal viðurkennt, að allir stjórnmálaflokkarnir áttu hér nokk- urn hlut að máli, og ekki alltaf auðvelt fyrir hinn almenna kjósanda að greina fullkomlega á milli vegna samstarfs á ýmsa lund. En eftir tveggja og hálfs árs íhalds- stjórn liggur sannleikurinn ljós fyrir, eins og opin bók, svo skýrt og skilmerki- lega hafa verkin talað. Umskiptin eftir valdatöku íhaldsins urðu strax geigvæn- leg. Það, sem nú blasir við, er m. a. þetta: Kaupmáttur launa hefur minnkað um nál. 30%. Sem dæmi um „óðaverðbólg- una“ hefur meðalíbúðin hækkað um meira en 100 þúsund krónur, fiskibátar um 2 milljónir, dráttarvélar fast að 100%, kornvörur um 80%, en vinnulaun staðið í stað frá 1958. Skattar og tollar hafa hækkað um helming á sama tíma, vextir hækkað og útlánastarfsenii er hneppt í fjötra. Engin meiri háttar framkvæmd hefur verið gerð í Iandinu. Einstaklings- framtakið hefur verið lagt í rúst, nema þeirra, sem ríkir eru. Bátaflotinn er ekki endumýjaður. — Togaraflotinn liggur bundinn í höfn, húsnæðisvandræði setja skugga á framtíðina. Útreikningur Hag- stofunnar sýnir að meðalfjölskylda getur alls ekki lifáð af miðlungs Iauna- tekjum, þótt heimilisfaðirinn virnii 10 klst. á dag allt árið. í næstu kosningum verður að hrinda kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og aflétta þrælatökum hennar á fram- kvæmdalífinu. í næstu kosningum mun ahnenningur hafna kjaraskerðingar- og samdráttarstefnunni með þeim eina hætti, sem íhaldið skilur fullkomlega og tekur tillit til, þ. e. með því að gefa því færri atkvæði en áður, en styðja í stað- inn öflugasta andstæðing þess, Fram- sóknarflokkinn. Ekki veldur (Niðurlag.) Samvinna skóla og heimila — kennara og foreldra — þarf að fara hratt vaxandi. Starfsemi barna- og alþýðuskóla þarf að komast í meiri snertingu við lif og starf líðandi stundar. Látum ekki efnið halda áfram að blekkja okkur. Það eru grundvallarsannindi, að vissuna um andlega tilveru getur eng- inn öðlazt nema leita hennar sjálfur af fyllstu nákvæmni og alúð. Einkum þarf að kenna börnunum ungum að kanna ríki þagnarinnar, hugkyrrðarinnar og bænarinnar með vaxandi víðsýni og frjálsmannlegri ein- lægni. En, umfram allt, látið ekki bábiljur eða kreddur slæð- ast inn í þennan fagra, heillandi frelsisheim. Þær takmarka út- sýnið, torvelda þroskann. Þessi aðferð til sjálfsrann- sóknar og sjálfsþekkingar, er að því leyti einstæð og undursam- leg, að allir geta iðkað hana, hvar sem er og hvenær sem er. Undirstaða hennar hefur verið smælingjum jafnt sem speking- um kunn frá ómunatíð. Hún er öllum frjáls og er í eðli sínu laus við allar kreddur, alla hleypi- dóma. Hún skapar óhagganlegt sjálfstæði og öryggi í ókyrrð heimshyggj unnar og hverful- leikans. Bæn í anda Krists er aldrei annað en leit að auknu réttlæti, meiri heilbrigði. Þar er heiðrík þrá, háttvís vilji á ferð. Þegar sannrar bænar er beðið, það er að hinn æðsti vilji megi verða, svo á jörðu, sem á himni, verður von að vissu, möguleiki að veru- leika. Sá, sem í anda og sann- leika á degi hverjum leitar sam- stöðu, samræmis og samvinnu við eilífan kærleika og eilíft réttlæti, verður jákvæðari í orð- um og athöfnum, er stundir líða fram, orka hans verður jákvæð- ari — verður lífgjöfulli, og allar aðferðir hans til þess að stilla hana, móta og beita henni, hátt- vísari og farsælli. Þeir, sem koma úr þessum skóla, týna sjálfum sér manna sízt á þeim víðernum, sem við köllum tízku og tildur, þar sem hverfulir hlutir beita margvíslegum blekkingum og harðstjóm. Það skal skýrt fram tekið, til þess að girða fyrir allan mis- skilning, að hér er ekki verið að þræða vegi neins konar töfra, dulspeki- eða launspeki. Það er vissulega hægt að komast til þekkingar á því, sem fíngerðast er og fegurst í sál mannsins, án þess að þræða þá duldu vegi, þótt þeir séu hins vegar nauð- ..synlegir, þegar leysa þarf viss verk«fni, sem mannlegum sköp- um hafa verið falin og þessi eða hinn kallaður til að leysa. Til áréttingar því, sem hér hefur verið sagt, langar mig að minna á orð eftir séra Björn O. Björnsson, töluð í Ríkisútvarp- ið 5. nóv. sl. Þessi ummæli séra Björns um andlegt viðhorf maiina eru svo einföld, fögur og sönn, að þau mega ekki gleym- ast. Þau hljóða svo: ..... Við erum raunar ekki algerir hvítvoðungar heldur. Við höfum fengið málið — og þekkjum föður okkar fyrir til- vei-knað frelsarans, Jesú Krists. Við getum beðið hann sem lítil börn — Hans. Við vitum, fyrir fagnaðarboðskap Jesú, að börn eru alls ekki lítils metin fyrir augliti Guðs. Viðhorfið er meira en stórt — það er hnattrænt. Og auðvitað er það ekki á okkar færi að taka það neinum fang- brögðum. En — okkur stendur opið að flytja viðureignina yfir á svið, þar sem veraldlegs stærðarmunar gætir að engu — andlega sviðið .... Þar er það hreinn ávinningur að vera lítill — barn. Hvað sagði ekki meist- arinn: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríki." Ef við, kærir áheyrendur, raun- verulega biðjum Guð eins og lítil ósjálfbjarga börn, af inni- legu, rósömu trausti, þá erum við liðtækir á bylgjulengdum, þar sem málunum er raunveru- lega ráðið til lykta ... . “ Þetta er beinasta og stytzta leið mannsandans til ríkis himn- Ólafur Tryggvason. anna. Þegar æskumaðurinn hef- ur þjálfað anda sinn á þessum auðförnu leiðum, og einföldu, blessunarríku viðfangsefnum, munu öll vinnubrögð hans auð- kennast kf meiri nákvæmni og alúð. Vandvirkni, trúmennska og ráðvendni munu prýða allt starfssvið hans og allan starfs- feril. Eins og áður er sagt er hér lítið um svo kallaða vínmenn- ingu. Hraðinn og hávaðinn valda því, að æskumenn okkar tíma eru ekki taugasterkir, þrátt fyrir aukið íþróttalíf og ýmsa viðleitni til líkamsmennta. Æskumenn okkar daga þola engan veginn sterka drykki á við Egil Skallagrímsson, hvað þá Sókrates. Það þýðir ekkert að fela þá staðreynd fyrir sér, að hvert það ungmenni, sem stofnar til viðskipta við vínguðinn Bakkus, er þegar í yfirvofandi hættu. Sá sém éinu sinni hefur falboðið sig Bakkusi, hefur þegar veð- dregið sig ósköpunaröflum lifs- ins, og þau halda áfram að heimta viðskiptavininn til sín án allrar miskunnar, svo tiltölu- lega fáum einstaklingum verð- ur undankomu aúðið án hjálpar og stúðnings beztu afla þessarar tilveru og annarrar. Og það er mjög einkennandi fyrir við- skiptavini Bakkusar á vorum dögum, að þeim finnast aðvar- anir og umhyggja og jafnvel ýmis fórnfýsi vina og vanda- manna, ýmist sjónhverfingar eða spott. Það er eins og þessum mönnum mörgum hverjum finnist það jafnvel köllun sín, þegar þeir eru komnir út á þessa myrku helvegi, að taka á sig harma þeirra bölheima, sem ríki Bakkusar er. Hér er um að ræða snertingu drykkjumanna við dulin nei- kvæð öfl, sem bundin eru við tilverusvið neðan jarðsviðsins. Ég hef haft náin kynni af ýms- um slíkum harmsögum, þar sem átök hafa átt sér stað á milli hinna neikvæðu og jákvæðu afla, og á ýmsu oltið um úrslit- in. Hér skal þó ekki farið frekar sá... út í þau atriði, aðeins sagt frá einu tilfelli varðandi sögu þess- arar baráttu. Eitt sinn fyrir nokkuð mörg- um árum, heimsótti mig ungur maður rétt um tvítugt. Falleg- ur, gjörvulegur og greindur piltur, með skært blik í augum, vel klæddur og snyrtilegur. Er- indi hans var að biðja mig að styðja sig í þeim góða ásetningi að hætta áfengisneyzlu. Ég tók erindi hans vel, lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði greiðlega. Brýndi fyrir honum að sýna einlægni og þrótt í þessari viðleitni, þá myndi þetta takast. Hann kvaðst hafa byrjað að drekka 16 ára og drukkið mikið þessi fjögur ár, orðinn ofdrykkjumað- ur að hans eigin sögn. Mér gazt vel að þessum unga manni, fékk mikinn áhuga fyrir framtíð hans og lagði mig allan fram. Við sát- um saman fimm kvöld, en sjötta kvöldið, sem hann átti að mæta lét hann ekki sjá sig, og síðan ekki söguna meir. Tíu árum seinna var ég staddur í borg- inni. Ég hafði átt erindi niður að höfn, hafði lokið því, og var á leið til baka, tók ég þá eftir því að maður á gangstéttinni hægra megin við götuna nálg- aðist mig á hraðri göngu, allt í einu gengur hann hratt yfir göt- una í veg fyrir mig, réttir mér höndina og nefnir nafn mitt. Ég tók kveðju hans fremur fálega, því að ég þekkti hann ekki. — Hann spurði hikandi, hvort ég kannaðist ekki við sig og nefndi nafn sitt. Þá minntist ég unga mannsins, sem leitað hafði til mín tíu árum áður, bjartur og hreinn, nú var hann bara svip- ur hjá sjón, horaður, illa til reika og óhreinn. Ég horfði þögull á hann og virti hann fyrir mér. Hann þrýsti hönd mína fast og inni- lega, og tók til máls: „Þú vildir bjarga mér, þú varst að bjarga mér, en ég sveik þig í tryggð- um. Þegar ég fann að þú varst að sigra, stakk ég af. Ég vildi halda áfram að lifa ævintýr.“ — „Eru ævintýrin alltaf jafn skemmtileg,“ spurði ég. — „Nei, nú eru engin ævintýri lengur til,“ svaraði hann, og röddin var bitur og köld. Svo hélt hann á- fram: „Ég hef aldrei gleymt þér, mig langaði að sjá þig aftur, taka í hönd þína aðeins einu sinni.“ — „Hvað starfar þú nú,“ spurði ég. — „Starfar,“ sagði hann og hristi höfuðið. ,,Ég er flóttamaður, ég leita að gröfinni minni.“ Það var angistarhreim- ur í röddinni og augun full af myrkri, en hann var alveg „edrú“. Þögulir héldumst við enn í hendur örlitla stund. Hann var auðmjúkur, hrærður, klökkur. Hann tók aftur til máls: „Mig langaði að kveðja þig, svo hittumst við hér, þetta er undarlegt. Við sjáumst aldrei framar, útsærinn verður mín gröf.“ Ég var þögull, og auð- mjúkur, reyndi ekki að blekkja hann með fagurgala. En er ég stóð frammi fyrir þessum þrí- tuga manni, fann vonlaust traust hans hvíla í lófa mér og horfði niður í myrka hylji þess- ara fagurgjörðu augna, lifði ég eina þessa ótrúlegu og óskýran- legu stunda: Þegar við uppgötv- um eins og í draumi þann ó- þægilega leyndardóm, hvað hjarta manns er lítið og höndin köld. — Þegar undirdjúpin ljúkast upp, og undarlegir stormar hið efra svipta þokunni af tindunum, — og báran andar léttar en nokkru sinni áður við lága ströndina og hvíslar að hjarta manns, sem er að vakna af dvala gleymskunnar — þess- um undarsamlegu, dularfullu ástarorðum: „Það sem þér ger- ið minnsta bróður mínum, það gerið þér mér.“ Gesturinn kippti höndinni að sér, sneri sér snögglega við og skundaði hröðum skrefum nið- ur að höfninni, þar sem skipið beið hans ferðbúið til fjarlægra stranda. Mig langaði að hrópa á eftir honum: Við eigum eftir að hittast, við eigum eftir að verða samferða langan veg, en orðin fæddust ekki, varirnar voru þurrar og tungan treg. Kveðjur okkar beggja voru hljóðar eins og harmurinn — myrkrið í djúpum augna hans. „Hin mikla lexía, sem hver sál verður að læra, er sannleik- urinn um einingu alls lífs. í þeirri vitneskju býr allt artnað, sem máli skiptir.“ En þessi sannleikur verður ekki eign okkar nema við greiðum hann hæsta verði. Leggjum allt okkar líkamlega og andlega atgervi fram, allt sem við eigum bezt. Um þetta hafa andlegir fræðarar allra tíma verið sammála. En nú tala ágætustu vísindamenn um at- ómin sem mikla gátu, segja jafnvel að einingin sé efnis- undirstaða alheimsins, — að at- ómin séu félagslynd. Þar með eru vísindin að nálgast nýtt, ó- þekkt og undursamlega stór- kostlegt rannsóknarefni. Margir gáfaðir menn líta svo á, að alvarlegasta glapræðið og stærsta syndin í öllum þessum áfengismálum, sé hinn opinberi löglegi innflutningur sterkra drykkja, og þar sé ríkið aðal- syndaselurinn, á því hvíli hin mikla ábyrgð. En þá er mér spurn: Hvað er ríkið annað en ákveðinn hópur einstaklinga, — meiri hluti þjóðarinnar, meiri hluti kjósenda? Sú Ijóta saga hefur oft verið sögð, að fyrst féfletti „ríkið“ þegna sína gegnum áfengissöl- una og eyðileggi þá síðan með eitrinu. Af tveimur megin ástæðum ræði ég ekki þennan þátt „ríkis- ins“ sérstaklega í þessari grein. í fyrsta lagi vegna þess, að þessi þáttur hefur verið þaulræddur í sami'æðum manna á milli, í blöðum og tímaritum og alveg sérstaklega af þingskörungum á Alþingi íslendinga. — Og í öðru lagi vegna þess, að þótt það kraftaverk tækist, að.koma á fullkomnu aðflutningsbánni á öllurn sterkum drykkjuni, sem óneitanlega væri eftirminnileg- ur menningarsigur, myndu til- raunir með „smygl“ og „brugg“ vaða uppi meir en nokkru sinni áður, og þess vegna allt, sem sagt er í þessari grein vera eft- ir sem áður í fullu gildi. Meginerindi mitt og tilgangur með þessari grein er: Annars vegar, að undirstrika þá stað- reynd, að aðalvarnir gegn öllum sjálfskaparvítum, hvers konar neyð og ógæfu, — er að glæða með ákveðnum uppeldisaðferð- um skilnings barnsins á andleg- um uppruna lífs síns, hreinleik þess og fegurð og eilífðareðli. — Og hins vegar að árétta þann veruleik, að ægilegasti ósigur þessarar jarðvistar er að falla í valinn vegna langvarandi neyzlu áfengis og annarra eiturlyfja, og að þeir, sem eiga beina sök á slíkum óförum náunga síns, hafa veðdregið sig þeirri ægi- legu ábyrgð, sem lengi varir og erfitt er að varpa af sér af eigin rammleik. Og alltaf mun það sannast á örlagaríkustu stund hættunnar, að ekki veldur sá er varir. Ólafur Tryggvason. ....... FERMINGARBÖRN Olafur Pálsson frá Sörlasföðum ATr;::: arii ■ ■ MINNING ...... S t ú 1 k u r: Nylon Greiðslusloppar Verð kr. 386.00. Til sólar stefndi sál þín, en sæti þitt er tómt. O, syrgið vinir hjartað, það var svo milt og frómt. M. Joch. ÞESSAR Ijóðlínur komu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns, Ólafs Pálssonar, en hann andað- ist á Kristneshæli 26. marz sl., 87 ára að aldri. Ólafur var fæddur 17. október 1874 á Litlu-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði, og af góðum bændaættum kominn, sonur hjónanna Páls Jónssonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur. — Fluttu þau frá Litlu-Tjörnum inn í Fnjóskadal, og bjuggu á Brúnagerði og Ytra-Hóli. Böm þeirra hjóna voru vel gefin, framgjörn og fróðleiksfús, og munu hafa lesið í æsku allar þær bækur, er til náðist. Vorið 1900 fór Ólafur á Bún- aðarskólann í Ólafsdal. Mun dvöl hans þar hjá Torfa skóla- stjóra, hinum mikla búnaðar- frömuði og hugsjónamanni, hafa markað djúp spor í sálarlíf hins gáfaða æskumanns. Til hinztu stundar mundi hann glögglega allt það, er gerðist í Ólafsdal það tímabil, sem hann var þar, og hefur ritað um skólann og heimilishætti þar í tímaritið „Heima er bezt“. Að námi loknu fór Ólafur í Sörlastaði, en þar hafði hann verið heimildsmaður áður. — Stundaði hann þá barna- og unglingakennslu á vetrum, en túnasléttur og aðrar jarðabætur í sveit sinni á sumrum. Mun hann hafa verið með þeim fyrstu í Fnjóskadal, er notuðu plóg og herfi við jarðyrkjuna. Árið 1907 kvæntist hann Guð- rúnu, dóttur Ólafs Guðmunds- sonar, bónda á Sörlastöðum, og reisti þar bú á hálfri jörðinni móti tengdaföður sínum, og síð- ar mági, Guðmundi Ólafssyni, seinna kennara áLaugarvatni og víðar. En mörg síðustu búskap- arárin bjó Ólafur einn á Sörla- stöðum, sem er fremsti bær í Fnjóskadal að austanverðu. — Það er stór jörð og landkosta mikil. Hafa margir efnaðir bændur búið þar, og hafði jörð- in löngum verið eftirsótt til á- búðar. Bæjarstæðið er einkar fagurt. Umhverfis bæinn er stórt tún, sem hallar nokkuð til vesturs, en við túnfótinn eru sléttar grundir og breið land- spilda vestur að ánni, að mestu þakin hávöxnum gulvíði. í suð- vestri blasa við háfjöll, og er Kambsfellshnjúkur þeirra feg- urstur. Skóglendi er nokkui't í landareigninni og víðáttumikill afréttur. Til norðurs sér eftir suðurhluta Fnjóskadals og til Vaðlaheiðar. Dásamlega fagurt er að horfa norður eftir dalnum, þegar kvöldsólin skín og sendir síðustu geisla sína yfir sveitina. Nú hafði hinn ungi efmsmað- ur brotizt áfram af eigin ram- leik, og öðlazt þá þekkingu, sem búendum er nauðsynleg, kvænzt myridarlegri heimasætu, og byrjað búskap á góðri jörð. Lífið brosti við honum, og þau hjónin bjuggu á Sörlastöðum allan sinn búskap, eða um 49 ára skeið. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Jórunni og Pál. Heimilið var mannmargt og myndarbragur á öllu, úti og irini. Gestrisni, glaðværð og ein- drægni einkenndu heimilislífið. Sjaldan var skipt um vinnuhjú, því að sum þeirra voru þar um áratugi. Heimilisguðrækni var mikil, og vel fylgzt með öllum hreyfingum á sviði trúmála og þjóðmála. Þeim hjónum, Guð- rúnu og Ólafi, tókst að skapa þá heimilismenningu, sem bezt verður á kosið. Eins og venjulegt er um hæfi- leikamenn hlóðust ýmis opinber störf á Ólaf. Hann átti sæti í hreppsnefnd Hálshrepps í 18 ár, skattanefndarmaður 1922—50, deildarstjóri Illugastaðadeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar 1914 —45, formaður sóknarnefndar Illugastaðasóknar 1907—51, kirkjuorganleikari í nokkur ár, og fleiri störf voru honum falin á hendur. Öll þau störf sem hann var kjörinn til, leysti hann af hendi með stakri vandvirkni og samvizkusemi, enda var hann vinsæll og vel metinn af þeim, er kynni höfðu af honum-. Ólafur var með fróðustu mönnum um ættir manna og ýmsa viðburði, sem gerðust á næstliðinni öld. Hann hafði af- burða gott minni, sagði vel frá og skrifaði margt um þau efni, þótt ekki hafi það allt á prent komið. Þegar Ólafur var á ferðalögum, gisti hann oft á heimili móður minnar. Man ég það glöggt, hvað við systkinin hlökkuðum til, þegar von var á Ólafi. Þá var vitað, að rætt yrði um þau málefni, sem efst voru á baugi, sagðar gamansögur og margs konar fróðleikur í té lát- inn. Hann var mikill trúmaður, frjálslyndur og sannleiksleit- andi. Hann dáðist mjög að rit- gerðum séra Haraldar Níelsson- ar, prófessors, og skáldsins Ein- ars H. Kv.aran, um andleg mál. Skáldmæltur var hann vel og flutti oft ræður og kvæði við ýmis tækifæri. Hann las upp kvæði eftir sig í Vaglaskógi á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, forseta. Þar ávarpaði hann sveitina sína m. a. með þessum Ijóðlínum: Hvar skyldi völ á yndislegri óm? Hvar ætli að heyrist fegri vatnaniður? Hvar anga meir og brosa fögur blóm? Hvar berst að eyrum hærri fuglakliður? Guðrúnu konu sína missti Ól- afur árið 1956. Mun hann hafa saknað hennar mjög, því að hann var viðkvæmur í lund og unni henni mikið. Þetta sama ár flutti hann til Akureyrar, ásamt börnum sínum, sem önnuðust hann með mikilli umhyggju og gerðu honum ævikvöldið bjart og fagurt. Nú er Ólafur horfinn sjónum okkar, og lagztur til hinztu hvíldar við hlið konu sinnar í Illugastaðakirkjugarði í Fnjóskadalnum, sem átti hug hans allan. En jafnframt minn- umst við þessara orða eins af helztu skáldum okkar: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Börnum Ólafs og öðrum að- standendum votta ég mína inni- legustu samúð. Marteinn Sigurðsson. Þakkir fyrir góðan lestur FRÁ því að ég man eftir mér hefi ég hlýtt á lestur Passíu- sálma yfir föstuna. Margan góð- an lesara hef ég hlýtt á og verða mér ýmsir þeirra svo minnis- stæðir, að ekki gleymist. Þessi perla íslenzkra trúarljóða á þann mátt, að sé vel flutt, þá er hlustað. Margir hafa minnst á lestur séra Sigurðar Stefánsson- ar, vígslubiskups, og allir lokið upp einum munni, að vel væri flutt. Nú í föstulok flyt ég biskupi þakkir fyrir ógleymanlegan lest- ur Passíusálmanna. Hlustandi. - Mikið starf . . . Agnes SigurgcirscIóUir, Aðálstr;tti 13. Anna Marie Jónsdóttir, Hafnarstræti 53. Elsa Jónasdóttir, liyggóavcg 126. Guðný Jólianna Tryggvajóttir,' Hamarstíg 16. 1 Guðný Valgerður Skarphcðinsdóttir, Hafnarstræti 47. Helga Björg Hilmarsdóttiij, Borgum. Hjálmfríður Ólöf Valgarðsdóttir, Brún. Inga Þórunn Halldórsdóltir, ■ Strandgötu 15. Kolbrún Kolbejnsdóttir, Helgamagrastræti 48. Margrét Haukdal Marvinsdóttir, Lækjargötu 2. Margrét Kristín Sölvadóttir, ■ Eiðsvallagötu 26. Dréngír: ----- Arnljótur Geir Ottesen, Sólvangi' Baldur Ellertsson, Engimýi-i l."7 Z" Erling Ragnarsson, Oddagbtu 3 b. Grétar Sævar Strömmén, Eyrarveg 8. Guðmundur Guðtnarsson, Oddeyrargötu 3. Halldór Halldórsson, Strandgötu 15. Haraldur Rafnar, Asabyggð 5. Jóhann Guðmundsson, Kirkjuhvoli. Jón Þorleifur Jónsson, Löngumýri 15. Karl Jóhann Guðmundsson, Byggðavegi 142,. Kristján Páll Þórhallsson, Þingvallastræti 40. - • ólafur Jón Leósson, Aðalstræti' 14. Páll Fossberg Leósson, Oddevrjtrg. 5. Sigurður Mikael Margeirssön, Hafnarstræti 9. Stefán Ómar Hermannsson, Löngumýri 34. Þorgeir Steingrímsson, Sniðgiitu 1. Þorvaldur Sigmar Aðalsteinsson, Gránufélagsgötu 43. Allir-eitt-klúbburinn. Dansleikur í Alþýðuhús- inu síðasta vetrardag kl. 9 e. h. — Spilað verður bingó og Ómar Ragnars- son skemmtir. Stjórnin. FREYVANGUR Dansleikur mánudaginn 2. páskadag, hefst kl. 10 e. h. B. B. kvartettinn leikur. Sætaferðir frá Ferða- skrifstofunni. Kvenfélagið VORÖLD. ATVINNA! _ ;• Mann eða röskan ungling vantar mig strax um mánaðartíma. Þór Jóhannesson, Þórsmörk. VERZLUNIN DRÍFA Simi 1521 Nýkomnar: BARNAPEYSUR úr bómullarjersey, lang erma. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521. VIL KAUPA JEPPA Uppl. í síma 1875 milli kl. II og 1 í dag, eða í síma 1230 til kl. 7 í dag. Notaður BARNAVAGN óskast til kaups. Sími 2573. VEIÐIMENN! Þeir félagar Stangveiði- félagsins Strauma, jem óska eftir veiðidögum í Eyjafjarðará í sunjar, leggi inn pantanir í Sportvöruverzlun Bryn- jólfs Sveinssonar, sem allra fyrst. Stjómin. GLERAUGU í brúnni umgjörð töpuð- ust sl. laugardag. Finn- andi vinsamlega skili þeim til Helga Pálssonar. IvRAKKASKÓR, með háirn hæl, tapaðist 7. þ. m. Skilist á afgr. Dags. Karlm. ARMBANDSÚR tapaðist sl. sunnudagsnótt í bænum. Finnandi skili því vinsamlega á afgr. Dags. Fundarlaun. (Framhald af bls. 1) firði. Auk stjórnar og fulltrúa mætti á fundinum skógarvörð- urinn á Vöglum í Fnjóskadal, ísleifur Sumarliðason. Stjórn Skógræktarfélags Ey- firðinga skipa: Guðmundur K. Pétursson, Ármann Dalmanns- son, séra Benjamín Kristjáns- son, Björn Þórðarson, Helgi Símonarson, séra Sigui'ður Stefánsson og Þorsteinn Davíðs- son. AÐALFUNDUR Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar verður haldinn í Gildaskála Hótel KEA, mánudaginn 30. apríl og hefst ki. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum S.N.E. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.